Hlekkur 2 – 4&7.11.13 – Efnafræði

Nýr hlekkur!!!

Það var ekki tími á mánudaginn þar sem það var enginn skóli en á fimmtudaginn 7.nóvember byrjuðum við á nýjum hlekk sem heitir Efnafræði. Í honum munum við læra mikið sem tengist lotukerfinu og svo hugtökum eins og frumefni, efnasamband, massi, þyngd, eðlismassi, róteindir, nifteindir, rafeindir og margt fleira.

Á fimmtudaginn fenum við einnig kannanir til baka og skoðuðum nokkur blogg og fleira.

Í þessum tíma lærði ég:

 • Massi= mælikvarði á efnismagn hlutar, mældur í t.d. grömmum.
 • Þyngd= mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut, mældur í Newton.
 • Massi og þyngd ekki það sama!
 • Eðlismassi= segir okkur hvad einn rúmsentimeter af efninu vegur mörg grömm, mældur í massa/rúmmál = g/cm3
 • Frumefni= gerð úr frumeindum af sömu gerð, dæmi: Nitur (N2), Súrefni (O2).
 • Efnasamband=úr ólíkum frumefnum, minnst tveimur tegundum, dæmi: Vatn (H2O).
 • Í lotukerfinu eru 8 efnflokkar og 7 lotur.
 • Fyrsti efnaflokkurinn eru alkalímálar, þeir eru hvartgjarnir.
 • Annar efnaflokkurinn eru jarðalkalímálar.
 • Og svo eru líka að finna málmleysingja, hliðamálma, lantaníð, aktiníð, eðalloftegund, halóegna, málmung og post-transition metals.
 • Róteindir eru ca. 1 á þyngd.
 • Nifteindir eru ca. 1 á þyngd.
 • Rafeindir eru ca. 0 á þyngd.
 • Sætistala –> fjöldi róteinda
 • Massatala –> fjölfi nifteinda + fjöldi róteinda
 • Svo til að finna úr hvað eru margar nifteindir þarftu að gera massatala/sætistölu.
 • Hvolfímynd frumeindar:
  – Fyrsta hvolf getur tekið við 2 rafeindum.
  – Annað hv0lf getur tekið við 8 rafeindum.
  – Þriðja hvolf getur tekið við 8 rafeindum.
 • Suðumark kallast það þegar vökvi breytist í gufu.
 • Þétting þegar gufa breytist í vökva.
 • Storknun kallast það þegar vökvi breytist í fast efni.
 • Suðumark vatns er 100°C
 • Hreint efni: efni sem hefur verið hreinsað og hefur ákveðin sérkenni.
 • Efnablanda: blanda af tveimur eða fleiri hreinum efnum.

 

lotukerfið

Hér er mynd af lotukerfinu. Heimild.

Efnafræði – wikipedia fróðleikur.

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *