Daily archives "nóvember 20, 2012"

Skunkar

Skunkar eru daunillir með afbrigðum en aðeins þegar þeir eru í hættu staddir og þá er fnykurinn síðasta tromp þeirra á hendi. Skunkar tilheyra marðaætt ásamt hreysiketti, minki og öðrum dýrum sem sjá má á þessari opnu. Marðardýr eru þekkt fyrir mikinn daun en skunkurinn ber af í þeim efnum. Skunkar hafa í frammi ýsmar hótarnir áður en þeir úða daunillum vökva yfir fjanda sinn. Fyrst stappa þeir niður framfótum og hrífi það ekki lyfta þeir skottinu til viðvörunar. Dílaskunkurinn lyftir sér jafnvel upp á framfótunum. Hrífi ekkert af þessu spýtir dýrið olíukenndum vökva úr kirtlum sem eru undir rófunni, allt að 4-5 m leið. Sá sem verður fyrir þessu stendur á öndinni vegna fnyksins og blindast ef hann fær vökvann í augun. Dýrum lærist fljótt að forðast skunka og viðkynning í eitt skipti nægir flestum.

Ætt: Marðaætt

Ættbálkur: Rándýr

Heimkynni: Öll meginlönd nema Ástralía og suðrskautlandið.