Hlekkur 2 – 25&28.11.13 – Efnafræði

Á mánudaginn 25.nóvember var ég ekki í skólanum en krakkarnir fóru í skyndikönnun. 

Á fimmtudaginn gerðum við tilraun með sýrustig. Við voru með 10 efni sem við áttum að mæla sýrustigið af, við mældum með svona sýrustigsstrimlum. Svo gerðum við einhvað fleira sem er svo hægt að sjá í skýrslunni sem við skilum á mánudaginn 9/2.

Basi: Basi er efni, sem skv. Brønstedskilgreiningu getur tekið upp róteindir. Aðrar skilgreiningar eru að basar geta gefið frá sér rafeinda par eða sem uppspretta hýdroxíð forjóna. Einnig er hægt að hugsa um basa sem efnafræðilega andstöðu sýrna. Þetta er algengt sjónarmið vegna þess að þegar sýru og basa er blandað saman mynda þau oft vatn og salt en einnig vegna þess að sýra eykur innihald hydroníum jónarinnar H3O+ í vatni, en basi minnkar innihald hennar.

Basar hafa sýrustig hærra en pH 7.

Heimild

Hvað er pH? pH er mælieining sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk, rétt eins og hiti mælist í hitastigum og lengdir í lengdareiningum. Hafa skal hugfast að aðeins vatnsuppleysanleg efni eru súr eða basísk. Það ræðst af fjölda jákvæðra vetnisjóna eða neikvæðra hýðroxíðjóna í lausninni hvort hún verður súr eða basísk. Jónir eru hlaðin atóm eða hópar atóma. Þau eru samansett úr minn eindum: róteindum, rafeindum og nifteindum. Róteindir hafa plúshleðslu, nifteindir eru óhlaðnar og rafeindir hafa mínushleðslu Vetnisjónir eru plúshlaðnar, táknið með (H+). Hýdroxíð-eða hýdroxíljónir eru mínushlaðnar,táknað með (OH-)

Sem sagt: súrt= H+ basísk= OH- Þannig að ef fjöldi plús og mínusjóna er sá sami, er lausnin hlutlaus. Vatn er hlutlaus þar sem það hefur jafnmargar jákvæðar vetnisjónir og neikvæðar hýdroxíðjóni

Heimild

Sýra: Sýrur eru efni sem losa frá sér H^+ jónir (í vatnslausn) og eru með sýrustig lægra en sjö. (Sjá sýru-basa hvarf.)

Til eru bæði rammar sýrur og daufar sýrur, en í römmum sýrum losa allar sýrusameindirnar H^+ jónina út í lausnina óháð styrk þeirra fyrir, en í daufum sýrum losnar aðeins hluti H^+ jónanna, misstór eftir styrk (sýrustigi). Mikilvæg tegund daufra sýra eru lífrænar sýrur, en það eru lífræn efni með carboxyl hóp (sýruhóp)) við endann, þ.e. Q'COOH en þá verður efnahvarfið

Q'COOH_{(aq)}\rightarrow Q'COO^-_{(aq)}+H^+_{(aq)},

þar sem Q er misstór efnahópur.

Allar þær sýrur sem líkaminn notar í sínum daglegu störfum (fyrir utan saltsýru í maganum) eru lífrænar sýrur.

Heimild
– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 2 – 18&21.11.13 – Efnafræði

Á mánudaginn 18.nóvember fórum við að stilla efnajöfnur minnir mig… og síðan í tölvuver að gera einhver verkefni þar.

Fróðleikur upp úr glærum frá Gyðu sem heita Efnajöfnur

 • Efnajafna lýsir því hvernig efni breytast við efnahvarf, ný efni myndast þegar önnur eyðast.
 • Frumeindir (atóm) varðveitast við efnahvarfið
  – Það er samai fjöldi atóma af hverri ferð fyrir sig og eftir efnahvarf.
 • Stillt efnajafna sýnir hlutfallið á milli efnanna sem koma við sögu í hvarfinu.

Ég ætla að stilla þessa efnajöfnu: SO2 + O2 –> SO3 = 2SO2 + O2 –> 2SO3
Þarna þurfti ég að setja 2 fyrir framan fyrsta og seinasta en það er útaf því að þetta þarf að vera jafn mikið báðum meginn við örina. Þannig að það það verður báðum meginn tvö S og sex O.

Á fimmtudaginn 21.nóvember var stöðvavinna, ég vann með Kristínu og gekk okkur bara ágætlega vel.

Stöðvarnar sem við gerðum og fróðleikur upp úr þeim

Fylla í eyður – verkefni frá FÁ
– Li hefur sætistöluna 3 og massatöluna 7 = atmómið hefur 3 róteindir, 4 nifteindir og 3 rafeindir.
– Og svo skrifuðum við líka fl. sem ég get eiginlega ekki útskýrt hér haha.
– Við fengum alveg ágætt útúr þessu verkefni og skildum við flest allt.

Stöð 4 – Efnafræði
– léttasta súrefnið er vetni
– massi nifteindar er ca 1u
– H2O er efnasamband
– róteindir hafa +1 hleðslu
– rafeindir hafa -1 hleðslu
– # nifteinda er massatala – sætistala
– massi róteindar er ca 1u
– nifteindir hafa enga hleðslu
– súrmjólk er efnablanda
– vatn er gert úr vetni og súrefni

Frumeindir og öreindir
– atóm= frumeindir
– rafeindir, nifteindir og róteindir = öreindir
– öreindir sem eru massalausar nefnast rafeindir
– # róteinda og rafeinda í óhlöðnu atómi er jafn
– Við fengum 100% rétt á þessari stöð :)

Efnafræði verkefni
– Við byrjuðum á verkefni þar sem við áttum að finna sætistölu, massatölu og fl. á einhverjum ákveðnum efnum.

—————————————————————————————————————————————–

Nokkrar síður sem tengjast námsefninu og sem er hægt að æfa sig í

http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/atom1.htm

http://phet.colorado.edu/en/simulation/isotopes-and-atomic-mass

http://phet.colorado.edu/en/simulation/sugar-and-salt-solutions

http://phet.colorado.edu/en/simulation/build-a-molecule

http://mr.ismennt.is/efn/efnajofnur.html

http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/nat123/sumar/efni3.htm

—————————————————————————————————————————————–

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

 

 

 

Hlekkur 2 – 11&14.11.13 – Efnafræði

Á mánudaginn 11.nóvember fórum við í Menningaferð til Reykjavíkur svo það var ekki náttúrufræði tími. Þar fórum við 10.bekkur á Skólaþingi sem var mjög skemmtilegt og fróðlegt. Fórum líka á Sjómannasafnið og skoðuðum okkur um í Varðskipið Óðinn. Einnig var farið í kringluna og keilu sem var mjög skemmtilegt :)

Á fimmtudaginn 14.nóvember fóru bara stelpurnar í tíma þar sem það var Skáld í skóla á strákatímanum.
Við ákvádduma að hafa frekar „easy“ tíma en unnum samt eitt blað þar sem við skrifuðum róteindir og rafeindir ákveðna efna  inná hvolfin þeirra. Í tímanum glósuðum við líka einhvað niður minnir mig en spjölluðum svo mikið saman líka, bæði um einhvað sem tengist náttúrufræðinni og einhvað sem kemur henni kannski lítið við.

 

Nokkrir punktar til að ryfja upp og það sem ég hef lært meira:

 • Vetni (H) er með eina róteind og eina rafeind og því setur maður einn plús (+) inn í kjarnan og einn mínus (-) á fyrsta hvolfið.
 • Fyrsta hvolf getur tekið við 2 rafendum, en annað og þriðja 8 rafeindum. Svo verður þetta reyndar flóknara ef maður fer í flóknari dæmi og efni.
 • Sætistala er fjöldi róteinda.
 • Massatala er fjöldi nifteinda + róteinda.
 • Massi er mælikvarði á efnismagn hlutar – mældur í t.d. grömmum.
 • Þyngd er mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut – mældur í Newton.
 • Eðlismassi segir okkur hvað einn rúmsentímeter af efnijnu vegur mörg grömm – g/cm3.
 • Hamskipti= H2O (s) –> H2O (l) –> H2O (g).
 • Frumefni= gerð úr frumeindum af sömu gerð, dæmi: Nitur (N2).
 • Efnasamband= úr ólíkum frumeindum, minnst tveimur tegundum, dæmi: vatn (H2O).
 • Hvarfefni –> hverfur.
 • Myndefni –> myndast.
 • Efnaflokkarnir eru 8.
 • Loturnar eru 7.

 

Í næsta bloggi sem verður fyrir 18&21.11.13 ætla ég að skrifa um efnajöfnur og reyna að skilja þær betur.

 

Hér er heimasíða sjóminjasafnsins sem við fórum á.

Wikipedia fróðleikur um nifteindir.

Wikipedia fróðleikur um róteindir.

Wikipedia fróðleikur um rafeindir.

hydrogenatom

 

Á myndinni hér fyrir ofan er verið að sýna Vetni (H), hvernig róteindir og rafeindirnar skiptast niður á kvölfin og kjarnann. Þar sem Vetni er bara með eina róteind (Sætistölu) fer bara einn plús inn í kjarnann. Massatalan hjá Vetni er bara einn líka og þá fer bara einn mínus á fyrsta hvolf.

Heimild myndar

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 2 – 4&7.11.13 – Efnafræði

Nýr hlekkur!!!

Það var ekki tími á mánudaginn þar sem það var enginn skóli en á fimmtudaginn 7.nóvember byrjuðum við á nýjum hlekk sem heitir Efnafræði. Í honum munum við læra mikið sem tengist lotukerfinu og svo hugtökum eins og frumefni, efnasamband, massi, þyngd, eðlismassi, róteindir, nifteindir, rafeindir og margt fleira.

Á fimmtudaginn fenum við einnig kannanir til baka og skoðuðum nokkur blogg og fleira.

Í þessum tíma lærði ég:

 • Massi= mælikvarði á efnismagn hlutar, mældur í t.d. grömmum.
 • Þyngd= mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut, mældur í Newton.
 • Massi og þyngd ekki það sama!
 • Eðlismassi= segir okkur hvad einn rúmsentimeter af efninu vegur mörg grömm, mældur í massa/rúmmál = g/cm3
 • Frumefni= gerð úr frumeindum af sömu gerð, dæmi: Nitur (N2), Súrefni (O2).
 • Efnasamband=úr ólíkum frumefnum, minnst tveimur tegundum, dæmi: Vatn (H2O).
 • Í lotukerfinu eru 8 efnflokkar og 7 lotur.
 • Fyrsti efnaflokkurinn eru alkalímálar, þeir eru hvartgjarnir.
 • Annar efnaflokkurinn eru jarðalkalímálar.
 • Og svo eru líka að finna málmleysingja, hliðamálma, lantaníð, aktiníð, eðalloftegund, halóegna, málmung og post-transition metals.
 • Róteindir eru ca. 1 á þyngd.
 • Nifteindir eru ca. 1 á þyngd.
 • Rafeindir eru ca. 0 á þyngd.
 • Sætistala –> fjöldi róteinda
 • Massatala –> fjölfi nifteinda + fjöldi róteinda
 • Svo til að finna úr hvað eru margar nifteindir þarftu að gera massatala/sætistölu.
 • Hvolfímynd frumeindar:
  – Fyrsta hvolf getur tekið við 2 rafeindum.
  – Annað hv0lf getur tekið við 8 rafeindum.
  – Þriðja hvolf getur tekið við 8 rafeindum.
 • Suðumark kallast það þegar vökvi breytist í gufu.
 • Þétting þegar gufa breytist í vökva.
 • Storknun kallast það þegar vökvi breytist í fast efni.
 • Suðumark vatns er 100°C
 • Hreint efni: efni sem hefur verið hreinsað og hefur ákveðin sérkenni.
 • Efnablanda: blanda af tveimur eða fleiri hreinum efnum.

 

lotukerfið

Hér er mynd af lotukerfinu. Heimild.

Efnafræði – wikipedia fróðleikur.

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 1 – 21&24 og 28&31.október – Erfðafræði

Á mánudaginn 21.október var Gyða ekki en við máttum klára skýrslur, fara einhverja náttúrufræðileiki og skoða síður tengdar námsefninu.

Á fimmtudaginn 24.október var Gyða heldur ekki held ég….

Á mánudaginn 28.október var stuttur fyrirlestur og fórum við yfir helstu áhersluatriði fyrir prófið sem var svo 31.10. Í seinni tímanum fórum við í alías þar sem við lýstum helstu huftökum sem við höfum lært í Efnafræði-hlekknum.

Á fimmtudaginn 31.október fórum við svo í próf, próf úr öllum Erfðafræði hlekknum. Ég hélt að mér hefði gengið illa en svo gekk mér bara mjög vel samkvæmt mentor allavegana.

 

Einhvað sem ég lærði úr þessum hlekk og glósaði niður:

 • Stofnfrumur vita ekki hvað þær verða
 • Fyrsta fruman heitir OK-fruma
 • Kynfrumur eru með helmingi færri litninga en aðrar frumur
 • Mítósa – jafnskipting
 • Meiósa – rýriskipting
 • Gen eru mismunandi virk
 • Í DNA eru upplýsingar sem þarf til að mynda lífveru og stjórna starfsemi hennar
 • DNA er grunnefni erfða
 • Blár augnlitur er víkjandi
 • Brúnn augnlitur eru ríkjandi
 • Ríkjandi gen ræður
 • Víkjandi gen gefur eftir
 • Kynbundnar erfðir = gen á X-litningi, þær stjórna miklu
 • Genamengi mannsins er öll gen í okkur
 • Ófullkomið ríki er þegar gen eru hvorki ríkjandi né víkjandi
 • A-blóðflokkur er ríkjandi
 • B-blóðflokkur er ríkjandi
 • O-blóðflokkur er víkjandi
 • Ef mamman væri litblind væru allir strákarnir litblindir en stelpurnar arfberar
 • Ef pabinn væri litblindur væru ekkert af börnunum litblind en stelpurnar arfberar
 • Gen eru alltaf í pörum sem kallast genasamsætur (annað frá ma og hitt frá pa)
 • RNA les upplýsingar með því að mynda RNA þráð
 • Arfhreinn= annað hvort með ríkjandi eða víkjandi (HH, hh)
 • Arfblendinn= bæði með ríkjandi og víkjandi (HH, Hh, hh)
 • Svipgerð= hvað sést, útlitið, hvað kemur fram, t.d. blóðflokkur
 • Arfgerð= genin, bókstafir

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 1 – 14&17.10.13 – Erfðafræði

Á mánudaginn 14.október var fyrir lestur um mannerfðafræði, skoðuðum kynbundnar erfðir og blóðflokkaerfðir.

Á fimmtudagin 17.október var Gyða ekki en við nýttum tímann í að vinna í myndasýningunni okkar um Danmerkurferðina okkar sem við sýndum svo sama dag.

Fróðleikur úr glósum frá Gyðu:

 • Í okkur eru um það bil 30.000 gen og raðast þau á 46 litninga í frumukjarna nær allra frumna líkamans.
 • Kynfrumur eru undantekning með 23 litningar.
 • Hver einstalingur fær samstæðan litning frá hverju foreldri.
 • Starf gena er að gefa frumum líkamans sipanir um hvaða efni þær eigi að framleiða, hvernig og hvenær.
 • Stundum kemur fyrir að villa leynist í byggingu gens sem erfist, gölluð gen erfast á milli ættliða.
  Dæmi um arfgenga sjúkdóma eða erfðasjúkdóma: Marblæði og Sigðkornablóðleysi.
 • ABO blóðflokka manna eru dæmi um margfaldar genasamstæður.
 • Fólk greinist í A, B, AB eða O blóðflokk.
 • Þegar barn erfir A gen frá öðru foreldri en B frá hinu verður það í AB blóðflokki, því A og B eru jafnríkjandi.
 • Genin sem ákvaða A og B flokka ríkja bæði yfir O geninu, O genið er því víkjandi.
 • Allir karlar hafa XY litninga og allar konur hafa XX litninga.

Síða um erfðir

 

dominant (1)

 

Heimild af mynd

 

Ljóshærð, bláeygð stelpa tekin af foreldrum sínum þar sem hún skar sig úr fjöldanum, en hinir í þorpinu eru frekar dökkir á hörund og með dökk augu. DNA próf hafa samt sannað að hún er dóttir þeirra (rómafólksins).

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 1 – 30&3 og 7&10.10.13 – Erfðafræði

Mánudaginn 30.september á mánudaginn byrjuðum við í erfðafræði. Við fengum glósur og skrifðuðum á nýtt hugtakakort sem við vorum flest búin að fá. Skoðuðum líka myndbönd og fréttir og fórum inná einhverjar síður.

Fimmtudaginn 3.október fóru stelpurnar ekki tíma því það var frí eftir hádegi en strákarnir fóru út í skoðunarferð og skráðu niður hvernig maðurinn hefur sett mark sitt á umhverfið.

Mánudaginn 7.október átti ég afmæli og það var sungið fyrir mig á dönsku!!! En annars ræddum við um hugtökin: víkjandi og ríkjandi, svipgerð og arfgerð, arfhreinn og arfblendinn. Við tókum nokkur dæmi og reyndum að læra þetta og skilja. Einnig skoðuðum við nemendablogg og gerðum verkefni í seinni tímanum.

Fimmtudaginn 10.október var krufning á rottu! Ég var með Andreu og Kristínu í hóp. Ég sá aðalega um að skera rottuna, Kristín punktaði niður og tók myndir og Andrea var svo sona mitt á milli, bæði hjálpaði um mér að skera og t.d. leysa meltingakerfið og tók hún líka nokkrar myndir.

rottta

 • Hér á myndinni sést þegar við erum að krifja rottuna.
 • Mynd eitt sýnir þegar það er búið að skera hana upp á kviðnum og taka skinnið af og „negla“ hana niður með títuprjónum.
 • Mynd tvö sýnir þegar við erum að toga skinnið upp til að fá betra grip á að klippa/skera kviðinn upp.
 • Mynd þrjú sýnir þegar við erum að skera upp lungun, þar sem við þurftum að komast í gegnum rifbeinin enduðum við á að klippa þau upp.
 • Mynd þrjú er ég að halda á þörmunum sem við voum búin að reyna leysa í sundur, þau voru mjög löng og var skemmtilegt að taka meltingakerfið í sundur. Einnir prófuðum við að kreista skít útúr þörmunum haha..

Nokkur hugtök og fróðleikur úr glósunum frá Gyðu:

– Erfðafræði fjallar um erfðir lífvera um það hvernig eiginleikar berast frá lífveru til afkvæma.
– Gregor Mendel er faðir erfðafræðinnar, hann gerði tilraunir með ræktun garðertuplantna.
Hann vissi ekkert um litninga eða gen, hann dó svo án þess að fá viðurkenningu um verk sín.
Ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum
H fyrir háan vöxt plantna.
Víkjandi gen eru táknuð með lágstöfum
h fyrir lágan vöxt plantna.
– Í DNA eru upplýsingar sem þarf til að mynda lífveru og stjórna starfsemi hennar.
– DNA er því grunnefni erfða.
– Gen eru alltaf í pörum sem kallast genasamsætur.
– Annað genið er frá móður og hitt frá föður.
Lögmálið um aðskilnað: segir að við rýrisskiptingu skiljast samstæðir litningar eða þannig að hver kynfruma fær aðeins      aðra genasamsætu í hverju pari í hverju genasæti.
Lögmálið um áháða samröðun: segir hver genasamsæta erfist áháð öllum öðrum, nema þær séu á sama litningi.
Arfgerð: genippbygging lífverunnar. Hvaða gen hún er með til að stjórna einkennunum. Er hún arfhrein gagnvart                  eiginleikum (t.d. HH) eða arfblendin (Hh).
Svipgerð: er greinilegt, ftast sjáanlegt einkenni lífveru. Hvernig arfgerðin kemur fram.
– Arfgerð ræðst við frjóvgun, þegar sáðfruma rennur saman við eggfrumu.
– Þessari arfgerð heldur einstaklingurinn út alla sína ævi, því við getum ekki skipt úr genum og fengið ný.
– Svipgerð er hinsvegar alltaf að breytast
– Húðlitur okkar dökknar þegar við förum til sólarlanda.
– Hárið lýsist á sumrin hjá sumum.
– Við stækkum er við eldumst og hrörnum að lokum.

Kem með meiri fróðleik úr glósunum í næsta bloggi :)

Gen.is

Erfðafræði – gen.is

Ríkjandi erfðir – gen.is

Hvað er erfðafræði? – gen.is

reitatafla

Á myndinni sést að annað foreldrið er í blóðflokki AB og hitt í O (OO). Barnið þeirra getur s.s. aðeins verið í blóðflokki A og B. (AO og BO eru svipgerðir af A og B blóðflokki).

Myndina teiknaði Kjartan Helgason sem var í Flúðaskóla, árg.1996

litningar

 

Á myndinni má sjá litningapörin 23 en það eru samstaða litningar sem parast saman, misstórar litningar jafnvel.
Í einu litningapari eru tvær litningar, ein frá mömmunni og ein frá pabbanum.
Þannig er þetta í lang flestum frumum en í t.d. kynfrumum er þetta ekki þannig.
Í kynfrumum eru helmingi færri litningar.

Heimild af myndinni. 

Vissir þú að..
..stofnfrumur vita ekki hvað þær verða.
..að kolenfi er næstum alltaf lífrænt.
..að þú getur t.d. erft krabbameinsgen.

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 1 – 23&26.9.13 – Maður og náttúra

Lélegt blogg í þessari viku..

Á mánudaginn 23.september lukum við Maður og náttúra kaflanum og fórum svo í tölvuver og rifjðum upp allskonar úr kaflanum og undirbjuggum okkur svo fyrir próf.

Á fimmtudaginn 26.september fórum við svo í könnun úr kafla 1-3. Mér gekk ágætlega þar og fékk 8,5 í einkun.

Áhersluatriðin fyrir prófið:

 • Ljóstillifun
 • Bruni
 • Hringrásir efna
 • Orkuflæði á jörðinni
 • Vistfræði og samspilið í náttúrunni
 • Vistkerfi
 • Tegund
 • Stofn
 • Sess
 • Jafnvægi í vistkerfi
 • Breytingar í vistkerfum
 • samkeppni
 • Aðlögun
 • Skógar á Íslandi
 • Helstu gróðurlendi
 • Stöðuvötn
 • Hafið sem vistkerfi
 • ósnortin náttúra og ábyrgð mannsins
 • Þéttbýlisstaðir sem vistkerfi
 • náttúruauðlindir og nýting
 • gróðurhúsaáhrif
 • mengun
 • ósonlagið
 • loftmengun
 • ofauðgun
 • umhverfiseitur

Stofn er hópur lífvera af sömu tegund sem lifa á afmörkuðu svæði.

Sess er hlutverk tegundar í samfélaginu.

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Hlekkur 1 – 16&19.9.13 – Maður og náttúra

Á mánudaginn 16.sptember var dagur íslenskrar náttúru. Eins og í fyrra söfnuðum við birkifræum. Okkar bekkurinn safnaði mest en það voru um 500 gr.

Fróðleikur um birkifræ

Á fimmtudaginn 19.september var plakatavinna. Ég var að vinna með Jóhönnu, Andreu og Kristínu. Við vorum að fjalla um veðurfarssveiflur.

Nokkrir punktar úr textanum um veðurfarssveiflur, heftið hans Einars Sveinbjörnssonar um CO2.

– Á Íslandi er mjög fjölbreytt veðurfar.
– Mikill kuldi á hafísárunum hafði mikil áhrif á mannlíf og atvinnuhætti á Íslandi.
– Miklir vorkuldar gerðu það að verkum að tun kólu og uppblástur jarðvegs jókst.
– Uppúr 1921 hófst hlýindaskeið á Íslandi sem stóð næstum því samfelt til 1965.
– Kuldaskeið kom 1986. Síðan þá hefur hlínað.
– Árin 1965-1971 voru kölluð hafísárin.
– Stórt eldgos hófst árið 934 í Elsgjá og stóð í nokkur ár. Gosið sendi mikið magn af brennisteins gasi upp í lofthjúpinn. Við það lækkar lofthiti um 1-21°C í 1-3 ár eða þangað til brennisteinsgasið hefur náð að hverfa.
– Mesta frost sem hefur mælst á Íslandi er 38 stig.

 

Ég fann myndmandið sem ég var að reyna segja ykkur frá, hvernig tæknin verður árið 2020.
Þetta er myndband sem sýnir hvernig dagurinn á eftir að verða, hvort sem þetta er satt eða ekki þá er þetta alveg frekar mikil snild.
Myndbandið er hér.

 Goottttt lag!

 

1111111

Hér er mynd af birkifræum sem eru tilbúin að láta taka sig.
Heimild

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

 

//

Hlekkur 1 – 9&12.9.13 – Maður og náttúra

Á mánudaginn 9.september töluðum við saman um allskonar vistkerfi, samspil lífvera og lífavana umhverfis, skóga og stöðuvötn á Íslandi og margt fleira.

Á fimmtudaginn 12.september fórum við stelpurnar ekkert í náttúrufræði þar sem það var frí eftir hádegi útaf réttunum og öllu því dóti.

– Hafið er stærsta vistkerfið í heiminum, enda er það 2/3 af yfirborði jarðar.
– Regnskógar eru tegundaríkustu vistkerfi jarðar og Amasonregnskógarnir eru tegundaríkustu regnskógar jarðar.
– Vistkerfi fjallar um tengls milli lífvera og tengls þeirra við umhverfi sitt.
– Vistkerfi er afmarkað svæði í náttúrunni, allar lífverur sem lifa þar og lífvana þættir í umhverfinu.
– Kvæmi er afbrigði plöntu sem hefur lagað sig að sérstökum veðurfarsskilyrðum á tilteknu svæði.
– Birkiskógar voru ríkjandi hér á landi við landnám.
– Vatnið hér á landi er mjög freskt og basískt.

Hvernig er fæðukeðja hafsins?

Hvert er mikilvægi þörunga fyrir lífríki jarðar?

Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?

Hvaðan kom hafið?

Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?

Hver er munurinn á plöntusvifi og dýrasvifi?

 

hnottur

Á þessari mynd sem er af jörðinni sést hvað vatnið er í miklum stærrihluta og hylur mikið af yfirborði jarðar.

Heimild af mynd: http://www.namsgagnavefurinnkatla.net/Netskoli/Myndaalbum/9.htm

 

Fræðslumynd um vistkerfi, fæðu keðjur og fæðuvefi. 

 

– Selma Guðrún, 10.bekk