Archive | 22. janúar 2014

Vísindavaka 2014

Sýrustigstilraun í boði Ninnu og Selmu

Eftir áramót byrjuðum við í Vísindavökunni. Ég vann með Ninnu og gerðum við sýrustigstilraun. Tilraunin var þannig að við mældum sýrustig í kók í plastflösku, glerflösku, dós og úr vél. Við vildum komast að því hvort sýrustigið væri það sama í öllum þessum ílátum og ef ekki afhverju?

Efni og áhöld:

Sýrustigsstrimlar
Coke Cola í plastflösku
Coke Cola í glerflösku
Coke Cola í dós
Coke Cola úr vél
Pappírsþurrka

Framkvæmd:

Við byrjuðum á því að stilla öllu Coke-inu upp, merktum sýrustigsstrimlana með númerum. Næst var að opna Coke-ið í plastflöskunni og mæla sýrustigið, svo Coke-ið í glerflöskunni og framvegis. Svo var að taka strimlana og skoða kassan sem fylgir (fyrir þá sem ekki vita hvernig það virkar þá er það þannig að strimillinn breytir um lit eftir sýrustigi og svo ber maður stimilinn við kassann sem strimlarnir eru í og sér pH-gildið á stimlinum), þegar við vorum búnar að því skrifuðum við niður ph-gildið á Coke-inu. Þegar allt var búið smökkuðum við Coke-ið.

Niðurstöður:

Niðurstöðurnar eru þær að úr Coke í dós er mest sýra en með pH 4, Coke í plastflösku og í glerflösku voru með sama en pH 4,5 og minnst súrast var úr vél en með pH 5,5. Við höldum að ástæðan fyrir því að pH-gildið var ekki það sama hjá öllu Coke-inu er útaf ílátið getur haft áhrif, og svo er líka oft blandað vatni við gos sem er í vél. Niðurstöðurnar úr smökkunni var þannig að mér Selmu fannst Coke úr gleri best en Ninnu fannst Coke-ið úr dós best.

Skil á tilrauninni:

Við tókum upp myndbönd af okkur framkvæma tilrauninna á Stjörnutorgi í Kringlunni. Einnig tókum við nokkrar myndir sem sýndu sýrustigsstimlana hjá því Coke-i sem það tilheyrði. Við bjuggum svo til myndband í Movie Maker og þar settum við fróðleik um sýru, basa og pH-gildi. Á mánudaginn 20.1.14 sýndum við svo bekknum myndbandið. Við ætlum ekki að setja það á Youtube en ætlum við að setja það í Facebook grúppu sem við erum með fyrir náttúrufræðina.

Fróðleikur sem var í myndbandinu:

Sýra – Sýrur eru efni sem gefa frá sér H+ í vatnslausn. Því sterkari sem sýran er því meira af H+ og því rammari verður hún, en í römmum sýrum losa allar sameindirnar H+ jónina út í lausnina óháð styrk þeirra fyrir. Það eru líka til daufar sýrur en í þeim losar aðeins hluti H+ jónanna, misstór eftir sýrustigi. Allar þær sýrur sem maður notar daglega (fyrir utan saltsýrur í maganum) eru lífrænar. Sýrur hafa sýrustig lægra en pH 7.

Basi – Basi er efni sem getur tekið til H+ í vatnslausn, basar hafa sýrustig hærra en pH 7. Það er hægt að hugsa um basa sem efnafræðilega andstöðu sýrna vegna þess að sýru og basa er blandað saman mynda þau oft vatn og salt en líka útaf því að sýra eykur innihald hydroníum jónarinnar H3O+ í vatni.

PH-gildi – pH er mæliening sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk. Aðeins vatnsuppleisanleg efni eru súr eða basísk. Það ræðst af fjölda jákvæðra vetnisjóna eða neikvæðra hýðroxíðjóna í lausninni hvort hún verður súr eða basísk. Því lægra sem pH er það meira af H+, því hærra sem er pH er því minna af H+

Heimildir:

Við notuðum skýrslu sem ég og Kristín gerðum í vetur. Notuðum smá úrdrátt úr innganginum.

Sérstakar þakkir:

Við viljum þakka Andreu fyrir upptökuna, en hún kom með okkur til Reykjavíkur og skemmtum við okkur konungslega.
Matsölu staður sem ég man ekkert hvað heitir sem er á Stjörnutorgi sem lánaði okkur upptakara.
Gyðu kennara, fyrir að lána okkur sýrustigsstrimla.

Myndir:

sýra
Hér á myndinni fyrir ofan sjást sýrustigsstrimlarnir eftir að þeim hafa verið settir ofan í Coke-in, það var aðeins mundur á litnum en það sést lítið á myndinni
1. Coke úr plastflösku – 2. Coke úr glerflösku – 3. Coke úr dós – 4. Coke úr vél
sýra4
– Selma Guðrún, 10.bekk :)