Archives

Mannréttindafræði 3 önn

Á þessari önn erum við að mestu búnar að vera spjalla en þá líka um mikilvæga hluti.

 

Verkefnið „Taktu skrefið áfram“.  Nemendur fengu hlutverkaspjöld (dæmi: Þú ert ólöglegur innflytjandi frá Malí) stilltu sér upp og síðan voru lesnar spurningar og ef viðkomandi spurning átti við hlutverkið tók nemandinn skref áfram, ef ekki var hann kyrr.

Þetta verkefni^var fínt og sýndi það okkur vel hvernig sumt fólk hefur það mikið betra en annað og hvernig sumt fólk hafa bara ekki neinn rétt til neins. Ég var í bæði skiptin svo milli stéttar manneskja. ‘i eitt skiptið var ég  frekar gamall maður sem hefur áður unnið við að vera skósmiður. 

 

Bully – heimildamynd um nokkur Bandarísk ungmenni sem hafa orðið fyrir alvarlegu einelti

Mér fannst þetta mjög góð mynd og sýndi hún vel hvað einelti er hræðilegt. Ég vissi eiginlega ekki að einelti væri svona mikið eins og í þessari mynd. Myndin fjallar um líf nokkurra einstaklinga og er sýnt hvernig þeir hafa það. Ein stelpan í myndinni sem er 16 ára og er lesspía verður fyrir útilokun af -llum bænum bara því hún er lesspía. Hún á reyndar nokkra vini. Hún er mjög góð í körfubolta t.d. en fær hálf partinn ekki að vera með í því og vill enginn snerta hana.

 

– Selma Guðrún

Mannréttindafræði

Í haust byrjuðum við í Mannréttindatímum og erum við búin að læra allskonar um mannréttindi þessa önn.

„Mannréttindafræðslan hófst með kynningu á því hvað við ætluðum að læra í vetur og hvað mannréttindi þýða.
Hér kemur upprifjun á því sem við höfum síðan unnið með í tímum;
1) Verkefnið “öll jöfn – öll ólík”. Nemendur lásu textabrot og áttu t.d. að finna út frá hvaða landsvæði í heiminum textinn kom (þ.e. höfundurinn).
2) Verkefnið “spilaðu með!”. Í þeim tíma spiluðum við ólsen ólsen en nemendur vissu ekki af því að kennarinn hafði samið við 3-4 nemendur um að vera “reglusmiður, ákærandi, svindlari og sá tapsári”.
3) Verkefnið “menntun fyrir alla”. Nemendum skipt í hópa og spilað samstæðuspil þar sem para á saman texta og mynd sem tengjast menntun og mannréttindum.
4) Unnin veggspjöld þar sem nemendur klipptu greinar úr dagblöðum þar sem fjallað var um mannréttindi eða mannréttindabrot. Greinarnar límdar á plaköt og þær tengdar viðeigandi greinum úr Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
5) Leikurinn “teiknaðu orðið”. Nemendur völdu sér ákveðna grein úr Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og teiknuðu upp á töflu. Nemendur áttu að finna út hvaða grein var verið að vinna með.
6) Verkefnið “Sjáðu hvað þú getur”. Stutt umræða um fatlanir og síðan prófuðu nemendur á eigin skinni hvernig er að vera blindur. Unnið í pörum þar sem nemandi leiðbeindi öðrum nemanda sem hafði bundið fyrir augu.“

– Kolbrún

Hér fyrir ofan sést það sem við erum búin að vera gera í vetur en það sem mér fannst skemmtilegast var númer 2.
Þá áttum við að spila en í þessari færslu sagði ég meira frá því… (klikkið á „færslu“, þá opnast hún)
Svo var líka fínt þegar við vorum að gera veggspjöldin (4) sem við klipptum greinar úr dagblöðum.

Kveðja Selma 😉

Mannréttindafræði…

Í mannréttindafræði tímum höfum við helst bara verið að spjalla saman um það sem tengist því.
Í einum tímanum þá vorum við að spila og var Kolbrún búin að skipuleggja eitt og var búin að segja Sesselju að búa til endalaust af reglum á staðnum þannig að við héldum að hún væri einhvað rugluð og kynni ekki ólsen nólsen og var með sínar skrítnu reglur. Og svo var hún búin að segja Andreu að reyna að svindla og gá svo hvort við tækjum eftir því.. en við héldum bara að Andrea væri einhvað að ruglast því það var einhvað svo líkt henni. Svo var það Anna sem átti að vera saka alla um að svindla og gá hvernig við brugðumst við..

Svo erum við búin að hlusta á fyrirlestur og allskonar :)

– Selma Guðrún Gunnlaugsdótir, 9.bekk