Sandra Dögg Eggertsdóttir
Náttúrufræðisíðan mín !!

Síðustu tvær vikur erum við búin að vera á fullu í upprifjun. Í síðustu viku byrjuðum við á verkefni þar sem við áttum að skrifa eina blaðsíðu um ákveðið efni og semja svo spurningar upp úr því. Þessar blaðsíður verða svo sameinaðar í verkefnahefti sem við vinnum. Svo fengum við í vikunni spurningahefti um líffræði, og í tímanum á fimmtudaginn vorum við að teikna upp vistkerfi sem átti að innihalda ýmislegt, eins og t.d. allar gerðir af samlífi, sundrendur, neytendur og fleira. Svo erum við ennþá á fullu í að taka sjálfspróf, sem má finna hér.

Ég srifaði um flekamörk í upprifjunarverkefninu og ætla þess vegna að setja það helsta um þau hér inn :)

http://21stcenturyscholar.org/2012/02/03/the-earths-plates-continue-to-move-tectonics-that-may-cause-education-to-erupt/

Jörðin er hnöttur sem búinn er til úr ytri og innri kjarna, möttli og jarðskorpu.Jarðskorpan skiptist í 6 stóra fleka og nokkra minni. Þessir flekar eru allir á hreyfingu. Við mörk flekanna verða miklar jarðhræringar. Til eru þrenns konar flekamörk:

 

 

Fráreksbelti : Þar sem flekana rekur hvor frá öðrum. Á flekaskilum er mikið um eldgos þar sem kvikan vellur upp til þess að fylla í það gat sem hefur myndast. Þar með stækka flekarnir um leið og þeir færast hvor frá öðrum. Einkenni flekaskila eru miðhafshryggir eins og Atlantshafshryggurinn sem Ísland liggur á. Einkenni flekaskila eru opnar gjár og sprungur, mikill jarðvarmi, sigdalir og eldgos.

Samreksbelti : Þar sem flekana rekur hvor á móti öðrum. Á flekamótum myndast fellingafjöll á meginlöndum en djúpálar á úthöfum. Þar eru einnig miklir jarðskjálftar og tíð eldgos en þau eru mun hættulegri en eldgos sem verða á flekaskilum. Á flekamótum minnka flekarnir þar sem annar treðst undir hinum. Þá myndast fellingafjöll bæði í hafinu og á meginlandi. Besta dæmið um fellingafjöll eru Himalayafjöllin í Asíu þar sem Indland rekur til norðurs.

Hjáreksbelti : Þar sem flekarnir nudda saman hliðunum, t.d. ef annar flekinn er á leið til suðurs en hinn til norðurs. Á sniðgengum flekamörkum verða sjaldan eldgos en mjög mikið er um jarðskjálfta. San Andreas sprungan í Ameríku liggur á sniðgengum flekamörkum enda er jarðskjálfta tíðni mjög há þar.

Hér ætla ég líka að setja inn grein af Vísindavefnum um möttulstrókinn undir Íslandi, og hvað myndi gerast ef hann hætti allt í einu að virka.

Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séumöttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn.

Segjum að okkar möttulstrókur „hætti að virka“, nefnilega möttulefnið undir landinu hætti að rísa. Þá mundi það gerast, sem sennilega gerðist meðan jöklar voru að þykkna á kuldaskeiðum ísaldar – nefnilega þrýstingur í möttlinum á hverju dýpi að aukast – að eldvirkni hætti. (meira)

Heimildir : http://www.ismennt.is/not/bhk/jardfraedi/jardflekar.htm
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=57150

Leave a Reply