Archive | mars 2014

Hlekkur 6 Ísland – 17.03.2014&20.03.2014

Á mánudaginn var umræða um lífríki Íslands, ræddum um hvað hafi áhrif á umhverfið, hver er sérstaða þess, afhverju eru friðlýsingar og margt fleira. Svo unnum við einhver verkefni í seinni tímanum.

Byrjuðum að nota app sem heitir Nearpod og er í Ipödunum sem við eigum í Flúðaskóla. Það virkar þannig að Gyða er með einhvern glærupakka með verkefnum eða því sem hún vill sýna okkur og svo loggum við okkur inn og hún stjórnar svo því sem kemur upp á Ipadana hjá okkur. Held að lang flestum hafi bara þótt þetta mjög sniðug og skemmtileg tilbreyting.

Á fimmtudaginn kláruðum við kynninguna sem við byrjuðum á, á mánudaginn og fórum svo í einhver verkefni. Kíktum í 11.kafla í Hvítbókinni og skoðuðum hugtök þar, áttum að velja okkur eitt og blogga svo um það, en það mun ég gera hér fyrir neðan.

 

Linkur inná Hvítbókina

nattt

Ég ætla að velja mér hugtakið „afréttur“.
Afréttur er landsvæði fyrir utan byggð og hefur verið notaður til sumarbeitar fyrir búfé.

 

Punktar upp úr glærunum sem við fórum yfir í þessari viku:

– Ísland er í kaldtempraða beltinu
– Ísland er í freðmýri og baraaskógabelti
– Golfstraumurinn og Austur Grænlandsstraumurinn
– Blöndun djúpsjór og yfirborðssjór skapar góð skilyrði fyrir auðugt lífríki.
– Strandlína Íslands er 5000km
– Refurinn er eina villta upprunalega þurrlendis spendýrið á Íslandi
– Hagamýs, húsamýs, brúnrotta, svartrotta, minkar, hreindýr og kanína hafa öll verið flutt inn af manninum viljandi eða óviljandi.

 

The 10 Weirdest Things About Icelanders

10 Cool Facts About Iceland

Seven Things to Do in Iceland

 

The world’s scariest bridge?

Breathtaking images capture river of fog filling the Grand Canyon in weather phenomenon that happens just once every DECADE

Selma Guðrún, 10.bekk

Gott lag!

 

Ísland 6.hlekkur – 10.3.14&13.3.14

Á mánudaginn var fyrirlestur um jarðfræði Hrunamannahrepps. Fengum gljóur og ræddum um ýmislegt. T.d. um móberg, hreppaflekann, Kerlingafjöll, myndun Miðfells og fl.

Á fimmtudaginn var svo stöðvavinna þar sem við vorum mikið að vinna með steina. Ég skrifaði niður þær stöðvar sem ég fór á og einhvern smá fróðleik sem tengdist stöðvunum.

Hrafntinnur og baggalútar

Á þessari stöð skoðaði ég steinana í Dino-Lite sem er einkonar stækkunartæki sem maður tengir við tölvu. Þannig er hægt að skoða hluti uppstækkaða í tölvunni og taka svo skjáskot af hlutinum ef manni langar til.

– Baggalútar geta verið litlir eða stórir. Standast vel rof og veðrun og finnst því gjarnan í seti.
Orðið baggalútur getur einnig þýtt; lítill drengur eða dordingull.

– Hrafntinna er afbrigði náttúrulegs glers, sem myndast í eldgosum þegar feldspatshraun kólnar og storknar mjög hratt.  Hægt er að finna hrafntinnur í Hrunamannahreppi.

Silfurberg – Iceland spar

Á þessari stöð skoðaði ég silfurberg úr Helgustaðanámu við Reyðarfjörð, það eru mjög sjaldgjæfir steinar. Prófaði að leggja silfurberg stein ofan á texta sem var prentaður á blað, en þegar maður leggur steininn ofan á þá sér maður textan tvöfaldann á einhverjum vissum stað og þegar maður snýr steininum í hring þá færist þetta tvöfalda á þann stað sem steinninn snýr.

– Silfurberg steinarnir gegndi ómissandi hlutverki í merkum vísindauppgöptunum.
– Silfurberg= Kalkspati –> CaCO3

Íslenskir steinar

Á þessari stöð skoðaði  ég allskonar steina frá Íslandi eða sem hafa verið fundnir hér á landi.

– Algengasta bertegund Íslands: blágrýti, samsett úr fjórum meginsteindum; plagíóklas, ágíti, ólivíni og seguljárnsteini.

 

Heimildir fróðleiks er úr blöðum sem Gyða setti á borðin hjá hverri stöð.

Á þessari mynd er ég með hálsmen sem er úr íslenskum steinum.

Á þessari mynd er ég með hálsmen sem er úr íslenskum steinum.

Á þessari mynd sést stöðin  með baggalútunum og hrafntinnunni. Dino-Lite tækið sést þarna líka.

Á þessari mynd sést stöðin með baggalútunum og hrafntinnunni. Dino-Lite tækið sést þarna líka.

Silferberg ofan á texta, sést að textinn sé tvöfaldur.

Silferberg ofan á texta, sést að textinn sé tvöfaldur.

Íslenskir steinar.

Íslenskir steinar.

Baggalútar, en þeir minna gjaran á mikka mús haus.

Baggalútar, en þeir minna gjarnan á mikka mús haus.

Íslenskur steinn.

Íslenskur steinn.

Myndirnar tók ég sjálf :)

 

Fróðleikur

– Móberg verður til þegar gos verður undir jökli eða sjó.
– Miðfell er úr móbergi.
– Í Kerlingafjöllum er ekki vitað um neitt gos eftir ísöld.
– Hæðstu tindar í Kerlingafjöllum eru um 1500m.
– Kerlingafjöll eru mikið rannsökuð og vilja menn virkja þarna.
– Herðbreið er líka úr móbergi.
– Ísland er á þremur flekum.
– Hreppaflekinn er sjálfstæður lítill fleki, hvorki samstíga Ameríkuflekanum nér Evrasíuflekanum.

– Selma Guðrún, 10.bekk

 

Nýr hlekkur – Ísland

Eftir Eðlisfræðina byrjuðum við nýjan hlekk sem heitir Ísland.
Í honum ætlum við að læra um Ísland, umhverfið, orku, jarðfræði, lífríki og eflaust eitthvað fleira.

Það sem komið er af hlekknum erum við búin að vera læra um jarðfræði Hrunamannahrepps og almennt um jarðfræði.
Við erum búin að tala um berg og steindir, móberg, andrúmsloftið, ósonlagið og margt annað.

 

Punktar og hugtök uppúr glósunum sem Gyða lét okkur fá og það sem ég bætti við á hugtakarkortið:

Ljóshraði – mesti hraði sem við þekkjum
Ljósár – hve langt ljósið kemst á einu ári (s.s. vegalengd)
Vetrarbrautin okkar – kerfi sem snýst um sig sjálft
Stjarna – það sama og sólir
Fastastjarna – sólir sem eru það langt í burtu að það er eins og þær séu alltaf á sama stað
Sól – sólin er lýsandi, risa gashnöttur
Reikistjarna – það sama og pláneta
Pláneta – það sama og reikistjarna, t.d. jörðin
Tungl – tunglið er fylgihnöttur, tunglið er upplýst en ekki lýsandi eins og sólin

Bergtegundir jarðar
Storknuberg: frumberg jarðar og mynast við storknun bergkviku
Setberg: orðið til úr storkubergi sem grotnar eða molnar niður með tímanum fyrir áhrif veðurs og vinda
Myndbreytt berg: orðið til þegar storkuberg eða setberg grófst undir fargi jarðlaga og pressaðist og umkristallaðist. Eða bráðnað alveg upp mjög djúpt í iðrum jarðar.

Myndun Íslands
– Ísland byggist upp á mótun tveggja „færibanda“ úr hafsbotnsskorpu.
– Á mótun færibandanna bætist stöðugt við hraunlögum.
– Hraunlögin verða eldri eftir því sem fjær dregur miðju landsins.
– Elsta berg á Íslandi er rúmlega 15 millj. ára

Innri öfl:
– Orkan inní jörðinni
– Jarðskjálftar
– Eldgos
– Flekahreyfingar

Ytri öfl:
– Sólin veldur öllum ytri öflum
– Veðrið
– Jöklar
– Haf
– Vindur
– Ár
– Frost
– Rof
– Set

Ýmislegt
– Meðalhitinn á jörðinni er 15°C núna, en ef gróðurhúsaáhrifin væru ekki þá væri meðalhitinn -18°C og ef það væri þannig þá væri ekki sama lífið hér og náttúran.

– Mikilvægar lofttegundir: CH4 (metan), CO2 (koltvíoxíð), N2O (díníturoxíð/hláturgas).
Gróðurhúsaáhrif og Ósonlagið er EKKI það sama.
– Ósonlagið (O3) verndar okkur fyrir útfjólubláum geislum en þessir útfjólubláugeislar valda krabbameini.
– Pangea: eitt stórt land, öll löndin föst saman… þannig var það einu sinni.
– Sterkustu jarðskjálftarnir á Íslandi eru um 7.
– Ísland er mjög mjúkt land eins og Gyða orðar það.

 

Jarðfræði Íslands – Wikipedia

Flekaskil – Wikipedia

Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?

Þingvellir eru ekki á flekaskilum

flekaskil

Heimild myndar
Þessi mynd sýnir mjög vel flekaskilin sem eru í gegnum Ísland.
Ísland er í rauninni á þremur flekum ef ég skil þetta rétt, en eins og sjá má á myndinni er vinstri bútur af landinu okkar í Norður-Ameríku, svo er hægri búturinn í Evrópu og svo sá þriðji er alveg sér… En hann er kallaður Hreppaflekinn en þar búum við á Flúðum einmitt. Það er haldið að eftir mörg ár þá á Ísland eftir að breytast aftur en það hefur oft breytt um lögun. Það er haldið að flekaskilin eiga eftir að verða ein samfelld lína í staðin fyrir þessa línu sem skiptist í tvennt eins og sjá má á myndinni.

– Selma Guðrún, 10.bekk :)