Archive | nóvember 2013

Hlekkur 2 – 18&21.11.13 – Efnafræði

Á mánudaginn 18.nóvember fórum við að stilla efnajöfnur minnir mig… og síðan í tölvuver að gera einhver verkefni þar.

Fróðleikur upp úr glærum frá Gyðu sem heita Efnajöfnur

 • Efnajafna lýsir því hvernig efni breytast við efnahvarf, ný efni myndast þegar önnur eyðast.
 • Frumeindir (atóm) varðveitast við efnahvarfið
  – Það er samai fjöldi atóma af hverri ferð fyrir sig og eftir efnahvarf.
 • Stillt efnajafna sýnir hlutfallið á milli efnanna sem koma við sögu í hvarfinu.

Ég ætla að stilla þessa efnajöfnu: SO2 + O2 –> SO3 = 2SO2 + O2 –> 2SO3
Þarna þurfti ég að setja 2 fyrir framan fyrsta og seinasta en það er útaf því að þetta þarf að vera jafn mikið báðum meginn við örina. Þannig að það það verður báðum meginn tvö S og sex O.

Á fimmtudaginn 21.nóvember var stöðvavinna, ég vann með Kristínu og gekk okkur bara ágætlega vel.

Stöðvarnar sem við gerðum og fróðleikur upp úr þeim

Fylla í eyður – verkefni frá FÁ
– Li hefur sætistöluna 3 og massatöluna 7 = atmómið hefur 3 róteindir, 4 nifteindir og 3 rafeindir.
– Og svo skrifuðum við líka fl. sem ég get eiginlega ekki útskýrt hér haha.
– Við fengum alveg ágætt útúr þessu verkefni og skildum við flest allt.

Stöð 4 – Efnafræði
– léttasta súrefnið er vetni
– massi nifteindar er ca 1u
– H2O er efnasamband
– róteindir hafa +1 hleðslu
– rafeindir hafa -1 hleðslu
– # nifteinda er massatala – sætistala
– massi róteindar er ca 1u
– nifteindir hafa enga hleðslu
– súrmjólk er efnablanda
– vatn er gert úr vetni og súrefni

Frumeindir og öreindir
– atóm= frumeindir
– rafeindir, nifteindir og róteindir = öreindir
– öreindir sem eru massalausar nefnast rafeindir
– # róteinda og rafeinda í óhlöðnu atómi er jafn
– Við fengum 100% rétt á þessari stöð :)

Efnafræði verkefni
– Við byrjuðum á verkefni þar sem við áttum að finna sætistölu, massatölu og fl. á einhverjum ákveðnum efnum.

—————————————————————————————————————————————–

Nokkrar síður sem tengjast námsefninu og sem er hægt að æfa sig í

http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/atom1.htm

http://phet.colorado.edu/en/simulation/isotopes-and-atomic-mass

http://phet.colorado.edu/en/simulation/sugar-and-salt-solutions

http://phet.colorado.edu/en/simulation/build-a-molecule

http://mr.ismennt.is/efn/efnajofnur.html

http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/efni3.htm

—————————————————————————————————————————————–

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

 

 

 

Hlekkur 2 – 11&14.11.13 – Efnafræði

Á mánudaginn 11.nóvember fórum við í Menningaferð til Reykjavíkur svo það var ekki náttúrufræði tími. Þar fórum við 10.bekkur á Skólaþingi sem var mjög skemmtilegt og fróðlegt. Fórum líka á Sjómannasafnið og skoðuðum okkur um í Varðskipið Óðinn. Einnig var farið í kringluna og keilu sem var mjög skemmtilegt :)

Á fimmtudaginn 14.nóvember fóru bara stelpurnar í tíma þar sem það var Skáld í skóla á strákatímanum.
Við ákvádduma að hafa frekar „easy“ tíma en unnum samt eitt blað þar sem við skrifuðum róteindir og rafeindir ákveðna efna  inná hvolfin þeirra. Í tímanum glósuðum við líka einhvað niður minnir mig en spjölluðum svo mikið saman líka, bæði um einhvað sem tengist náttúrufræðinni og einhvað sem kemur henni kannski lítið við.

 

Nokkrir punktar til að ryfja upp og það sem ég hef lært meira:

 • Vetni (H) er með eina róteind og eina rafeind og því setur maður einn plús (+) inn í kjarnan og einn mínus (-) á fyrsta hvolfið.
 • Fyrsta hvolf getur tekið við 2 rafendum, en annað og þriðja 8 rafeindum. Svo verður þetta reyndar flóknara ef maður fer í flóknari dæmi og efni.
 • Sætistala er fjöldi róteinda.
 • Massatala er fjöldi nifteinda + róteinda.
 • Massi er mælikvarði á efnismagn hlutar – mældur í t.d. grömmum.
 • Þyngd er mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut – mældur í Newton.
 • Eðlismassi segir okkur hvað einn rúmsentímeter af efnijnu vegur mörg grömm – g/cm3.
 • Hamskipti= H2O (s) –> H2O (l) –> H2O (g).
 • Frumefni= gerð úr frumeindum af sömu gerð, dæmi: Nitur (N2).
 • Efnasamband= úr ólíkum frumeindum, minnst tveimur tegundum, dæmi: vatn (H2O).
 • Hvarfefni –> hverfur.
 • Myndefni –> myndast.
 • Efnaflokkarnir eru 8.
 • Loturnar eru 7.

 

Í næsta bloggi sem verður fyrir 18&21.11.13 ætla ég að skrifa um efnajöfnur og reyna að skilja þær betur.

 

Hér er heimasíða sjóminjasafnsins sem við fórum á.

Wikipedia fróðleikur um nifteindir.

Wikipedia fróðleikur um róteindir.

Wikipedia fróðleikur um rafeindir.

hydrogenatom

 

Á myndinni hér fyrir ofan er verið að sýna Vetni (H), hvernig róteindir og rafeindirnar skiptast niður á kvölfin og kjarnann. Þar sem Vetni er bara með eina róteind (Sætistölu) fer bara einn plús inn í kjarnann. Massatalan hjá Vetni er bara einn líka og þá fer bara einn mínus á fyrsta hvolf.

Heimild myndar

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 2 – 4&7.11.13 – Efnafræði

Nýr hlekkur!!!

Það var ekki tími á mánudaginn þar sem það var enginn skóli en á fimmtudaginn 7.nóvember byrjuðum við á nýjum hlekk sem heitir Efnafræði. Í honum munum við læra mikið sem tengist lotukerfinu og svo hugtökum eins og frumefni, efnasamband, massi, þyngd, eðlismassi, róteindir, nifteindir, rafeindir og margt fleira.

Á fimmtudaginn fenum við einnig kannanir til baka og skoðuðum nokkur blogg og fleira.

Í þessum tíma lærði ég:

 • Massi= mælikvarði á efnismagn hlutar, mældur í t.d. grömmum.
 • Þyngd= mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut, mældur í Newton.
 • Massi og þyngd ekki það sama!
 • Eðlismassi= segir okkur hvad einn rúmsentimeter af efninu vegur mörg grömm, mældur í massa/rúmmál = g/cm3
 • Frumefni= gerð úr frumeindum af sömu gerð, dæmi: Nitur (N2), Súrefni (O2).
 • Efnasamband=úr ólíkum frumefnum, minnst tveimur tegundum, dæmi: Vatn (H2O).
 • Í lotukerfinu eru 8 efnflokkar og 7 lotur.
 • Fyrsti efnaflokkurinn eru alkalímálar, þeir eru hvartgjarnir.
 • Annar efnaflokkurinn eru jarðalkalímálar.
 • Og svo eru líka að finna málmleysingja, hliðamálma, lantaníð, aktiníð, eðalloftegund, halóegna, málmung og post-transition metals.
 • Róteindir eru ca. 1 á þyngd.
 • Nifteindir eru ca. 1 á þyngd.
 • Rafeindir eru ca. 0 á þyngd.
 • Sætistala –> fjöldi róteinda
 • Massatala –> fjölfi nifteinda + fjöldi róteinda
 • Svo til að finna úr hvað eru margar nifteindir þarftu að gera massatala/sætistölu.
 • Hvolfímynd frumeindar:
  – Fyrsta hvolf getur tekið við 2 rafeindum.
  – Annað hv0lf getur tekið við 8 rafeindum.
  – Þriðja hvolf getur tekið við 8 rafeindum.
 • Suðumark kallast það þegar vökvi breytist í gufu.
 • Þétting þegar gufa breytist í vökva.
 • Storknun kallast það þegar vökvi breytist í fast efni.
 • Suðumark vatns er 100°C
 • Hreint efni: efni sem hefur verið hreinsað og hefur ákveðin sérkenni.
 • Efnablanda: blanda af tveimur eða fleiri hreinum efnum.

 

lotukerfið

Hér er mynd af lotukerfinu. Heimild.

Efnafræði – wikipedia fróðleikur.

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 1 – 21&24 og 28&31.október – Erfðafræði

Á mánudaginn 21.október var Gyða ekki en við máttum klára skýrslur, fara einhverja náttúrufræðileiki og skoða síður tengdar námsefninu.

Á fimmtudaginn 24.október var Gyða heldur ekki held ég….

Á mánudaginn 28.október var stuttur fyrirlestur og fórum við yfir helstu áhersluatriði fyrir prófið sem var svo 31.10. Í seinni tímanum fórum við í alías þar sem við lýstum helstu huftökum sem við höfum lært í Efnafræði-hlekknum.

Á fimmtudaginn 31.október fórum við svo í próf, próf úr öllum Erfðafræði hlekknum. Ég hélt að mér hefði gengið illa en svo gekk mér bara mjög vel samkvæmt mentor allavegana.

 

Einhvað sem ég lærði úr þessum hlekk og glósaði niður:

 • Stofnfrumur vita ekki hvað þær verða
 • Fyrsta fruman heitir OK-fruma
 • Kynfrumur eru með helmingi færri litninga en aðrar frumur
 • Mítósa – jafnskipting
 • Meiósa – rýriskipting
 • Gen eru mismunandi virk
 • Í DNA eru upplýsingar sem þarf til að mynda lífveru og stjórna starfsemi hennar
 • DNA er grunnefni erfða
 • Blár augnlitur er víkjandi
 • Brúnn augnlitur eru ríkjandi
 • Ríkjandi gen ræður
 • Víkjandi gen gefur eftir
 • Kynbundnar erfðir = gen á X-litningi, þær stjórna miklu
 • Genamengi mannsins er öll gen í okkur
 • Ófullkomið ríki er þegar gen eru hvorki ríkjandi né víkjandi
 • A-blóðflokkur er ríkjandi
 • B-blóðflokkur er ríkjandi
 • O-blóðflokkur er víkjandi
 • Ef mamman væri litblind væru allir strákarnir litblindir en stelpurnar arfberar
 • Ef pabinn væri litblindur væru ekkert af börnunum litblind en stelpurnar arfberar
 • Gen eru alltaf í pörum sem kallast genasamsætur (annað frá ma og hitt frá pa)
 • RNA les upplýsingar með því að mynda RNA þráð
 • Arfhreinn= annað hvort með ríkjandi eða víkjandi (HH, hh)
 • Arfblendinn= bæði með ríkjandi og víkjandi (HH, Hh, hh)
 • Svipgerð= hvað sést, útlitið, hvað kemur fram, t.d. blóðflokkur
 • Arfgerð= genin, bókstafir

 

– Selma Guðrún, 10.bekk