Archive | maí 2013

Mannréttindafræði 3 önn

Á þessari önn erum við að mestu búnar að vera spjalla en þá líka um mikilvæga hluti.

 

Verkefnið „Taktu skrefið áfram“.  Nemendur fengu hlutverkaspjöld (dæmi: Þú ert ólöglegur innflytjandi frá Malí) stilltu sér upp og síðan voru lesnar spurningar og ef viðkomandi spurning átti við hlutverkið tók nemandinn skref áfram, ef ekki var hann kyrr.

Þetta verkefni^var fínt og sýndi það okkur vel hvernig sumt fólk hefur það mikið betra en annað og hvernig sumt fólk hafa bara ekki neinn rétt til neins. Ég var í bæði skiptin svo milli stéttar manneskja. ‘i eitt skiptið var ég  frekar gamall maður sem hefur áður unnið við að vera skósmiður. 

 

Bully – heimildamynd um nokkur Bandarísk ungmenni sem hafa orðið fyrir alvarlegu einelti

Mér fannst þetta mjög góð mynd og sýndi hún vel hvað einelti er hræðilegt. Ég vissi eiginlega ekki að einelti væri svona mikið eins og í þessari mynd. Myndin fjallar um líf nokkurra einstaklinga og er sýnt hvernig þeir hafa það. Ein stelpan í myndinni sem er 16 ára og er lesspía verður fyrir útilokun af -llum bænum bara því hún er lesspía. Hún á reyndar nokkra vini. Hún er mjög góð í körfubolta t.d. en fær hálf partinn ekki að vera með í því og vill enginn snerta hana.

 

– Selma Guðrún

Hlekkur 8 vika 6 – SVEPPIR!

Á mánudaginn 6.maí var ég ekki í skólanum en þá var bekkurinn og Gyða held ég að tala um sveppi og hvað það er og allt sem tengist því.

Á þriðjudaginn kíktum við svo í Flúðasveppa sem er eina sveppahúsið á landinu. Þar tók Eiríkur við okkur og fræddi okkur um sveppina, ferlið þeirra og allskonar meira.

Nokkrir punktar sem ég bara svona man:

– Sveppir eru ekki plönur heldur rotverur, þeir ljóstillifa ekki.
– Hreinlæti og mikil nákæmni er alveg rosalega mikilvæg þegar verið er að rækta sveppi.
– Flúðasveppir var stofnað árið 1984 af Ragnari, RaggaSvepp eins og sumir kalla hann.
– Rotmassi er búinn til úr heyi, vatni, hálm og hænsaskít sem er búið að rotna saman.
– Í sveppahúsinu eru 6 klefar og er enginn þeirra á s0mu viku í sveppaferlinu.
– Það eru 2 raðir og 5-6 hillur inn í hverjum klefa.
– Sveppir er vara sem geymist ekki vel.
– Það er sent/selt um 11-12 tonn af viku, það fer nær allt með flutningabílum sem keyra svo burt með þá.
– Sveppir eru týndir í höndunum og eru ekki þrifnir, heldur sett bara strax í bakkana.
– Ég fékk að smakka nokkra sveppi svona beint úr einum klefanum og fannst mér þeir alveg ágætlega góðir.
– Allt frá því þegar heyrúllur eru teknar úr plasti, allt jukkið láta rotna, sveppirnir týndir og öllu draslinu í klefunum
hent í burtu til að láta rotna eru liðnar 9 vikur.

HÆGT ER AÐ NÁLGAST SKÝRSLUNA MÍNA SEM ÉG GERÐI UM HEIMSÓKNINA Í VERKEFNABANKA 2012-2013.
– Þar er meiri fróðleikur um þetta og myndir sem ég tók líka.

Wikipeda fróðleikur um sveppi 

Hvaða sveppir eru eitraðir á Íslandi?

Sveppir og fléttur

Á hverju og hvernig lifa sveppir?

Smjörsteiktir sveppir

Mynd sem ég bjó til í Picasa af alls konar sveppum sem ég fann á vini mínum google.

Heimildir ekki í nenni röð eða eftir myndunum: 1234567

– Semma GjéGjé

 

helkkur 8 – vika 5

Á mánudaginn 29.apríl var umræðutími, skoðuðum einhvað á netinu og nokkur blogg nemanda.

Á þriðjudaginn 30.apríl sýndi Gyða okkur síðu, myndband og einhvað á netinu. Í seinni tímanum fórum við í tölvuver að klára skýrsluna okkar sem hægt er að nálgast í verkefnabanka 2012-2013.

 

  • Frumverur má skilgreina á þann veg að þær séu einfruma lífverur með frumukjarna.
  • Frumverur skiptist í tvær undirfylkingar; frumþörunga sem eru frumbjarga og svo frumdýr sem eru ófrumbjarga.
  • Flestar frumverur lifa í vatni. Þær finnast bæði í stöðuvötnum og saltvatni.
  • Sumar frumverur lifa í rökum jarðvegi og aðrar inn í stærri lífverum.
  • Margar þessara innri frumvera eru sníklar og valda hýsli sínum skaða.
  • Frumverur eru einfrumungar sem hafa nokkuð þróuð líffæri, til dæmis kjarna sem geymir erfðaefni.
  • Flóknar lífverur eins og sveppir, dýr og plöntur hafa þróast af fornum frumverum.
  • Frumverur sem líkjast dýrum á lifnarháttum eru oft nefndar frumdýr, en orðið merkir fyrstu dýr.
  • Frumdýr eru ófrumbjarga og flest þeirra geta hreyft sig úr stað.
  • Þeim hópi sem kalla má frumdýr má skipta í fjóra meginhópa: Slímdýr, Bifdýr, Svipudýr, og Gródýr.

Heimild af texta

 

– Selma Guðrún