Sandra Dögg Eggertsdóttir
Náttúrufræðisíðan mín !!

Nú er komið að allra síðasta blogginu mínu á þessari síðu. Hún hefur reynst mér vel við námið og ég vona að einhverjir aðrir hafi notið góðs af henni líka.

Vikan

Þessi vika er sú síðasta í upprifjun því að í næstu viku byrja prófin. Vikan er búin að vera með svipuðu sniði og undanfarið og ekkert nýtt við það að bæta.

Flokkunarfræði

Fyrsta flokkunarkerfið var gert í fjórðu öld fyrir krist. Það gerði hinn gríski Aristóteles, en hann flokkaði þau í þrjá flokka; fleyg dýr, synd dýr og gangandi dýr.

Carl Von Linne setti fram tvínafnakerfið, en þar gaf hann öllum dýrum tvö nöfn; það fyrra heiti ættkvíslar og það seinna nafn tegundar.

Flokkarnir sem flokkað í eru sjö. Ríki er víðtækast, svo kemur fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl og að lokum tegund sem er sértækasta hugtakið.

Ríkin eru fimm; dreifkjörnungar, frumverur, sveppir, plöntur og dýr.

 Ýmis tengsl í vistkerfi

 • Samkeppni er keppni á milli lífvera um mat, vatn eða land. Það verður að vera einhver samkeppni í máttúrunni því það myndar jafnvægi. Tengsl milli lífvera í vistkerfi byggist oftast á samkeppni.
 • Ránlíf er nafn yfir lifnaðarhætti rándýra, sem sagt þegar þau drepa sér til matar. Dæmi um rándýr er köttur, birnir, menn o.m.fl.
 • Samlíf er hugtak yfir önnur þrjú hugtök sem eru gistilíf, samhjálp og sníkjulíf.
 • Gistilíf er þegar lífvera lifir í eða á annari lífveru án þess að hún skaðist eða græði á því. Oftast þegar lífvera lifir í eða á annari lífveru er það vegna þess að hún fær annaðhvort fæði eða skjól þar. Sem dæmi eru margir fuglar sem að éta skordýr af öðrum lífverum svo sem gíröffum og vatnabuffala.
 • Samhjálp er þegar tvær lífverur lifa saman og þær græða báðar á því, oftast snýst þetta um fæðu og vernd. Til dæmis eru fléttur sem er sambýli svepps og blágrænna þörunga. Þetta nána samband svo óskyldra lífvera gerir þeim kleift að lifa við mjög erfið skilyrði þar sem þær þurfa aðeins andrúmsloft, birtu og steinefni.
 • Sníkjulíf er þegar lífvera lifir á annarri lífveru á hennar kostnað. Gott dæmi er höfuðlús sem fer í hársvörð manneskju og sígur blóð. Það veldur óþægindum hjá manneskjunni en lúsin lifir góðu lífi.

Mítósa og meiósa

Mítósa : Þegar við vöxum og þroskumst fjölgar frumunum í okkur. Frumur fjölga sér með kynlausri æxlun sem virkar þannig að fyrst er ein móðurfruma, hún tvöfaldar efni kjarnans svo skiptir hún sér í tvær dótturfrumur. Dótturfrumurnar eru nákvæmlega eins og móðurfruman var. Svo eftir ákveðinn tíma verður dótturfruman móðurfruma og sama ferlið hefst aftur.

Meiósa : Til þess að mynda nýja lífveru þarf kynæxlun tveggja lífvera af sitthvoru kyninu. Kynæxlun er þegar sáðfruma og eggfruma bæði með 23 litninga sameinast og mynda saman 46 litninga. Fruman sem myndast hefur þá í kjarna sínum blöndu af litningum frá báðum foreldrum. Meiósa er sem sagt frumuskipting sem myndar kynfrumur með helmingi færri litninga en móðurfruman.

DNA og RNA

DNA er í kjarna allra frumna. DNA er uppistaða lífs, það ákvarðar einkenni og hæfileika og geymir upplýsingar sem þarf til að búa til þau prótein sem eru nauðsynleg fyrir vöxt, þroska líffæra.

Helsta hlutverk DNA er að geyma heimildir um gerðir prótína. Prótín eru úr amínósýrum og myndast í ríbósómum. Upplýsingar sem DNA býr yfir um röðun amínósýrum í prótíni eru afrituð í efnasamband sem kallast RNA. DNA og RNA eru kjarnasýrur sem eru báðar mjög mikilvægar fyrir allar lífverur. DNA er erfðaefni og RNA er túlkandi erfðaboð

Áður en prótín verður til úr upplýsingum sem DNA geymir þarf að afrita bút úr því. DNA er afritað með því að amínósýrur lesa það og mynda RNA.

Þróun manna

Samkvæmt Þróunarkenningu Darwins eru öll dýr komin frá sömu lífverunni, en vegna mismunandi aðstæðna þróuðust öll dýrin mismunandi, þ.á.m. apar og menn. Apar og fleiri prímatar líkjast mönnum að mörgu leiti m.a. að vera með svipaðar liprar hendur, þumalfingur og svokallaða þrívíddarsjón en menn eru ekki komnir af öpum, beint. Menn og apar eiga aðeins sama forföður, þetta er rosalega mikill misskilningur meðal manna.

Árið 1977 fann hópur vísindamanna steingerfing sem var mjög líkur mönnum og var hann nefndur Lúsí og var hún um 3,5 milljón ára gömul og af ættkvíslinni sunnapar og það er talið að sunnapar séu forfaður manna. Sunnapar voru m.a. með smágerðar tennur, svipaða heilastærð og hjá mönnum og merki um upprétta líkamsstöðu.

Það hafa verið margs konar vísbendingar um þróun manna, þ.á.m. steingerfinga- og efnafræðilegar vísbendingar. Á ráðstefnu sem var haldin í New York voru forfeður manna ræddir og þá var mönnum skipt í tvo hópa eftir því hvor vísbendingin þeim fannst réttari. Á ráðstefnunni komust þeir m.a. að því að aðgreining þróunarbrauta manna og mannapa hafi gerst miklu seinna en áður var talið en núna er talið að leiðirnar hafi skilist fyrir um aðeins tveimur milljónum ára.

Í þróunarkenningu Darwins kom líka fram kenning hans um náttúruval. Þar lagði hann mikla áheyrslu á að einstaklingar sömu tegundar væru misafnlega vel búnir til að takast á við umhverfið í kringum þá. Þannig það er bara að þeir hæfustu lifa af. Einstaklingar með eiginleika sem auka líkur á því að þeir komist af eru líklegri til að eignast fleiri afkvæmi. Og þannig verða þessir eiginleikar meira áberandi í sumum tegundum.

Erfðir

Menn líkt og allar aðrar lífverur mótast af genum sem þeir erfa frá foreldrum sínum. Gen í okkur eru alls u.þ.b. 80.000 og raðast á þá 46 litninga sem er að finna í kjarna nær allra frumna líkamans. Unantekningin er kynfrumur okkar sem hafa helmingi færri litninga. Litningarnir 46 koma fyrir í 23 litningapörum eða samstæðum. Hver samstæða hefur genapör sem hafa áhrif á tiltekna eiginleika, t.d. augnlit, hárlit og lögun eyrnasnepla.

Ríkjandi og víkjandi gen.

Annað genið ríkir yfirleitt yfir hinu og aðeins áhrif þess gens koma fram. Það kallast ríkjandi. Áhrif víkjandi gensins koma ekki fram nema einstaklingur sé með bæði samsætu genin víkjandi. Til þess að tákna gen (arfgerð) eru yfirleitt notaðir bókstafir. Stór stafur táknar ríkjandi gen og lítill stafur táknar víkjandi. Arfblendinn einstaklingur hefur mismunandi samsæt gen eins og Aa en arfhreinn einstaklingur hefur bæði samsætu genin eins, aa eða AA.

Fréttir

Hellumávur á Íslandi

Sjálfakandi bíll kominn á götur

Fróðleikur

Hér kemur svar dagsins af Vísindavefnum, en það er við spurningunni : „Af hverju gagnast það íþróttamönnum að sprauta í sig blóði í miðri keppni og er það leyfilegt?”

Rauðkornin í blóði flytja súrefni um líkamann. Vöðvar þurfa súrefni til starfsemi sinnar. Það er mikilvægt fyrir íþróttamenn, einkum þá sem stunda greinar sem krefjast góðs úthalds og þols, að vera með nægilegt blóð, nánar tiltekið rauð blóðkorn, til að koma nægilegu súrefni til vöðvanna. Með hærri súrefnismettun geta íþróttamenn lagt harðar að sér og haldið lengur út. Þannig fá þeir forskot á aðra keppendur.

Við þjálfun manna fyrir keppni hafa þróast þrjár leiðir til að ná hámarkssúrefnismettun blóðs. Elsta aðferðin er blóðgjöf.

Önnur aðferð til að auka súrefnismettun blóðs er að auka rauðkornamyndun í líkamanum með hormóni.

Þriðja aðferðin sem er notuð til að auka súrefnismettun í blóði íþróttamanna er notkun tilbúinna súrefnisbera.

Nánar

Ég vil enda þetta síðasta blogg á að þakka Gyðu kennara fyrir frábæra kennslu. Ég hef lært margt og mikið þessi ár sem hún hefur kennt mér og áhugi minn og skilningur á náttúrufræði hefur aukist mikið, sem á eflaust eftir að nýtast mér vel í framtíðinni.

 
Heimild af texta : Upprifjunarbæklingur eftir nemendur í 10. bekk

Vikan

Þessa vikuna var upprifjunin ennþá í fullum gangi. Við fengum heftið sem við bjuggum sjálf til og unnum í því. Svo voru sjálfsprófin ennþá á sínum stað og margt fleira.

Frumeindir og lotukerfið

Frumeindir eru þær eindir sem efnafræði fæst við, þær eru smæsta aðgreinanlega eining frumefnis. Frumeindir eru samsettar úr þremur litlum eindum sem nefnast nifteindir, róteindir og rafeindir. Þær eru grundvallareining efna og eru óbreyttar í efnahverfum. Frumeindir er ekki hægt að búa til og þær geta ekki eyðst.

Rafeindir eru jákvætt hlaðnar, róteindir eru neikvætt hlaðnar og nifteindir eru hlutlausar (hafa enga hleðslu). Rótendir og nifteindir eru í kjarna frumeinda, en rafeindir svífa um á

Árið 1789 bjó Lavoasier til frumeindatöflu með rúmlega 30 frumefnum, en eftir það hafa uppgötvastmörg ný frumefni. Efnunum er raðað í hana eftir rafeindaskipan þannig að hún sýnir hvernig margir eðliseiginleikar efnanna breytast í gegnum töfluna. Hvert efni er sýnt með sætistölu sinni, efnatákni og massatölu. Hver lárétt lína í töflunni nefnist lota, en hver lóðrétt lína nefnist flokkur. Í töflunni eru 18 flokkar og 7 lotur. Öll efni sem eru saman í flokki hafa svipaða efnaeiginleika, sem byggist á því að gildisrafeindir þeirra eru jafnmargar. rafeindahvolfum í kringum kjarnann. Á fyrsta hvolfi komast 2 rafeindir og á næstu hvolfum komast 8.

Sætistala segir til um fjölda róteinda í kjarna. Massatala segir til um massa frumeindarinnar, sem er aðallega byggður á massa róteindanna og nifteindanna því rafeindirnar eru svo léttar.  Massatala er því fjöldi róteinda og nifteinda lagður saman.

Hleðsla frumeinda er fjöldi róteinda mínus fjöldi rafeinda. Þannig hefur frumeind með jafnan fjölda af róteindum og rafeindum hleðsluna 0, ef fjöldi rafeinda er einni fleiri en róteinda þá er hleðslan -1 en +1 ef fjöldi róteinda er einni fleiri en rafeinda.

Efni í flokki 7 vill oft taka til sín eina rafeind og fullskipa hjá sér hvolfið. Þá verður efnið mínushlaðið. Efni í flokki 1 og 2 verða oft fyrir því að missa rafeind og verða þau þá plúshlaðin.

Efnaformúlur og byggingarformúlur

Efnaformúlur segja okkur úr hvaða efnum sameindir eru gerðar og í hvaða hlutföllum þau eru. Tökum vatn sem dæmi. Það hefur efnaformúluna H2O. Þessi formúla segir okkur að það eru tvær vetnisfrumeindir (H) tengdar við eina súrefnisfrumeind (O). Litla talan aftan við skammstöfun frumeindar segir hversu margar slíkar frumeindir eru í efninu. Í sameindinni CO2 eru þá ein kolefnisfrumeind (C) og tvær súrefnisfrumeindir.

Byggingarformúla er einföld teikning af líkani sameindar. Byggingarformúla H2O er t.d. :

Málmar

80 % allra frumefna eru málmar. Þeir finnast óbundnir í náttúrunni, og ástæðan er að óbundnir málmar hvarfast m.a. við súrefni loftsins. Flestir málmar finnast í náttúrunni í málmsöltum.

Málmblanda (melmi) er blanda tveggja eða fleiri málma. Þeir hafa yfirleitt aðra eiginleika en málmarnir einir og sér. Melmi er búið til með því að bræða málmana, hræra þeim saman og láta storkna.

Eitt einkenni málma er rafleiðnin. Hún byggist á því að rafeindir eiga greiða leið í gegnum hluti úr málmi. Málmar leiða rafmagn misvel, t.d. leiðir kopar rafmagn betur en ál.

Rafhleðsla og kraftur

Þegar rafhlaðnar eindir nálgast hver aðra verka þær með krafti hver á aðra. En það sem kallast kraftur er þegar hlutir toga hver í annan eða þeir hrinda hver öðrum frá sér. Þetta hefur í för með sér að kraftur getur dregið hluti hvern að öðrum eða hrint þeim frá hvejum öðrum.

Aðdráttarkraftur er kraftur sem dregur hluti saman. Hann verkar milli einda sem bera gagnstæða hleðslu. Þannig dragast rafeindir að róteindum. Þessi kraftur heldur rafeindum á sínum stað í rafeindaskýinu sem umlykur kjarnann.

Fráhrindikraftur er kraftur sem ýtir hlutum hverjum frá öðrum.  Hann verkar milli einda sem bera sams konar hleðslu. Þess vegna hrinda rafeindir hver annarri frá sér, og það sama gildir um róteindir.

Ýmis hugtök í eðlisfræði

 • Hreyfing hlutar táknar breytingu á staðsetningu eða stöðu hans.
 • Ferð er hversu langt hann fer á vissum tíma. Hún er reiknuð : vegalengd / tími.
 • Hraði er hugtak yfir ferð hlutarins í ákveðna stefnu. Þegar tveir hlutir hreyfast í sömu átt leggst hraði þeirra saman, en ef þeir fara í öfuga átt við hvorn annan dregst hraði annars þeirra frá hinum.
 • Hröðun er breyting á ferð hlutar. Hún er annaðhvort jákvæð (hraðaaukning) eða neikvæð (hraðaminnkun). Hröðun er hversu mikið hraði hlutarins breytist deilt með þeim tíma sem að hraðabreytingin verður á.
 • Hringhreyfing er þegar hröðun verður vegna sífelldrar breytingar á stefnu hlutarins.
 • Skriðþungi hlutar er massi hans sinnum hraði og því meiri sem hann er, því erfiðara er að stöðva hann og því öflugra verður högg frá honum.
 • Stöðurafmagn er orka sem byggist á rafeindum sem hafa flust úr stað. Stöðurafmagn myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlut. Hluturinn rafmagnast ekki nema til komi utanaðkomandi áhrif.

Lögmál Newtons

Newton setti fram 3 lögmál sem eru nefnd eftir honum. Það fyrsta kallast tregðulögmálið og gengur út á tilhneigingu hluta til að halda áfram að vera annaðhvort kyrr eða á hreyfingu uns hann verður fyrir utanaðkomandi áhrifum. Þessi tilhneiging kallast tregða.

Annað lögmálið fjallar um það að kraftur er massi margfaldað með hröðun.

Þriðja lögmál Newtons segir að hvert átak hafi jafnmikið gagntak sem vinnur í gagnstæða átt. Það útskýrir sig þannig að ef maður dregur eða togar eitthvað, togar það jafn mikið í mann, þ.e.a.s. að hluturinn sem að maður dregur hindrar hreyfingar manns jafnmikið og að maður hefur áhrif á hann. Þetta lögmál kallast stundum lögmálið um gagntak og átak.

Hiti

Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameinda. Eftir því sem efni er heitara því meira og hraðar hreyfast sameindir þess að meðaltali og því meira þenst hluturinn út.b Á sama hátt er lítill hiti merki um að sameindir efnisins séu á lítilli hreyfingu. Sameindir vatns sem er 90°heitt hreyfast til að mynda hraðar en sameindir vatns sem er 70°heitt.

Það er mismunandi hvernig fólk skynjar hita eða kulda. Þess vegna er nauðsynlegt að geta mælt hita nákvæmlega. Hitamælirinn er tæki sem mælir hita. Algengir hitamælar eru þannig að í hárfínni pípu er vökvi, venjulega kvikasilfur eða alkóhól. Á pípunni er röð talna sem mynda svokallaðan kvarða og hann gerir það kleift að lesa hitann af mælinum. Rifjaðu það upp að sameindirnar í straumefni dreifast um stærra rými ef þær hitna. Það veldur því sem vökvinn hitnar meira því meira verður rúmmál hans og því hærra stígur vökvasúlan í pípunni. Andstæða þess gerist þegar vökvinn kólnar. Hitamælar sem nú eru notaðir víðast hvar sína hitann í Celsíusgráðum, en það eru þær einingar sem oftast eru notaðar.

Eldfjöll

Ísland er staðsett á flekaskilum og er því eldvirk eyja. Eldgos eru leið jarðarinnar til að kæla sig og þau eru í raun merki um að jörðin okkar er við hestaheilsu. Jörðin er ennþá heit og kröftug pláneta og við kólnun hennar leitar varminn til yfirvorðsins, aðallega á tvo vegu.

Annars vegar með leiðni varma í gegnum alla jarðskorpuna, en sú varmaleiðni er afar hægfara. Hins vegar kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni úr iðrum jarðar og upp á yfirborðið. Þessa tilfærslu köllum við eldgos. Eldfjöll myndast þar sem bráðin kvika brýst djúpt úr yðrum jarðar og upp á yfirborðið. Í sumum tilvikum flæðir hún út sem rauðglóandi, bráðið berg eða hraun. Stundum stíflast eldfjallið af bergtappa sem veldur gríðarlegri sprengingu þegar hann losnar og glóandi kvikuagnir þeytast hátt upp í loft. Síendurtekin gos geta svo byggt upp geysistóra keilu úr hrauni og ösku sem kallast eldfjall.

Askja, Katla, Hekla, Krafla, Öræfajökull, Eyjafjallajökull, Snæfellsjökull, Grímsvötn, Kverkfjöll, Vestmanneyjar, Surtsey og Skaftáreldar eru öll eldvirk eldfjöll á Íslandi. Stærsta eldfjall á jörð er staðsett á Hawaii  og heitir Mauna Loa.

Heimild : upprifjunarbæklingur eftir nemendur í 10. bekk Flúðaskóla

Síðustu tvær vikur erum við búin að vera á fullu í upprifjun. Í síðustu viku byrjuðum við á verkefni þar sem við áttum að skrifa eina blaðsíðu um ákveðið efni og semja svo spurningar upp úr því. Þessar blaðsíður verða svo sameinaðar í verkefnahefti sem við vinnum. Svo fengum við í vikunni spurningahefti um líffræði, og í tímanum á fimmtudaginn vorum við að teikna upp vistkerfi sem átti að innihalda ýmislegt, eins og t.d. allar gerðir af samlífi, sundrendur, neytendur og fleira. Svo erum við ennþá á fullu í að taka sjálfspróf, sem má finna hér.

Ég srifaði um flekamörk í upprifjunarverkefninu og ætla þess vegna að setja það helsta um þau hér inn :)

http://21stcenturyscholar.org/2012/02/03/the-earths-plates-continue-to-move-tectonics-that-may-cause-education-to-erupt/

Jörðin er hnöttur sem búinn er til úr ytri og innri kjarna, möttli og jarðskorpu.Jarðskorpan skiptist í 6 stóra fleka og nokkra minni. Þessir flekar eru allir á hreyfingu. Við mörk flekanna verða miklar jarðhræringar. Til eru þrenns konar flekamörk:

 

 

Fráreksbelti : Þar sem flekana rekur hvor frá öðrum. Á flekaskilum er mikið um eldgos þar sem kvikan vellur upp til þess að fylla í það gat sem hefur myndast. Þar með stækka flekarnir um leið og þeir færast hvor frá öðrum. Einkenni flekaskila eru miðhafshryggir eins og Atlantshafshryggurinn sem Ísland liggur á. Einkenni flekaskila eru opnar gjár og sprungur, mikill jarðvarmi, sigdalir og eldgos.

Samreksbelti : Þar sem flekana rekur hvor á móti öðrum. Á flekamótum myndast fellingafjöll á meginlöndum en djúpálar á úthöfum. Þar eru einnig miklir jarðskjálftar og tíð eldgos en þau eru mun hættulegri en eldgos sem verða á flekaskilum. Á flekamótum minnka flekarnir þar sem annar treðst undir hinum. Þá myndast fellingafjöll bæði í hafinu og á meginlandi. Besta dæmið um fellingafjöll eru Himalayafjöllin í Asíu þar sem Indland rekur til norðurs.

Hjáreksbelti : Þar sem flekarnir nudda saman hliðunum, t.d. ef annar flekinn er á leið til suðurs en hinn til norðurs. Á sniðgengum flekamörkum verða sjaldan eldgos en mjög mikið er um jarðskjálfta. San Andreas sprungan í Ameríku liggur á sniðgengum flekamörkum enda er jarðskjálfta tíðni mjög há þar.

Hér ætla ég líka að setja inn grein af Vísindavefnum um möttulstrókinn undir Íslandi, og hvað myndi gerast ef hann hætti allt í einu að virka.

Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séumöttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn.

Segjum að okkar möttulstrókur „hætti að virka“, nefnilega möttulefnið undir landinu hætti að rísa. Þá mundi það gerast, sem sennilega gerðist meðan jöklar voru að þykkna á kuldaskeiðum ísaldar – nefnilega þrýstingur í möttlinum á hverju dýpi að aukast – að eldvirkni hætti. (meira)

Heimildir : http://www.ismennt.is/not/bhk/jardfraedi/jardflekar.htm
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=57150

Nú er skólinn byrjaður aftur eftir páskafrí og við erum komin á fullt í upprifjun. Ég bloggaði ekkert vikuna fyrir páska, en þá vorum við líka bara í einum tíma vegna árshátíðarinnar og undirbúnings fyrir hana. Og í þessum eina tíma gerðum við líka voða lítið, tókum bara eitt stutt próf og spjölluðum saman.

Vikan 10. – 13. apríl

Þessa vikuna var ekki skóli á mánudaginn því að það var annar í páskum svo að við misstum af einum tíma. Á fimmtudaginn byrjuðum við svo í upprifjun og í þetta skiptið var það líffræði sem við rifjuðum upp. Á föstudaginn héldum við svo áfram með sjálfsprófin sem við erum búin að vera að vinna aðeins í á föstudögum.

 

Upprifjun

Vísindaleg aðferð er vinnuregla sem beitt er í vísinum til að uppgötva staðreyndir og efla vitneskju manna um náttúruna. Meginskrefin í aðferðinni eru þessi :

 • Ráðgátan skilgreind
 • Upplýsinga aflað
 • Tilgáta sett fram um svar við ráðgátunni
 • Tilraun framkvæmd til að kanna gildi tilgátunnar
 • Niðurstöður tilraunarinnar skráðar, metnar og túlkaðar

Samanburðartilraun er tilraun þar sem eitthvað tvennt er borið saman. Í þeim er alltaf ein breyta. Breytan er mismunurinn á tilraununum og það sem gerir samanburðinn mögulegan.

 

Helstu einkenni lífvera eru efnaskipti, æviskeið, æxlun og viðbrögð við áreiti.
 • Efnaskipti eru öll efnahvörf sem fara fram í lífveru og eru nauðsynleg til að halda lífi. Næringarnám, melting, öndun og þveiti eru mikilvægir þættir í öllum lífverum.
 • Æviskeið er sá tími sem hver lífvera lifir.
 • Æxlun er ferli þar sem lífverur eignast eitt eða fleiri afkvæmi í sinni mynd
 • Lífverur bregðast við áreiti, sem er breiting í umhverfi þeirra, með því að sýna eitthvert viðbragð.

Algengustu frumefni í lífverum eru kolefni, vetni, nitur og súrefni. Það er heilmikið sem lífverur þarfnast til að lifa af. T.d. þurfa þær orku til þess að nota við efnaskipti, næringu, vatn og súrefni sem þær taka til sín úr andrúmsloftinu.

 

Frumulíffærin eru mörg og margvísleg.

 • Frumuveggurinn, sem finnst bara hjá plöntufrumum, er úr beðmi og verndar og styrkir frumuna.
 • Frymið er allt lifandi efni frumunnar.
 • Frumuhimnan er þunn, eftirgefanleg himna sem stýrir flutningi efna inn og út úr henni.
 • Kjarninn er stjórnstöð frumunnar og um hann lykur kjarnahimnan.
 • Litningar sem eru í kjarnanum eru úr kjarnasýrum sem búa yfir „stafrófi lífsins“.
 • Umfrymi er sá hluti frymisins sem er utan við kjarnahimnuna.
 • Frymisnetið er flókið himnukerfi rása og ganga. Það tekur þátt í smíði og flutningi próteina.
 • Ríbósóm sitja oft á frymnisnetinu og eiga þátt í smíði próteina.
 • Hvatberar skapa réttu skilyrðin fyrir frumuna til að nýta orku.
 • Safabólur geyma fæðuefni, vatn, ensím og úrgangsefni.
 • Leysikorn gegna hlutverki í meltingastarfi frumunnar.
 • Grænukornin, sem eru eingöngu í plöntufrumum, beisla orku sólarinnar og nota hana til þess að búa til fæðuefni frumunnar.

Starfsemi frumnanna í lífverum kallast einu nafni efnaskipti. Næringarefni, súrefni, vatn og ýmis önnur efni berast inn í frumuna og út úr henni með ferli sem kallast flæði. Vatn fer gegnum frumuhimnuna með sérstakri tegund flæðis sem kallast osmósa.

Jafnskipting er ferli þar sem kjarni og litningar frumu tvöfaldast og í kjölfarið skiptir hún sér í tvær dótturfrumur sem eru nákvæmlega eins og móðurfruman. Rýrisskipting leiðir til myndunar kynfrumna sem eru með helmingi færri litninga en móðurfruman.

 

Í einfruma lífveru sér eina fruman um öll stðrfin sem vinna þarf til þess að hún haldi lífi. Í fjölfruma lífveru gegnir hinsvegar hver líkamshluti ákveðnu starfi. Þessi verkaskipting er til hagsbóta fyrir lífveruna.

Skipulag lífvera

Skipulagsstigin fimm – raðað frá því smæsta og einfaldasta til hins stærsta og flóknasta – eru frumur, vefir, líffæri, líffærakerfi og lífverur.

 • Fruman er grunneining lífsins, bæði hvað snertir byggingu og starf. Í fjölfruma lífveru vinna mismunandi gerðir frumna sérhæfð störf. Hver frumugerð lifir ekki án frumna annarra gerða og lífveran í heild kemst ekki af án samvinnu frumnanna.
 • Frumur sem eru áþekkar að gerð og í starfi skipast saman og mynda vefi. T.d. mynda beinfrumur beinvef í mönnum, sterkan og þéttan vef sem ræður miklu um líkamslögunina og ber líkamann uppi. Plöntur eru líka gerðar úr vefjum, á sama hátt og dýr. Laufblöð og stönglar plöntu eru t.d. þakin sérstakri gerð vefjar sem kallast yfirhúð. Hún verndar plöntuna og kemur í veg fyrir að hún missi óhóflega mikið vatn.
 • Hópur ólíkra vefja vinnur saman sem eitt líffæri. Þannig er mannshjarta gert úr taugavef, vöðvavef og þekjuvef. Hver vefjagerð hefur sérstöku hlutverki að gegna. Rót, stöngull og laufblöð eru helstu líffæri plantna.
 • Hópur mismunandi líffæra sem vinna saman að tilteknu starfi kallast líffærakerfi. Fjöldi líffæra í hverju líffærakerfi er mismunandi eftir tegundum lífvera. Þróuð dýr hafa t.d. taugakerfi sem gert er úr heila, mænu og taugum. Lítt þróuð dýr eru hinsvegar með taugakerfi sem er bara einfalt net taugafrumna sem kvíslast um líkamann.
 • Lífvera er lifandi líkami í heild sinni sem annast alla þá starfsemi sem einkennir lífið. Flóknar lífverur eru úr líffærakerfum. Þær skipa æðsta skipulagsstigið. Í flókinni lífveru gegnir hvert líffærakerfi sérstöku hlutverki en öll vinna þau saman að því að halda lífverunni lifandi.

 

Flokkunarfræði fjallar um skiptingu lífvera í hópa eftir sameiginlegum einkennum. Fyrstur til að búa til flokkunarkerfi til að skipta lílfverum í hópa var Aristóteles og var kerfið hans notað í 2000 ár. Það kerfi sem nú er notast við byggist á starfi Carls von Linné. Hann útfærði tvínafnakerfið á 18. öld þar sem hver tegund lífvera fær fræðiheiti sem samantendur af tveimur nöfnum. Engar tvær tegundir bera sama fræðiheiti og þessi fræðiheiti eru notuð um allan heim.

Það flokkunarkerfi sem nýtur mestrar hylli meðal líffræðinga nú byggist á skiptingu lífvera í fimm ríki sem eru: dreifkjörnungar, frumverur, sveppir, plöntur og dýr.

Ríkin fimm Án kjarna Með kjarna Einfruma Fjölfruma Frumbjarga Ófrumbjarga
Dreifkjörnungar X   X   X X
Frumverur   X X   X X
Sveppir   X X X   X
Plöntur   X   X X  
Dýr   X   X   X

Þessi tafla sýnir á skýran hátt eiginleika ríkjanna.

 

Veirur eru örsmáar, lífvana agnir sem sýkja lifandi frumur. Þær eru sníklar sem leggjast á allar tegundir frumna. Hver veirutegund getur þó bara sýkt sérstakar tegundir frumna. Veirur eru að uppistöðu úr erfðaefni og utan um það er hjúpur úr próteini. Í megindráttum er „lífsferill“ allra veira hinn sami :Veiran kemur erfðaefni sínu fyrir í hýsilfrumu sinni. Hýsilfruman lýtur stjórn veirunnar og framleiðir hluta í nýjar veirur. Hlutunum er raðað saman í nýjar veirur og að endingu brestur hýsilfruman, veirurnar losna út og þær sýkja aðrar frumur.Veirur orksaka fjölmarga sjúkdóma, suma tiltölulega meinlausa en aðra mjög alvarlega. Meðal þeirra sjúkdóma sem veirur valda er kvef, hundaæði, hlaupabóla, lömunarveiki og alnæmi. Veiklaðar eða óvirkar veirur eru notaðar við framleiðslu bóluefnis.

Dreifkjörnungar eru einfruma lífverur sem skortir frumukjarna og ýmis önnur frumulíffæri. Allir dreifkjörnungar eru gerlar. Þeir eru elstu lífverur jarðar og líklega er fjöldi gerla meiri en hjá nokrum öðrum hópi lífvera. Sumir gerlar eru ófrumbjarga og eru þá annaðhvort sundrendur eða sníklar, en aðrir eru frumbjarga. Sumir gerlar vinna mönnum gagn, en aðrir eru til óþurftar.

Frumverur eru einfruma lífverur með kjarna og fjölda annarra sérhæfðra frumulíffæra. Þær eru mjög mismunandi og flokkun þeirra er mjög á reiki.

Sveppir eru mismunandi að stærð, útliti og lit. Þeir eru ófrumbjarga, afla sér fæðu með því að láta frá sér efnasambönd sem leysa upp vefi lifandi eða dauðra lífvera og taka til sín uppleystu næringarefnin. Margir sveppir eru sundrendur og nýta sér leyfar lífvera, meðan aðrir lifa í samlífi við aðrar lífverur. Til eru einfruma sveppir en flestir eru fjölfruma. Þeir eru gerðir úr þráðum sem kallast sveppaþræðir. Sveppir fjölga sér með gróum sem myndast í sérstökum líffærum sem kallast sveppaldin.

 

Erfðafræði sú fræðigrein sem fjallar um hvernig eiginleikar berast frá lífveru til afkvæma hennar. Starf Gregors Mendels er grundvöllur aða lögmálum nútímaerfðafræði. Mendel gerði tilraunir með plöntur sem hann lét æxlast saman.

Hreinræktaður eða arfhreinn einstaklingur hefur í sér genapar þar sem genin eru eins (HH,hh) en kynblendingur eða arfblendinn einstaklingur hefur í sér genapar þar sem genin eru ólík (Hh). „Sterkari“ eiginleikinn kallast ríkjandi, en sá „veikari“ víkjandi. Samkvæmt lögmálinu um aðskilnað hlýtur hver kynfruma aðeins annað genanna í hverju genapari. Lögmálið um óháða samröðun segir að hvert genapar erfist óháð öðrum. Svipgerð er greinanlegur, oftast sýnilegur eiginleiki, en srfgerð er það hvaða gen eru í frumum einstaklings.

Reitartöflur sýna mögulegt afkvæmi út úr kynblöndun.

Í sumum genapörum er hvorugt genið ríkjandi eða víkjandi. Það kallast ófullkomið ríki. Stökkbreyting er skyndileg breyting á arfgerð vegna tilviljanakenndrar breytingar í einstöku geni eða heilum litningi. Dýr sem hefur tvo X-litninga í frumum sínum er hjá flestum tegundum kvenkyns, en dýr sem hefur einn X-litning og einn Y-litning karlkyns.

Menn hafa gen sem eru á 46 litningum. litningarnir mynda 23 pör sem er að finna í kjarna allra frumna líkamans, nema kynfrumnanna sem hafa 23 staka litninga. Gen geyma upplýsingar um hvaða efni frumur líkamans eigi að framleiða og hvernig þær eigi að fara að því. Gen í genapari kallast samsæta. Margföld samsæta er þegar fleiri en tvær samsætur í tilteknu genasæti eru þekktar. Mörg einkenni manna, t.d. blóðflokkar, ráðast af margföldum samsætum. Hvert gen, jafnvel víkjandi gen, á X-litningi veldur einkennum í karlmanni sem erfir það. Slík gen og einkenni kallast kyntengt.

Til að komast að hvaða áhrif erfðir og umhverfi hafa á þroskun manna hafa vísindamenn gjarnan gert rannsóknir á eineggja tvíburum, því að gen þeirra eru alveg eins.

Heimild : Upprifjunarbæklingur frá Gyðu kennara

Vikan 19. – 23. mars

Vikan byrjaði á fyrirlestri sem fjallaði um sýrustig og jónir. Í gær (fimmtudag) vorum við svo í stöðvavinnu og inni í henni voru tvær tilraunir með sýrustig. Í dag byrjuðum við svo að vinna í skýrslum úr tilraununum.

Jónir

Jón er frumeind eða hópur frumeinda með rafhleðslu. Til eru bæði jákvætt og neikvætt hlaðnar jónir. Jákvatt hlaðin jón (katjón) hefur fleiri róteindir en rafeindir. Neikvætt hlaðin jón (anjón) hefur hinsvegar fleiri rafeindir en róteindir. Jónir eru ritaðar þannig að ofarlega fyrir aftan frumeindina er skrifað + fyrir plúsjónir og – fyrir mínusjónir. Og ef rafeindirnar sem voru gefnar eða teknar eru fleiri en ein er fjöldi þeirra skrifaður fyrir aftan – eða +.

Kristalbygging salts - http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=56779Jónaefni er haldið saman af jónatengjum á milli jóna af ganstæðri hleðslu, þ.e.a.s. á milli jóna sem hafa skipst á rafeindum. NaCl (matarsalt) er vel þekkt dæmi um það. Í NaCl hefur Na gefið frá sér einu rafeindina sína og Cl tekið hana að sér og fyllt með því ysta hvolfið sitt. Þá eru tvær jónir búnar að myndast, Na er orðin katjón og Cl er orðin anjón. Einkenni jónaefna eru þessi :

 • Leysast vel í vatni.
 • Leyða vel rafstraum.
 • Mynda kristalla.
 • Hafa hátt bræðslu og suðumark.

Sýra

Sýrur eru efni sem gefa frá sér H+ í vatnslausn. Því sterkari sem sýran er því meira er af H+ og hún er rammari.

Vetnisklóríð, HCl, er dæmi um þekkta sýru, en í daglegu tali er það betur þekkt sem saltsýra. Hún er jónaefni, H er katjón og Cl anjón. Hún er römm og ætandi, en er samt sem áður ein af magasýrum í mönnum. Svo er hún líka mikið notuð í iðnaði.

Basi

Basar eru efni sem geta tekið til sín H+ í vatnslausn. Sápa er dæmi um basa.

Vítisodi - http://is.wikipedia.org/wiki/V%C3%ADtiss%C3%B3diVítisódi (NaOH, sodium hydroxide) er dæmi um ramman basa. Þetta er hvítt fast efni, með hátt bræðslumark. Efnið er hættulegt og ætandi, en er samt notað í efnaiðnaði, mikið til að þrífa ýmsa tanka.

pH gildi

pH er mælieining sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk. Kvarðinn er á bilinu 0-14, þar sem 1 er mjög súrt og 13 er mjög basískt. 7 er alveg hlutlaust. Sýrustig - http://echinoblog.blogspot.com/2010_10_01_archive.htmlSýrustig er mælikvarði á styrk H+ jóna í lausn, þ.e. hvað er mikið af þeim í hverjum lítra. Ef mikið er af þeim er pH gildið lágt en ef lítið er af þeim er pH gildið hátt. pH kvarðinn er lógaritmískur sem þýðir að hver tala innan hans hækkar sem margfeldi af 10. T.d. er eitthvað sem er með pH 5 10 sinnum súrara en eitthvað með pH 6.

Vatn hefur pH gildi 7 og er því hlutlaust. Súrustig í maga er 1-2 og í blóði er það 7,4 en innan í frumum er það 7-7,2. Það er lífsnauðsynlegtað halda pH gildi í blóðinu réttu, því að ef pH gildið í blóði fer undir 7 eða yfir 7,8 er það banvænt.

Hægt er að mæla sýrustig á margan hátt. Hægt er að notast við þessi hjálpargögn :

 • Dýr mælitæki
 • Einfaldir strimlar
 • Heimatilbúnir litvísar

Stöðvavinna

Í tímanum í gær var stöðvavinna með átta stöðvum, en af þeim voru þrjár skyldustöðvar. Tvær af þeim voru tilraunir, en ég mun fljótlega setja skýrslu úr þeim inn á verkefnabankann minn

Stöð 1

Á henni var tilraun þar sem við notuðum einfalda strimla til að mæla sýrustigið á átta mismunandi efnum. Við vissum hvaða efni við vorum að nota, en ekki hvað var hvað svo að við áttum líka að reyna að finna það út.

Stöð 2

Rauðkál - http://www.bananar.is/vara.asp?TopCatID=107&SubCatID=297&ProductID=1389Hér var líka tilraun með sýrustig, en í þetta skiptið áttum við að notast við heimagerðan litvísi. Litvísirinn sem við notuðum var rauðkálssoð. Við vorum með sex efni sem við settum í tilraunaglös og bættum svo litvísinum útí og efnið breytti um lit. Þá áttum við að notast við niðurstöðurnar úr hinni tilrauninni til að finna út hvort hægt sé að notast við rauðkálssoð til að finna sýrustig efna.

Stöð 3

Hér var vefrænt verkefni um massatölu sætistölu og jónir. Þetta var bara upprifjun og eitthvað sem við eigum að kunna vel svo að það reyndist ekki erfitt. Hér er að finna þetta verkefni ef einhverjir vilja spreyta sig.

Stöð e

Hér áttum við að vinna verkefni með formúlumassa. Það leit í byrjun út fyrir að vera voðalega flókið, en reyndist svo alls ekki vera það.

Formúlumassi efnis er samanlagður massi atómanna sem eru í formúlu þess. Í vatni eru tvö vetnisatóm og eitt súrefnisatóm. Eitt vetnisatóm er 1u og eitt súrefnisatóm er 16u. Þá er formúlumassi vatns 2*1u + 16u eða 18u. Einingin u er mælieining sem passar fyrir massa atóma.