Eðlisfræði 2013 vika 1

Í seinustu viku eða þar seinust, man ekki, byrjuðum við á nýjum hlekk sem heitir Eðlisfræði og er 6.hlekkurinn í 9.bekk.

Í þessum hlekk erum við búin að ræða mikið um orku, varma og hreyfingu og þannig dót. Gyða hélt fyrirlestur um þetta og fengum við glærur. Við fórum líka í próf í seinustu viku sem var hræðilegt, flestir fengu lélega einkunn enda erfitt að mínu mati haha..

Fróðleikur upp úr glærunum hennar Gyðu og hugtakakortinu mínu

Eðli orkunnar
– Orka er skilgreind sem hæfni il að framkvæma vinnu
– Orka er grundvallarstæð sem hver eðlisfærðilegt kerfi hefur að geyma
– Orka birtist í margvísilegum myndum

Mismunandi form orku
Hreyfiorka
– Er sú orka sem hlutir býr yfir sökum hreyfingar sinnar.
– Sú vinna sem þarf til að koma kyrrstæðum hlut af ákveðnum massa á tilekna hreyfingu.
– Hlutir sem eru á hreyfingu geta framkvæmt vinnu.
– Orkan sem felst í hreyfingunni kallast hreyfiroka.
– Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameindanna.
Stöðuorka
– Háð því hvar hlutur er staðsettur.
– Stöðuorka kerfis er orka sem stafar af kröftum sem verka á milli eininga þess og afstöðu þeirra.
– Kraftarnir gera verið rafkraftur, segulkrafur eða þyngdarkraftur.
– Þegar stöðuorka kerfis minnkar, breyttist hún í aðra teguns orku, t.d. hreyfiorku.
– „Geyma“ má stöðuorku svo sem þyngarstöðuorku, fjöðunarorku, efnaorku, kyrrstöðumassaorku
eða raforku og leysa úr læðingi.
Varmorka
– Hreyfiorka sem stafar af hreyfingu einda kallast varmorka.
– Sú mynd orkunnar sem flyst milli staða þar sem hitamunur gætir.
– Því meiri hreyfing – því meiri varmi.
– Eldur kviknar þegar súrefni kemst að eldfimu efni og hiti er nógu hár  Þá losnar efnaorka úr læðingi,
sameindir efnisins fara að hreyfast með miklum hraða og sleppa sem fas frá efninu sem er að brenna.
Efnaorka
Rafsegulorka
Kjarnorka

Mælingar á orku
– SI einingin fyrir bæði orku og vinnu er júl (J)
– 1 J er jafnt og 1 Nm
– Aðrar orkueiningar
– Hestöfl
– Kílóvött (k W h)
– Kaloríur (cal eða kal)

Hitaþensla
– Hiti hefur áhrif á stærð hluta.
– Því heitara
–> Meiri hreyfing sameinsa
–>Lengra á milli sameinda
–> Efnið þenst út
– Tvímálmur er notaður til að stjórna hita – hitastillir

Hitastig
– Hitamælir er tæki notað til að mæla hita.
– Algengustu hitamælir áður fyrr notuðu hitaþenslu kvikasilurssúlu,
en nú er algengast að nota hitanema úr hálfleiðurum.

Hiti
– Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku.
– Hitamælir mælir hita annað hvort í:
Gráðum á Celcíus –> °C
– Vatn frýs við 0°C og sýður við 100°C
Einingum á Kelvin –> K
– Vatn frýs við 273 K (0°C + 273)
– Og sýður við 373 K (100°C + 273)
– 0 K er alkul = – 273°C

Varmi
– Varmi er mældur í júlum (J)
– Varmi er ekki meðalstærð eins og hiti.
– Varmi grundvallast af þeim efnismassa sem er til staðarþ
– Meiri varmorka í 50 g af heitu varni er í 1 g.
– Varmi kemur við sögu hvort sem efni hitnar eða kólnar.

Varmamælingar
– Hiti og varmi er ekki það sama!
– Varmi er mældur í einingum sem kallast kaloríur.
– Ein kaloría er sá varmi sem þarf til að hita eitt gramm af vatni um eina gráðu.
1 kal = 1 g vatni hitað úr 14,5°C í 15,5°C

Varmaflutningur
Tilfræðsla á varma kallast varmaflutningurþ
Varmi getur flutt á þrjá vegu milli hluta, með:
1. Varmaleiðingu
2. Varmaburði
3. Varmageislun

Varmaleiðing
– Varmi flyst gegnum efni, eða frá einu efni til annars, með beinni snertingu milli sameinda.
– Orkan berst frá einni sameind til annarar.
– Efnið getur verið fast efni, vökvi eða lofttegund.
– Sum efni leiða varma betur og hraðar en önnur.

Varmaburður
– Varmi vest með straumi straumefnis.
– Straumefnið hitnar og þá hreyfist sameindirnar hraðar og lengra verður milli þeirra.
– Þetta leiðir til þess að eðlismassi minnkar – straumefnið sem hitnar verður eðlisléttara og stígur upp.
Þá skapast straumar sem vera með sér varma.

Varmageislun
– Þegar orka flyst gegnum rúmið á varmageislun sér stað.
– Orkan er í mynd ósýnilegra rafsegullbylgna sem kallast innrauðar bylgjur.
– Dæmi sólarljós.

 

Þetta er komið nóg í bili en ég er líka að skrifa þetta allt niður fyrir sjálfan mig svo ég læri um þetta í leiðinni. Held áfram að skrifa uppúr glósunum og hugtakakortinu í næstu viku :)

– Selma Guðrún Gunnlaugs

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *