Sandra Dögg Eggertsdóttir
Náttúrufræðisíðan mín !!

Vikan 19. – 23. mars

Vikan byrjaði á fyrirlestri sem fjallaði um sýrustig og jónir. Í gær (fimmtudag) vorum við svo í stöðvavinnu og inni í henni voru tvær tilraunir með sýrustig. Í dag byrjuðum við svo að vinna í skýrslum úr tilraununum.

Jónir

Jón er frumeind eða hópur frumeinda með rafhleðslu. Til eru bæði jákvætt og neikvætt hlaðnar jónir. Jákvatt hlaðin jón (katjón) hefur fleiri róteindir en rafeindir. Neikvætt hlaðin jón (anjón) hefur hinsvegar fleiri rafeindir en róteindir. Jónir eru ritaðar þannig að ofarlega fyrir aftan frumeindina er skrifað + fyrir plúsjónir og – fyrir mínusjónir. Og ef rafeindirnar sem voru gefnar eða teknar eru fleiri en ein er fjöldi þeirra skrifaður fyrir aftan – eða +.

Kristalbygging salts - http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=56779Jónaefni er haldið saman af jónatengjum á milli jóna af ganstæðri hleðslu, þ.e.a.s. á milli jóna sem hafa skipst á rafeindum. NaCl (matarsalt) er vel þekkt dæmi um það. Í NaCl hefur Na gefið frá sér einu rafeindina sína og Cl tekið hana að sér og fyllt með því ysta hvolfið sitt. Þá eru tvær jónir búnar að myndast, Na er orðin katjón og Cl er orðin anjón. Einkenni jónaefna eru þessi :

  • Leysast vel í vatni.
  • Leyða vel rafstraum.
  • Mynda kristalla.
  • Hafa hátt bræðslu og suðumark.

Sýra

Sýrur eru efni sem gefa frá sér H+ í vatnslausn. Því sterkari sem sýran er því meira er af H+ og hún er rammari.

Vetnisklóríð, HCl, er dæmi um þekkta sýru, en í daglegu tali er það betur þekkt sem saltsýra. Hún er jónaefni, H er katjón og Cl anjón. Hún er römm og ætandi, en er samt sem áður ein af magasýrum í mönnum. Svo er hún líka mikið notuð í iðnaði.

Basi

Basar eru efni sem geta tekið til sín H+ í vatnslausn. Sápa er dæmi um basa.

Vítisodi - http://is.wikipedia.org/wiki/V%C3%ADtiss%C3%B3diVítisódi (NaOH, sodium hydroxide) er dæmi um ramman basa. Þetta er hvítt fast efni, með hátt bræðslumark. Efnið er hættulegt og ætandi, en er samt notað í efnaiðnaði, mikið til að þrífa ýmsa tanka.

pH gildi

pH er mælieining sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk. Kvarðinn er á bilinu 0-14, þar sem 1 er mjög súrt og 13 er mjög basískt. 7 er alveg hlutlaust. Sýrustig - http://echinoblog.blogspot.com/2010_10_01_archive.htmlSýrustig er mælikvarði á styrk H+ jóna í lausn, þ.e. hvað er mikið af þeim í hverjum lítra. Ef mikið er af þeim er pH gildið lágt en ef lítið er af þeim er pH gildið hátt. pH kvarðinn er lógaritmískur sem þýðir að hver tala innan hans hækkar sem margfeldi af 10. T.d. er eitthvað sem er með pH 5 10 sinnum súrara en eitthvað með pH 6.

Vatn hefur pH gildi 7 og er því hlutlaust. Súrustig í maga er 1-2 og í blóði er það 7,4 en innan í frumum er það 7-7,2. Það er lífsnauðsynlegtað halda pH gildi í blóðinu réttu, því að ef pH gildið í blóði fer undir 7 eða yfir 7,8 er það banvænt.

Hægt er að mæla sýrustig á margan hátt. Hægt er að notast við þessi hjálpargögn :

  • Dýr mælitæki
  • Einfaldir strimlar
  • Heimatilbúnir litvísar

Stöðvavinna

Í tímanum í gær var stöðvavinna með átta stöðvum, en af þeim voru þrjár skyldustöðvar. Tvær af þeim voru tilraunir, en ég mun fljótlega setja skýrslu úr þeim inn á verkefnabankann minn

Stöð 1

Á henni var tilraun þar sem við notuðum einfalda strimla til að mæla sýrustigið á átta mismunandi efnum. Við vissum hvaða efni við vorum að nota, en ekki hvað var hvað svo að við áttum líka að reyna að finna það út.

Stöð 2

Rauðkál - http://www.bananar.is/vara.asp?TopCatID=107&SubCatID=297&ProductID=1389Hér var líka tilraun með sýrustig, en í þetta skiptið áttum við að notast við heimagerðan litvísi. Litvísirinn sem við notuðum var rauðkálssoð. Við vorum með sex efni sem við settum í tilraunaglös og bættum svo litvísinum útí og efnið breytti um lit. Þá áttum við að notast við niðurstöðurnar úr hinni tilrauninni til að finna út hvort hægt sé að notast við rauðkálssoð til að finna sýrustig efna.

Stöð 3

Hér var vefrænt verkefni um massatölu sætistölu og jónir. Þetta var bara upprifjun og eitthvað sem við eigum að kunna vel svo að það reyndist ekki erfitt. Hér er að finna þetta verkefni ef einhverjir vilja spreyta sig.

Stöð e

Hér áttum við að vinna verkefni með formúlumassa. Það leit í byrjun út fyrir að vera voðalega flókið, en reyndist svo alls ekki vera það.

Formúlumassi efnis er samanlagður massi atómanna sem eru í formúlu þess. Í vatni eru tvö vetnisatóm og eitt súrefnisatóm. Eitt vetnisatóm er 1u og eitt súrefnisatóm er 16u. Þá er formúlumassi vatns 2*1u + 16u eða 18u. Einingin u er mælieining sem passar fyrir massa atóma.

Leave a Reply