13.vika Jörðin :)

Á mánudaginn vorum við í tölvum og gerðum verkefni um jarðskjálfta.

Á miðvikudaginn fengum við vinnumöppurnar til baka og líka skýrslurnar. Unnum líka í nýja hugtakakortinu.

Á fimmtudaginn vorum við öll saman í náttúrufræðitímanum og samfélagsfræðinni og vorum í 4 tíma að gera plakat, hópurinn minn gerði um landrek og flekaskil. ( hægt er að sjá mynd af plakatinu í verkefnabanka)

Fróðleikur um flekana:

  • yfirborð jarðar skiðtist í sex stóra fleka og nokkra minni.
  • Þeir eru 100 km þykkir og fljóta á deighvalinu.
  • Innræn öflin birtast okkur fyrst og fremst á mörkum þessara fleka.

Vissir þú að…

  • Flekaskil einkennast af eldvirkni á sprungunum, miðhafshryggjum, sigdöl, miklum jarðvarma en til tölulega vægum jarðskjálftum.
  • Ísland er á mörkum tveggja jarðskorpufleka sem hreyfast hvor ísína áttina.
  • Þingvellir eru þekktir fyrir að vera stórbrotið sýnishorn flekaskila á þurru landi.
  • Fellingafjöll, líkt og Alpafjöll, verða til þegar jarðskorpuflekar þrystast saman og lyftast upp.

Flekahreyfingar síað af Þingvallavefnum.

 

Sprungan í gegnum Ísland

 Heimild myndar

Kveðja Selmus 😉

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *