Líffræði hlekkur 8 vika 2-3 :)

Bloggaði ekki fyrir viku 2 í þessum hlekk en geri það bara núna hvort sem þaður verður einhvað metið eða ekki.

Á mánudaginn 8.apríl var fróðleikur um veirur og bakteríur, en þær eru gjörólikar lífeverur og óskildar.

Á þriðjudaginn 9.apríl gerðum við plakatavinnu um kynsjúkdóma. Ég var með Ágústi og gerðum við plakat um kynfæravörtur sem er einn algengasti kynsjúkdómur í heiminum. Tölurnar segja að ætlað sé að um 800 einstaklingar greinast með kynfæravörtur hér á Íslandi árlega. „Við smit komast veirunar inn í frumur húðar eða slímhúðar á kynfærum. Þær nýta sér svo frumurnar til að fjölga sér svo afleiðingin verður offjölgun á frumum sem eru fullar af veirum. Veirur geta ekki lifað einar sér og er þeim lífsnauðsynlegt að notfæra sér kjarna í frumum hýsils til fjölga sér. Í þessu tilviki eru það frumur húðar og slímhúðar þess sem sýkist af kynfæravörtum. Ónæmiskerfi húðarinnar sér um að eyða veirum en þar sem þær eru innan í frumunum er erfitt að útrýma þeim án þess að skaða frumurnar sjálfar um leið. Ónæmiskerfinu tekst þó yfirleitt að lokum að losa líkamann við sýkinguna en það getur tekið mjög langan tíma.“
Við skrifðum einnig mikið meira á plakatið en þetta var bútur úr fróðleiki sem ég fann á netinu. Heimild texta. 

Á mánudaginn 15.apríl lærðum við um frumverur.
„Frumverur eru eitt af ríkjunum fimm.  Þær eru skilgreindar þannig að þær séu einfruma lífverur með frumukjarna.Sumar eru ófrumbjarga og aðrar frumbjarga.  Jafnvel getur sama lífveran verið stundum  ófrumbjarga og stundum frumbjarga. Sumar frumverur eru sníklar og valda hýslinum skaða.Þetta er því mjög fjölbreytilegur hópur lífvera sem á það eitt sameiginlegt að vera einfruma með afmarkaðan kjarna.“ Fróðleikur um frumverur sem Gyða skrifaði.

Á þriðjudaginn 16.apríl var bekknum skipt í A og B hóp, a hópur var inn í stofu að vinna og b hópur að horfa á fræðilega mynd. Ég var í A hóp og var ég að vinna með Arnþóri. Í tímanum áttum við að fara að sækja sýni úr Litlu Laxá og Hellisholtalæk. Þegar við vorum búin að því komum við aftur inn í stofu, fengum smásjá, dropateljara (eða hvað sem það heitir), burðargler, þekjugler til að skoða sýnin. Við sáum alls kynd þörunga í þessum sýnum og náðum við að leita uppi hvað nokkrir þeirra hétu með því að nota glósur sem Gyða lét okkur fá. Í laxá fundum við nokkrar tegundir af djásnþörungum og grænþörgungum. Í hellisholtalæk fundum við kísilþörunga, gjarðeskinga, þyrildýr og fleiri lífverur. Í smásjánni vorum við með stækkunina 16×10. He.sti munurinn af sýnunum sem mér fannst  frá Litlu Laxá og Hellisholtalæk er að það er meira af þörungum í ánni og að það er meiri kísill í læknum.
Við eigum svo að skila skýrslu úr þessu verkefni í næstu viku.

 

Fróðleikur um veirur og bakteríur sem er fenginn upp úr glósunum hennn Gyðu

– Veirur skaða hýsilfrumur sínar, þess vegna teljast þær sníklar, þótt varla teljist þær til lífvera.
– Veira er sett saman úr tveimur meginhlutum: uppistöðu úr erfðaefni og hjúp úr prótíni.
– Veirur eru ekki úr frumum, hafa ekki sjálstæð efnaskipti, eru háðar öðrum lífverum með fjölgun,
nærast ekki og þurfa ekki orku.
– Veirur eru gerðar úr próteinhylki, erfðaefni og festingum.
– Veirur fjölga sér aðeins í lifandi frumum.
Hún fjölgar sér þannig að hún festir sig á hýsilinn og sprautar erfðaefni sínu í hann.
– Veirur orsaka marga sjúkdóma, t.d. kvef, áblástur og vörtur.
– Það eru til mjög hættulegir veirusjúkdómfar eins og alnæmi, lifrabólga, inflúensa, mislingar,
mænusótt, heilabólga, bólusótt, hetturótt, herpes og fl.

– Dreifkjörnungar eru aðeins ein fruma, þær hafa eingan kjarna og erfðaefnið dreyft um frymið.
– Allir dreifkjörnungar eru gerlar (bakteríur).
– Bakteríur lifa næstum alls staðar og við alls konar umhverfi.
– Þær eru mjög misjafnar og vilja sumar meira súrefni en aðrar.
– Í einu grammi af mold getur verið allt að 4.000 mismunandi tegundir gerla.
– Mismundani form og lögun, sumar er kúlulaga, aðrar staflaga á meðan hinar eru kannski gromlaga.
– Bygging gerla: hafa um sig frumuvegg og sumir hafa síðan slímhjúp utan um hann.
Sumir gerlar hreifa sig úr stað með hreyfiöngum sem kallast svipur.
– Sumir háðir súrefni en aðrir þola ekki súrefni.
Sumir eru frumbjarga en aðrir ófrumbjarga.
Sumir lifa á dauðum lífverum og nefanst þá sundrendur og rotverur.
– Gerlar  fjölga sér með skiptingu, geta fjölgað sér mjög hratt ef réttu aðstæður eru fyrir hendi.
– Sumir erlar eru til skaðsemi, víða er búið að spilla drykkjarvatni og eiga þeir stundum sök á sjúkdómum.
– Einnig er gerlar oft til góðs eins og í mjókurframleiðslu, eyðingu á úrgangsefnum og mörgu öðru.
– Bakteríur geta lifað samlífi með hýsli sínum.
– Í glósunum stendur svo margt fleira en þetta er komið gott…

 

Hvað einkennir grænþörunga?? 


Mynd af þörugnum stækkuðum
Heimild 

 

– Selma Guðrún, 9.bekk

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *