Hlekkur 4. vika 1 :)

Á mánudaginn 26.nóvember byrjaði nýr hlekkur sem heitir stjörnufræði.
– Fengum við námsáætlun og skoðuðum námsmat.
– Byrjuðum að punkta niður á hugtakakortið okkar.
– Ræddum um verkefni sem við ætlum að gera, það er einstaklingsverefni.
Það verður unnið í Power Point.
– Við fundum yfir 20 atriði sem tengist sólkerfinu en svo völdu allir eitt af því,
svo verður kynning.
– Svo gerðum við einhvað meira líka :)

Á þriðjudaginn 27.október ræddum við einhvað saman, fórum við í stöðvavinnu og unnum í verkefninu okkar í seinni tíma.
Ég vann með Kristínu og gerðum við tvær stöðvar.
– Fyrri stöðin var þannig að við lásum grein í Vísindablaðinu, hún var um tunglið
eða ferðir sem hafa verið farnar þangað. Svo ræddum við saman um það og punktuðum niður.
– Seinni stöðin sem við gerðum var að við fengum gervihnött sem sýndi stjörnumerkin.
Við fórum inní kompuna hennar Gyðu og Höllu og höfðum alveg myrkur svo við gátum
séð hnöttinn sem var ljós í, það var rosa flott :)

 

Í verkefninu sem við eigum að gera ætla ég að fjalla um myrkvana en þeir eru sólmyrkvi og tunglmyrkvi.
– Sólmyrkvi verður til þegar tunglið gengur beint a milli sólar og jarðar.
– Þegar til verður tunglmyrkvi þá gengur fullt tungl inn í skugga Jarðarinnar og myrkvast um stund.
Ég mun svo setja verkefnið hér inn á síðuna þegar ég er búin með það og er búin að kynna það.

 

– Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir 9.bekk

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *