Líffræði hlekkur 8 vika 1 :)

Í seinasta hlekk bloggaði ég stórt blogg um allan hlekkinn en var bara að taka eftir því núna að það var ekki komið á síðuna mína svo ég setti það inná áðan.

Á mánudaginn 1.apríl var ekki skóli svo enginn náttúrufræðitími þá.

Á þriðjudaginn 2.apríl byrjuðum við nýjan hlekk sem heitir líffræði og er hlekkur númer 8. 
Við fengum glærur um flokkun lífvera og fórum við yfir þær.
Í þeim er talað um sögu flokkunarfræðinnar, tvínafnakerfið, ættkvíslar og tegundarheiti, flokkun manna og dýra, tíkin fimm, lífveruríkin og fleira sem tengist öllu þessu.

Punktar uppúr glærunum frá Gyðu:

 • Flokkunarfræði felst í því að lífverum er skipað í hópa grundvelli sameiginlegra einkenna.
 • Fyrsta flokkunarkerfið gerði Aristóteles á fjórðu öld f. kr.
 • Flokkunarkerfið sem notað er í dag er tvínafnakerfið og er eftir Svíann, Carl von Linné.
 • Ættkvíslar og tegundaheiti eru alltaf höfð skáletruð eða undirstrikuð.
 • Í tvínafnakerfinu eru lífverur gefin tvö nöfn og er fyrra heit þeirrar ættkvíslar sem tegundin tilheyrir, en seinna heitið er eins konar viðurnafn tegundarinnar.
 • Dæmi: Larus ridibundus (hettumáfur)
 • Þessi leið er líka notuð til að flokka lífverur: Ríki –> Fylking –> Flokkur –> Ættbálkur –> Ætt –> Ættkvísl –> Tegund
 • Einstaklingar sömu tegundar geta átt saman frjó afkvæmi.
 • Flokkunarfræði lífvera byggir á skiptingu lífvera í hópa sem síðan er skipt niður í minni hópa sem eiga meira og meira sameiginlegt.
 • Ríkin fimm:
  – Dreifikjörnungur: Einfrumungur. Erfðaefni dreift um frymið.
  – Frumverur: Einfrumungur. Erfðaefni afmarkað í einum kjarna.
  – Sveppir: Flestir fjölfruma og ófrumbjarga.
  – Plöntur: Fjölfruma. Frumbjarga. Heilkjarna.
  – Dýr: Fjölfruma. Ófrumbjarga. Heilkjarna.
 • Einkenni lífvera er tildæmis: Þurfa að nærast, öndun, efnaskipti, súrefni, þurfa orku, æviskeið, fæðast og deyja, gerðar úr frumu/frumum, hreyfing, fjölga sér.
 • Veirur eru ekki lífverur.
 • Svo stóð líka margt annað en þetta er það helsta.

Carl von Linné sæti :)
Heimild myndar.. 
Í næsta bloggi mun ég svo skrifa um veirur og bakteríur.
– Selma Guðrún, 9.bekk Flúðaskóla.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *