Archives

Ísland 6.hlekkur – 10.3.14&13.3.14

Á mánudaginn var fyrirlestur um jarðfræði Hrunamannahrepps. Fengum gljóur og ræddum um ýmislegt. T.d. um móberg, hreppaflekann, Kerlingafjöll, myndun Miðfells og fl.

Á fimmtudaginn var svo stöðvavinna þar sem við vorum mikið að vinna með steina. Ég skrifaði niður þær stöðvar sem ég fór á og einhvern smá fróðleik sem tengdist stöðvunum.

Hrafntinnur og baggalútar

Á þessari stöð skoðaði ég steinana í Dino-Lite sem er einkonar stækkunartæki sem maður tengir við tölvu. Þannig er hægt að skoða hluti uppstækkaða í tölvunni og taka svo skjáskot af hlutinum ef manni langar til.

– Baggalútar geta verið litlir eða stórir. Standast vel rof og veðrun og finnst því gjarnan í seti.
Orðið baggalútur getur einnig þýtt; lítill drengur eða dordingull.

– Hrafntinna er afbrigði náttúrulegs glers, sem myndast í eldgosum þegar feldspatshraun kólnar og storknar mjög hratt.  Hægt er að finna hrafntinnur í Hrunamannahreppi.

Silfurberg – Iceland spar

Á þessari stöð skoðaði ég silfurberg úr Helgustaðanámu við Reyðarfjörð, það eru mjög sjaldgjæfir steinar. Prófaði að leggja silfurberg stein ofan á texta sem var prentaður á blað, en þegar maður leggur steininn ofan á þá sér maður textan tvöfaldann á einhverjum vissum stað og þegar maður snýr steininum í hring þá færist þetta tvöfalda á þann stað sem steinninn snýr.

– Silfurberg steinarnir gegndi ómissandi hlutverki í merkum vísindauppgöptunum.
– Silfurberg= Kalkspati –> CaCO3

Íslenskir steinar

Á þessari stöð skoðaði  ég allskonar steina frá Íslandi eða sem hafa verið fundnir hér á landi.

– Algengasta bertegund Íslands: blágrýti, samsett úr fjórum meginsteindum; plagíóklas, ágíti, ólivíni og seguljárnsteini.

 

Heimildir fróðleiks er úr blöðum sem Gyða setti á borðin hjá hverri stöð.

Á þessari mynd er ég með hálsmen sem er úr íslenskum steinum.

Á þessari mynd er ég með hálsmen sem er úr íslenskum steinum.

Á þessari mynd sést stöðin  með baggalútunum og hrafntinnunni. Dino-Lite tækið sést þarna líka.

Á þessari mynd sést stöðin með baggalútunum og hrafntinnunni. Dino-Lite tækið sést þarna líka.

Silferberg ofan á texta, sést að textinn sé tvöfaldur.

Silferberg ofan á texta, sést að textinn sé tvöfaldur.

Íslenskir steinar.

Íslenskir steinar.

Baggalútar, en þeir minna gjaran á mikka mús haus.

Baggalútar, en þeir minna gjarnan á mikka mús haus.

Íslenskur steinn.

Íslenskur steinn.

Myndirnar tók ég sjálf :)

 

Fróðleikur

– Móberg verður til þegar gos verður undir jökli eða sjó.
– Miðfell er úr móbergi.
– Í Kerlingafjöllum er ekki vitað um neitt gos eftir ísöld.
– Hæðstu tindar í Kerlingafjöllum eru um 1500m.
– Kerlingafjöll eru mikið rannsökuð og vilja menn virkja þarna.
– Herðbreið er líka úr móbergi.
– Ísland er á þremur flekum.
– Hreppaflekinn er sjálfstæður lítill fleki, hvorki samstíga Ameríkuflekanum nér Evrasíuflekanum.

– Selma Guðrún, 10.bekk

 

Nýr hlekkur – Ísland

Eftir Eðlisfræðina byrjuðum við nýjan hlekk sem heitir Ísland.
Í honum ætlum við að læra um Ísland, umhverfið, orku, jarðfræði, lífríki og eflaust eitthvað fleira.

Það sem komið er af hlekknum erum við búin að vera læra um jarðfræði Hrunamannahrepps og almennt um jarðfræði.
Við erum búin að tala um berg og steindir, móberg, andrúmsloftið, ósonlagið og margt annað.

 

Punktar og hugtök uppúr glósunum sem Gyða lét okkur fá og það sem ég bætti við á hugtakarkortið:

Ljóshraði – mesti hraði sem við þekkjum
Ljósár – hve langt ljósið kemst á einu ári (s.s. vegalengd)
Vetrarbrautin okkar – kerfi sem snýst um sig sjálft
Stjarna – það sama og sólir
Fastastjarna – sólir sem eru það langt í burtu að það er eins og þær séu alltaf á sama stað
Sól – sólin er lýsandi, risa gashnöttur
Reikistjarna – það sama og pláneta
Pláneta – það sama og reikistjarna, t.d. jörðin
Tungl – tunglið er fylgihnöttur, tunglið er upplýst en ekki lýsandi eins og sólin

Bergtegundir jarðar
Storknuberg: frumberg jarðar og mynast við storknun bergkviku
Setberg: orðið til úr storkubergi sem grotnar eða molnar niður með tímanum fyrir áhrif veðurs og vinda
Myndbreytt berg: orðið til þegar storkuberg eða setberg grófst undir fargi jarðlaga og pressaðist og umkristallaðist. Eða bráðnað alveg upp mjög djúpt í iðrum jarðar.

Myndun Íslands
– Ísland byggist upp á mótun tveggja „færibanda“ úr hafsbotnsskorpu.
– Á mótun færibandanna bætist stöðugt við hraunlögum.
– Hraunlögin verða eldri eftir því sem fjær dregur miðju landsins.
– Elsta berg á Íslandi er rúmlega 15 millj. ára

Innri öfl:
– Orkan inní jörðinni
– Jarðskjálftar
– Eldgos
– Flekahreyfingar

Ytri öfl:
– Sólin veldur öllum ytri öflum
– Veðrið
– Jöklar
– Haf
– Vindur
– Ár
– Frost
– Rof
– Set

Ýmislegt
– Meðalhitinn á jörðinni er 15°C núna, en ef gróðurhúsaáhrifin væru ekki þá væri meðalhitinn -18°C og ef það væri þannig þá væri ekki sama lífið hér og náttúran.

– Mikilvægar lofttegundir: CH4 (metan), CO2 (koltvíoxíð), N2O (díníturoxíð/hláturgas).
Gróðurhúsaáhrif og Ósonlagið er EKKI það sama.
– Ósonlagið (O3) verndar okkur fyrir útfjólubláum geislum en þessir útfjólubláugeislar valda krabbameini.
– Pangea: eitt stórt land, öll löndin föst saman… þannig var það einu sinni.
– Sterkustu jarðskjálftarnir á Íslandi eru um 7.
– Ísland er mjög mjúkt land eins og Gyða orðar það.

 

Jarðfræði Íslands – Wikipedia

Flekaskil – Wikipedia

Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?

Þingvellir eru ekki á flekaskilum

flekaskil

Heimild myndar
Þessi mynd sýnir mjög vel flekaskilin sem eru í gegnum Ísland.
Ísland er í rauninni á þremur flekum ef ég skil þetta rétt, en eins og sjá má á myndinni er vinstri bútur af landinu okkar í Norður-Ameríku, svo er hægri búturinn í Evrópu og svo sá þriðji er alveg sér… En hann er kallaður Hreppaflekinn en þar búum við á Flúðum einmitt. Það er haldið að eftir mörg ár þá á Ísland eftir að breytast aftur en það hefur oft breytt um lögun. Það er haldið að flekaskilin eiga eftir að verða ein samfelld lína í staðin fyrir þessa línu sem skiptist í tvennt eins og sjá má á myndinni.

– Selma Guðrún, 10.bekk :)

Eðlisfræði – 10.2.2014 & 13.2.2014

Á mánudaginn 10.febrúar minnir mig að Gyða hafi farið veik heim en við unnum verkefni í bók sem heitir Orka. Mér fannst það mjög fínt og lærði ég alveg einhvað af því. Ég gerði allar spurningar nema eina sem þurfti reyndar ekki að gera. Svo áttum við að skila þessu þar sem þetta gildir 15% af hlekknum, ég fékk 10 :)

Á fimmtudaginn fórum við stelpurnar ekki í tíma þar sem við í unglingastiginu fórum í skíðaferðalag í Bláfjöll. Þar fór ég á bretti í fyrsta skipti og gekk það alveg vel.

Smá fróðleikur úr bókinni sem við vorum að nota á mánudaginn.

Rafgeymar  Stundum þarf mun meiri orku en ein rafhlaða getur veitt. Þá eru margar einingar tengsar saman og þá eykst sæu orka sem þær búa yfir. Þannig er fyrirkomulagið í rafgeymi. Hann er frábrugðinn rafhlöðunum af því leyti að bæði skautin eru úr blýi og þau eru böðuð í brennisteinssýru. Hann hefur þsð líka fram yfir venjulegustu gerð rafhlaðna að hægt er að endurhlaða hann. Rafgeymar eru meðal annars notaðir til þess að ræsa bílvélar.

– Fróðleikur um Rafgeyma tekinn beint uppúr bókkini Orka – Almenn náttúruvísindi

rafgeymmi

Hér að ofan sést mynd af rafgeymi fyrir báta.
Heimild myndar.

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

 

 

Eðlisfræði – 3.2.2014 & 6.2.2014

Á mánudaginn var víst fyrirlestur um rafmagn og segulmagn sem ég man reyndar ekki eftir..
Fórum yfir nokkur atriði og skoðuðum ýmislegt á netinu.

Á fimmtudaginn var könnun.. satt og ósatt og einhver dæmi.

 

Segulmagn

– Uppgötvað um 500 f.kr. í Megnesíu
– Fundið var bergtegund (margnetít) sem dró til sín hluti úr járni -> leiðarsteinn
– Var einnig hægt að nota það til að finna áttir eins og áttavita
– Víkingar notuðu líklegast svoleiðis tæki til að finna áttir þegar þeir sigldu um
– Fyrsti áttavitinn var smíðaður af Kínverjum á 12.öld

Segulmagn orsakast af aðdráttar- og fráhrindikröftum sem rekja má til þess hvernig rafeindir hreyfast í efni.

Segulmagn er notað í ýmsum tækjum, t.d. áttavita, segla í ísskápa, rafhreyfla, síma og dyrabjöllur.

Hvað er segulmagn?
– Rafeindirsnúast um sjálfar sig -> seglar
– Paraðar rafeindir eyða áhrifum segulmagns
– Sumir málmar hafa óparaðar rafeindir – > hafa/geta fengið segulmagn
– Segulmagnið ræðast af röðum rafeinda innan efnisins

 

Segulmagn – wikipedia fróðleikur

 

web_ohms_law_triangle

Hér er mynd af Ohm þríhyrninginum en hann er gerður til þess að finna straum, spennu eða viðnám.
T.d. fetur þí deilt spennu með viðnámi til þess að finna straum.

Heimild myndar

 

– Selma Guðrún, 10.bekk :)

Eðlisfræði – 27.01.14 & 30.01.14

Á mánudaginn hélt Gyða áfram með fyrirlesturinn um glósurnar, við skoðuðum blogg nemenda og fl.

Á fimmtudaginn var stöðvavinna, ég ætla að skirfa um hana hér fyrir neðan.

Phet forrit

Á þessari stöð fór ég inná Phet síðuna og Eðlisfræði. Þar eru fullt af leikjum sem tengist þessu.
Ég prófaði leik sem heitir John Travoltage, þar átti ég að reyna hlaða hann upp með því að snúa til dæmis fætinum hans og láta það leiða upp í hendina og snerta svo hurðarhún. Svo prófaði ég líka fleiri leiki þar sem ég var að vinna með rafeindir og róteindir.
Hér er linkurinn inná þessa stöð.

BBC og rafmagn 

Á þessari stöð átti ég að reyna láta tvö ljós lýsa og setja batterí þar sem á að vera batterí og fl. Ég endaði á því að sprengja svo eina peruna svo mér gekk greinilega ekki mjög vel. En til þess að batterí virki þarf að vera + og -.
Hér er linkur inná leikinn.

Fróðleikur um rafmagn

Fróðleiksstöð um rafmagn á vef fallorkunar. Ég las mig einhvað til um rafmagn og raforkunotkun á þessari stöð.
„Raforkunotkun eykst sífellt á meðalheimili. Sem dæmi um aukna notkun má nefna tölvunotkun, brauðvélar, vatnsrúm, stóra skjái o.fl.“ Þetta stendur meðal annars á síðunni en hér er linkurinn á henni.

Rafrásir – hátæknivefur grunnskólans

Ég fór inná hátæknivef grunnskólans og ákvað að lesa mig til um rafrásir. Í þesari grein stendur hvernig Íslendingar búa til rafmagn en það er gert í virkjunum þar sem fallorku vatn er breytt í rafmagn. Íslendingar eru líklega mestu raforkuframleiðendur í heimi þar sem við eigum fjölda af fallvatna. Rafmagn er eitt af undirstöðukröftum alheimsins, ekkert orkuform sýnir jafnmikla fjölhæfni.
Hér er linkurinn inná rafrásir.

Rafhleðslur – Tilraun

Einhver tilraun sem ég fatta kannski ekki alveg en í henni er líka fullt af fróðleik.
„Fráhrindikraftur: Verkar milli einda sem bera samskonar hleðslu þannig að neikvætt hlaðnar eindir ýta hver annarri frá sér og jákvætt hlaðnar eindir ýta hver annarri frá sér.“
Þetta stendur á síðunni ásamt mörgu öðru.
Hér er linkurinn.

Vindmyllur

Á þessari stöð fer maður inná link sem er um vindmyllur á Íslandi, greininn er á vef Landsvirkjunar.
Það er búið að setja nokkrar vindmyllur hérna á Íslandi til að gá hvort rokið okkar getur gert einhvað gagn
Turninn er 55 metra hár og hver spaði 22 metrar á lengd. Þegar spaðirnir eru svo í efstu stöðu er heildarhæð myllurnar 77 metrar.

„Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW og samanlögð raforkuframleiðsla þeirra er áæetluð um 5,4 GWst á ári. Það myndi nægja til að sjá um 1.200 heimilum fyrir rafmagni til daglegra nota.“
Hér er linkur inná greinina.

 

Eftir að ég var búin að fara á nokkrar stöðvar fór ég aðeins að fikta í allskonar dóti sem snýst um að reyna að fá t.d. litla ljósaperu til að loga, hljóð og litlar vindmyllur til að virka og allskonar svoleiðis.

 

Smá fróðleikur uppúr glærum:

Öryggi og rafmagn

– Rafmagnstæki og vatn fara illa saman.
– Hlúa skal vel að rafmagnssnúrum. 
– Ekki ofhlaða fjöltengla.
– Ef ekki er verið að nota raftengdan hlut skal taka hann úr sambandi.
– Nota aldrei stærri öryggi en lagnirnar leyfa.

Tengingar straumrámsa

Raðtenging
– Rafeindir komast aðeins eina leið.
– Ef einn hlekkur rofnar opnast öll straumrásin.
– Jólaljósaseríur eru oft raðtengdar

Hliðtenging
– Rafeindir hafa nokkrar mögulegar leiðir.
– Þó einn hlekkur rofni haldast aðrar straumrásir lokaðar.
– Rafmafn á heimilum er hliðtengd.

Rafmagn getur líka verið bæði hliðtengt og raðtengt.
– T.d. gæti ljósasería verið raðtengd en hliðtengd líka þannig að ef ein pera myndi springja myndu ekki allar perurnar hætta að virka heldur kannski bara 10, ef það væri þannig sett upp.

 

Rafbílar

Það er hagkvæmt að fá sér rafbíl, hann er vistvænn og er 90% lægra að reka hann.
Þeir er fáanlegir á Íslandi og henta vel hér á langi.
„Rafbílar nýta orkuna mun betur en hefðbundnir bílar. Drifbúnaður rafbíla er frekar einfaldur, varmatap vegna bruna er ekkert og yfirleitt er hemlunarorka nýtt til að endurhlaða inn á rafhlöðurnar. Aðeins um 20% af eldsneyti bensínbíls nýtist til að hreyfa bílinn.“

Hægt að sjá meira um þetta hér.

 

Kjarnorka – fróðleikur

Ísland var hundraðasta vindorkuþjóðin þegar vindmyllurnar voru settar upp.vindm
Hér er svo mynd af vindmyllunum fyrir ofan Búrfell.
Heimild er sú sama og linkurinn fyrir ofan myndina.

 

– Selma Guðrún, 10.bekk :)

Eðlisfræði – 23.01.14

Nýr hlekkur sem heitir Eðlisfræði og er hlekkur 5 byrjaði á fimmtudaginn 23.janúar.
Í tímanum fengum við glósur og fórum yfir nokkrar.

Nokkrir punktar sem ég punktaði niður á hugtakakortið og frá glósunum:

Myndir orkunnar
– stöðuorka
– hreyfiorka
– efnaorka
– varmorka
– kjarnorka
– rafsegulorka

Massi og þyngd er ekki það sama!
Massi er mældur í kg en þyngd í Newton.

Vinna er táknuð svona –> Nm eða J
Orka er mæld svona –>Nm/s eða J/s eða W
Cal er orka í mat t.d.
Hiti = C°

————————————————————–
——————-Tákn———————–Mæling
Spenna                (V)                                              volt (v)
Straumur           (i) I                                             amper (A)
Viðnám               (K)                                              óm Ω
Afl                         (W)                                              Wött (W)

—————————————————————

Hvernig mælir maður rafstraum = spenna/viðnámi eða V/R

Frumeind

– Frumeind skiptist í róteindir og nifteindir sem eru í kjarna og svo rafeindir sem sveima mislangt frá kjarnanum og raða sér á mismunandi orkuhvel.

Ragmagn

– Rafmagn erí öllum hlutum.
– Rafmagn hefur alltaf verið til.
– Rafmagn til fyrir tilstilli öreindaatóma.
– Rafmagn gegnir mikilvægu hlutverki í allri efnastarfsemi lífvera.

Rafhleðsla

– Allt efni er gert úr frumeindum(atómum).
– Frumeindin er smæsta eind frumefnis sem býr yfir öllum eiginleikumviðkomandi frumefnis.
– Hver frumeind er úr nokkrum mismunandi gerðum einda, sem eru smærri en frumeindin sjálf.
– Mikilvægur eiginleikki róteinda og rafeinda er rafhleðsla sem þær búayfir.
– Róteindir eru með jákvæða (+) hleðslu.
– Rafeindir eru með neikvæða (-) hleðslu.
– Nifteindir eru óhlaðnar.

 

Straumur og spenna – fróðleikur

Afl – wikipedia fróðleikur

Tilraun sem tengist viðnámi

FULLT af myndböndum sem tengjast eðlisfræðinni

Frétt 16.13.2013 – Spáir byltingu í eðlisfræði

 

rafmagn

 

Hvað er rafmagn? heimild á mynd

Hér á myndinni má sá hvernig rafmagn kemur til okkar.

– Selma Guðrún, 10.bekk

Vísindavaka 2014

Sýrustigstilraun í boði Ninnu og Selmu

Eftir áramót byrjuðum við í Vísindavökunni. Ég vann með Ninnu og gerðum við sýrustigstilraun. Tilraunin var þannig að við mældum sýrustig í kók í plastflösku, glerflösku, dós og úr vél. Við vildum komast að því hvort sýrustigið væri það sama í öllum þessum ílátum og ef ekki afhverju?

Efni og áhöld:

Sýrustigsstrimlar
Coke Cola í plastflösku
Coke Cola í glerflösku
Coke Cola í dós
Coke Cola úr vél
Pappírsþurrka

Framkvæmd:

Við byrjuðum á því að stilla öllu Coke-inu upp, merktum sýrustigsstrimlana með númerum. Næst var að opna Coke-ið í plastflöskunni og mæla sýrustigið, svo Coke-ið í glerflöskunni og framvegis. Svo var að taka strimlana og skoða kassan sem fylgir (fyrir þá sem ekki vita hvernig það virkar þá er það þannig að strimillinn breytir um lit eftir sýrustigi og svo ber maður stimilinn við kassann sem strimlarnir eru í og sér pH-gildið á stimlinum), þegar við vorum búnar að því skrifuðum við niður ph-gildið á Coke-inu. Þegar allt var búið smökkuðum við Coke-ið.

Niðurstöður:

Niðurstöðurnar eru þær að úr Coke í dós er mest sýra en með pH 4, Coke í plastflösku og í glerflösku voru með sama en pH 4,5 og minnst súrast var úr vél en með pH 5,5. Við höldum að ástæðan fyrir því að pH-gildið var ekki það sama hjá öllu Coke-inu er útaf ílátið getur haft áhrif, og svo er líka oft blandað vatni við gos sem er í vél. Niðurstöðurnar úr smökkunni var þannig að mér Selmu fannst Coke úr gleri best en Ninnu fannst Coke-ið úr dós best.

Skil á tilrauninni:

Við tókum upp myndbönd af okkur framkvæma tilrauninna á Stjörnutorgi í Kringlunni. Einnig tókum við nokkrar myndir sem sýndu sýrustigsstimlana hjá því Coke-i sem það tilheyrði. Við bjuggum svo til myndband í Movie Maker og þar settum við fróðleik um sýru, basa og pH-gildi. Á mánudaginn 20.1.14 sýndum við svo bekknum myndbandið. Við ætlum ekki að setja það á Youtube en ætlum við að setja það í Facebook grúppu sem við erum með fyrir náttúrufræðina.

Fróðleikur sem var í myndbandinu:

Sýra – Sýrur eru efni sem gefa frá sér H+ í vatnslausn. Því sterkari sem sýran er því meira af H+ og því rammari verður hún, en í römmum sýrum losa allar sameindirnar H+ jónina út í lausnina óháð styrk þeirra fyrir. Það eru líka til daufar sýrur en í þeim losar aðeins hluti H+ jónanna, misstór eftir sýrustigi. Allar þær sýrur sem maður notar daglega (fyrir utan saltsýrur í maganum) eru lífrænar. Sýrur hafa sýrustig lægra en pH 7.

Basi – Basi er efni sem getur tekið til H+ í vatnslausn, basar hafa sýrustig hærra en pH 7. Það er hægt að hugsa um basa sem efnafræðilega andstöðu sýrna vegna þess að sýru og basa er blandað saman mynda þau oft vatn og salt en líka útaf því að sýra eykur innihald hydroníum jónarinnar H3O+ í vatni.

PH-gildi – pH er mæliening sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk. Aðeins vatnsuppleisanleg efni eru súr eða basísk. Það ræðst af fjölda jákvæðra vetnisjóna eða neikvæðra hýðroxíðjóna í lausninni hvort hún verður súr eða basísk. Því lægra sem pH er það meira af H+, því hærra sem er pH er því minna af H+

Heimildir:

Við notuðum skýrslu sem ég og Kristín gerðum í vetur. Notuðum smá úrdrátt úr innganginum.

Sérstakar þakkir:

Við viljum þakka Andreu fyrir upptökuna, en hún kom með okkur til Reykjavíkur og skemmtum við okkur konungslega.
Matsölu staður sem ég man ekkert hvað heitir sem er á Stjörnutorgi sem lánaði okkur upptakara.
Gyðu kennara, fyrir að lána okkur sýrustigsstrimla.

Myndir:

sýra
Hér á myndinni fyrir ofan sjást sýrustigsstrimlarnir eftir að þeim hafa verið settir ofan í Coke-in, það var aðeins mundur á litnum en það sést lítið á myndinni
1. Coke úr plastflösku – 2. Coke úr glerflösku – 3. Coke úr dós – 4. Coke úr vél
sýra4
– Selma Guðrún, 10.bekk :)

Hlekkur 2 – 9&12.12.13 – Efnafræði

Þurrís

Á mánudaginn 9.desember kláruðum við hlekkinn, ræddum helstu atriðin og fórum svo í alías í seinni tímanum.

Á fimmtudaginn 12.desember var þurrís tími þar sem við unnum tvær og tvær saman og fórum á alls kyns stöðvar.
Ég vann með McKrissu og gekk það bara ágætlega.

Hér fyrir neðan ætla ég að skrifa um stöðvarnar sem við fórum á og svo fræðilegar útskýringar afhverju hlutirnar gerast eins og þeir gerðust og set líka inn nokkrar myndir sem við tókum.

Blöðrustöð:

Á þessari stöð settum við einn þurrís klump í blöðru og lokuðum henni. Hægt og rólega byrjar hún að stækka og blása út.
Afhverju blæs hún út? Útaf því að koltvíoxíð er að breytast úr föstu efni í gufu (CO2(s) –> CO2(g)).
Ef maður sleppir blöðrunni í loftið dettur hún strax niður. Afhverju gerist það? Því koltvíoxíð (inní blöðrunni) er þyngra en súrefnið (andrúmsloftið).

 Þurrís + heitt vatn/kalt vatn:

Prófuðum að setja þurrís í tvö glös, helltum svo heitt vatn í annað glasið og kalt vatn í hitt glasið.
Fylgdumst með því hvað gerðist og muninn á glösunum, sem var alveg einhver. Í glasinu með heita vatninu var mikil hreyfing og gufaði þurrísinn fljótt upp. Í glasinu með kalda vatninu gufaði þurrísinn ekki eins fljótt upp því vatnið var kalt og er þá minni hreyfing. Semsagt það er meiri hreyfing í heitu vatni heldur en köldu.
Eins og sjá má á myndinni er græna blaðran búin að blásast mun meira upp en í glasinu með henni á er heitt vatn.

þurrís3Þurrís + heitt vatn + matarlitur:

Settum heitt vatn í glasið þar sem þurrísinn var og svo nokkra dropa af rauðum matarlit (notuðum dropateljara).
Það sem kom okkur mjög mikið á óvart og var skemmtilegt að fylgjast með var hvað matarliturinn var snöggur að blandast við vatnið. Það gerðist útaf mikilli hreyfingu heita vatnsins. Gufan sem kom upp úr glasinu breyttist þó ekki um lit heldur bara vatnið í glasinu.
Eins og sjá má á myndinni er vatnið orðið rautt en gufan hefur ekkert breytt um lit.

Eldur og þurrís:

Settum þurrís í skál, lítið kerti ofan í skálina. Reyndum svo að kveikja í kertinu með eldspýru en það er ekki fræðilegur möguleiki. Afhverju er það ekki hægt? Vegna þess að eldurinn þarf súrefni en það er ekki súerfni ofan í skálinni með þurrísnum heldur koltvíoxíð.

Önnur blöðrustöð – Heitt vatn vs. kalt vatn

Tókum tvö löng og mjó tilraunaglös og settum svipað mikinn þurrís í bæði glösin. Næst sem við heitt vatn í eitt glasið og kalt í hitt. Tókum svo blöðrur og settum utan um glösin, ein blaðra á hvert glas. Fylgdumst svo með því hve hratt blaðran blés upp, aftur var það heita vatnið sem var fljótari að vinna en það er útaf hreyfingunni. Kalda vatnið gufaði svo upp á frekar stuttum tíma eða eins og á efnafræðilegum útsýringum CO2(l) –> CO2(g). Heita vatnið var lengur að gufa upp.

Fiskabúr + þurrís + sápukúlur

Það var settur þurrís í botninn á fiskabúri. Tilgangurinn var að reyna blása sápukúlur ofan í búrið. Þegar við náðum því þá stoppuðu kúlurnar í ca miðju búrinu, það gerist vegna þess að andrúmsloftið sem er í sápukúlunni er eðlisléttara en koltvíoxíð í þurrísnum. Eins og eldurinn þá komust sápukúlurnar ekki alla leið niður.

Fræmkvæmdin við þessar stöðvar voru skemmtilegar fæðandi. Við komust að mörgu sem við vissum ekki áður. Vissir þú að þú kaupir þurrís, opnar boxið sem hann er í þá eyðist ca 20%-30% af honum á sólarhring, svo það er ekki hægt að geyma þurrís endalaust í venjulegum stofuhita. Þurrís er -79°C og getur þess vegna verið hættulegt að snerta hann lengi, þú getur brunnið þig.

þurrís5

Heimild af mynd

Hvernig virkar þurrís?
Hvernig myndast þurrís og afhverju myndar hann þessa gufu?

– Selma Guðrún, 10.bekk

 

Hlekkur 2 – 25&28.11.13 – Efnafræði

Á mánudaginn 25.nóvember var ég ekki í skólanum en krakkarnir fóru í skyndikönnun. 

Á fimmtudaginn gerðum við tilraun með sýrustig. Við voru með 10 efni sem við áttum að mæla sýrustigið af, við mældum með svona sýrustigsstrimlum. Svo gerðum við einhvað fleira sem er svo hægt að sjá í skýrslunni sem við skilum á mánudaginn 9/2.

Basi: Basi er efni, sem skv. Brønstedskilgreiningu getur tekið upp róteindir. Aðrar skilgreiningar eru að basar geta gefið frá sér rafeinda par eða sem uppspretta hýdroxíð forjóna. Einnig er hægt að hugsa um basa sem efnafræðilega andstöðu sýrna. Þetta er algengt sjónarmið vegna þess að þegar sýru og basa er blandað saman mynda þau oft vatn og salt en einnig vegna þess að sýra eykur innihald hydroníum jónarinnar H3O+ í vatni, en basi minnkar innihald hennar.

Basar hafa sýrustig hærra en pH 7.

Heimild

Hvað er pH? pH er mælieining sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk, rétt eins og hiti mælist í hitastigum og lengdir í lengdareiningum. Hafa skal hugfast að aðeins vatnsuppleysanleg efni eru súr eða basísk. Það ræðst af fjölda jákvæðra vetnisjóna eða neikvæðra hýðroxíðjóna í lausninni hvort hún verður súr eða basísk. Jónir eru hlaðin atóm eða hópar atóma. Þau eru samansett úr minn eindum: róteindum, rafeindum og nifteindum. Róteindir hafa plúshleðslu, nifteindir eru óhlaðnar og rafeindir hafa mínushleðslu Vetnisjónir eru plúshlaðnar, táknið með (H+). Hýdroxíð-eða hýdroxíljónir eru mínushlaðnar,táknað með (OH-)

Sem sagt: súrt= H+ basísk= OH- Þannig að ef fjöldi plús og mínusjóna er sá sami, er lausnin hlutlaus. Vatn er hlutlaus þar sem það hefur jafnmargar jákvæðar vetnisjónir og neikvæðar hýdroxíðjóni

Heimild

Sýra: Sýrur eru efni sem losa frá sér H^+ jónir (í vatnslausn) og eru með sýrustig lægra en sjö. (Sjá sýru-basa hvarf.)

Til eru bæði rammar sýrur og daufar sýrur, en í römmum sýrum losa allar sýrusameindirnar H^+ jónina út í lausnina óháð styrk þeirra fyrir, en í daufum sýrum losnar aðeins hluti H^+ jónanna, misstór eftir styrk (sýrustigi). Mikilvæg tegund daufra sýra eru lífrænar sýrur, en það eru lífræn efni með carboxyl hóp (sýruhóp)) við endann, þ.e. Q'COOH en þá verður efnahvarfið

Q'COOH_{(aq)}\rightarrow Q'COO^-_{(aq)}+H^+_{(aq)},

þar sem Q er misstór efnahópur.

Allar þær sýrur sem líkaminn notar í sínum daglegu störfum (fyrir utan saltsýru í maganum) eru lífrænar sýrur.

Heimild
– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 2 – 18&21.11.13 – Efnafræði

Á mánudaginn 18.nóvember fórum við að stilla efnajöfnur minnir mig… og síðan í tölvuver að gera einhver verkefni þar.

Fróðleikur upp úr glærum frá Gyðu sem heita Efnajöfnur

  • Efnajafna lýsir því hvernig efni breytast við efnahvarf, ný efni myndast þegar önnur eyðast.
  • Frumeindir (atóm) varðveitast við efnahvarfið
    – Það er samai fjöldi atóma af hverri ferð fyrir sig og eftir efnahvarf.
  • Stillt efnajafna sýnir hlutfallið á milli efnanna sem koma við sögu í hvarfinu.

Ég ætla að stilla þessa efnajöfnu: SO2 + O2 –> SO3 = 2SO2 + O2 –> 2SO3
Þarna þurfti ég að setja 2 fyrir framan fyrsta og seinasta en það er útaf því að þetta þarf að vera jafn mikið báðum meginn við örina. Þannig að það það verður báðum meginn tvö S og sex O.

Á fimmtudaginn 21.nóvember var stöðvavinna, ég vann með Kristínu og gekk okkur bara ágætlega vel.

Stöðvarnar sem við gerðum og fróðleikur upp úr þeim

Fylla í eyður – verkefni frá FÁ
– Li hefur sætistöluna 3 og massatöluna 7 = atmómið hefur 3 róteindir, 4 nifteindir og 3 rafeindir.
– Og svo skrifuðum við líka fl. sem ég get eiginlega ekki útskýrt hér haha.
– Við fengum alveg ágætt útúr þessu verkefni og skildum við flest allt.

Stöð 4 – Efnafræði
– léttasta súrefnið er vetni
– massi nifteindar er ca 1u
– H2O er efnasamband
– róteindir hafa +1 hleðslu
– rafeindir hafa -1 hleðslu
– # nifteinda er massatala – sætistala
– massi róteindar er ca 1u
– nifteindir hafa enga hleðslu
– súrmjólk er efnablanda
– vatn er gert úr vetni og súrefni

Frumeindir og öreindir
– atóm= frumeindir
– rafeindir, nifteindir og róteindir = öreindir
– öreindir sem eru massalausar nefnast rafeindir
– # róteinda og rafeinda í óhlöðnu atómi er jafn
– Við fengum 100% rétt á þessari stöð :)

Efnafræði verkefni
– Við byrjuðum á verkefni þar sem við áttum að finna sætistölu, massatölu og fl. á einhverjum ákveðnum efnum.

—————————————————————————————————————————————–

Nokkrar síður sem tengjast námsefninu og sem er hægt að æfa sig í

http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/atom1.htm

http://phet.colorado.edu/en/simulation/isotopes-and-atomic-mass

http://phet.colorado.edu/en/simulation/sugar-and-salt-solutions

http://phet.colorado.edu/en/simulation/build-a-molecule

http://mr.ismennt.is/efn/efnajofnur.html

http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/efni3.htm

—————————————————————————————————————————————–

 

– Selma Guðrún, 10.bekk