Archive | desember 2013

Hlekkur 2 – 9&12.12.13 – Efnafræði

Þurrís

Á mánudaginn 9.desember kláruðum við hlekkinn, ræddum helstu atriðin og fórum svo í alías í seinni tímanum.

Á fimmtudaginn 12.desember var þurrís tími þar sem við unnum tvær og tvær saman og fórum á alls kyns stöðvar.
Ég vann með McKrissu og gekk það bara ágætlega.

Hér fyrir neðan ætla ég að skrifa um stöðvarnar sem við fórum á og svo fræðilegar útskýringar afhverju hlutirnar gerast eins og þeir gerðust og set líka inn nokkrar myndir sem við tókum.

Blöðrustöð:

Á þessari stöð settum við einn þurrís klump í blöðru og lokuðum henni. Hægt og rólega byrjar hún að stækka og blása út.
Afhverju blæs hún út? Útaf því að koltvíoxíð er að breytast úr föstu efni í gufu (CO2(s) –> CO2(g)).
Ef maður sleppir blöðrunni í loftið dettur hún strax niður. Afhverju gerist það? Því koltvíoxíð (inní blöðrunni) er þyngra en súrefnið (andrúmsloftið).

 Þurrís + heitt vatn/kalt vatn:

Prófuðum að setja þurrís í tvö glös, helltum svo heitt vatn í annað glasið og kalt vatn í hitt glasið.
Fylgdumst með því hvað gerðist og muninn á glösunum, sem var alveg einhver. Í glasinu með heita vatninu var mikil hreyfing og gufaði þurrísinn fljótt upp. Í glasinu með kalda vatninu gufaði þurrísinn ekki eins fljótt upp því vatnið var kalt og er þá minni hreyfing. Semsagt það er meiri hreyfing í heitu vatni heldur en köldu.
Eins og sjá má á myndinni er græna blaðran búin að blásast mun meira upp en í glasinu með henni á er heitt vatn.

þurrís3Þurrís + heitt vatn + matarlitur:

Settum heitt vatn í glasið þar sem þurrísinn var og svo nokkra dropa af rauðum matarlit (notuðum dropateljara).
Það sem kom okkur mjög mikið á óvart og var skemmtilegt að fylgjast með var hvað matarliturinn var snöggur að blandast við vatnið. Það gerðist útaf mikilli hreyfingu heita vatnsins. Gufan sem kom upp úr glasinu breyttist þó ekki um lit heldur bara vatnið í glasinu.
Eins og sjá má á myndinni er vatnið orðið rautt en gufan hefur ekkert breytt um lit.

Eldur og þurrís:

Settum þurrís í skál, lítið kerti ofan í skálina. Reyndum svo að kveikja í kertinu með eldspýru en það er ekki fræðilegur möguleiki. Afhverju er það ekki hægt? Vegna þess að eldurinn þarf súrefni en það er ekki súerfni ofan í skálinni með þurrísnum heldur koltvíoxíð.

Önnur blöðrustöð – Heitt vatn vs. kalt vatn

Tókum tvö löng og mjó tilraunaglös og settum svipað mikinn þurrís í bæði glösin. Næst sem við heitt vatn í eitt glasið og kalt í hitt. Tókum svo blöðrur og settum utan um glösin, ein blaðra á hvert glas. Fylgdumst svo með því hve hratt blaðran blés upp, aftur var það heita vatnið sem var fljótari að vinna en það er útaf hreyfingunni. Kalda vatnið gufaði svo upp á frekar stuttum tíma eða eins og á efnafræðilegum útsýringum CO2(l) –> CO2(g). Heita vatnið var lengur að gufa upp.

Fiskabúr + þurrís + sápukúlur

Það var settur þurrís í botninn á fiskabúri. Tilgangurinn var að reyna blása sápukúlur ofan í búrið. Þegar við náðum því þá stoppuðu kúlurnar í ca miðju búrinu, það gerist vegna þess að andrúmsloftið sem er í sápukúlunni er eðlisléttara en koltvíoxíð í þurrísnum. Eins og eldurinn þá komust sápukúlurnar ekki alla leið niður.

Fræmkvæmdin við þessar stöðvar voru skemmtilegar fæðandi. Við komust að mörgu sem við vissum ekki áður. Vissir þú að þú kaupir þurrís, opnar boxið sem hann er í þá eyðist ca 20%-30% af honum á sólarhring, svo það er ekki hægt að geyma þurrís endalaust í venjulegum stofuhita. Þurrís er -79°C og getur þess vegna verið hættulegt að snerta hann lengi, þú getur brunnið þig.

þurrís5

Heimild af mynd

Hvernig virkar þurrís?
Hvernig myndast þurrís og afhverju myndar hann þessa gufu?

– Selma Guðrún, 10.bekk

 

Hlekkur 2 – 25&28.11.13 – Efnafræði

Á mánudaginn 25.nóvember var ég ekki í skólanum en krakkarnir fóru í skyndikönnun. 

Á fimmtudaginn gerðum við tilraun með sýrustig. Við voru með 10 efni sem við áttum að mæla sýrustigið af, við mældum með svona sýrustigsstrimlum. Svo gerðum við einhvað fleira sem er svo hægt að sjá í skýrslunni sem við skilum á mánudaginn 9/2.

Basi: Basi er efni, sem skv. Brønstedskilgreiningu getur tekið upp róteindir. Aðrar skilgreiningar eru að basar geta gefið frá sér rafeinda par eða sem uppspretta hýdroxíð forjóna. Einnig er hægt að hugsa um basa sem efnafræðilega andstöðu sýrna. Þetta er algengt sjónarmið vegna þess að þegar sýru og basa er blandað saman mynda þau oft vatn og salt en einnig vegna þess að sýra eykur innihald hydroníum jónarinnar H3O+ í vatni, en basi minnkar innihald hennar.

Basar hafa sýrustig hærra en pH 7.

Heimild

Hvað er pH? pH er mælieining sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk, rétt eins og hiti mælist í hitastigum og lengdir í lengdareiningum. Hafa skal hugfast að aðeins vatnsuppleysanleg efni eru súr eða basísk. Það ræðst af fjölda jákvæðra vetnisjóna eða neikvæðra hýðroxíðjóna í lausninni hvort hún verður súr eða basísk. Jónir eru hlaðin atóm eða hópar atóma. Þau eru samansett úr minn eindum: róteindum, rafeindum og nifteindum. Róteindir hafa plúshleðslu, nifteindir eru óhlaðnar og rafeindir hafa mínushleðslu Vetnisjónir eru plúshlaðnar, táknið með (H+). Hýdroxíð-eða hýdroxíljónir eru mínushlaðnar,táknað með (OH-)

Sem sagt: súrt= H+ basísk= OH- Þannig að ef fjöldi plús og mínusjóna er sá sami, er lausnin hlutlaus. Vatn er hlutlaus þar sem það hefur jafnmargar jákvæðar vetnisjónir og neikvæðar hýdroxíðjóni

Heimild

Sýra: Sýrur eru efni sem losa frá sér H^+ jónir (í vatnslausn) og eru með sýrustig lægra en sjö. (Sjá sýru-basa hvarf.)

Til eru bæði rammar sýrur og daufar sýrur, en í römmum sýrum losa allar sýrusameindirnar H^+ jónina út í lausnina óháð styrk þeirra fyrir, en í daufum sýrum losnar aðeins hluti H^+ jónanna, misstór eftir styrk (sýrustigi). Mikilvæg tegund daufra sýra eru lífrænar sýrur, en það eru lífræn efni með carboxyl hóp (sýruhóp)) við endann, þ.e. Q'COOH en þá verður efnahvarfið

Q'COOH_{(aq)}\rightarrow Q'COO^-_{(aq)}+H^+_{(aq)},

þar sem Q er misstór efnahópur.

Allar þær sýrur sem líkaminn notar í sínum daglegu störfum (fyrir utan saltsýru í maganum) eru lífrænar sýrur.

Heimild
– Selma Guðrún, 10.bekk