Blog Page

Baráttan um ljósið 29/1 2013

Hvað var gert í tímanum?

Ég var að horfa mynd sem heitir Baráttan um ljósið.

Hvað lærðir þú í dag?

Ég lærði um dýr sem eiga heima í regnskóginum.

Eitthvað nýtt?

Ég vissi ekki um blóm sem löguðu að sér dýr.

Spurning:

Geturðu nefnt mér eitt frægt rándýr í suðaustur-Asíu.

Svar:

Asíu-tígur.

22/01 2012 Kraftar úthafsins.22/01 2013

Hvað var gert í tímanum?

Ég var að horfa mynd sem heitir Kraftar úthafsins.

Hvað lærðir þú í dag?

Ég lærði um dýr á afskektum eyjum.

Eitthvað sem þú vissir fyrir?

Ég vissi um að þessi mynd væri um dýr á afskektum eyjum.

Eitthvað nýtt?

Nei.

Spurning:

Geturðu nefnd mér 2 tegundir að dýrin sem búa á galápagoseyjum?

Svar:

Risaskjaldbökur og Galápagosmörgæsir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skunkar

Skunkar eru daunillir með afbrigðum en aðeins þegar þeir eru í hættu staddir og þá er fnykurinn síðasta tromp þeirra á hendi. Skunkar tilheyra marðaætt ásamt hreysiketti, minki og öðrum dýrum sem sjá má á þessari opnu. Marðardýr eru þekkt fyrir mikinn daun en skunkurinn ber af í þeim efnum. Skunkar hafa í frammi ýsmar hótarnir áður en þeir úða daunillum vökva yfir fjanda sinn. Fyrst stappa þeir niður framfótum og hrífi það ekki lyfta þeir skottinu til viðvörunar. Dílaskunkurinn lyftir sér jafnvel upp á framfótunum. Hrífi ekkert af þessu spýtir dýrið olíukenndum vökva úr kirtlum sem eru undir rófunni, allt að 4-5 m leið. Sá sem verður fyrir þessu stendur á öndinni vegna fnyksins og blindast ef hann fær vökvann í augun. Dýrum lærist fljótt að forðast skunka og viðkynning í eitt skipti nægir flestum.

Ætt: Marðaætt

Ættbálkur: Rándýr

Heimkynni: Öll meginlönd nema Ástralía og suðrskautlandið.

Gíraffi

Gíraffar eru hæstir allra landdýra. Tarfarnir ná um 5 m hæð og sá hæsti sem vitað er um var 5,88 m hár. Heiti gíraffa er þó ekki tengt hæð þeirra heldur því hversu hraðstígir þeir eru. Orðið ,,gíraffi“ er komið úr arabísku og merkir ,,sá sem gengur hratt“. Hvert skref gíraffa er allt að 4-5 m langt og þú þyrftir að hlaupa til þess að hafa við þeim á gangi. Langur hálsinn gerir gíröffunum kleift að bíta lauf af trjátoppum og sums staðar hafa þeir jafnað krónur tránna. Hálsinn er líka vopn gíraffa og honum er óspart beitt í átökum við fjendur eða aðra gíraffa (t.h.). Gíraffar eru hins vegar stygg dýr og forðast vandræði. Þeir skynja hættu úr margra kílómetra fjarlægð vegna hæðar sinnar og skarprar sjónar. Gíraffar þola vatnsleysi vikum saman og þurfa því sjaldan að koma að vatnsbólum þar sem rándýr sitja helst um þá.

Ætt: Gíraffaætt

Ættbálkur: Klaufdýr

Heimkynni: Afríka (sunnan Sahara)

 

Rándýr

Rándýr er sérhvert dýr sem nærist fyrst og fremst á kjöti. Mörg spendýr, svo sem kettir, hundar, birnir og úlfar, eru rándýr. Sum rándýr éta kjöt daglega en önnur aðeins öðru hverju. Öll rándýr eru með hvassar tennur og sterkan maga svo þau geti brutt bein og unnið á hráu kjöti. Rándýr verða fyrst að veiða bráð sína áður en þau geta drepið hana og étið. Þau verða því að hafa til að bera skarpa heyrn og sjón og næmt lyktarskyn. En framar öllu verða þau að vera slyngari en bráðin og geta hlaupið hana uppi og yfirbugað. Augu rándýra sitja venjulega framan á höfðinu. Dýrin skynja því vel fjarlægð og það kemur sér einkar vel þegar ráðist er til atlögu. Dýr sem rándýr sækjast eftir, til dæmis kanínur og hirtir, eru með augun á hliðum höfuðsins. Þannig geta þau betur en ella fylgst með óvinum sem nálgast og flúið hættuna sem skjótast.

Sæotur

Sæoturinn virðist eiga fjarska fátt skylt við skunka þar sem hann liggur makindalega á bakinu úti á sjó og ,,leikur við kvurn sinn fíngur“. Eigi að síður tilheyra þessi dýr sömu ætt marða (bls. 66-67). Þótt sæoturinn dvelji nær öllum stundum á hafi úti ber hann mörg einkenni landspendýra. Hann hefur þó talsvert lagað sig að lífi í sjó því að á fótum er sundfit og rófan er löng og notadrjúgt stýristæki á sundinu. Þykkur feldur ver líkamann fyrir kulda sjávar og dýrin sleikja sig löngum stundum hátt og lágt. Þannig hreinsa þau feldinn af öllum óhreinindum og tryggja jafnframt að einangrandi loftbólur haldist inni á milli háranna.Feldur sæotra var mjög eftirsóttur og snemma á 20 öld hafði tegundinni nær verið útrýmt vegna ofveiði. Sæoturinn nýtur nú alfriðunar og er smám saman að hjarna við.

Ætt: Marðaætt

Ættbálkur: Rándýr

Heimkynni: Strendur og eyjar við Norður kyrrahaf

Geitur

Geitur eru, ásamt nautgripum og sauðfé, líklega mikilvægustu húsdýr okkar. Geitur og sauðkindur voru í hópi fyrstu dýra sem menn tömdu seint á steinöld. Enn á fólk víða um heim mikið undir þessum dýrum sem gefa af sér ull, kjöt, mjólk, osta, og smjör. Í náttúrunni lifa geitur og sauðkindur svipuðu lífi og nautgripir, safnast í hjarðir og fara milli bithaga. Allir grasbítar geta raskað jafnvægi vistkerfisins ef tiltekið svæði verður fyrir ofbeit en geitum hættir þó sérstaklega til þess að fara illa með landið. Í sumum löndum þar sem veðrátta er þurr hefur gróður látið mjög á sjá vegna ofbeitar taminna geita sem ganga frjálsar í högum. Villigeitur og sauðfé eru hrynd og beita hornum sínum óspart ef nauðsyn krefur. Sumar geitur velja þó fremur þann kostinn að halda sig í klettum til þess að losna undan ásókn fjallaljóna og úlfa.

Ætt: Slíðurhyrningar

Ættbálkur: klaufdýr

Fjöldi tegundar: 1

Heimkynni: Vestanverð Norður Ameríku

Lemúrar

Nafn lemúra er dregið af latnesku orði sem merkir draugur. Það er nafn við hæfi á þessa hálfapa sem eru upprunalegustu dýrin í ættbálki prímata. Lemúrar hafa yfirleitt hægt um sig, eru flestir náttförulir og gefa frá sér viðvörunarvæl. Lemúrar eru fremur vinaleg dýr. Ekki er þó hægt að fylgjast með þeim í náttúrunni nema leggja á sig ferð til eyjanna Madagaskar eða kómoreyja í Indlandshafi. Þar lifa þessi skottloðnu dýr og eru lengstum uppi í trjám. Þar sýna þau ótrúlega fimi og sveifla sér hiklaust milli trjátoppa. Lemúrar tjá sig hver við annan með margs konar góli og væli og boðum er líka miðlað með ilmi. Þegar karl skrautrófulemúrs hyggst hrekja burtu annan karl nýr hann rófunni fyrst við lyktarkirtla í armkrikunum og síðan blakar hann rófunni framan í andlit hins. Þetta skilur óboðni karlinn og hverfur á braut.

Uppeldið.

Ungi skrautrófulemúrs heldur fastataki í feld móður sinnar. Þannig hangir hann á móðurinni fyrstu mánuði ævinnar.

 

Ætt: Lemúraætt

Ættbálkur: Prímatar

Heimkynni: Suðurhluti Madagaskar.

Fjöldi tegunda: 1

Órangúti.

Órangútinn er styggur og þögull einfari og um hann leikur meiri dulúð en aðra mannapa. Hann á heimkynni sín í regnskógum Borneó og súmötru þar sem hann færir sig milli trjánna og rauðbrúnn feldurinn verður samlitur skuggum skógarins. Órangútar verja nær öllum stundum uppi í trjám og fara um allar hæðir þeirra. Þeir eru matgráðugir og leita helst eftir villifíkjum sem þroskast í heimkynnum þeirra. Þungir, fullvaxnir apar fara að öllu með gát í greinum trjánna en unglingarnir sveifla sér á milli af lyst. Órangútar eru klunnalegir á jörðu niðri og styðjast við hnúana þegar þeir mjaka sér milli trjáa. Illu heilli eru þessar fælnu og viðkvæmu skepnur í mikilli hættu. Vegna veiða og skógeyðingar lifa nú aðeins fáein þúsund dýra. Órangútar njóta alfriðunar en þó gæti brátt farið svo að þeir fyndust aðeins í dýragörðum.

Breiðnefur.

Til eru mörg sérkennileg spendýr en líklega skákar breiðnefurinn þeim þó öllum. Þetta loðna dýr nærir unga sína á mjólk líkt og önnur spendýr en það er með andargogg og ungar þess klekjast úr mjúkum eggjum með gúmkenndri skurn. Þegar enskir líffræðingar sáu ham af breiðnef árið 1789 héldu þeir fyrst að verið væri að gabba þá. Þeir voru sannfærðir um að einhver hrekkjalómur hefði saumað samað ýmsa hluta ólíkra dýra-gogg af önd, rófu af bjór og húð moldvörpu. Hamurinn sem líffræðingarnir fengu í hendur var þó af raunverulegu dýri. Breiðnefurinn og frændi hans, mjónefurinn, eru einu spendýrin sem verpa eggjum. Breiðnefur lifir við vötn og ár á suðausturströnd Ástralíu og á eyjunni Tasmaníu og gerir sér greni í vatnsbakka. Mjónefurinn lifir í Ástralíu og á Tasmaníu og Nýju-Gíneu. Mjónefurinn á Nýju-Gíneu telst sérstök tegund og hann er stærri en hinn.

Heiti: Breiðnefur

Ætt: Breiðnefsætt

Ættbálkur: Nefdýr

Heimkynni: Austanverð Ástralía