Archive | október 2013

Hlekkur 1 – 14&17.10.13 – Erfðafræði

Á mánudaginn 14.október var fyrir lestur um mannerfðafræði, skoðuðum kynbundnar erfðir og blóðflokkaerfðir.

Á fimmtudagin 17.október var Gyða ekki en við nýttum tímann í að vinna í myndasýningunni okkar um Danmerkurferðina okkar sem við sýndum svo sama dag.

Fróðleikur úr glósum frá Gyðu:

 • Í okkur eru um það bil 30.000 gen og raðast þau á 46 litninga í frumukjarna nær allra frumna líkamans.
 • Kynfrumur eru undantekning með 23 litningar.
 • Hver einstalingur fær samstæðan litning frá hverju foreldri.
 • Starf gena er að gefa frumum líkamans sipanir um hvaða efni þær eigi að framleiða, hvernig og hvenær.
 • Stundum kemur fyrir að villa leynist í byggingu gens sem erfist, gölluð gen erfast á milli ættliða.
  Dæmi um arfgenga sjúkdóma eða erfðasjúkdóma: Marblæði og Sigðkornablóðleysi.
 • ABO blóðflokka manna eru dæmi um margfaldar genasamstæður.
 • Fólk greinist í A, B, AB eða O blóðflokk.
 • Þegar barn erfir A gen frá öðru foreldri en B frá hinu verður það í AB blóðflokki, því A og B eru jafnríkjandi.
 • Genin sem ákvaða A og B flokka ríkja bæði yfir O geninu, O genið er því víkjandi.
 • Allir karlar hafa XY litninga og allar konur hafa XX litninga.

Síða um erfðir

 

dominant (1)

 

Heimild af mynd

 

Ljóshærð, bláeygð stelpa tekin af foreldrum sínum þar sem hún skar sig úr fjöldanum, en hinir í þorpinu eru frekar dökkir á hörund og með dökk augu. DNA próf hafa samt sannað að hún er dóttir þeirra (rómafólksins).

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 1 – 30&3 og 7&10.10.13 – Erfðafræði

Mánudaginn 30.september á mánudaginn byrjuðum við í erfðafræði. Við fengum glósur og skrifðuðum á nýtt hugtakakort sem við vorum flest búin að fá. Skoðuðum líka myndbönd og fréttir og fórum inná einhverjar síður.

Fimmtudaginn 3.október fóru stelpurnar ekki tíma því það var frí eftir hádegi en strákarnir fóru út í skoðunarferð og skráðu niður hvernig maðurinn hefur sett mark sitt á umhverfið.

Mánudaginn 7.október átti ég afmæli og það var sungið fyrir mig á dönsku!!! En annars ræddum við um hugtökin: víkjandi og ríkjandi, svipgerð og arfgerð, arfhreinn og arfblendinn. Við tókum nokkur dæmi og reyndum að læra þetta og skilja. Einnig skoðuðum við nemendablogg og gerðum verkefni í seinni tímanum.

Fimmtudaginn 10.október var krufning á rottu! Ég var með Andreu og Kristínu í hóp. Ég sá aðalega um að skera rottuna, Kristín punktaði niður og tók myndir og Andrea var svo sona mitt á milli, bæði hjálpaði um mér að skera og t.d. leysa meltingakerfið og tók hún líka nokkrar myndir.

rottta

 • Hér á myndinni sést þegar við erum að krifja rottuna.
 • Mynd eitt sýnir þegar það er búið að skera hana upp á kviðnum og taka skinnið af og „negla“ hana niður með títuprjónum.
 • Mynd tvö sýnir þegar við erum að toga skinnið upp til að fá betra grip á að klippa/skera kviðinn upp.
 • Mynd þrjú sýnir þegar við erum að skera upp lungun, þar sem við þurftum að komast í gegnum rifbeinin enduðum við á að klippa þau upp.
 • Mynd þrjú er ég að halda á þörmunum sem við voum búin að reyna leysa í sundur, þau voru mjög löng og var skemmtilegt að taka meltingakerfið í sundur. Einnir prófuðum við að kreista skít útúr þörmunum haha..

Nokkur hugtök og fróðleikur úr glósunum frá Gyðu:

– Erfðafræði fjallar um erfðir lífvera um það hvernig eiginleikar berast frá lífveru til afkvæma.
– Gregor Mendel er faðir erfðafræðinnar, hann gerði tilraunir með ræktun garðertuplantna.
Hann vissi ekkert um litninga eða gen, hann dó svo án þess að fá viðurkenningu um verk sín.
Ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum
H fyrir háan vöxt plantna.
Víkjandi gen eru táknuð með lágstöfum
h fyrir lágan vöxt plantna.
– Í DNA eru upplýsingar sem þarf til að mynda lífveru og stjórna starfsemi hennar.
– DNA er því grunnefni erfða.
– Gen eru alltaf í pörum sem kallast genasamsætur.
– Annað genið er frá móður og hitt frá föður.
Lögmálið um aðskilnað: segir að við rýrisskiptingu skiljast samstæðir litningar eða þannig að hver kynfruma fær aðeins      aðra genasamsætu í hverju pari í hverju genasæti.
Lögmálið um áháða samröðun: segir hver genasamsæta erfist áháð öllum öðrum, nema þær séu á sama litningi.
Arfgerð: genippbygging lífverunnar. Hvaða gen hún er með til að stjórna einkennunum. Er hún arfhrein gagnvart                  eiginleikum (t.d. HH) eða arfblendin (Hh).
Svipgerð: er greinilegt, ftast sjáanlegt einkenni lífveru. Hvernig arfgerðin kemur fram.
– Arfgerð ræðst við frjóvgun, þegar sáðfruma rennur saman við eggfrumu.
– Þessari arfgerð heldur einstaklingurinn út alla sína ævi, því við getum ekki skipt úr genum og fengið ný.
– Svipgerð er hinsvegar alltaf að breytast
– Húðlitur okkar dökknar þegar við förum til sólarlanda.
– Hárið lýsist á sumrin hjá sumum.
– Við stækkum er við eldumst og hrörnum að lokum.

Kem með meiri fróðleik úr glósunum í næsta bloggi :)

Gen.is

Erfðafræði – gen.is

Ríkjandi erfðir – gen.is

Hvað er erfðafræði? – gen.is

reitatafla

Á myndinni sést að annað foreldrið er í blóðflokki AB og hitt í O (OO). Barnið þeirra getur s.s. aðeins verið í blóðflokki A og B. (AO og BO eru svipgerðir af A og B blóðflokki).

Myndina teiknaði Kjartan Helgason sem var í Flúðaskóla, árg.1996

litningar

 

Á myndinni má sjá litningapörin 23 en það eru samstaða litningar sem parast saman, misstórar litningar jafnvel.
Í einu litningapari eru tvær litningar, ein frá mömmunni og ein frá pabbanum.
Þannig er þetta í lang flestum frumum en í t.d. kynfrumum er þetta ekki þannig.
Í kynfrumum eru helmingi færri litningar.

Heimild af myndinni. 

Vissir þú að..
..stofnfrumur vita ekki hvað þær verða.
..að kolenfi er næstum alltaf lífrænt.
..að þú getur t.d. erft krabbameinsgen.

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 1 – 23&26.9.13 – Maður og náttúra

Lélegt blogg í þessari viku..

Á mánudaginn 23.september lukum við Maður og náttúra kaflanum og fórum svo í tölvuver og rifjðum upp allskonar úr kaflanum og undirbjuggum okkur svo fyrir próf.

Á fimmtudaginn 26.september fórum við svo í könnun úr kafla 1-3. Mér gekk ágætlega þar og fékk 8,5 í einkun.

Áhersluatriðin fyrir prófið:

 • Ljóstillifun
 • Bruni
 • Hringrásir efna
 • Orkuflæði á jörðinni
 • Vistfræði og samspilið í náttúrunni
 • Vistkerfi
 • Tegund
 • Stofn
 • Sess
 • Jafnvægi í vistkerfi
 • Breytingar í vistkerfum
 • samkeppni
 • Aðlögun
 • Skógar á Íslandi
 • Helstu gróðurlendi
 • Stöðuvötn
 • Hafið sem vistkerfi
 • ósnortin náttúra og ábyrgð mannsins
 • Þéttbýlisstaðir sem vistkerfi
 • náttúruauðlindir og nýting
 • gróðurhúsaáhrif
 • mengun
 • ósonlagið
 • loftmengun
 • ofauðgun
 • umhverfiseitur

Stofn er hópur lífvera af sömu tegund sem lifa á afmörkuðu svæði.

Sess er hlutverk tegundar í samfélaginu.

 

– Selma Guðrún, 10.bekk