helkkur 8 – vika 5

Á mánudaginn 29.apríl var umræðutími, skoðuðum einhvað á netinu og nokkur blogg nemanda.

Á þriðjudaginn 30.apríl sýndi Gyða okkur síðu, myndband og einhvað á netinu. Í seinni tímanum fórum við í tölvuver að klára skýrsluna okkar sem hægt er að nálgast í verkefnabanka 2012-2013.

 

  • Frumverur má skilgreina á þann veg að þær séu einfruma lífverur með frumukjarna.
  • Frumverur skiptist í tvær undirfylkingar; frumþörunga sem eru frumbjarga og svo frumdýr sem eru ófrumbjarga.
  • Flestar frumverur lifa í vatni. Þær finnast bæði í stöðuvötnum og saltvatni.
  • Sumar frumverur lifa í rökum jarðvegi og aðrar inn í stærri lífverum.
  • Margar þessara innri frumvera eru sníklar og valda hýsli sínum skaða.
  • Frumverur eru einfrumungar sem hafa nokkuð þróuð líffæri, til dæmis kjarna sem geymir erfðaefni.
  • Flóknar lífverur eins og sveppir, dýr og plöntur hafa þróast af fornum frumverum.
  • Frumverur sem líkjast dýrum á lifnarháttum eru oft nefndar frumdýr, en orðið merkir fyrstu dýr.
  • Frumdýr eru ófrumbjarga og flest þeirra geta hreyft sig úr stað.
  • Þeim hópi sem kalla má frumdýr má skipta í fjóra meginhópa: Slímdýr, Bifdýr, Svipudýr, og Gródýr.

Heimild af texta

 

– Selma Guðrún

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *