Mannréttindafræði 3 önn

Á þessari önn erum við að mestu búnar að vera spjalla en þá líka um mikilvæga hluti.

 

Verkefnið „Taktu skrefið áfram“.  Nemendur fengu hlutverkaspjöld (dæmi: Þú ert ólöglegur innflytjandi frá Malí) stilltu sér upp og síðan voru lesnar spurningar og ef viðkomandi spurning átti við hlutverkið tók nemandinn skref áfram, ef ekki var hann kyrr.

Þetta verkefni^var fínt og sýndi það okkur vel hvernig sumt fólk hefur það mikið betra en annað og hvernig sumt fólk hafa bara ekki neinn rétt til neins. Ég var í bæði skiptin svo milli stéttar manneskja. ‘i eitt skiptið var ég  frekar gamall maður sem hefur áður unnið við að vera skósmiður. 

 

Bully – heimildamynd um nokkur Bandarísk ungmenni sem hafa orðið fyrir alvarlegu einelti

Mér fannst þetta mjög góð mynd og sýndi hún vel hvað einelti er hræðilegt. Ég vissi eiginlega ekki að einelti væri svona mikið eins og í þessari mynd. Myndin fjallar um líf nokkurra einstaklinga og er sýnt hvernig þeir hafa það. Ein stelpan í myndinni sem er 16 ára og er lesspía verður fyrir útilokun af -llum bænum bara því hún er lesspía. Hún á reyndar nokkra vini. Hún er mjög góð í körfubolta t.d. en fær hálf partinn ekki að vera með í því og vill enginn snerta hana.

 

– Selma Guðrún

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *