Archive | desember 2011

3.vika Jörðin :)

Á mánudaginnn horfðum við á þátt um löfthjúpinn úr þáttaröðinni Poxer og the planet með Dr Iain Stewart frá BBC.                

  Á miðvikudaginn fegnum við glósur um það sem við vorum að læra í þessari viku, skoðuðum líka fréttir og nokkra vefi.                                                                              

  Á fimmtudaginn vorum við að gera plaggat, minn hópur gerðum um lagskiptinguna. Í lok tímanns bjóum við til prófspurningar og gáfum öllum plöggötunum seinust þrjár vikur einkun.

Hörð deila virðist í uppsiglingu milli finnskrar og norskrar ferðaþjónustu um hvor þeirra „eigi“ norðurljósin.

Þetta er það sem við þurfum að kunna fyrir próf 15.desember!!!!

Áhersluatriði / hugtök og skilgreiningar fyrir próf

 Jörð í geim-lífhvolf-innri gerð jarðar-útræn öfl-innræn öfl-flekaskil-Pangea-bergtegundir-jarðsaga / aldir-möndulhalli-árstíðir-tunglið-myndun tunglsins-kenningar um Theia -áhrif Theia á tunglið og jörðina-kvartilaskipti-sjávarföll-tunglmyrkvi-sólmyrkvi-lofthjúpur-gróðurhúsaáhrif-ósonlag-segulhvolf-van Allen beltið-segulljós-loftslag-gróðurbelti-ský-vindar/fellibyljir/El nino

Fróðleikur til að læra undir prófið:

    • Jörðin er í geimnum!
    • Lífhvolf jarðarinnar er það svæði eða sá hluti af jörðinni og gufuhvolfi hennar sem líf þrífst á.
    • Innri gerð jarðar???
    • Samvinna innræna og útrænna afla veldur því að ytri lögun jarðar er alltaf að breytast
    • Þessi innri ólga fær útrás í eldgosum, jarðskjálftum og myndun fellingarfjalla.
    • Útrænu öflin vinna að því að má ójöfnurnar með því að stýfa tinda og fylla upp í lægðir ef þau væru eingöngu til staðar væri jörðin marflöt.
    • Flekaskil eru þar sem jarðflekarnir gliðna í sundur ca. 1-15 cm á ári í hvora átt. Eldvirkni á flekaskilum er að mestu neðansjávar. Einkenni fyrir flekaskil er miðhafshryggir og sigdalir.
    • Pangea varð til seint á perm (en perm-tímabilið var frá 285-225
     milljónum ára) við samruna Gondwanalands og Evrameríku. Þetta risameginland náði
     milli heimskauta og tók yfir alla meginlandsfleka jarðar.
    • Jarðskorpan er samsett úr bergtegundum. Algengasta bergtegundin er storkuberg
     sem verður til við storknun bergkviku misdjúpt í jörðu.
    • Bergtegund er oftast samsett úr mismunandi steinum (steintegunum). Steindir eru ólífræn kristölluð efni eða efnasambönd þar sem frumefnin raðast í kristalgrind.
    • jarðsaga???
    • Möndulhalli reikistjarna sólkerfisins er mjög mismunandi, allt upp í 90°, og sömuleiðis er möndulsnúningur þeirra ekki allra í sömu áttina. Hins vegar ferðast þær allar í sömu átt kringum sólina.
    • Árstíð er tímabil ársins sem er venjulega miðuð við árlegar breytingar á veðri.
    • Tunglið er eini fylgihlutur jarðar. Það hefur bundinn möndulsnúning, þ.e. tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðinni. Tunglið fer einn hring í kringum jörðina á ca. mánuð. Talið er víst að tunglið hafi myndast fyrir um 4,5 milljörðum árum.
    • myndun tunglsins????
    • Talið er að jörðin og tunglið hafi myndast á sama tíma.
    • Theia og jörðin rákust saman. Theia var önnur pláneta.
    • Kvartilaskipti nefnast breytingar á útliti Tunglsins á einum tunglmánuði, sem er um 29,53 dagar.
    •  Fyrsta kvartil er þegar mjó sigðlaga rönd byrjar að sjást hægra megin, þá er talað um sigðmána. Hún vex til vinstri þar til helmingur nærhliðar er upplýstur og þá er talað um hálft vaxandi Tungl. Annað kvartil er svo þegar meira en helmingur yfirborðsins er upplýstur og skugginn er vinstra megin, þá er talað um vaxandi gleiðmána. Þegar skugginn vinstra megin er alveg horfinn og allt yfirborð nærhliðar er upplýst er talað um fullt tungl. Þriðja kvartil er svo þegar sigðlaga skuggi byrjar að vaxa hægra megin, allt þar til helmingur nærhliðar er upplýstur og þá er talað um hálft minnkandi Tungl. Í fjórða kvartili vex skugginn svo áfram frá hægri þar til hann þekur alla nærhliðina og aftur er komið nýtt Tungl.
    • Sjávarföll eru ris og hnig sjávar á jörðinni, til komin vegna þyngdarkrafta tungls og sólar sem toga í jörðina. Hugtakið nær yfir bæði flóð, sem er hækkun á yfirborði sjávar, og fjöru, þar sem yfirborðið lækkar.
    • Tunglmyrkvi nefnist þegarsól, jörð og tungl mynda beina línu í þessari röð. Þá gengur tunglið inn í skugga jarðarinnar og myrkvast af þeim sökum. Sá sem staddur væri á yfirborði tunglsins sæi myrkvan sem sólmyrkva, því að jörðin skyggði þá á sólina frá honum séð.
    • Sólmyrvki er það kallast þegar tunglið fer fyrir sólu frá jörðu séð og skyggir þannig á hana að hluta til eða öllu leyti.
    • Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlukur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni.
    • Lofthjúpurinn er viðkvæmasti en um leið mikilvægasti hluti jarðarinnar. Hann ver lífið gegn hættulegri geislun frá sólinni og geimnum og viðheldur jöfnu hitastigi en án hans væri lífið úhugsandi.
    • Gróðurhúsaahrif eru hækkun á meðalhita reikistjörnu, vegna gróðurhúsalofttegunda í lofthjæupi hennar.
    • Ósonlagið er lofttegund kölluð Óson og myndast við samruna súrefnisfrumeindanna O og O2. Ósonlagið er í 20 til 35 km hæð frá Jörðu og er mjög mikilvægt fyrir líf á jörðu. Ósonlagið verndar líf á jörðu með því að breyta útfjólubláum geislum sólar sem stefna að jörðu í varmorku.
    • Segulhvolf jarðar: Innsti kjarni jarðar er úr málmum sem snúast. Þessi snúningur veldur því að jörðin hefur segulsvið. Það svæði sem nær til og hefur áhrif kallast segulhvolf. Orkumiklar agnir (geimgeislar) frá sólu hafa áhrif á þetta svið og feykja því út í geim, frá sólinni.
    • Van allen beltið*????
    • Segulljós er í stjörnufræði ljósfræðilegt fyrirbrigði sem einkennist af litríkum dasnsi ljóss á næturhimninum sem orsakast af samverkun hlaðinna einda úr sólvindi og efri lögun andrúmslofts reikistjörnu.
    • Loftslag eða veðurfar eru þeir eiginleikar veðurs sem eru einkennandi fyrir lengri tímabil, og er þá oft miðað við 30 ár.
    • Gróðurbelti????
    • Ský: klára þetta seinna!
    • vindar/fellibyljir/El nino: klára seinna!!

14.vika Jörðin :)

Á þessari viku vorum við að læra um tunglið. Á mánudaginn fórum við í tölvur (mánudaginn) og skoðuðum Stellarium stjörnuskoðunarforritið, skoðuðum slóðir sem terngjast umfjöllunarefni vikunnar sem er Tunglið !!! Á miðvikudaginn var fyrirlestrartími um jörð og tungl, skoðuðum myrkva, kvartilaskipti og sjávarföll sérstakelga. Svo á fimmtudaginn gerðum við plaggat. Ég var með Júlíu, Andreu og Elísi í hóp og gerðum við plaggat um myrkva, ég gerði t.d. mynd um tunglmyrkva eða sólmyrkva (ég man það ekki) og skrifaði um hann og einhvað fl. ef ég man rétt.

Fróðleikur:

 • Tunglið er einn mánuð að vaxa og minnka.
 • Yfirborð er þurrt og gróðurlaust.
 • Það er ekkert loft á tunglinu.
 • Vinstri vaxandi þýðir að ef þú getur sett vinstri
  hnefan inn í tunglið er það vaxandi.
 • Þegar tunglið er milli sólar og jarðar og í beinni
  línu er sólmyrkvi, þá fellur skuggi tunglsins stundum
  á jörðina, á þeim bletti sjá menn ekki alla sólina.
 • Almyrkvi: þegar tungl skyggir alveg á sólu og þá getur
  orðið myrkur um miðjan dag.
 • Hringmyrkvi: þegar tungl fer fyrir miðja sólu en nær
  ekki að skyggja á hana alla.
 • Deildarmyrkvi: þegar tunglið skyggir á hluta sólar.
 • Vísindamenn er búnir að finna út flesta sólmyrkva fram til árið 2200.
 • Fjara: þá stendur sjávarborðið lægst.
 • Flóð: þá stendur sjávarborðið hæst.
 • Sjávarfjöll stafa að aðdráttarafli tungls og sólar.
 • Tunglið og sólin toga til sín hafflötin.
 • Á einum sólarhring er þá tvisvar flóð og tvisvar fjara.
 • Jörðin snýst um möndul sinn, snýst um leið sólina sporbaugabraut.
 • Jörðin er þriðja reikistjarnan frá sól í sólkerfinu.
 • Í árdaga snerist jörðin hraðar um möndul sinn en í dag.
 • það er hlaupár fjórða hvert ár, það verður næst árið 2012.
 • það tekur jörðina 365,5 daga að fara í kringum jörðina (eitt ár)

Fróðleikur tekinn úr glósunum um Tunglið.

Heimild mynd 1

Heimild mynd 2