Hvítá hlekkur 7 vika 1-3 :)

Á mánudaginn 25.febrúar var ég veik heima en þá byrjðum við á nýjum hlekk sem heitir Hvítá. Í honum er mikil upprifjun en einnig einhvað nýtt líka. Í þessum tíma fengu krakkarnir glósur sem innihéldu eftirfarnadi; Hvítá, Hvítárvatn, Þingvallavatn, Sogið, Ölfusá, ýtri og innri öfl, Vatnsföll, jökla, rof, set og einhvað fleira.
Á þriðjudaginn 26.febrúar var ekki skóli svo í rauninni fór ég ekkert í náttúrufræði þessa vikuna.
Á mánudaginn 4.mars var umfjöllun um líffræði tengda þemaverkefninu um vatnasvið Hvítár og fengum við nýjar glærur. Rifjuðum upp hvað vistfræði væri, orkuþörf lífvera, frumbjarga og ófrumbjarga, öndun og ljóstillifun, fæðukeðjur og vefi, jafnvægi í vistkerfi. Töluðum sérstaklega um lífríki á Hveravöllum, Kerlinarfjöllum og í Þingvallavatni. Skoðuðum einhvað á netinu einnig.
Á þriðjudaginn 5.mars kláruðum við glærupakkan frá mánudeginum, kíktum á einhvað á netinu og fórum svo í stöðvavinnu í tölvuverinu. Hægt er að nálgast þær stöðvavinnur sem ég vann í verkefnabanka 2012-2013 undir heitinu Stöðvavinna 5.3.2013 – selma.
Á mánudaginn 11.mars fengum við nýjar glærur, fórum yfir þær. Þær eru um eðli vatns, orku og mælieiningar, vatnsafl, sogsvirkjanir, jarðvarm, háhitasvæði, Nesjavallavirkjun, orkugjafa og framtíðna. Þegar við vorum búin að fara yfir þetta bættum við inná higtakakortið og ræddum um könnunina sem var svo daginn eftir.
Í dag þriðjudaginn 12.mars var könnun úr því sem við vorum búin að vera læra fyrstu tvær vikurnar. Prófið var þannig að það voru 40 satt og ósatt spurningar, mér fannst prófið bæði erfitt en sanngjarnt samt sem áður. Ég fék 9 í þessu prófi samkvæt mentor.  

Hér er fróðleikur uppúr glærupökkunum sem við fengum frá Gyðu.

Vika eitt – Hvítá Jarðfræði:

 • Hvítá er þriðja lengsta á landsins frá upptökum hennar til Ölfusárósa. Samtals 185 km löng.
 • Hvítá er jökulá sem á upptök sín í Hvítárvatni við Langjökul.
 • Þegar Hvítá á eftir um 25 km leið til hafs rennur í hana vatnsfallið Sogið, eftir það skiptir hún um nafn og heitir þá Ölfusá.
 • Það koma oft mikil flóð í Hvítá.
 • Hvítárvatn er 30 ferkílómetrar og mesta dýpt þess er 84 metrar.
 • Þingvallarvatn er stærsta náttúrulega vatn á Íslandi. Flatarmál þess er 53,7 ferkílómetrar.
 • Sogið er 19 km löng lindá.
 • Ölfusá rennur í gengum Selfoss og til sjávar. Ytri öfl – ytri áhrif
  – vindur
  – öldugangur
  – jöklar
  – frost
  – úrkoma
  – vatnsföll

  Innri áhirf – koma úr iðrum jarðar
  – eldgos
  – jarðskjálfar
  – skorðuhreyfingar

 •  Vatnasvið er það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.
 • Vatnskil eru mörkin á milli vatnasviða.
 • Flokkun vatnsfalla:
  – Dragár –> Algengastar á blágrýtissvæðum, upptök óglögg, rennsli háð veðri og sveiflur í hitastigi.
  – Lindár –> Algengastar í og við gosabeltið, glögg upptök úr lindum og vötnum, janft rennsli og hitastig.
  – Jökulár–> Koma úr jöklum, rennsli háð veðri og mikil dægursveifla, óhreinar af framburði.
 • Flokkun jökla:
  – Hjarnjöklar –> Allir stærstu jöklar landsins.
  – Skriðjöklar –> Afrennsli strærri jökla.
  – Dalijöklar –> Fáir á Íslandi.
  – Skálar- og hvilftarjöklar –> Algengastir í Eyjafjarðarhálendinu.
 • Langjökull er næststærti jökull landins, líklega hylur hann tvö eldstöðvakerfi.
 • Þegar berg molnar vegna ytir afla skríður mylsnan niður og berst burt með vindi eða öðru = rof
 • Sandur og möl er dæmi um set.
 • Molaveg er set úr bergmylsnu. 

 Vika tvö – Hvítá Líffræði:

 • Vistfræði er fræðigrein sem fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og
  hvernig þær tengjast umhverfinu sínu.
 • Hvert vistkerfi er eining eða heild sem nær bæði til allra lífvera og umhverfis þeirra.
 • Allar lífverur þurfa orku til að komast af.
 • Uppruna allrar orku má rekja til sólarorkunnar og ljóstillifandi plantna.
 • Flest dýr fá orku úr fæðunnu sem þá láta ofan í sig.
 • Þær lífverur sem geta myndað sína eigin fæðu kallast frumbjarga.
 • Frumbjarga lífverur þurfa orku frá sólinnu, koltvíoxíð og vatn og geta þá stundað ljóstillifun.
 • Fæðukeðja lýsir því hvernig mismunandihópar lífvera afla sér fæðu og þar með orku.
 • Fæðuhlekkur segir til um stöðu lífvera í fæðukeðjunni.
 • Milli hlekkja í fæðukeðju tapast orka.
 • Fæðuvefur er þegar fæðukeðjur skarast.
 • Fæðuvegur er ferður úr öllum fæðukeðjum sem finna má í hverju vistkerfi og tengjast saman.
 • Í vistkerfi ríkir oftast jafnvægi milli þeirra lífvera sem þar lifa.
 • Ef röskun verður á einum hluta vistkerfisins getur það skapað vanda í öðrum hluta.
  Algengustu orsakir jafnvægisröskunar eru af völdum náttúrulega breytina og vegna umsvifa mannsins.
 • Vatn er ekki það sama og vatn!
 • Hveravellir voru friðlýst náttúruvætti árið 1960 vegna sérkenna og fræðilega gildis jarðhitasvæðisins.
 • Það er oftast ekki hægt að sjá örverur með verum augum.
 • Við landnám þakti fjórðungur Íslands birki, mikið er af birki ennþá, sérstaklega hjá Þingvallavatni.
 • Í Þingvallavatni eru fjórir stofnar bleikju; Dverbleikja, Kuðungsbleikja, Murta, Sílableikja.
 • Himbrimi finnst hjá Þingvallavatni er af brúsaætt.

Vika þrjú Hvítá Eðlisfræði:

 • Vatn er táknað H2O, vatn þekur um 70% af yfirborði jarðar.
 • Eðlismassi er háður hita og þrýstingi.
 • Orka jarðar má rekja til sólarninnar.
 • Orka eyðist ekki – breytir um form.
 • Vatnsafl byggir á hreyfiorku og/eða stöðuorku vatns.
 • Stöðuokru er breytt í hreyfiorku þegar vatnsafl er virkjað.
 • Þegar vatnsafl er virkjað er fallhæð og þungi vatnsins notaður til að snúa túrbínum og framleiða rafmagn. 
  Meir fallhæð og miera vatnsmargn gefa meiri afl.
 • Það er mikill varmi í möttlinum – Jörðin losar varmann með varmaleiðni og varmastreymi.
 • Hitastigull á Íslandi 50 – 100°C
 • Misgengissprungur og berggangur algengt uppstreymi jarðhita.
 • Jarðvarmasvæðum skipt í háhitasvæði og lághitasvæði.

 

Sumarið 2012 fór ég í river rafting á Hvítá og var það mjög skemmtilegt. Ég hoppaði af kletti og út í ána og synti ég einnig í ánni. Ég var samt í svona galla. Ég man heldur ekki alveg hvað kletturinn var hár en þar sem ég hoppaði var dýptin á vatninu um 14 metrar. Set eina mynd sem ég fann á google af klettunum þar sem er stokkið.

 

– Selma Guðrún, 9.bekk

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *