Hlekkur 1 – 14&17.10.13 – Erfðafræði

Á mánudaginn 14.október var fyrir lestur um mannerfðafræði, skoðuðum kynbundnar erfðir og blóðflokkaerfðir.

Á fimmtudagin 17.október var Gyða ekki en við nýttum tímann í að vinna í myndasýningunni okkar um Danmerkurferðina okkar sem við sýndum svo sama dag.

Fróðleikur úr glósum frá Gyðu:

 • Í okkur eru um það bil 30.000 gen og raðast þau á 46 litninga í frumukjarna nær allra frumna líkamans.
 • Kynfrumur eru undantekning með 23 litningar.
 • Hver einstalingur fær samstæðan litning frá hverju foreldri.
 • Starf gena er að gefa frumum líkamans sipanir um hvaða efni þær eigi að framleiða, hvernig og hvenær.
 • Stundum kemur fyrir að villa leynist í byggingu gens sem erfist, gölluð gen erfast á milli ættliða.
  Dæmi um arfgenga sjúkdóma eða erfðasjúkdóma: Marblæði og Sigðkornablóðleysi.
 • ABO blóðflokka manna eru dæmi um margfaldar genasamstæður.
 • Fólk greinist í A, B, AB eða O blóðflokk.
 • Þegar barn erfir A gen frá öðru foreldri en B frá hinu verður það í AB blóðflokki, því A og B eru jafnríkjandi.
 • Genin sem ákvaða A og B flokka ríkja bæði yfir O geninu, O genið er því víkjandi.
 • Allir karlar hafa XY litninga og allar konur hafa XX litninga.

Síða um erfðir

 

dominant (1)

 

Heimild af mynd

 

Ljóshærð, bláeygð stelpa tekin af foreldrum sínum þar sem hún skar sig úr fjöldanum, en hinir í þorpinu eru frekar dökkir á hörund og með dökk augu. DNA próf hafa samt sannað að hún er dóttir þeirra (rómafólksins).

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *