Líffræði – Hlekkur 8 – Vika 4 – Frozen Planet

Á mánudaginn 22.apríl var frekar rólegur tími, skoðuðum blogg, myndbönd og fréttir, fórum yfir það hvernig skýrsla á að vera sem við eigum að skila 30.apríl. Bættum inná hugtakakortið og svona.

Á þriðjudaginn 23.apríl var hópur b sem ég er í að horfa á mynd sem heitir Frozen Planet.
Ég punktaði niður helling sem ég ætla svo að skrifa um hér fyrir neðan.

Frozen Planet – punktar frá mér…ath gæti hafa heyrt vitlaust í mörgu, ekki 100% rétt allt.

 • Myndin er um lífið á heimskautalandinu en þar er lifa dýr við mjög erfiðar aðstæður þegar kaldast er og fara flest dýr suður þegar það er svona kalt.
 • Kvennkyns ísbjörnin/hvítabjörn  finnur sér stað til að sofa á og þegar snjórinn er orðin nógu þykkur fer hún að sofa og bíður þangað til að húninn fæðist. Hann er þá hjálparlaus og lifir á mjólk móður sinnar í langan tíma.
 • Gleraugnaæður eru fuglar sem safnast mikið af saman, þeir eru umkrindir ísnum í sjóinum og er þetta allur stofn heims sem safnast þarna saman. Margir fuglar sem frosna þarna.
 • Hafið er að mestu orðið að ís.
 • Veturinn eyðileggur margt og deyja flestar plöntur í frostinu þarna.
 • Barrtré og sum önnur tré með nálum þola mikinn kulda og eru þau um 1/3 af trjám í heiminum.
 • Stærri skrokkar hafa meiri fitu og svona og tapa þeir minni hita, ná að halda sér lengur heitum.
 • Úlfar veiða best í hóp, þeir fara eftir slóð stærri dýranna og þefa þau uppi, ráðast svo á þau og éta þau. Stundum ná dýrin að drepa úlfana, kvenkyns úlfurinn er ákveðnari og berst það oftast lengur. Í myndinni drepur ilgurinn (kvk úlfurinn) vísunda sem er stórt og mikið dýr, þetta var mjög blóðugur bardagi.
 • Snjórinn er svo mikill að það gæti verið 3 tonn af snjó ofan á sumum trjám, snjórinn nær að ráða fromi trjánna og hafa mikil áhrif á dýrin.
 • Jarðar og hrafnar vinna vel saman, jarðurinn borðar mjög mikið og hrafnurinn oðrar svo leifarnar þar sem goggurinn hentar betur í það. Jarðurinn geymir mat hér og þar í skóginum.
 • Stúfmýs búa undir snjónum í svona einskonar göngum, snjórinn einangar vel svo þær eru virkar allan veturinn. Þær fara svo á yfirborðið til að leita sér að fæðu, annars borða þær líka trjágreinar. Á yfirborðinu eiga þær í nokkuri hættu þar sem önnur dýr geta reynt að éta þau.
 • Lappuglan hefur það frekar erfitt þar sem snjórinn er mikil hindrun fyrir hana.
 • Písla sem er einhver tegund af mús eða einhvað er löng og mjó og býr líka undir snjónum. Hún er snögg og er erkióvinur stúfmýsarinnar. Hún getur leitað hana uppi, drepið hana. Písla reitir svo felldinn af henni og notar hann til að halda sér hita.
 • Sumstaðar hefur sólin ekki sést í marga mánuði, hún er svo lágt á lofti.
 • Köll húnana lætur koma meiri brjóstamjólk. Mjólkin er 9x næringaríkari en mannamjólk. Húninn tvöfaldar þingd sína á nokkrum vikum.
 • Karlkyns mörgæsir standa margir saman og fá þeir skjól hvor frá annari, þeir eru með eggið milli fótanna og þurfa þeir að passa það vel, aðeins fáeinar sekúndur í frostinu getur valdið dauða fyrir ungann í egginu.
 • Weddel selur er eina spendýrið sem er fyrir norðan um veturinn í þessu rosa kalda veðri. Það lifir í sjónum sem er -2°C, sami hiti búinn að vera í 25 milljóna ára. Það er stöðug hætta hjá þeim. Ísþakið einangrar.
 • Ískerti eru mjög söltuð, allt sem það snertir frosnar.
 • Köll brimlana geta heyrst í 25 km fjarlægð – valda kröftugum hljóðbylgjum.
 • Keisaramörgæsir – karlarnir bíða með eggin – konurnar eru þá úti á ísnum að leita af fæðu, þær koma til karlana þegar veturinn er búinn en þá eru þeir við það að drepas. – Því karlinn er búin að passa eggið/ungann allan veturinn þykir honum sárt að leppa honum – þEgar unginn er búin að klekjast út fer hann til mömmunar og hún gefur honum að borða – Sumir ungar lifa ekki af útaf kuldanum og frosna – Sumir ungir hafa týnt foreldrum sínum og eru þá allar mömmurnar sem hafa misst ungann sinn að rífast um ungann, oft deyr hann.
 • Aðalmörgæsir dvelja í snjónumyfir veturinn.
– Selma Guðrún, 9.bekk

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *