Archive | 19. mars 2014

Ísland 6.hlekkur – 10.3.14&13.3.14

Á mánudaginn var fyrirlestur um jarðfræði Hrunamannahrepps. Fengum gljóur og ræddum um ýmislegt. T.d. um móberg, hreppaflekann, Kerlingafjöll, myndun Miðfells og fl.

Á fimmtudaginn var svo stöðvavinna þar sem við vorum mikið að vinna með steina. Ég skrifaði niður þær stöðvar sem ég fór á og einhvern smá fróðleik sem tengdist stöðvunum.

Hrafntinnur og baggalútar

Á þessari stöð skoðaði ég steinana í Dino-Lite sem er einkonar stækkunartæki sem maður tengir við tölvu. Þannig er hægt að skoða hluti uppstækkaða í tölvunni og taka svo skjáskot af hlutinum ef manni langar til.

– Baggalútar geta verið litlir eða stórir. Standast vel rof og veðrun og finnst því gjarnan í seti.
Orðið baggalútur getur einnig þýtt; lítill drengur eða dordingull.

– Hrafntinna er afbrigði náttúrulegs glers, sem myndast í eldgosum þegar feldspatshraun kólnar og storknar mjög hratt.  Hægt er að finna hrafntinnur í Hrunamannahreppi.

Silfurberg – Iceland spar

Á þessari stöð skoðaði ég silfurberg úr Helgustaðanámu við Reyðarfjörð, það eru mjög sjaldgjæfir steinar. Prófaði að leggja silfurberg stein ofan á texta sem var prentaður á blað, en þegar maður leggur steininn ofan á þá sér maður textan tvöfaldann á einhverjum vissum stað og þegar maður snýr steininum í hring þá færist þetta tvöfalda á þann stað sem steinninn snýr.

– Silfurberg steinarnir gegndi ómissandi hlutverki í merkum vísindauppgöptunum.
– Silfurberg= Kalkspati –> CaCO3

Íslenskir steinar

Á þessari stöð skoðaði  ég allskonar steina frá Íslandi eða sem hafa verið fundnir hér á landi.

– Algengasta bertegund Íslands: blágrýti, samsett úr fjórum meginsteindum; plagíóklas, ágíti, ólivíni og seguljárnsteini.

 

Heimildir fróðleiks er úr blöðum sem Gyða setti á borðin hjá hverri stöð.

Á þessari mynd er ég með hálsmen sem er úr íslenskum steinum.

Á þessari mynd er ég með hálsmen sem er úr íslenskum steinum.

Á þessari mynd sést stöðin  með baggalútunum og hrafntinnunni. Dino-Lite tækið sést þarna líka.

Á þessari mynd sést stöðin með baggalútunum og hrafntinnunni. Dino-Lite tækið sést þarna líka.

Silferberg ofan á texta, sést að textinn sé tvöfaldur.

Silferberg ofan á texta, sést að textinn sé tvöfaldur.

Íslenskir steinar.

Íslenskir steinar.

Baggalútar, en þeir minna gjaran á mikka mús haus.

Baggalútar, en þeir minna gjarnan á mikka mús haus.

Íslenskur steinn.

Íslenskur steinn.

Myndirnar tók ég sjálf :)

 

Fróðleikur

– Móberg verður til þegar gos verður undir jökli eða sjó.
– Miðfell er úr móbergi.
– Í Kerlingafjöllum er ekki vitað um neitt gos eftir ísöld.
– Hæðstu tindar í Kerlingafjöllum eru um 1500m.
– Kerlingafjöll eru mikið rannsökuð og vilja menn virkja þarna.
– Herðbreið er líka úr móbergi.
– Ísland er á þremur flekum.
– Hreppaflekinn er sjálfstæður lítill fleki, hvorki samstíga Ameríkuflekanum nér Evrasíuflekanum.

– Selma Guðrún, 10.bekk