Archive | 9. september 2013

Hlekkur 1 – 5.9.13 – Maður og náttúra

Þá erum við byrjuð á fullu í náttúrfræðinni.

Fimmtudaginn 5.september byrjuðum við á að fá hugtakakortið okkar og fórum yfir nokkrar glærur.

Í seinni tímanum fórum við í stöðvavinnu og vann ég með Kristínu. 
Það má finna stöðvarnar sem voru í boði í bloggi 5.sept hér. 

—————————————————————————————————————————————————-

Hér er stöðvarnar sem við gerðum.

Stöð 9: Yrkjuvefurinn tölvustöð
– Skoðuðum mynd sem sýnir ljóstillifun í laufblaði.
– Rendum yfir plöntulíffæri og lásum um frævun.
– Gerð trjáa… skoðuðum það.
– Köngull = Þegar fræið þroskast þornar kvenblómið upp og verður að köngli en karlblómið vistnar g deyr.
– Flest laufblöð skiptast í blaðfót, stilk og blöðku.
– Hlutverk laufblaðanna er að beysla orku sólarinnar og búa til næringu fyrir plönturnar.

Stöð 10: Sjálfspróf Litróf náttúrunar kafli 1
– Fengum 100% þrátt fyrir að hafa skotið á nokkrar spurningar.
Við lærðum m.a. :
– Varafrumur stjórna stærð loftauga og jafnframt útgufun vatns úr frumunum.
– Kartöflur innihalda mikinn mjölva.
– Bruni fer fram við 37°C.
– Maisplanta er dæmi um frumframleiðanda.

Stöð 5: Krossgáta
Gerðum krossgátu um lífnauðsýnilegt efnaferli
Við lærðum m.a. : 
– Uppspretta ljósorku er sólin.
– Koltvíoxíð er nauðsýnileg lofttegund handa plöntum.
– Varafrumur umlykja loftaugu.
– Blaðgrænan er grænt litarefni.

—————————————————————————————————————————————————-

Fróðleikur upp úr glærum við fengum hjá Gyðu: 

– Dæmi um fæðukeðju: gras –> lamb –> maður
– Lífhvolf jarðar er allt það svæði þar sem líf á jörðinni þrífst.
– Búsvæði er afmarkað svæði þar sem lífskylirði eru öðruvísi en fyrir utan það.
   – T.d. skógur, tjörn, fjara o.fl.
– Lífélag eru allar þær lífverur sem lifa á sama bústæði
   – T.d. í skógi, að þar mynfar allur gróður og dýr í skóginum líffélag.
– Vistkerfi er líffélag og búsvæði, þ.e.a.s. allar lífverur og lífvana umhverfi þeirra (grjót, mold o.fl.). Vistkerfi hefur skýr og greinileg mörk.
– Stofn er allar lífverur af sömu tegund sem lifa í sama vistkerfi.
– Tegund er safn einstaklinga sem geta átt saman frjó og eðlileg afkvæmi.
– Ísland er í barrskógarbeltinu.
– Á Íslandi eru 9000 stöðuvötn og tjarnir sem eru stærri en einn hektari. (1,4% af landinu).
– 2/3 hlutar yfirborðs jarðar eru haf.
– Talið er að það lifi 10.000.000 tegundir lífvera á jörðinni en við þekkjum bara brot af þeim.
– Í vistfræðinni kallast allar þær frumbjarga lífverur frumframleiðendur, en allar ófrumbjarga lífverur kallast neytendur.
– Samlíf er samband tveggja lífvera sem önnur lífveran (snýkillinn) er háð lífveru (hýslinum) án þess að borða hana.
– Til eru þrjár tegundir af samlífi: Samhjálp, gistilíf og sníkjulíf.
– Fæðuhlekkir eru oft settir upp í píramída. Mest af orkunni er neðst og svo tapast um 90% orkunnar milli hlekka.

————————————————————————————————————————————————–

Yrkjuvefurinn

Sjálfsprófið sem við tókum

Ljóstillifunar lagið – myndband

—————————————————————————————————————————————————-

Ýmsar fréttir:
Fannst látinn í Skessuhelli
Norski „refurinn“ vekur atygli
Ekki lengur ormaleysi
Snjóþungt í Bretlandi
Skutluðu ljóninu í lögreglubíl

—————————————————————————————————————————————————-

ljóstillífun-ég

Heimild af myndinni

 

– Selma Guðrún, 10.bekk