Hlekkur 4, vika 2

Á mánudaginn 3.desember var bara svon aumfjölllun og við skoðuðum einhverja vefi. Komumst að ýmsu um ýmislegt sem tengist efninu sem við erum að læra um í þessum hlekk.

Á þriðjudaginn 4.desember var stöðvavinna í tölvum og svo unnum við að power point verkefninu. Hér er stöðvavinnan (4.desember)
Í stöðvavinnunni gerði ég þetta:
…skoðaði vef sem ég gat séð sólarkerfið í kíkir, einhverjum línum og annað – Sólkerfið
…reyndi ég að gera krossgátu – hér er hún
…skoðaði ég ýmislegt á þessum vef sem heitir nasa og hægt er að skoða nánast allt um sólkerfið og fleira – Nasa
…las ég einhvað á BBC Space sem er vefur með mikið af fróðleik – BBS Space
… skoðaði ég mjög flott forrit sem sýnir bara alheiminn – http://htwins.net/scale2/

Og einhvað fleira :)

Fróðleikur um Galíleó Galílei sem Rúnar Guðjónsson gerði:

 • Galíleó Galílei var menntaður maður og fæddist í Písa á Ítalíu.
 • Galíleó Fór til Hollands til að fræðast um ákveðna nýja tækni þar.
 • Með þeirri þekkingu smíðaði hann sjónauka og með honum skoðaði hann himingeiminn.
 • Má segja að hann og margir aðrir hafi lagt grunnin af allri stjörnufræði í dag.
 • Galíleó gaf út mörg rit og gerði margar uppgvötanir, t.d. uppgvötaði hann stærstu tungl Júpíters og eru þau nú kölluð Galíleó tunglin.
 • Kirkjan í Róm var ekki ánægð með rit, uppgvötanir og stuðning Galíleós við sólmiðju kenningu Kópernikusar.
 • Að lokum var hann kallaður fyrir rannsóknar réttinn í Róm og var sakfelldur fyrir uppgvötanir sínar.
 • Stoppaði hann þó ekki rannsóknir sínar og er talinn vera einn af feðrum stjörnufræðinnar

Hér er bloggið hans, það er mjög flott og fróðlegt og mæli ég með því!!

Venus

 • Venus
  Ratsjármynd af reikistjörnunni Venusi

Venus er önnur reikistjarnan frá sólinni og sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins, örlítið minni en jörðin. Við fyrstu sýn virðist sem Venus sé tvíburasystir jarðar. Þær hafa næstum sama massa, þvermál, eðlismassa og þyngdarhröðun. Á báðum reikistjörnum eru fáir gígar sem bendir til þess að jarðfræðileg virkni eigi sér stað. Þó er eitt veigamikið atriði sem skilur á milli: Venus er óvistleg en jörðin er eini staðurinn þar sem vitað er um líf með vissu.

Heimildir af þessum texta og mynd

Stjörnufræðivefurinn er mjög flottur vefur og er hægt að læra amikið af honum. Það er helling af fróðleiki þarna og eiginlega bara allt sem maður þarf að vita um stjörnufræði. Við eigum örugglega eftir að nota þennan vef mikið í þessum hlekk og hef ég notað hann einhvað í power point verkefninu mínu um myrkvana. Hér er þessi vefur.

 

– Selma Guðrún

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *