Archive | apríl 2014

Hlekkur 6 Ísland – 24.3.14&27.3.14

Á mánudaginn skoðuðum við glærur, fréttir og myndir.

Á fimmtudaginn unnum við í nemendakynningum í Nearpod.
Ég var að vinna með Stefaníu og vorum við að skrifa um efnarafala.

Hvernig virkar efnarafall?

 

Nokkur hugtök sem þarf að læra fyrir prófið 3.apríl

– Basalt: er basískt storkuberg samansett plagíóklasi, ólivíni, pýroxeni og seguljárnsteins-steindum. Basalt er með kísilsýsru innan við 52%.
– Líparít: súrt gosberg, kísilsýra yfir 67%.
– Frumbjarga: Lífverur eru sagðar frumbjarga búi þær til lífræn efni úr koltvíoxíð með því að nota ljós eða ólífræn efni, eins og vetnissúlfíð, sem orkugjafa.
– Ófrumbjarga: Ófrumbjarga lífvera er lífvera sem þarfnast lífrænna efna frá frumbjarga lífverum til að safna kolefni sem hún þarfnast til lífs, ólíkt frumbjarga lífverum sem eru sjálfum sér nægar.
– Ljóstillífun: orka unnin úr sólarljósi til að framleiða næringu.
Plöntur breyta koltvíoxíði og vatni í sykur og súrefni með ljóstillífun, t.d. er formúlan fyrir framleiðslu glúkósa:

6H2O + 6CO2 + ljós → C6H12O6 (glúkósi) + 6O2

– Hafstraumar um Ísland: Golfstraumurinn og Austur-Grænlandsstraumurinn mætast við Ísland.
– Loftslag og gróðurbelti Ísland:  Ísland er í kaldtempraða beltinu. Ísland er í freðmýri og baraaskógabelti
– Hreyfiorka: er orka sem hlutur býr yfir sökun hreyfingar sinnar.
– Stöðuorka: hlutur býr yfir orku sem ræðst af því hvar hann er staðsettur.
– Fallhæð: nýtt til þess að knýja túrbínur. Því meira vatnsmagn og fallhæð, því meiri orka.
– Rafall: Rafall eða dínamór eins og hann er stundum kallaður umbreytir vélrænni eða hreyfiorku í raforku við það að hreyfa leiðara í gegnum segulsvið.

 

stifla_litil_181212

Stærsta virkjun heims, Þriggja gljúfra stífla í Kína.
Heimild myndar

 

– Selma Guðrún, 10.bekk