Archives

Eðlisfræði – 10.2.2014 & 13.2.2014

Á mánudaginn 10.febrúar minnir mig að Gyða hafi farið veik heim en við unnum verkefni í bók sem heitir Orka. Mér fannst það mjög fínt og lærði ég alveg einhvað af því. Ég gerði allar spurningar nema eina sem þurfti reyndar ekki að gera. Svo áttum við að skila þessu þar sem þetta gildir 15% af hlekknum, ég fékk 10 :)

Á fimmtudaginn fórum við stelpurnar ekki í tíma þar sem við í unglingastiginu fórum í skíðaferðalag í Bláfjöll. Þar fór ég á bretti í fyrsta skipti og gekk það alveg vel.

Smá fróðleikur úr bókinni sem við vorum að nota á mánudaginn.

Rafgeymar  Stundum þarf mun meiri orku en ein rafhlaða getur veitt. Þá eru margar einingar tengsar saman og þá eykst sæu orka sem þær búa yfir. Þannig er fyrirkomulagið í rafgeymi. Hann er frábrugðinn rafhlöðunum af því leyti að bæði skautin eru úr blýi og þau eru böðuð í brennisteinssýru. Hann hefur þsð líka fram yfir venjulegustu gerð rafhlaðna að hægt er að endurhlaða hann. Rafgeymar eru meðal annars notaðir til þess að ræsa bílvélar.

– Fróðleikur um Rafgeyma tekinn beint uppúr bókkini Orka – Almenn náttúruvísindi

rafgeymmi

Hér að ofan sést mynd af rafgeymi fyrir báta.
Heimild myndar.

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

 

 

Eðlisfræði – 3.2.2014 & 6.2.2014

Á mánudaginn var víst fyrirlestur um rafmagn og segulmagn sem ég man reyndar ekki eftir..
Fórum yfir nokkur atriði og skoðuðum ýmislegt á netinu.

Á fimmtudaginn var könnun.. satt og ósatt og einhver dæmi.

 

Segulmagn

– Uppgötvað um 500 f.kr. í Megnesíu
– Fundið var bergtegund (margnetít) sem dró til sín hluti úr járni -> leiðarsteinn
– Var einnig hægt að nota það til að finna áttir eins og áttavita
– Víkingar notuðu líklegast svoleiðis tæki til að finna áttir þegar þeir sigldu um
– Fyrsti áttavitinn var smíðaður af Kínverjum á 12.öld

Segulmagn orsakast af aðdráttar- og fráhrindikröftum sem rekja má til þess hvernig rafeindir hreyfast í efni.

Segulmagn er notað í ýmsum tækjum, t.d. áttavita, segla í ísskápa, rafhreyfla, síma og dyrabjöllur.

Hvað er segulmagn?
– Rafeindirsnúast um sjálfar sig -> seglar
– Paraðar rafeindir eyða áhrifum segulmagns
– Sumir málmar hafa óparaðar rafeindir – > hafa/geta fengið segulmagn
– Segulmagnið ræðast af röðum rafeinda innan efnisins

 

Segulmagn – wikipedia fróðleikur

 

web_ohms_law_triangle

Hér er mynd af Ohm þríhyrninginum en hann er gerður til þess að finna straum, spennu eða viðnám.
T.d. fetur þí deilt spennu með viðnámi til þess að finna straum.

Heimild myndar

 

– Selma Guðrún, 10.bekk :)

Eðlisfræði – 27.01.14 & 30.01.14

Á mánudaginn hélt Gyða áfram með fyrirlesturinn um glósurnar, við skoðuðum blogg nemenda og fl.

Á fimmtudaginn var stöðvavinna, ég ætla að skirfa um hana hér fyrir neðan.

Phet forrit

Á þessari stöð fór ég inná Phet síðuna og Eðlisfræði. Þar eru fullt af leikjum sem tengist þessu.
Ég prófaði leik sem heitir John Travoltage, þar átti ég að reyna hlaða hann upp með því að snúa til dæmis fætinum hans og láta það leiða upp í hendina og snerta svo hurðarhún. Svo prófaði ég líka fleiri leiki þar sem ég var að vinna með rafeindir og róteindir.
Hér er linkurinn inná þessa stöð.

BBC og rafmagn 

Á þessari stöð átti ég að reyna láta tvö ljós lýsa og setja batterí þar sem á að vera batterí og fl. Ég endaði á því að sprengja svo eina peruna svo mér gekk greinilega ekki mjög vel. En til þess að batterí virki þarf að vera + og -.
Hér er linkur inná leikinn.

Fróðleikur um rafmagn

Fróðleiksstöð um rafmagn á vef fallorkunar. Ég las mig einhvað til um rafmagn og raforkunotkun á þessari stöð.
„Raforkunotkun eykst sífellt á meðalheimili. Sem dæmi um aukna notkun má nefna tölvunotkun, brauðvélar, vatnsrúm, stóra skjái o.fl.“ Þetta stendur meðal annars á síðunni en hér er linkurinn á henni.

Rafrásir – hátæknivefur grunnskólans

Ég fór inná hátæknivef grunnskólans og ákvað að lesa mig til um rafrásir. Í þesari grein stendur hvernig Íslendingar búa til rafmagn en það er gert í virkjunum þar sem fallorku vatn er breytt í rafmagn. Íslendingar eru líklega mestu raforkuframleiðendur í heimi þar sem við eigum fjölda af fallvatna. Rafmagn er eitt af undirstöðukröftum alheimsins, ekkert orkuform sýnir jafnmikla fjölhæfni.
Hér er linkurinn inná rafrásir.

Rafhleðslur – Tilraun

Einhver tilraun sem ég fatta kannski ekki alveg en í henni er líka fullt af fróðleik.
„Fráhrindikraftur: Verkar milli einda sem bera samskonar hleðslu þannig að neikvætt hlaðnar eindir ýta hver annarri frá sér og jákvætt hlaðnar eindir ýta hver annarri frá sér.“
Þetta stendur á síðunni ásamt mörgu öðru.
Hér er linkurinn.

Vindmyllur

Á þessari stöð fer maður inná link sem er um vindmyllur á Íslandi, greininn er á vef Landsvirkjunar.
Það er búið að setja nokkrar vindmyllur hérna á Íslandi til að gá hvort rokið okkar getur gert einhvað gagn
Turninn er 55 metra hár og hver spaði 22 metrar á lengd. Þegar spaðirnir eru svo í efstu stöðu er heildarhæð myllurnar 77 metrar.

„Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW og samanlögð raforkuframleiðsla þeirra er áæetluð um 5,4 GWst á ári. Það myndi nægja til að sjá um 1.200 heimilum fyrir rafmagni til daglegra nota.“
Hér er linkur inná greinina.

 

Eftir að ég var búin að fara á nokkrar stöðvar fór ég aðeins að fikta í allskonar dóti sem snýst um að reyna að fá t.d. litla ljósaperu til að loga, hljóð og litlar vindmyllur til að virka og allskonar svoleiðis.

 

Smá fróðleikur uppúr glærum:

Öryggi og rafmagn

– Rafmagnstæki og vatn fara illa saman.
– Hlúa skal vel að rafmagnssnúrum. 
– Ekki ofhlaða fjöltengla.
– Ef ekki er verið að nota raftengdan hlut skal taka hann úr sambandi.
– Nota aldrei stærri öryggi en lagnirnar leyfa.

Tengingar straumrámsa

Raðtenging
– Rafeindir komast aðeins eina leið.
– Ef einn hlekkur rofnar opnast öll straumrásin.
– Jólaljósaseríur eru oft raðtengdar

Hliðtenging
– Rafeindir hafa nokkrar mögulegar leiðir.
– Þó einn hlekkur rofni haldast aðrar straumrásir lokaðar.
– Rafmafn á heimilum er hliðtengd.

Rafmagn getur líka verið bæði hliðtengt og raðtengt.
– T.d. gæti ljósasería verið raðtengd en hliðtengd líka þannig að ef ein pera myndi springja myndu ekki allar perurnar hætta að virka heldur kannski bara 10, ef það væri þannig sett upp.

 

Rafbílar

Það er hagkvæmt að fá sér rafbíl, hann er vistvænn og er 90% lægra að reka hann.
Þeir er fáanlegir á Íslandi og henta vel hér á langi.
„Rafbílar nýta orkuna mun betur en hefðbundnir bílar. Drifbúnaður rafbíla er frekar einfaldur, varmatap vegna bruna er ekkert og yfirleitt er hemlunarorka nýtt til að endurhlaða inn á rafhlöðurnar. Aðeins um 20% af eldsneyti bensínbíls nýtist til að hreyfa bílinn.“

Hægt að sjá meira um þetta hér.

 

Kjarnorka – fróðleikur

Ísland var hundraðasta vindorkuþjóðin þegar vindmyllurnar voru settar upp.vindm
Hér er svo mynd af vindmyllunum fyrir ofan Búrfell.
Heimild er sú sama og linkurinn fyrir ofan myndina.

 

– Selma Guðrún, 10.bekk :)

Eðlisfræði – 23.01.14

Nýr hlekkur sem heitir Eðlisfræði og er hlekkur 5 byrjaði á fimmtudaginn 23.janúar.
Í tímanum fengum við glósur og fórum yfir nokkrar.

Nokkrir punktar sem ég punktaði niður á hugtakakortið og frá glósunum:

Myndir orkunnar
– stöðuorka
– hreyfiorka
– efnaorka
– varmorka
– kjarnorka
– rafsegulorka

Massi og þyngd er ekki það sama!
Massi er mældur í kg en þyngd í Newton.

Vinna er táknuð svona –> Nm eða J
Orka er mæld svona –>Nm/s eða J/s eða W
Cal er orka í mat t.d.
Hiti = C°

————————————————————–
——————-Tákn———————–Mæling
Spenna                (V)                                              volt (v)
Straumur           (i) I                                             amper (A)
Viðnám               (K)                                              óm Ω
Afl                         (W)                                              Wött (W)

—————————————————————

Hvernig mælir maður rafstraum = spenna/viðnámi eða V/R

Frumeind

– Frumeind skiptist í róteindir og nifteindir sem eru í kjarna og svo rafeindir sem sveima mislangt frá kjarnanum og raða sér á mismunandi orkuhvel.

Ragmagn

– Rafmagn erí öllum hlutum.
– Rafmagn hefur alltaf verið til.
– Rafmagn til fyrir tilstilli öreindaatóma.
– Rafmagn gegnir mikilvægu hlutverki í allri efnastarfsemi lífvera.

Rafhleðsla

– Allt efni er gert úr frumeindum(atómum).
– Frumeindin er smæsta eind frumefnis sem býr yfir öllum eiginleikumviðkomandi frumefnis.
– Hver frumeind er úr nokkrum mismunandi gerðum einda, sem eru smærri en frumeindin sjálf.
– Mikilvægur eiginleikki róteinda og rafeinda er rafhleðsla sem þær búayfir.
– Róteindir eru með jákvæða (+) hleðslu.
– Rafeindir eru með neikvæða (-) hleðslu.
– Nifteindir eru óhlaðnar.

 

Straumur og spenna – fróðleikur

Afl – wikipedia fróðleikur

Tilraun sem tengist viðnámi

FULLT af myndböndum sem tengjast eðlisfræðinni

Frétt 16.13.2013 – Spáir byltingu í eðlisfræði

 

rafmagn

 

Hvað er rafmagn? heimild á mynd

Hér á myndinni má sá hvernig rafmagn kemur til okkar.

– Selma Guðrún, 10.bekk