Blog Page

Nashyrningar.

Fá dýr vekja meiri ótta hjá fólki en nashyrningar það þarf engan að undra þegar haft er í huga að skepnurnar eru 3600 kg á þyngd, bera eitt eða tvö hvöss horn á trýninu og hafa orð á sér fyrir að vera einstaklega viðskotaillar. Þessir þungu og hryndu ,,skriðdrekar“ sem lifa í Afríku og Asíu, eru hins vegar frekar stygg dýr. Þær sögur sem fara af árásarhneigð nashyrninga eru ef til vill sprottnar af því hversu illa þeir sjá. Þeir geta ekki greint milli vinar og óvinar sem er í nokkurri fjarlægð og þess vegna þykir þeim kannski öruggast að ráðast á allt sem verður á vegi þeirra. Sést hefur til nashyrninga þar sem þeir ráðast á tré og kletta. Mörg dýr önnur en nashyrningar eru hyrnd en þeir eru einu dýrin sem bera hornin á snoppunni. Afrískir nashyrningar eru með tvö horn en asískir eitt (nema sá á Súmötru). Allir nashyrningar beita hornunum til þess að verja afkvæmi sín fyrir rándýrum.

Ætt: Nashyrningaætt

Ættbálkur: Hófdýr

Heimkynni: Afríka og Austur-Asía,(

 

Súmatra. java. borneó)

Hvítur nashyrningur

Svartur nashyrningur

Jagúar og hlébarði.

Jagúar (til hægri) og hlébarði (bls. 51) eru á margan hátt áþekk dýr en þó eru álfur og höf milli þeirra. Heimkynni jagúarsins eru í Mið-og Suður-Ameríku en hlébarðinn lifir í Afríku og Asíu. Bæði dýrin eru með doppóttan feld en hvort á sinn hátt. Jagúarinn er sterklega vaxinn, með kröftuga kjálka og stutta rófu. Hlébarðinn er grennri, kjálkarnir minni og rófan lengri. Hlébarðinn er meira klifurdýr en jagúarinn, enda léttari og lipurri. Báðar tegundir hafa verið veiddar vegna feldsins og eru í útrýmingarhættu.

Ætt:Kattarætt

Ættbálkur:Rándýr

Heimkynni:Mexíkó; Mið-og Suður-Ameríku.

Hesturinn

Hesturinn hefur verið í þjóstustu mannsins í meira en 5000 ár og hefur þjónað herra sínum með því að flytja hann á ferðalögum, á veiðum og í stríðum. Síðustu villihestarnir eru af kyni mongólíuhestsins (prsevalskíshestsins) en tilvist hans á gresjum Mið-Asíu uppgötvaðist ekki fyrr en árið 1879. Nú lifa þessi dýr aðeins á vernduðum svæðum. Tamdi hesturinn skiptist í um 180 hestakyn sem deila má í þrjá meginhópa: smáhesta, reiðhesta og vagnhesta (dráttarklára). Smáhestarnir eru lægri en 144 cm á herðakamb og voru fyrrum m.a. notaðir til starfa í kolanámum og öðrum þrengslum. Reiðhestar eru rennilegar og fráar skepnur og í þeim hópi eru arabagæðingurinn og mjög önnur hestakyn sem ræktuð eru til veðhlaupa og skemmtireiðar. Vagnhestarnir, til dæmis skrírishesturinn, eru sterkir og þungir og ræktaðir til þess að draga þung æki.

Ætt: Hestaætt

Ættbálkur: Hófdýr

Heimkynni: Fylgir búsetu mannsins um allan heim.

Kjörbýli: Gras-eða kjarrlendi.

Lamadýr

Lamadýr, gvanadýr, alpakka og vikúnjadýr eru öll af úlfaldaætt. Þau eru ekki jafn vel þekkt og ættingi þeirra úlfaldinn, enda minni og ekki með neinn hnúð á bakinu. En þau eru ekki síður mikilvæg því fólki sem byggir hrjóstrug Andesfjöllin í Suður-Ameríku en úlfaldinn er eyðimerkurbúum. Lamadýr eru húsdýr fjallabúanna og þau hafa lagað sig sérstaklega vel að því þunna lofti sem er í svo mikilli hæð. Þau þola einnig vel fimbulkuldann sem þar getur ríkt. Lamadýr eru klaufdýr og einkar klifurfim líkt og sauðfé og geitur. Íbúar fjallanna nota lamadýr einkum til burðar þar sem farartæki komast ekki um. Þau eru líka alin vegna kjötsins, húðarinnar og ullarinnar og taðið er dýrmætt eldsneyti. Tvær tegundir, alpakkan og vikúnjadýrið, gefa af sér ull sem þykir einstaklega mjúk og vönduð.

ætt Úlfaldaætt.

Fjöldi afkvæma 1, sjaldnast 2.

Ævilengd 15-24 ár.

Ættbálkur Klaufdýr.

Fæða Grös og Lauf.

Heimkynni Vestanverð Andesfjöll í Suður-Ameríku (Perú, Bólivía, Argentína, og Chile).

Hundaættin í leit að bráð.

Úlfurinn er stærstur allra villtra hunda og hefur löngum verið hafður fyrir rangri sök. Víst er hann ákafur við veiðar en hann er líka þolinmóður. örlátur og samvinnuþýður-og mjög natinn við unga sína, ylfingana.Úlfurinn lifir einkunn í Mið-Asíu, Síberíu og

Norður-Ameríku en fáein dýr þrauka enn til fjalla í norðanverðri Evrópu og í Austurlöndum nær. Önnur tegund, rauðúlfur (eða svartúlfur), er mun fágætari en úlfurinn. Hann lifir nú nánst eingöngu á verndarsvæðum í sunnanverðum Bandaríkjunum og á eyjum undan austurströndinni. Úlfar fara margir saman í flokkum, oft sjö til tuttugu dýr. Fyrir hverjum flokki fer einn úlfur og úlfynja og þau bera ábyrgð á velferð alls flokksins. Þegar ylfingarnir fæðast annast móðirin þá í greninu en faðirinn ber fjölskyldunni ætti.

 

Hreindýr.

Ár hvert leggjast hreindýr á norðurslóð í allt að 1500 kílómetra langa ferð suður á bóginn til vetrarbithaga sinna. Þar bíta þau einkum víðisprota og fléttur. Þegar vorar á ný leita þau aftur norður og bíta nýsprottið lauf og annan gróður. Kálfarnir fæðast snemma vors. hreindýr fara milli bithaga í stórum hópum, allt að 100.000 dýr í hjörð. Til þeirra hreyist í margra kílómetra fjarlægð því að frá þeim berast óvenjulegir smellir sem myndast af hreyfingum sina í fótunum. Hreindýr eru vel löguð að þeirri óblíðu náttúru sem þau hrærsast í. Feldurinn er gerður úr löngum vindhárum yst en mjúku. hrokknu hári undir og saman mynda þau þéttan feld þegar vetra tekur. Þegar mjög kalt er í veðri lækkar hitinn í fótum dýranna og með því móti geta þau betur haldið hita á mikilvægustu innri líffærum.

Hvað merkir nafnið? Hreindýr

Nafnið hreindýr er dregið af orðinu hreinn sem er komið af germanska orðinu hraina sem merkir hrútur hrútur merkir í raun hinn hyrndi og er skiljanlegt í ljósi þess hve hornprúðir hreintarfar eru.

 

Kanínur og hérar.

Kanínur og hérar eru þrautseig dýr. Þau búa ekki yfir neinum vopnum sem nýtast þeim gegn óvinum og því verða þau að vera vör um sig of frá á fæti til að halda lífi. Augu kanína eru á hliðum höfuðsins. Það gerir dýrunum kleift að sjá nánast allt um kring án þess að þau þurfti að snúa höfðinu hið minnsta, en slík hreyfing gæti kostað þau lífið ef rándýr er í nánd. Asnahérar geta snúið hvoru eyra til sinnar áttar og greina þannig samtímis hljóð úr mismunandi áttum. Þurfi asnahérinn að flýja hættu getur hann náð allt að 50 km hraða á klukkustund. Mikil viðkoma er líka hagur þessara dýra. Hver kanínuhjón geta eignast 30 unga yrðu 24.300.000 kanínur í fjölskyldunni eftir fimm ár. Rándýr og sjúkdómar höggva hins vegar stór skörð í hópinn og halda fjöldanum í skefjum.

Náttúrufræði.

Ég er 4 tíma í viku í náttúrufræði.Og ég var að blogga um dýrin og palmyra eyjarklasann.Ég var að skoða bækur og ég var að blogga um það.Mér fannst gaman að skoða bækurnar og lesa.Páfagauka bókin hún var skemmtilegust mér finnst þeir eru svo fallegir þeir tala líka þeir herma eftir mönnum og líka eftir dýrum.Ég skrifaði um sækembunnar og þær búa á galápagoseyjar.Svo skrifaði ég um fiðrildi í dulargervi og fiðrildi geta falið sig geta dulbúið sig sem laufblað og tré og dauðlauf.

Í dulargervi.

Fiðrildi og tólffótungar þeirra eru berskjölduð fyrir árásum, en mörg hafa komið sér upp frábæru dulargervi. Þau dyljast skimandi augum fjenda með því að taka á sig sömu liti og tré, lauf og steinar, þar sem þau leynast. Mörg náttfiðrildi breiða úr vængjunum á daginn og líta þá út eins og laufblað eða flaga á trjáberki. Flestar lirfur eru grænar, eins og lauf og gras, eða brúnar, og líkjast þá berki eða mold. Fetarar (lirfur fetarafiðrilda) líkjast um lit og lögun greinarstúfum og standa oft skáhallt út úr trjágrein eins og stúfarnir.

 

Hvað er úlfur?

Úlfar eru villt dýr af hundaætt, hunddýr með gul, leiftrandi augu og mjósleginn, vöðvastæltan skrokk. Meðal 37 tegunda dýra af hundaætt má nefna úlfa, sjakala, ameríska sléttuúlfa, refi, villihunda og tamda hunda. Dýr af hundaætt eru upprunnin á öllum meginlöndum hnattarins nema Ástralíu og Suðurskautslandi. Þau hafa öll næmt þefskyn og skarpa heyrn og eru rándýr. Úlfar og villihundar veiða lifandi bráð sem þeir drepa með beittum tönnum sínum en mörg hunddýr éta einnig gróður og jafnvel skordýr. Þau eru meðal greindustu dýra. Mörg þeirra, til dæmis úlfar, eru einkar félagslynd og lifa saman í flokkum.