Sandra Dögg Eggertsdóttir
Náttúrufræðisíðan mín !!

Nú er komið að allra síðasta blogginu mínu á þessari síðu. Hún hefur reynst mér vel við námið og ég vona að einhverjir aðrir hafi notið góðs af henni líka.

Vikan

Þessi vika er sú síðasta í upprifjun því að í næstu viku byrja prófin. Vikan er búin að vera með svipuðu sniði og undanfarið og ekkert nýtt við það að bæta.

Flokkunarfræði

Fyrsta flokkunarkerfið var gert í fjórðu öld fyrir krist. Það gerði hinn gríski Aristóteles, en hann flokkaði þau í þrjá flokka; fleyg dýr, synd dýr og gangandi dýr.

Carl Von Linne setti fram tvínafnakerfið, en þar gaf hann öllum dýrum tvö nöfn; það fyrra heiti ættkvíslar og það seinna nafn tegundar.

Flokkarnir sem flokkað í eru sjö. Ríki er víðtækast, svo kemur fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl og að lokum tegund sem er sértækasta hugtakið.

Ríkin eru fimm; dreifkjörnungar, frumverur, sveppir, plöntur og dýr.

 Ýmis tengsl í vistkerfi

 • Samkeppni er keppni á milli lífvera um mat, vatn eða land. Það verður að vera einhver samkeppni í máttúrunni því það myndar jafnvægi. Tengsl milli lífvera í vistkerfi byggist oftast á samkeppni.
 • Ránlíf er nafn yfir lifnaðarhætti rándýra, sem sagt þegar þau drepa sér til matar. Dæmi um rándýr er köttur, birnir, menn o.m.fl.
 • Samlíf er hugtak yfir önnur þrjú hugtök sem eru gistilíf, samhjálp og sníkjulíf.
 • Gistilíf er þegar lífvera lifir í eða á annari lífveru án þess að hún skaðist eða græði á því. Oftast þegar lífvera lifir í eða á annari lífveru er það vegna þess að hún fær annaðhvort fæði eða skjól þar. Sem dæmi eru margir fuglar sem að éta skordýr af öðrum lífverum svo sem gíröffum og vatnabuffala.
 • Samhjálp er þegar tvær lífverur lifa saman og þær græða báðar á því, oftast snýst þetta um fæðu og vernd. Til dæmis eru fléttur sem er sambýli svepps og blágrænna þörunga. Þetta nána samband svo óskyldra lífvera gerir þeim kleift að lifa við mjög erfið skilyrði þar sem þær þurfa aðeins andrúmsloft, birtu og steinefni.
 • Sníkjulíf er þegar lífvera lifir á annarri lífveru á hennar kostnað. Gott dæmi er höfuðlús sem fer í hársvörð manneskju og sígur blóð. Það veldur óþægindum hjá manneskjunni en lúsin lifir góðu lífi.

Mítósa og meiósa

Mítósa : Þegar við vöxum og þroskumst fjölgar frumunum í okkur. Frumur fjölga sér með kynlausri æxlun sem virkar þannig að fyrst er ein móðurfruma, hún tvöfaldar efni kjarnans svo skiptir hún sér í tvær dótturfrumur. Dótturfrumurnar eru nákvæmlega eins og móðurfruman var. Svo eftir ákveðinn tíma verður dótturfruman móðurfruma og sama ferlið hefst aftur.

Meiósa : Til þess að mynda nýja lífveru þarf kynæxlun tveggja lífvera af sitthvoru kyninu. Kynæxlun er þegar sáðfruma og eggfruma bæði með 23 litninga sameinast og mynda saman 46 litninga. Fruman sem myndast hefur þá í kjarna sínum blöndu af litningum frá báðum foreldrum. Meiósa er sem sagt frumuskipting sem myndar kynfrumur með helmingi færri litninga en móðurfruman.

DNA og RNA

DNA er í kjarna allra frumna. DNA er uppistaða lífs, það ákvarðar einkenni og hæfileika og geymir upplýsingar sem þarf til að búa til þau prótein sem eru nauðsynleg fyrir vöxt, þroska líffæra.

Helsta hlutverk DNA er að geyma heimildir um gerðir prótína. Prótín eru úr amínósýrum og myndast í ríbósómum. Upplýsingar sem DNA býr yfir um röðun amínósýrum í prótíni eru afrituð í efnasamband sem kallast RNA. DNA og RNA eru kjarnasýrur sem eru báðar mjög mikilvægar fyrir allar lífverur. DNA er erfðaefni og RNA er túlkandi erfðaboð

Áður en prótín verður til úr upplýsingum sem DNA geymir þarf að afrita bút úr því. DNA er afritað með því að amínósýrur lesa það og mynda RNA.

Þróun manna

Samkvæmt Þróunarkenningu Darwins eru öll dýr komin frá sömu lífverunni, en vegna mismunandi aðstæðna þróuðust öll dýrin mismunandi, þ.á.m. apar og menn. Apar og fleiri prímatar líkjast mönnum að mörgu leiti m.a. að vera með svipaðar liprar hendur, þumalfingur og svokallaða þrívíddarsjón en menn eru ekki komnir af öpum, beint. Menn og apar eiga aðeins sama forföður, þetta er rosalega mikill misskilningur meðal manna.

Árið 1977 fann hópur vísindamanna steingerfing sem var mjög líkur mönnum og var hann nefndur Lúsí og var hún um 3,5 milljón ára gömul og af ættkvíslinni sunnapar og það er talið að sunnapar séu forfaður manna. Sunnapar voru m.a. með smágerðar tennur, svipaða heilastærð og hjá mönnum og merki um upprétta líkamsstöðu.

Það hafa verið margs konar vísbendingar um þróun manna, þ.á.m. steingerfinga- og efnafræðilegar vísbendingar. Á ráðstefnu sem var haldin í New York voru forfeður manna ræddir og þá var mönnum skipt í tvo hópa eftir því hvor vísbendingin þeim fannst réttari. Á ráðstefnunni komust þeir m.a. að því að aðgreining þróunarbrauta manna og mannapa hafi gerst miklu seinna en áður var talið en núna er talið að leiðirnar hafi skilist fyrir um aðeins tveimur milljónum ára.

Í þróunarkenningu Darwins kom líka fram kenning hans um náttúruval. Þar lagði hann mikla áheyrslu á að einstaklingar sömu tegundar væru misafnlega vel búnir til að takast á við umhverfið í kringum þá. Þannig það er bara að þeir hæfustu lifa af. Einstaklingar með eiginleika sem auka líkur á því að þeir komist af eru líklegri til að eignast fleiri afkvæmi. Og þannig verða þessir eiginleikar meira áberandi í sumum tegundum.

Erfðir

Menn líkt og allar aðrar lífverur mótast af genum sem þeir erfa frá foreldrum sínum. Gen í okkur eru alls u.þ.b. 80.000 og raðast á þá 46 litninga sem er að finna í kjarna nær allra frumna líkamans. Unantekningin er kynfrumur okkar sem hafa helmingi færri litninga. Litningarnir 46 koma fyrir í 23 litningapörum eða samstæðum. Hver samstæða hefur genapör sem hafa áhrif á tiltekna eiginleika, t.d. augnlit, hárlit og lögun eyrnasnepla.

Ríkjandi og víkjandi gen.

Annað genið ríkir yfirleitt yfir hinu og aðeins áhrif þess gens koma fram. Það kallast ríkjandi. Áhrif víkjandi gensins koma ekki fram nema einstaklingur sé með bæði samsætu genin víkjandi. Til þess að tákna gen (arfgerð) eru yfirleitt notaðir bókstafir. Stór stafur táknar ríkjandi gen og lítill stafur táknar víkjandi. Arfblendinn einstaklingur hefur mismunandi samsæt gen eins og Aa en arfhreinn einstaklingur hefur bæði samsætu genin eins, aa eða AA.

Fréttir

Hellumávur á Íslandi

Sjálfakandi bíll kominn á götur

Fróðleikur

Hér kemur svar dagsins af Vísindavefnum, en það er við spurningunni : „Af hverju gagnast það íþróttamönnum að sprauta í sig blóði í miðri keppni og er það leyfilegt?”

Rauðkornin í blóði flytja súrefni um líkamann. Vöðvar þurfa súrefni til starfsemi sinnar. Það er mikilvægt fyrir íþróttamenn, einkum þá sem stunda greinar sem krefjast góðs úthalds og þols, að vera með nægilegt blóð, nánar tiltekið rauð blóðkorn, til að koma nægilegu súrefni til vöðvanna. Með hærri súrefnismettun geta íþróttamenn lagt harðar að sér og haldið lengur út. Þannig fá þeir forskot á aðra keppendur.

Við þjálfun manna fyrir keppni hafa þróast þrjár leiðir til að ná hámarkssúrefnismettun blóðs. Elsta aðferðin er blóðgjöf.

Önnur aðferð til að auka súrefnismettun blóðs er að auka rauðkornamyndun í líkamanum með hormóni.

Þriðja aðferðin sem er notuð til að auka súrefnismettun í blóði íþróttamanna er notkun tilbúinna súrefnisbera.

Nánar

Ég vil enda þetta síðasta blogg á að þakka Gyðu kennara fyrir frábæra kennslu. Ég hef lært margt og mikið þessi ár sem hún hefur kennt mér og áhugi minn og skilningur á náttúrufræði hefur aukist mikið, sem á eflaust eftir að nýtast mér vel í framtíðinni.

 
Heimild af texta : Upprifjunarbæklingur eftir nemendur í 10. bekk

Vikan

Þessa vikuna var upprifjunin ennþá í fullum gangi. Við fengum heftið sem við bjuggum sjálf til og unnum í því. Svo voru sjálfsprófin ennþá á sínum stað og margt fleira.

Frumeindir og lotukerfið

Frumeindir eru þær eindir sem efnafræði fæst við, þær eru smæsta aðgreinanlega eining frumefnis. Frumeindir eru samsettar úr þremur litlum eindum sem nefnast nifteindir, róteindir og rafeindir. Þær eru grundvallareining efna og eru óbreyttar í efnahverfum. Frumeindir er ekki hægt að búa til og þær geta ekki eyðst.

Rafeindir eru jákvætt hlaðnar, róteindir eru neikvætt hlaðnar og nifteindir eru hlutlausar (hafa enga hleðslu). Rótendir og nifteindir eru í kjarna frumeinda, en rafeindir svífa um á

Árið 1789 bjó Lavoasier til frumeindatöflu með rúmlega 30 frumefnum, en eftir það hafa uppgötvastmörg ný frumefni. Efnunum er raðað í hana eftir rafeindaskipan þannig að hún sýnir hvernig margir eðliseiginleikar efnanna breytast í gegnum töfluna. Hvert efni er sýnt með sætistölu sinni, efnatákni og massatölu. Hver lárétt lína í töflunni nefnist lota, en hver lóðrétt lína nefnist flokkur. Í töflunni eru 18 flokkar og 7 lotur. Öll efni sem eru saman í flokki hafa svipaða efnaeiginleika, sem byggist á því að gildisrafeindir þeirra eru jafnmargar. rafeindahvolfum í kringum kjarnann. Á fyrsta hvolfi komast 2 rafeindir og á næstu hvolfum komast 8.

Sætistala segir til um fjölda róteinda í kjarna. Massatala segir til um massa frumeindarinnar, sem er aðallega byggður á massa róteindanna og nifteindanna því rafeindirnar eru svo léttar.  Massatala er því fjöldi róteinda og nifteinda lagður saman.

Hleðsla frumeinda er fjöldi róteinda mínus fjöldi rafeinda. Þannig hefur frumeind með jafnan fjölda af róteindum og rafeindum hleðsluna 0, ef fjöldi rafeinda er einni fleiri en róteinda þá er hleðslan -1 en +1 ef fjöldi róteinda er einni fleiri en rafeinda.

Efni í flokki 7 vill oft taka til sín eina rafeind og fullskipa hjá sér hvolfið. Þá verður efnið mínushlaðið. Efni í flokki 1 og 2 verða oft fyrir því að missa rafeind og verða þau þá plúshlaðin.

Efnaformúlur og byggingarformúlur

Efnaformúlur segja okkur úr hvaða efnum sameindir eru gerðar og í hvaða hlutföllum þau eru. Tökum vatn sem dæmi. Það hefur efnaformúluna H2O. Þessi formúla segir okkur að það eru tvær vetnisfrumeindir (H) tengdar við eina súrefnisfrumeind (O). Litla talan aftan við skammstöfun frumeindar segir hversu margar slíkar frumeindir eru í efninu. Í sameindinni CO2 eru þá ein kolefnisfrumeind (C) og tvær súrefnisfrumeindir.

Byggingarformúla er einföld teikning af líkani sameindar. Byggingarformúla H2O er t.d. :

Málmar

80 % allra frumefna eru málmar. Þeir finnast óbundnir í náttúrunni, og ástæðan er að óbundnir málmar hvarfast m.a. við súrefni loftsins. Flestir málmar finnast í náttúrunni í málmsöltum.

Málmblanda (melmi) er blanda tveggja eða fleiri málma. Þeir hafa yfirleitt aðra eiginleika en málmarnir einir og sér. Melmi er búið til með því að bræða málmana, hræra þeim saman og láta storkna.

Eitt einkenni málma er rafleiðnin. Hún byggist á því að rafeindir eiga greiða leið í gegnum hluti úr málmi. Málmar leiða rafmagn misvel, t.d. leiðir kopar rafmagn betur en ál.

Rafhleðsla og kraftur

Þegar rafhlaðnar eindir nálgast hver aðra verka þær með krafti hver á aðra. En það sem kallast kraftur er þegar hlutir toga hver í annan eða þeir hrinda hver öðrum frá sér. Þetta hefur í för með sér að kraftur getur dregið hluti hvern að öðrum eða hrint þeim frá hvejum öðrum.

Aðdráttarkraftur er kraftur sem dregur hluti saman. Hann verkar milli einda sem bera gagnstæða hleðslu. Þannig dragast rafeindir að róteindum. Þessi kraftur heldur rafeindum á sínum stað í rafeindaskýinu sem umlykur kjarnann.

Fráhrindikraftur er kraftur sem ýtir hlutum hverjum frá öðrum.  Hann verkar milli einda sem bera sams konar hleðslu. Þess vegna hrinda rafeindir hver annarri frá sér, og það sama gildir um róteindir.

Ýmis hugtök í eðlisfræði

 • Hreyfing hlutar táknar breytingu á staðsetningu eða stöðu hans.
 • Ferð er hversu langt hann fer á vissum tíma. Hún er reiknuð : vegalengd / tími.
 • Hraði er hugtak yfir ferð hlutarins í ákveðna stefnu. Þegar tveir hlutir hreyfast í sömu átt leggst hraði þeirra saman, en ef þeir fara í öfuga átt við hvorn annan dregst hraði annars þeirra frá hinum.
 • Hröðun er breyting á ferð hlutar. Hún er annaðhvort jákvæð (hraðaaukning) eða neikvæð (hraðaminnkun). Hröðun er hversu mikið hraði hlutarins breytist deilt með þeim tíma sem að hraðabreytingin verður á.
 • Hringhreyfing er þegar hröðun verður vegna sífelldrar breytingar á stefnu hlutarins.
 • Skriðþungi hlutar er massi hans sinnum hraði og því meiri sem hann er, því erfiðara er að stöðva hann og því öflugra verður högg frá honum.
 • Stöðurafmagn er orka sem byggist á rafeindum sem hafa flust úr stað. Stöðurafmagn myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlut. Hluturinn rafmagnast ekki nema til komi utanaðkomandi áhrif.

Lögmál Newtons

Newton setti fram 3 lögmál sem eru nefnd eftir honum. Það fyrsta kallast tregðulögmálið og gengur út á tilhneigingu hluta til að halda áfram að vera annaðhvort kyrr eða á hreyfingu uns hann verður fyrir utanaðkomandi áhrifum. Þessi tilhneiging kallast tregða.

Annað lögmálið fjallar um það að kraftur er massi margfaldað með hröðun.

Þriðja lögmál Newtons segir að hvert átak hafi jafnmikið gagntak sem vinnur í gagnstæða átt. Það útskýrir sig þannig að ef maður dregur eða togar eitthvað, togar það jafn mikið í mann, þ.e.a.s. að hluturinn sem að maður dregur hindrar hreyfingar manns jafnmikið og að maður hefur áhrif á hann. Þetta lögmál kallast stundum lögmálið um gagntak og átak.

Hiti

Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameinda. Eftir því sem efni er heitara því meira og hraðar hreyfast sameindir þess að meðaltali og því meira þenst hluturinn út.b Á sama hátt er lítill hiti merki um að sameindir efnisins séu á lítilli hreyfingu. Sameindir vatns sem er 90°heitt hreyfast til að mynda hraðar en sameindir vatns sem er 70°heitt.

Það er mismunandi hvernig fólk skynjar hita eða kulda. Þess vegna er nauðsynlegt að geta mælt hita nákvæmlega. Hitamælirinn er tæki sem mælir hita. Algengir hitamælar eru þannig að í hárfínni pípu er vökvi, venjulega kvikasilfur eða alkóhól. Á pípunni er röð talna sem mynda svokallaðan kvarða og hann gerir það kleift að lesa hitann af mælinum. Rifjaðu það upp að sameindirnar í straumefni dreifast um stærra rými ef þær hitna. Það veldur því sem vökvinn hitnar meira því meira verður rúmmál hans og því hærra stígur vökvasúlan í pípunni. Andstæða þess gerist þegar vökvinn kólnar. Hitamælar sem nú eru notaðir víðast hvar sína hitann í Celsíusgráðum, en það eru þær einingar sem oftast eru notaðar.

Eldfjöll

Ísland er staðsett á flekaskilum og er því eldvirk eyja. Eldgos eru leið jarðarinnar til að kæla sig og þau eru í raun merki um að jörðin okkar er við hestaheilsu. Jörðin er ennþá heit og kröftug pláneta og við kólnun hennar leitar varminn til yfirvorðsins, aðallega á tvo vegu.

Annars vegar með leiðni varma í gegnum alla jarðskorpuna, en sú varmaleiðni er afar hægfara. Hins vegar kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni úr iðrum jarðar og upp á yfirborðið. Þessa tilfærslu köllum við eldgos. Eldfjöll myndast þar sem bráðin kvika brýst djúpt úr yðrum jarðar og upp á yfirborðið. Í sumum tilvikum flæðir hún út sem rauðglóandi, bráðið berg eða hraun. Stundum stíflast eldfjallið af bergtappa sem veldur gríðarlegri sprengingu þegar hann losnar og glóandi kvikuagnir þeytast hátt upp í loft. Síendurtekin gos geta svo byggt upp geysistóra keilu úr hrauni og ösku sem kallast eldfjall.

Askja, Katla, Hekla, Krafla, Öræfajökull, Eyjafjallajökull, Snæfellsjökull, Grímsvötn, Kverkfjöll, Vestmanneyjar, Surtsey og Skaftáreldar eru öll eldvirk eldfjöll á Íslandi. Stærsta eldfjall á jörð er staðsett á Hawaii  og heitir Mauna Loa.

Heimild : upprifjunarbæklingur eftir nemendur í 10. bekk Flúðaskóla