Hlekkur 2, vika 5 :) Dýrafræði

Á mánudaginn 8.október kíktum við á fréttir og skoðuðum ýmislegt.

Á þriðjudaginn 9.október var stöðvavinna og ritgerðaundirbúningur. Ég var með Elísi í hóp og gerðum við tvo sjálfspróf og eina krossgátu. Í seinni tímanum fórum við svo í tölvuverið að vinna í ritgerðunum okkar.

Ég ætla núna að skrifa aðeins um skordýr, myndbreytingu og fleira kannski.
Heimildir: glósurnar hennar Gyðu.

Skordýr
– Margbreytileg að líkamsgerð:
– Líkami þeirra skiptist í þrjá meginhluta: Haus, frambol og afturbol.
Skordýr eru sexfætt.
– Depilaugu þeirra greinir einungis mun dags og nætur.
Stærri augu sem heita samsett augu eru gerð úr mörgum smærri augum
sem hvert um sig er með einni linsu, mjög næm á hreyfingu.
– Flest skordýr eru vængjuð. Opið blóðrásarkerfi (fer ekki allt eftir æðum)
heldur flæðir um holrými líkamanns.
– Súrefni berst um sérstakt kerfi loftæða sem hafa upphaf og endi sinn á síðum dýrsinns.
– Sum skordýr ganga í gegnum röð breytinga sem kallast mynbreytingar.
– Egg maðkaflugna kallast víur en lirfur þeirra hvítmaðkar.
Lirfur fiðrilda kallast tólffótungar.
– Við makaleit senda m-rg kvendýr frá sér ilmefnið ferómón – Kk skordýr geta fundið lykt af kvk
skordýri í allt að 30 km fjarlægð…
– Fara oftast einförum en sim skordúr lifa í sléttaskiptum og þróuðum samfélögum.
– Varnir skordýra eru margvísleg, t.d. eitur, dulargervi, ólykt o.fl.
Ég tek það fram eins og í síðasta bloggi að köngulær eru ekki skordýr! Skordýr eru með sex fætur en könguló er með átta fætur svo það getir hana að áttfætlu…

Myndbreyting
– Myndbreyting er annað hvort sögð:
– Ófullkomin myndbreyting: úr eggi kemur ungviði sem er áþekkt foreldrum sínum..eða
– Fullkomin myndbreyting: egg à lirfa à púpa à fullvaxin lífvera.

Það var líka fyrirlestur um fleiri glærur en við fengum ekki þær útprentaðar – svo ég viti.

Hér eru nokkrar síður sem við skoðuðum þessa vikuna:

Bleikt vatn: http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/bleika-vatnid-i-senegal
Flugur: http://www.diptera.info/photogallery.php
Tegundir í hættu: http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-19558442
Blogg nemanda: http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php?option=com_weblinks&view=category&id=61%3A7-bekkur&Itemid=89

Á þessari mynd er skordýr
– sex fætur
– Búkurinn er skipt í 3 hluta

Heimild myndar: http://www.infovisual.info/02/038_en.html

Síða um ættbálki skordýra: http://www.ni.is/dyralif/smadyr/tegundiroglifshaettir/skordyr/aettbalkar
Skordýr: http://www.ni.is/dyralif/smadyr/tegundiroglifshaettir/skordyr
Skordýr á Íslandi: http://www.nat.is/travelguide/skordyr_a_islandi.htm

-Selma Guðrún, 9.bekk J

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *