Archive | 27. mars 2014

Hlekkur 6 Ísland – 17.03.2014&20.03.2014

Á mánudaginn var umræða um lífríki Íslands, ræddum um hvað hafi áhrif á umhverfið, hver er sérstaða þess, afhverju eru friðlýsingar og margt fleira. Svo unnum við einhver verkefni í seinni tímanum.

Byrjuðum að nota app sem heitir Nearpod og er í Ipödunum sem við eigum í Flúðaskóla. Það virkar þannig að Gyða er með einhvern glærupakka með verkefnum eða því sem hún vill sýna okkur og svo loggum við okkur inn og hún stjórnar svo því sem kemur upp á Ipadana hjá okkur. Held að lang flestum hafi bara þótt þetta mjög sniðug og skemmtileg tilbreyting.

Á fimmtudaginn kláruðum við kynninguna sem við byrjuðum á, á mánudaginn og fórum svo í einhver verkefni. Kíktum í 11.kafla í Hvítbókinni og skoðuðum hugtök þar, áttum að velja okkur eitt og blogga svo um það, en það mun ég gera hér fyrir neðan.

 

Linkur inná Hvítbókina

nattt

Ég ætla að velja mér hugtakið „afréttur“.
Afréttur er landsvæði fyrir utan byggð og hefur verið notaður til sumarbeitar fyrir búfé.

 

Punktar upp úr glærunum sem við fórum yfir í þessari viku:

– Ísland er í kaldtempraða beltinu
– Ísland er í freðmýri og baraaskógabelti
– Golfstraumurinn og Austur Grænlandsstraumurinn
– Blöndun djúpsjór og yfirborðssjór skapar góð skilyrði fyrir auðugt lífríki.
– Strandlína Íslands er 5000km
– Refurinn er eina villta upprunalega þurrlendis spendýrið á Íslandi
– Hagamýs, húsamýs, brúnrotta, svartrotta, minkar, hreindýr og kanína hafa öll verið flutt inn af manninum viljandi eða óviljandi.

 

The 10 Weirdest Things About Icelanders

10 Cool Facts About Iceland

Seven Things to Do in Iceland

 

The world’s scariest bridge?

Breathtaking images capture river of fog filling the Grand Canyon in weather phenomenon that happens just once every DECADE

Selma Guðrún, 10.bekk

Gott lag!