Sandra Dögg Eggertsdóttir
Náttúrufræðisíðan mín !!

Nú er skólinn byrjaður aftur eftir páskafrí og við erum komin á fullt í upprifjun. Ég bloggaði ekkert vikuna fyrir páska, en þá vorum við líka bara í einum tíma vegna árshátíðarinnar og undirbúnings fyrir hana. Og í þessum eina tíma gerðum við líka voða lítið, tókum bara eitt stutt próf og spjölluðum saman.

Vikan 10. – 13. apríl

Þessa vikuna var ekki skóli á mánudaginn því að það var annar í páskum svo að við misstum af einum tíma. Á fimmtudaginn byrjuðum við svo í upprifjun og í þetta skiptið var það líffræði sem við rifjuðum upp. Á föstudaginn héldum við svo áfram með sjálfsprófin sem við erum búin að vera að vinna aðeins í á föstudögum.

 

Upprifjun

Vísindaleg aðferð er vinnuregla sem beitt er í vísinum til að uppgötva staðreyndir og efla vitneskju manna um náttúruna. Meginskrefin í aðferðinni eru þessi :

 • Ráðgátan skilgreind
 • Upplýsinga aflað
 • Tilgáta sett fram um svar við ráðgátunni
 • Tilraun framkvæmd til að kanna gildi tilgátunnar
 • Niðurstöður tilraunarinnar skráðar, metnar og túlkaðar

Samanburðartilraun er tilraun þar sem eitthvað tvennt er borið saman. Í þeim er alltaf ein breyta. Breytan er mismunurinn á tilraununum og það sem gerir samanburðinn mögulegan.

 

Helstu einkenni lífvera eru efnaskipti, æviskeið, æxlun og viðbrögð við áreiti.
 • Efnaskipti eru öll efnahvörf sem fara fram í lífveru og eru nauðsynleg til að halda lífi. Næringarnám, melting, öndun og þveiti eru mikilvægir þættir í öllum lífverum.
 • Æviskeið er sá tími sem hver lífvera lifir.
 • Æxlun er ferli þar sem lífverur eignast eitt eða fleiri afkvæmi í sinni mynd
 • Lífverur bregðast við áreiti, sem er breiting í umhverfi þeirra, með því að sýna eitthvert viðbragð.

Algengustu frumefni í lífverum eru kolefni, vetni, nitur og súrefni. Það er heilmikið sem lífverur þarfnast til að lifa af. T.d. þurfa þær orku til þess að nota við efnaskipti, næringu, vatn og súrefni sem þær taka til sín úr andrúmsloftinu.

 

Frumulíffærin eru mörg og margvísleg.

 • Frumuveggurinn, sem finnst bara hjá plöntufrumum, er úr beðmi og verndar og styrkir frumuna.
 • Frymið er allt lifandi efni frumunnar.
 • Frumuhimnan er þunn, eftirgefanleg himna sem stýrir flutningi efna inn og út úr henni.
 • Kjarninn er stjórnstöð frumunnar og um hann lykur kjarnahimnan.
 • Litningar sem eru í kjarnanum eru úr kjarnasýrum sem búa yfir „stafrófi lífsins“.
 • Umfrymi er sá hluti frymisins sem er utan við kjarnahimnuna.
 • Frymisnetið er flókið himnukerfi rása og ganga. Það tekur þátt í smíði og flutningi próteina.
 • Ríbósóm sitja oft á frymnisnetinu og eiga þátt í smíði próteina.
 • Hvatberar skapa réttu skilyrðin fyrir frumuna til að nýta orku.
 • Safabólur geyma fæðuefni, vatn, ensím og úrgangsefni.
 • Leysikorn gegna hlutverki í meltingastarfi frumunnar.
 • Grænukornin, sem eru eingöngu í plöntufrumum, beisla orku sólarinnar og nota hana til þess að búa til fæðuefni frumunnar.

Starfsemi frumnanna í lífverum kallast einu nafni efnaskipti. Næringarefni, súrefni, vatn og ýmis önnur efni berast inn í frumuna og út úr henni með ferli sem kallast flæði. Vatn fer gegnum frumuhimnuna með sérstakri tegund flæðis sem kallast osmósa.

Jafnskipting er ferli þar sem kjarni og litningar frumu tvöfaldast og í kjölfarið skiptir hún sér í tvær dótturfrumur sem eru nákvæmlega eins og móðurfruman. Rýrisskipting leiðir til myndunar kynfrumna sem eru með helmingi færri litninga en móðurfruman.

 

Í einfruma lífveru sér eina fruman um öll stðrfin sem vinna þarf til þess að hún haldi lífi. Í fjölfruma lífveru gegnir hinsvegar hver líkamshluti ákveðnu starfi. Þessi verkaskipting er til hagsbóta fyrir lífveruna.

Skipulag lífvera

Skipulagsstigin fimm – raðað frá því smæsta og einfaldasta til hins stærsta og flóknasta – eru frumur, vefir, líffæri, líffærakerfi og lífverur.

 • Fruman er grunneining lífsins, bæði hvað snertir byggingu og starf. Í fjölfruma lífveru vinna mismunandi gerðir frumna sérhæfð störf. Hver frumugerð lifir ekki án frumna annarra gerða og lífveran í heild kemst ekki af án samvinnu frumnanna.
 • Frumur sem eru áþekkar að gerð og í starfi skipast saman og mynda vefi. T.d. mynda beinfrumur beinvef í mönnum, sterkan og þéttan vef sem ræður miklu um líkamslögunina og ber líkamann uppi. Plöntur eru líka gerðar úr vefjum, á sama hátt og dýr. Laufblöð og stönglar plöntu eru t.d. þakin sérstakri gerð vefjar sem kallast yfirhúð. Hún verndar plöntuna og kemur í veg fyrir að hún missi óhóflega mikið vatn.
 • Hópur ólíkra vefja vinnur saman sem eitt líffæri. Þannig er mannshjarta gert úr taugavef, vöðvavef og þekjuvef. Hver vefjagerð hefur sérstöku hlutverki að gegna. Rót, stöngull og laufblöð eru helstu líffæri plantna.
 • Hópur mismunandi líffæra sem vinna saman að tilteknu starfi kallast líffærakerfi. Fjöldi líffæra í hverju líffærakerfi er mismunandi eftir tegundum lífvera. Þróuð dýr hafa t.d. taugakerfi sem gert er úr heila, mænu og taugum. Lítt þróuð dýr eru hinsvegar með taugakerfi sem er bara einfalt net taugafrumna sem kvíslast um líkamann.
 • Lífvera er lifandi líkami í heild sinni sem annast alla þá starfsemi sem einkennir lífið. Flóknar lífverur eru úr líffærakerfum. Þær skipa æðsta skipulagsstigið. Í flókinni lífveru gegnir hvert líffærakerfi sérstöku hlutverki en öll vinna þau saman að því að halda lífverunni lifandi.

 

Flokkunarfræði fjallar um skiptingu lífvera í hópa eftir sameiginlegum einkennum. Fyrstur til að búa til flokkunarkerfi til að skipta lílfverum í hópa var Aristóteles og var kerfið hans notað í 2000 ár. Það kerfi sem nú er notast við byggist á starfi Carls von Linné. Hann útfærði tvínafnakerfið á 18. öld þar sem hver tegund lífvera fær fræðiheiti sem samantendur af tveimur nöfnum. Engar tvær tegundir bera sama fræðiheiti og þessi fræðiheiti eru notuð um allan heim.

Það flokkunarkerfi sem nýtur mestrar hylli meðal líffræðinga nú byggist á skiptingu lífvera í fimm ríki sem eru: dreifkjörnungar, frumverur, sveppir, plöntur og dýr.

Ríkin fimm Án kjarna Með kjarna Einfruma Fjölfruma Frumbjarga Ófrumbjarga
Dreifkjörnungar X   X   X X
Frumverur   X X   X X
Sveppir   X X X   X
Plöntur   X   X X  
Dýr   X   X   X

Þessi tafla sýnir á skýran hátt eiginleika ríkjanna.

 

Veirur eru örsmáar, lífvana agnir sem sýkja lifandi frumur. Þær eru sníklar sem leggjast á allar tegundir frumna. Hver veirutegund getur þó bara sýkt sérstakar tegundir frumna. Veirur eru að uppistöðu úr erfðaefni og utan um það er hjúpur úr próteini. Í megindráttum er „lífsferill“ allra veira hinn sami :Veiran kemur erfðaefni sínu fyrir í hýsilfrumu sinni. Hýsilfruman lýtur stjórn veirunnar og framleiðir hluta í nýjar veirur. Hlutunum er raðað saman í nýjar veirur og að endingu brestur hýsilfruman, veirurnar losna út og þær sýkja aðrar frumur.Veirur orksaka fjölmarga sjúkdóma, suma tiltölulega meinlausa en aðra mjög alvarlega. Meðal þeirra sjúkdóma sem veirur valda er kvef, hundaæði, hlaupabóla, lömunarveiki og alnæmi. Veiklaðar eða óvirkar veirur eru notaðar við framleiðslu bóluefnis.

Dreifkjörnungar eru einfruma lífverur sem skortir frumukjarna og ýmis önnur frumulíffæri. Allir dreifkjörnungar eru gerlar. Þeir eru elstu lífverur jarðar og líklega er fjöldi gerla meiri en hjá nokrum öðrum hópi lífvera. Sumir gerlar eru ófrumbjarga og eru þá annaðhvort sundrendur eða sníklar, en aðrir eru frumbjarga. Sumir gerlar vinna mönnum gagn, en aðrir eru til óþurftar.

Frumverur eru einfruma lífverur með kjarna og fjölda annarra sérhæfðra frumulíffæra. Þær eru mjög mismunandi og flokkun þeirra er mjög á reiki.

Sveppir eru mismunandi að stærð, útliti og lit. Þeir eru ófrumbjarga, afla sér fæðu með því að láta frá sér efnasambönd sem leysa upp vefi lifandi eða dauðra lífvera og taka til sín uppleystu næringarefnin. Margir sveppir eru sundrendur og nýta sér leyfar lífvera, meðan aðrir lifa í samlífi við aðrar lífverur. Til eru einfruma sveppir en flestir eru fjölfruma. Þeir eru gerðir úr þráðum sem kallast sveppaþræðir. Sveppir fjölga sér með gróum sem myndast í sérstökum líffærum sem kallast sveppaldin.

 

Erfðafræði sú fræðigrein sem fjallar um hvernig eiginleikar berast frá lífveru til afkvæma hennar. Starf Gregors Mendels er grundvöllur aða lögmálum nútímaerfðafræði. Mendel gerði tilraunir með plöntur sem hann lét æxlast saman.

Hreinræktaður eða arfhreinn einstaklingur hefur í sér genapar þar sem genin eru eins (HH,hh) en kynblendingur eða arfblendinn einstaklingur hefur í sér genapar þar sem genin eru ólík (Hh). „Sterkari“ eiginleikinn kallast ríkjandi, en sá „veikari“ víkjandi. Samkvæmt lögmálinu um aðskilnað hlýtur hver kynfruma aðeins annað genanna í hverju genapari. Lögmálið um óháða samröðun segir að hvert genapar erfist óháð öðrum. Svipgerð er greinanlegur, oftast sýnilegur eiginleiki, en srfgerð er það hvaða gen eru í frumum einstaklings.

Reitartöflur sýna mögulegt afkvæmi út úr kynblöndun.

Í sumum genapörum er hvorugt genið ríkjandi eða víkjandi. Það kallast ófullkomið ríki. Stökkbreyting er skyndileg breyting á arfgerð vegna tilviljanakenndrar breytingar í einstöku geni eða heilum litningi. Dýr sem hefur tvo X-litninga í frumum sínum er hjá flestum tegundum kvenkyns, en dýr sem hefur einn X-litning og einn Y-litning karlkyns.

Menn hafa gen sem eru á 46 litningum. litningarnir mynda 23 pör sem er að finna í kjarna allra frumna líkamans, nema kynfrumnanna sem hafa 23 staka litninga. Gen geyma upplýsingar um hvaða efni frumur líkamans eigi að framleiða og hvernig þær eigi að fara að því. Gen í genapari kallast samsæta. Margföld samsæta er þegar fleiri en tvær samsætur í tilteknu genasæti eru þekktar. Mörg einkenni manna, t.d. blóðflokkar, ráðast af margföldum samsætum. Hvert gen, jafnvel víkjandi gen, á X-litningi veldur einkennum í karlmanni sem erfir það. Slík gen og einkenni kallast kyntengt.

Til að komast að hvaða áhrif erfðir og umhverfi hafa á þroskun manna hafa vísindamenn gjarnan gert rannsóknir á eineggja tvíburum, því að gen þeirra eru alveg eins.

Heimild : Upprifjunarbæklingur frá Gyðu kennara

Leave a Reply