Mannréttindafræði

Í haust byrjuðum við í Mannréttindatímum og erum við búin að læra allskonar um mannréttindi þessa önn.

„Mannréttindafræðslan hófst með kynningu á því hvað við ætluðum að læra í vetur og hvað mannréttindi þýða.
Hér kemur upprifjun á því sem við höfum síðan unnið með í tímum;
1) Verkefnið “öll jöfn – öll ólík”. Nemendur lásu textabrot og áttu t.d. að finna út frá hvaða landsvæði í heiminum textinn kom (þ.e. höfundurinn).
2) Verkefnið “spilaðu með!”. Í þeim tíma spiluðum við ólsen ólsen en nemendur vissu ekki af því að kennarinn hafði samið við 3-4 nemendur um að vera “reglusmiður, ákærandi, svindlari og sá tapsári”.
3) Verkefnið “menntun fyrir alla”. Nemendum skipt í hópa og spilað samstæðuspil þar sem para á saman texta og mynd sem tengjast menntun og mannréttindum.
4) Unnin veggspjöld þar sem nemendur klipptu greinar úr dagblöðum þar sem fjallað var um mannréttindi eða mannréttindabrot. Greinarnar límdar á plaköt og þær tengdar viðeigandi greinum úr Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
5) Leikurinn “teiknaðu orðið”. Nemendur völdu sér ákveðna grein úr Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og teiknuðu upp á töflu. Nemendur áttu að finna út hvaða grein var verið að vinna með.
6) Verkefnið “Sjáðu hvað þú getur”. Stutt umræða um fatlanir og síðan prófuðu nemendur á eigin skinni hvernig er að vera blindur. Unnið í pörum þar sem nemandi leiðbeindi öðrum nemanda sem hafði bundið fyrir augu.“

– Kolbrún

Hér fyrir ofan sést það sem við erum búin að vera gera í vetur en það sem mér fannst skemmtilegast var númer 2.
Þá áttum við að spila en í þessari færslu sagði ég meira frá því… (klikkið á „færslu“, þá opnast hún)
Svo var líka fínt þegar við vorum að gera veggspjöldin (4) sem við klipptum greinar úr dagblöðum.

Kveðja Selma 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *