Hlekkur 8 vika 6 – SVEPPIR!

Á mánudaginn 6.maí var ég ekki í skólanum en þá var bekkurinn og Gyða held ég að tala um sveppi og hvað það er og allt sem tengist því.

Á þriðjudaginn kíktum við svo í Flúðasveppa sem er eina sveppahúsið á landinu. Þar tók Eiríkur við okkur og fræddi okkur um sveppina, ferlið þeirra og allskonar meira.

Nokkrir punktar sem ég bara svona man:

– Sveppir eru ekki plönur heldur rotverur, þeir ljóstillifa ekki.
– Hreinlæti og mikil nákæmni er alveg rosalega mikilvæg þegar verið er að rækta sveppi.
– Flúðasveppir var stofnað árið 1984 af Ragnari, RaggaSvepp eins og sumir kalla hann.
– Rotmassi er búinn til úr heyi, vatni, hálm og hænsaskít sem er búið að rotna saman.
– Í sveppahúsinu eru 6 klefar og er enginn þeirra á s0mu viku í sveppaferlinu.
– Það eru 2 raðir og 5-6 hillur inn í hverjum klefa.
– Sveppir er vara sem geymist ekki vel.
– Það er sent/selt um 11-12 tonn af viku, það fer nær allt með flutningabílum sem keyra svo burt með þá.
– Sveppir eru týndir í höndunum og eru ekki þrifnir, heldur sett bara strax í bakkana.
– Ég fékk að smakka nokkra sveppi svona beint úr einum klefanum og fannst mér þeir alveg ágætlega góðir.
– Allt frá því þegar heyrúllur eru teknar úr plasti, allt jukkið láta rotna, sveppirnir týndir og öllu draslinu í klefunum
hent í burtu til að láta rotna eru liðnar 9 vikur.

HÆGT ER AÐ NÁLGAST SKÝRSLUNA MÍNA SEM ÉG GERÐI UM HEIMSÓKNINA Í VERKEFNABANKA 2012-2013.
– Þar er meiri fróðleikur um þetta og myndir sem ég tók líka.

Wikipeda fróðleikur um sveppi 

Hvaða sveppir eru eitraðir á Íslandi?

Sveppir og fléttur

Á hverju og hvernig lifa sveppir?

Smjörsteiktir sveppir

Mynd sem ég bjó til í Picasa af alls konar sveppum sem ég fann á vini mínum google.

Heimildir ekki í nenni röð eða eftir myndunum: 1234567

– Semma GjéGjé

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *