Archive | 17. september 2013

Hlekkur 1 – 9&12.9.13 – Maður og náttúra

Á mánudaginn 9.september töluðum við saman um allskonar vistkerfi, samspil lífvera og lífavana umhverfis, skóga og stöðuvötn á Íslandi og margt fleira.

Á fimmtudaginn 12.september fórum við stelpurnar ekkert í náttúrufræði þar sem það var frí eftir hádegi útaf réttunum og öllu því dóti.

– Hafið er stærsta vistkerfið í heiminum, enda er það 2/3 af yfirborði jarðar.
– Regnskógar eru tegundaríkustu vistkerfi jarðar og Amasonregnskógarnir eru tegundaríkustu regnskógar jarðar.
– Vistkerfi fjallar um tengls milli lífvera og tengls þeirra við umhverfi sitt.
– Vistkerfi er afmarkað svæði í náttúrunni, allar lífverur sem lifa þar og lífvana þættir í umhverfinu.
– Kvæmi er afbrigði plöntu sem hefur lagað sig að sérstökum veðurfarsskilyrðum á tilteknu svæði.
– Birkiskógar voru ríkjandi hér á landi við landnám.
– Vatnið hér á landi er mjög freskt og basískt.

Hvernig er fæðukeðja hafsins?

Hvert er mikilvægi þörunga fyrir lífríki jarðar?

Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?

Hvaðan kom hafið?

Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?

Hver er munurinn á plöntusvifi og dýrasvifi?

 

hnottur

Á þessari mynd sem er af jörðinni sést hvað vatnið er í miklum stærrihluta og hylur mikið af yfirborði jarðar.

Heimild af mynd: http://www.namsgagnavefurinnkatla.net/Netskoli/Myndaalbum/9.htm

 

Fræðslumynd um vistkerfi, fæðu keðjur og fæðuvefi. 

 

– Selma Guðrún, 10.bekk