Hlekkur 1 – 5.9.13 – Maður og náttúra

Þá erum við byrjuð á fullu í náttúrfræðinni.

Fimmtudaginn 5.september byrjuðum við á að fá hugtakakortið okkar og fórum yfir nokkrar glærur.

Í seinni tímanum fórum við í stöðvavinnu og vann ég með Kristínu. 
Það má finna stöðvarnar sem voru í boði í bloggi 5.sept hér. 

—————————————————————————————————————————————————-

Hér er stöðvarnar sem við gerðum.

Stöð 9: Yrkjuvefurinn tölvustöð
– Skoðuðum mynd sem sýnir ljóstillifun í laufblaði.
– Rendum yfir plöntulíffæri og lásum um frævun.
– Gerð trjáa… skoðuðum það.
– Köngull = Þegar fræið þroskast þornar kvenblómið upp og verður að köngli en karlblómið vistnar g deyr.
– Flest laufblöð skiptast í blaðfót, stilk og blöðku.
– Hlutverk laufblaðanna er að beysla orku sólarinnar og búa til næringu fyrir plönturnar.

Stöð 10: Sjálfspróf Litróf náttúrunar kafli 1
– Fengum 100% þrátt fyrir að hafa skotið á nokkrar spurningar.
Við lærðum m.a. :
– Varafrumur stjórna stærð loftauga og jafnframt útgufun vatns úr frumunum.
– Kartöflur innihalda mikinn mjölva.
– Bruni fer fram við 37°C.
– Maisplanta er dæmi um frumframleiðanda.

Stöð 5: Krossgáta
Gerðum krossgátu um lífnauðsýnilegt efnaferli
Við lærðum m.a. : 
– Uppspretta ljósorku er sólin.
– Koltvíoxíð er nauðsýnileg lofttegund handa plöntum.
– Varafrumur umlykja loftaugu.
– Blaðgrænan er grænt litarefni.

—————————————————————————————————————————————————-

Fróðleikur upp úr glærum við fengum hjá Gyðu: 

– Dæmi um fæðukeðju: gras –> lamb –> maður
– Lífhvolf jarðar er allt það svæði þar sem líf á jörðinni þrífst.
– Búsvæði er afmarkað svæði þar sem lífskylirði eru öðruvísi en fyrir utan það.
   – T.d. skógur, tjörn, fjara o.fl.
– Lífélag eru allar þær lífverur sem lifa á sama bústæði
   – T.d. í skógi, að þar mynfar allur gróður og dýr í skóginum líffélag.
– Vistkerfi er líffélag og búsvæði, þ.e.a.s. allar lífverur og lífvana umhverfi þeirra (grjót, mold o.fl.). Vistkerfi hefur skýr og greinileg mörk.
– Stofn er allar lífverur af sömu tegund sem lifa í sama vistkerfi.
– Tegund er safn einstaklinga sem geta átt saman frjó og eðlileg afkvæmi.
– Ísland er í barrskógarbeltinu.
– Á Íslandi eru 9000 stöðuvötn og tjarnir sem eru stærri en einn hektari. (1,4% af landinu).
– 2/3 hlutar yfirborðs jarðar eru haf.
– Talið er að það lifi 10.000.000 tegundir lífvera á jörðinni en við þekkjum bara brot af þeim.
– Í vistfræðinni kallast allar þær frumbjarga lífverur frumframleiðendur, en allar ófrumbjarga lífverur kallast neytendur.
– Samlíf er samband tveggja lífvera sem önnur lífveran (snýkillinn) er háð lífveru (hýslinum) án þess að borða hana.
– Til eru þrjár tegundir af samlífi: Samhjálp, gistilíf og sníkjulíf.
– Fæðuhlekkir eru oft settir upp í píramída. Mest af orkunni er neðst og svo tapast um 90% orkunnar milli hlekka.

————————————————————————————————————————————————–

Yrkjuvefurinn

Sjálfsprófið sem við tókum

Ljóstillifunar lagið – myndband

—————————————————————————————————————————————————-

Ýmsar fréttir:
Fannst látinn í Skessuhelli
Norski „refurinn“ vekur atygli
Ekki lengur ormaleysi
Snjóþungt í Bretlandi
Skutluðu ljóninu í lögreglubíl

—————————————————————————————————————————————————-

ljóstillífun-ég

Heimild af myndinni

 

– Selma Guðrún, 10.bekk

Danmörk – Ísland – Vistkerfi og fleira – Fyrsta blogg

Vistkerfi  Danmerkur og Íslands eru ólík.

Nokkrir punktar um vistkerfið og fleira.

 • Í Danmörku er t.d. hægt að finna skógarmýtla en ekki á Íslandi, allavegna ekki svona mikið.
 • Í Danmörku eru dádýr hlaupandi um í skógunum en það er ekki hægt að finna á Ísland svo ég viti.
 • Það eru miklu stærri sniglar í Danmörku.
 • Á Íslandi eru mörg fjöll og rosa stór en í Danmörku er landið flatt og aðeins eitt pínu lítið fjall.
 • Það eru engissprettur í Danmörku en ekki á Íslandi.
 • Á Íslandi eru ekki íkornar, moldvörpur, broddgeltir en það er í Danmörku.
 • Í Danmörku eru hestarnir miklu stærri.
 • Það eru stærri vötn á Íslandi.
 • Það eru ekki jöklar í Danmörku.
 • Það er mikið ræktað korn í Danmörku.
 • Það er miklu meira af maurum í Danmörku en á Íslandi.
 • Það eru risa stór litrík fiðrildi í Danmörku en á Íslandi eru þau bara lítil og grábrún.
 • Það er mikið af kalki í vatninu í Danmörku og þess vegna er það öðruvísi á bragðið en á Íslandi.
 • Vatnið er líka ekki eins hreint í Danmörku því jarðvegurinn er öðruvísi.
 • Skógarnir í Danmörku eru mikið stærri og rosa stór og löng tré.
 • Í Danmörku er hægt að finna alsskonar ákvextatré og hnetutré en það er nú ekki mikið af því á Íslandi.
 • Danmörk er mikið minna en Ísland en það búa miklu fleiri í DK.

 

engissprettta

Á myndinni má sjá mig með engissprettunni Selmu.

Mannréttindafræði 3 önn

Á þessari önn erum við að mestu búnar að vera spjalla en þá líka um mikilvæga hluti.

 

Verkefnið „Taktu skrefið áfram“.  Nemendur fengu hlutverkaspjöld (dæmi: Þú ert ólöglegur innflytjandi frá Malí) stilltu sér upp og síðan voru lesnar spurningar og ef viðkomandi spurning átti við hlutverkið tók nemandinn skref áfram, ef ekki var hann kyrr.

Þetta verkefni^var fínt og sýndi það okkur vel hvernig sumt fólk hefur það mikið betra en annað og hvernig sumt fólk hafa bara ekki neinn rétt til neins. Ég var í bæði skiptin svo milli stéttar manneskja. ‘i eitt skiptið var ég  frekar gamall maður sem hefur áður unnið við að vera skósmiður. 

 

Bully – heimildamynd um nokkur Bandarísk ungmenni sem hafa orðið fyrir alvarlegu einelti

Mér fannst þetta mjög góð mynd og sýndi hún vel hvað einelti er hræðilegt. Ég vissi eiginlega ekki að einelti væri svona mikið eins og í þessari mynd. Myndin fjallar um líf nokkurra einstaklinga og er sýnt hvernig þeir hafa það. Ein stelpan í myndinni sem er 16 ára og er lesspía verður fyrir útilokun af -llum bænum bara því hún er lesspía. Hún á reyndar nokkra vini. Hún er mjög góð í körfubolta t.d. en fær hálf partinn ekki að vera með í því og vill enginn snerta hana.

 

– Selma Guðrún

Hlekkur 8 vika 6 – SVEPPIR!

Á mánudaginn 6.maí var ég ekki í skólanum en þá var bekkurinn og Gyða held ég að tala um sveppi og hvað það er og allt sem tengist því.

Á þriðjudaginn kíktum við svo í Flúðasveppa sem er eina sveppahúsið á landinu. Þar tók Eiríkur við okkur og fræddi okkur um sveppina, ferlið þeirra og allskonar meira.

Nokkrir punktar sem ég bara svona man:

– Sveppir eru ekki plönur heldur rotverur, þeir ljóstillifa ekki.
– Hreinlæti og mikil nákæmni er alveg rosalega mikilvæg þegar verið er að rækta sveppi.
– Flúðasveppir var stofnað árið 1984 af Ragnari, RaggaSvepp eins og sumir kalla hann.
– Rotmassi er búinn til úr heyi, vatni, hálm og hænsaskít sem er búið að rotna saman.
– Í sveppahúsinu eru 6 klefar og er enginn þeirra á s0mu viku í sveppaferlinu.
– Það eru 2 raðir og 5-6 hillur inn í hverjum klefa.
– Sveppir er vara sem geymist ekki vel.
– Það er sent/selt um 11-12 tonn af viku, það fer nær allt með flutningabílum sem keyra svo burt með þá.
– Sveppir eru týndir í höndunum og eru ekki þrifnir, heldur sett bara strax í bakkana.
– Ég fékk að smakka nokkra sveppi svona beint úr einum klefanum og fannst mér þeir alveg ágætlega góðir.
– Allt frá því þegar heyrúllur eru teknar úr plasti, allt jukkið láta rotna, sveppirnir týndir og öllu draslinu í klefunum
hent í burtu til að láta rotna eru liðnar 9 vikur.

HÆGT ER AÐ NÁLGAST SKÝRSLUNA MÍNA SEM ÉG GERÐI UM HEIMSÓKNINA Í VERKEFNABANKA 2012-2013.
– Þar er meiri fróðleikur um þetta og myndir sem ég tók líka.

Wikipeda fróðleikur um sveppi 

Hvaða sveppir eru eitraðir á Íslandi?

Sveppir og fléttur

Á hverju og hvernig lifa sveppir?

Smjörsteiktir sveppir

Mynd sem ég bjó til í Picasa af alls konar sveppum sem ég fann á vini mínum google.

Heimildir ekki í nenni röð eða eftir myndunum: 1234567

– Semma GjéGjé

 

helkkur 8 – vika 5

Á mánudaginn 29.apríl var umræðutími, skoðuðum einhvað á netinu og nokkur blogg nemanda.

Á þriðjudaginn 30.apríl sýndi Gyða okkur síðu, myndband og einhvað á netinu. Í seinni tímanum fórum við í tölvuver að klára skýrsluna okkar sem hægt er að nálgast í verkefnabanka 2012-2013.

 

 • Frumverur má skilgreina á þann veg að þær séu einfruma lífverur með frumukjarna.
 • Frumverur skiptist í tvær undirfylkingar; frumþörunga sem eru frumbjarga og svo frumdýr sem eru ófrumbjarga.
 • Flestar frumverur lifa í vatni. Þær finnast bæði í stöðuvötnum og saltvatni.
 • Sumar frumverur lifa í rökum jarðvegi og aðrar inn í stærri lífverum.
 • Margar þessara innri frumvera eru sníklar og valda hýsli sínum skaða.
 • Frumverur eru einfrumungar sem hafa nokkuð þróuð líffæri, til dæmis kjarna sem geymir erfðaefni.
 • Flóknar lífverur eins og sveppir, dýr og plöntur hafa þróast af fornum frumverum.
 • Frumverur sem líkjast dýrum á lifnarháttum eru oft nefndar frumdýr, en orðið merkir fyrstu dýr.
 • Frumdýr eru ófrumbjarga og flest þeirra geta hreyft sig úr stað.
 • Þeim hópi sem kalla má frumdýr má skipta í fjóra meginhópa: Slímdýr, Bifdýr, Svipudýr, og Gródýr.

Heimild af texta

 

– Selma Guðrún

 

 

Líffræði – Hlekkur 8 – Vika 4 – Frozen Planet

Á mánudaginn 22.apríl var frekar rólegur tími, skoðuðum blogg, myndbönd og fréttir, fórum yfir það hvernig skýrsla á að vera sem við eigum að skila 30.apríl. Bættum inná hugtakakortið og svona.

Á þriðjudaginn 23.apríl var hópur b sem ég er í að horfa á mynd sem heitir Frozen Planet.
Ég punktaði niður helling sem ég ætla svo að skrifa um hér fyrir neðan.

Frozen Planet – punktar frá mér…ath gæti hafa heyrt vitlaust í mörgu, ekki 100% rétt allt.

 • Myndin er um lífið á heimskautalandinu en þar er lifa dýr við mjög erfiðar aðstæður þegar kaldast er og fara flest dýr suður þegar það er svona kalt.
 • Kvennkyns ísbjörnin/hvítabjörn  finnur sér stað til að sofa á og þegar snjórinn er orðin nógu þykkur fer hún að sofa og bíður þangað til að húninn fæðist. Hann er þá hjálparlaus og lifir á mjólk móður sinnar í langan tíma.
 • Gleraugnaæður eru fuglar sem safnast mikið af saman, þeir eru umkrindir ísnum í sjóinum og er þetta allur stofn heims sem safnast þarna saman. Margir fuglar sem frosna þarna.
 • Hafið er að mestu orðið að ís.
 • Veturinn eyðileggur margt og deyja flestar plöntur í frostinu þarna.
 • Barrtré og sum önnur tré með nálum þola mikinn kulda og eru þau um 1/3 af trjám í heiminum.
 • Stærri skrokkar hafa meiri fitu og svona og tapa þeir minni hita, ná að halda sér lengur heitum.
 • Úlfar veiða best í hóp, þeir fara eftir slóð stærri dýranna og þefa þau uppi, ráðast svo á þau og éta þau. Stundum ná dýrin að drepa úlfana, kvenkyns úlfurinn er ákveðnari og berst það oftast lengur. Í myndinni drepur ilgurinn (kvk úlfurinn) vísunda sem er stórt og mikið dýr, þetta var mjög blóðugur bardagi.
 • Snjórinn er svo mikill að það gæti verið 3 tonn af snjó ofan á sumum trjám, snjórinn nær að ráða fromi trjánna og hafa mikil áhrif á dýrin.
 • Jarðar og hrafnar vinna vel saman, jarðurinn borðar mjög mikið og hrafnurinn oðrar svo leifarnar þar sem goggurinn hentar betur í það. Jarðurinn geymir mat hér og þar í skóginum.
 • Stúfmýs búa undir snjónum í svona einskonar göngum, snjórinn einangar vel svo þær eru virkar allan veturinn. Þær fara svo á yfirborðið til að leita sér að fæðu, annars borða þær líka trjágreinar. Á yfirborðinu eiga þær í nokkuri hættu þar sem önnur dýr geta reynt að éta þau.
 • Lappuglan hefur það frekar erfitt þar sem snjórinn er mikil hindrun fyrir hana.
 • Písla sem er einhver tegund af mús eða einhvað er löng og mjó og býr líka undir snjónum. Hún er snögg og er erkióvinur stúfmýsarinnar. Hún getur leitað hana uppi, drepið hana. Písla reitir svo felldinn af henni og notar hann til að halda sér hita.
 • Sumstaðar hefur sólin ekki sést í marga mánuði, hún er svo lágt á lofti.
 • Köll húnana lætur koma meiri brjóstamjólk. Mjólkin er 9x næringaríkari en mannamjólk. Húninn tvöfaldar þingd sína á nokkrum vikum.
 • Karlkyns mörgæsir standa margir saman og fá þeir skjól hvor frá annari, þeir eru með eggið milli fótanna og þurfa þeir að passa það vel, aðeins fáeinar sekúndur í frostinu getur valdið dauða fyrir ungann í egginu.
 • Weddel selur er eina spendýrið sem er fyrir norðan um veturinn í þessu rosa kalda veðri. Það lifir í sjónum sem er -2°C, sami hiti búinn að vera í 25 milljóna ára. Það er stöðug hætta hjá þeim. Ísþakið einangrar.
 • Ískerti eru mjög söltuð, allt sem það snertir frosnar.
 • Köll brimlana geta heyrst í 25 km fjarlægð – valda kröftugum hljóðbylgjum.
 • Keisaramörgæsir – karlarnir bíða með eggin – konurnar eru þá úti á ísnum að leita af fæðu, þær koma til karlana þegar veturinn er búinn en þá eru þeir við það að drepas. – Því karlinn er búin að passa eggið/ungann allan veturinn þykir honum sárt að leppa honum – þEgar unginn er búin að klekjast út fer hann til mömmunar og hún gefur honum að borða – Sumir ungar lifa ekki af útaf kuldanum og frosna – Sumir ungir hafa týnt foreldrum sínum og eru þá allar mömmurnar sem hafa misst ungann sinn að rífast um ungann, oft deyr hann.
 • Aðalmörgæsir dvelja í snjónumyfir veturinn.
– Selma Guðrún, 9.bekk

 

 

Líffræði hlekkur 8 vika 2-3 :)

Bloggaði ekki fyrir viku 2 í þessum hlekk en geri það bara núna hvort sem þaður verður einhvað metið eða ekki.

Á mánudaginn 8.apríl var fróðleikur um veirur og bakteríur, en þær eru gjörólikar lífeverur og óskildar.

Á þriðjudaginn 9.apríl gerðum við plakatavinnu um kynsjúkdóma. Ég var með Ágústi og gerðum við plakat um kynfæravörtur sem er einn algengasti kynsjúkdómur í heiminum. Tölurnar segja að ætlað sé að um 800 einstaklingar greinast með kynfæravörtur hér á Íslandi árlega. „Við smit komast veirunar inn í frumur húðar eða slímhúðar á kynfærum. Þær nýta sér svo frumurnar til að fjölga sér svo afleiðingin verður offjölgun á frumum sem eru fullar af veirum. Veirur geta ekki lifað einar sér og er þeim lífsnauðsynlegt að notfæra sér kjarna í frumum hýsils til fjölga sér. Í þessu tilviki eru það frumur húðar og slímhúðar þess sem sýkist af kynfæravörtum. Ónæmiskerfi húðarinnar sér um að eyða veirum en þar sem þær eru innan í frumunum er erfitt að útrýma þeim án þess að skaða frumurnar sjálfar um leið. Ónæmiskerfinu tekst þó yfirleitt að lokum að losa líkamann við sýkinguna en það getur tekið mjög langan tíma.“
Við skrifðum einnig mikið meira á plakatið en þetta var bútur úr fróðleiki sem ég fann á netinu. Heimild texta. 

Á mánudaginn 15.apríl lærðum við um frumverur.
„Frumverur eru eitt af ríkjunum fimm.  Þær eru skilgreindar þannig að þær séu einfruma lífverur með frumukjarna.Sumar eru ófrumbjarga og aðrar frumbjarga.  Jafnvel getur sama lífveran verið stundum  ófrumbjarga og stundum frumbjarga. Sumar frumverur eru sníklar og valda hýslinum skaða.Þetta er því mjög fjölbreytilegur hópur lífvera sem á það eitt sameiginlegt að vera einfruma með afmarkaðan kjarna.“ Fróðleikur um frumverur sem Gyða skrifaði.

Á þriðjudaginn 16.apríl var bekknum skipt í A og B hóp, a hópur var inn í stofu að vinna og b hópur að horfa á fræðilega mynd. Ég var í A hóp og var ég að vinna með Arnþóri. Í tímanum áttum við að fara að sækja sýni úr Litlu Laxá og Hellisholtalæk. Þegar við vorum búin að því komum við aftur inn í stofu, fengum smásjá, dropateljara (eða hvað sem það heitir), burðargler, þekjugler til að skoða sýnin. Við sáum alls kynd þörunga í þessum sýnum og náðum við að leita uppi hvað nokkrir þeirra hétu með því að nota glósur sem Gyða lét okkur fá. Í laxá fundum við nokkrar tegundir af djásnþörungum og grænþörgungum. Í hellisholtalæk fundum við kísilþörunga, gjarðeskinga, þyrildýr og fleiri lífverur. Í smásjánni vorum við með stækkunina 16×10. He.sti munurinn af sýnunum sem mér fannst  frá Litlu Laxá og Hellisholtalæk er að það er meira af þörungum í ánni og að það er meiri kísill í læknum.
Við eigum svo að skila skýrslu úr þessu verkefni í næstu viku.

 

Fróðleikur um veirur og bakteríur sem er fenginn upp úr glósunum hennn Gyðu

– Veirur skaða hýsilfrumur sínar, þess vegna teljast þær sníklar, þótt varla teljist þær til lífvera.
– Veira er sett saman úr tveimur meginhlutum: uppistöðu úr erfðaefni og hjúp úr prótíni.
– Veirur eru ekki úr frumum, hafa ekki sjálstæð efnaskipti, eru háðar öðrum lífverum með fjölgun,
nærast ekki og þurfa ekki orku.
– Veirur eru gerðar úr próteinhylki, erfðaefni og festingum.
– Veirur fjölga sér aðeins í lifandi frumum.
Hún fjölgar sér þannig að hún festir sig á hýsilinn og sprautar erfðaefni sínu í hann.
– Veirur orsaka marga sjúkdóma, t.d. kvef, áblástur og vörtur.
– Það eru til mjög hættulegir veirusjúkdómfar eins og alnæmi, lifrabólga, inflúensa, mislingar,
mænusótt, heilabólga, bólusótt, hetturótt, herpes og fl.

– Dreifkjörnungar eru aðeins ein fruma, þær hafa eingan kjarna og erfðaefnið dreyft um frymið.
– Allir dreifkjörnungar eru gerlar (bakteríur).
– Bakteríur lifa næstum alls staðar og við alls konar umhverfi.
– Þær eru mjög misjafnar og vilja sumar meira súrefni en aðrar.
– Í einu grammi af mold getur verið allt að 4.000 mismunandi tegundir gerla.
– Mismundani form og lögun, sumar er kúlulaga, aðrar staflaga á meðan hinar eru kannski gromlaga.
– Bygging gerla: hafa um sig frumuvegg og sumir hafa síðan slímhjúp utan um hann.
Sumir gerlar hreifa sig úr stað með hreyfiöngum sem kallast svipur.
– Sumir háðir súrefni en aðrir þola ekki súrefni.
Sumir eru frumbjarga en aðrir ófrumbjarga.
Sumir lifa á dauðum lífverum og nefanst þá sundrendur og rotverur.
– Gerlar  fjölga sér með skiptingu, geta fjölgað sér mjög hratt ef réttu aðstæður eru fyrir hendi.
– Sumir erlar eru til skaðsemi, víða er búið að spilla drykkjarvatni og eiga þeir stundum sök á sjúkdómum.
– Einnig er gerlar oft til góðs eins og í mjókurframleiðslu, eyðingu á úrgangsefnum og mörgu öðru.
– Bakteríur geta lifað samlífi með hýsli sínum.
– Í glósunum stendur svo margt fleira en þetta er komið gott…

 

Hvað einkennir grænþörunga?? 


Mynd af þörugnum stækkuðum
Heimild 

 

– Selma Guðrún, 9.bekk

Líffræði hlekkur 8 vika 1 :)

Í seinasta hlekk bloggaði ég stórt blogg um allan hlekkinn en var bara að taka eftir því núna að það var ekki komið á síðuna mína svo ég setti það inná áðan.

Á mánudaginn 1.apríl var ekki skóli svo enginn náttúrufræðitími þá.

Á þriðjudaginn 2.apríl byrjuðum við nýjan hlekk sem heitir líffræði og er hlekkur númer 8. 
Við fengum glærur um flokkun lífvera og fórum við yfir þær.
Í þeim er talað um sögu flokkunarfræðinnar, tvínafnakerfið, ættkvíslar og tegundarheiti, flokkun manna og dýra, tíkin fimm, lífveruríkin og fleira sem tengist öllu þessu.

Punktar uppúr glærunum frá Gyðu:

 • Flokkunarfræði felst í því að lífverum er skipað í hópa grundvelli sameiginlegra einkenna.
 • Fyrsta flokkunarkerfið gerði Aristóteles á fjórðu öld f. kr.
 • Flokkunarkerfið sem notað er í dag er tvínafnakerfið og er eftir Svíann, Carl von Linné.
 • Ættkvíslar og tegundaheiti eru alltaf höfð skáletruð eða undirstrikuð.
 • Í tvínafnakerfinu eru lífverur gefin tvö nöfn og er fyrra heit þeirrar ættkvíslar sem tegundin tilheyrir, en seinna heitið er eins konar viðurnafn tegundarinnar.
 • Dæmi: Larus ridibundus (hettumáfur)
 • Þessi leið er líka notuð til að flokka lífverur: Ríki –> Fylking –> Flokkur –> Ættbálkur –> Ætt –> Ættkvísl –> Tegund
 • Einstaklingar sömu tegundar geta átt saman frjó afkvæmi.
 • Flokkunarfræði lífvera byggir á skiptingu lífvera í hópa sem síðan er skipt niður í minni hópa sem eiga meira og meira sameiginlegt.
 • Ríkin fimm:
  – Dreifikjörnungur: Einfrumungur. Erfðaefni dreift um frymið.
  – Frumverur: Einfrumungur. Erfðaefni afmarkað í einum kjarna.
  – Sveppir: Flestir fjölfruma og ófrumbjarga.
  – Plöntur: Fjölfruma. Frumbjarga. Heilkjarna.
  – Dýr: Fjölfruma. Ófrumbjarga. Heilkjarna.
 • Einkenni lífvera er tildæmis: Þurfa að nærast, öndun, efnaskipti, súrefni, þurfa orku, æviskeið, fæðast og deyja, gerðar úr frumu/frumum, hreyfing, fjölga sér.
 • Veirur eru ekki lífverur.
 • Svo stóð líka margt annað en þetta er það helsta.

Carl von Linné sæti :)
Heimild myndar.. 
Í næsta bloggi mun ég svo skrifa um veirur og bakteríur.
– Selma Guðrún, 9.bekk Flúðaskóla.

Hvítá hlekkur 7 vika 1-3 :)

Á mánudaginn 25.febrúar var ég veik heima en þá byrjðum við á nýjum hlekk sem heitir Hvítá. Í honum er mikil upprifjun en einnig einhvað nýtt líka. Í þessum tíma fengu krakkarnir glósur sem innihéldu eftirfarnadi; Hvítá, Hvítárvatn, Þingvallavatn, Sogið, Ölfusá, ýtri og innri öfl, Vatnsföll, jökla, rof, set og einhvað fleira.
Á þriðjudaginn 26.febrúar var ekki skóli svo í rauninni fór ég ekkert í náttúrufræði þessa vikuna.
Á mánudaginn 4.mars var umfjöllun um líffræði tengda þemaverkefninu um vatnasvið Hvítár og fengum við nýjar glærur. Rifjuðum upp hvað vistfræði væri, orkuþörf lífvera, frumbjarga og ófrumbjarga, öndun og ljóstillifun, fæðukeðjur og vefi, jafnvægi í vistkerfi. Töluðum sérstaklega um lífríki á Hveravöllum, Kerlinarfjöllum og í Þingvallavatni. Skoðuðum einhvað á netinu einnig.
Á þriðjudaginn 5.mars kláruðum við glærupakkan frá mánudeginum, kíktum á einhvað á netinu og fórum svo í stöðvavinnu í tölvuverinu. Hægt er að nálgast þær stöðvavinnur sem ég vann í verkefnabanka 2012-2013 undir heitinu Stöðvavinna 5.3.2013 – selma.
Á mánudaginn 11.mars fengum við nýjar glærur, fórum yfir þær. Þær eru um eðli vatns, orku og mælieiningar, vatnsafl, sogsvirkjanir, jarðvarm, háhitasvæði, Nesjavallavirkjun, orkugjafa og framtíðna. Þegar við vorum búin að fara yfir þetta bættum við inná higtakakortið og ræddum um könnunina sem var svo daginn eftir.
Í dag þriðjudaginn 12.mars var könnun úr því sem við vorum búin að vera læra fyrstu tvær vikurnar. Prófið var þannig að það voru 40 satt og ósatt spurningar, mér fannst prófið bæði erfitt en sanngjarnt samt sem áður. Ég fék 9 í þessu prófi samkvæt mentor.  

Hér er fróðleikur uppúr glærupökkunum sem við fengum frá Gyðu.

Vika eitt – Hvítá Jarðfræði:

 • Hvítá er þriðja lengsta á landsins frá upptökum hennar til Ölfusárósa. Samtals 185 km löng.
 • Hvítá er jökulá sem á upptök sín í Hvítárvatni við Langjökul.
 • Þegar Hvítá á eftir um 25 km leið til hafs rennur í hana vatnsfallið Sogið, eftir það skiptir hún um nafn og heitir þá Ölfusá.
 • Það koma oft mikil flóð í Hvítá.
 • Hvítárvatn er 30 ferkílómetrar og mesta dýpt þess er 84 metrar.
 • Þingvallarvatn er stærsta náttúrulega vatn á Íslandi. Flatarmál þess er 53,7 ferkílómetrar.
 • Sogið er 19 km löng lindá.
 • Ölfusá rennur í gengum Selfoss og til sjávar. Ytri öfl – ytri áhrif
  – vindur
  – öldugangur
  – jöklar
  – frost
  – úrkoma
  – vatnsföll

  Innri áhirf – koma úr iðrum jarðar
  – eldgos
  – jarðskjálfar
  – skorðuhreyfingar

 •  Vatnasvið er það svæði sem hefur afrennsli til sömu ár.
 • Vatnskil eru mörkin á milli vatnasviða.
 • Flokkun vatnsfalla:
  – Dragár –> Algengastar á blágrýtissvæðum, upptök óglögg, rennsli háð veðri og sveiflur í hitastigi.
  – Lindár –> Algengastar í og við gosabeltið, glögg upptök úr lindum og vötnum, janft rennsli og hitastig.
  – Jökulár–> Koma úr jöklum, rennsli háð veðri og mikil dægursveifla, óhreinar af framburði.
 • Flokkun jökla:
  – Hjarnjöklar –> Allir stærstu jöklar landsins.
  – Skriðjöklar –> Afrennsli strærri jökla.
  – Dalijöklar –> Fáir á Íslandi.
  – Skálar- og hvilftarjöklar –> Algengastir í Eyjafjarðarhálendinu.
 • Langjökull er næststærti jökull landins, líklega hylur hann tvö eldstöðvakerfi.
 • Þegar berg molnar vegna ytir afla skríður mylsnan niður og berst burt með vindi eða öðru = rof
 • Sandur og möl er dæmi um set.
 • Molaveg er set úr bergmylsnu. 

 Vika tvö – Hvítá Líffræði:

 • Vistfræði er fræðigrein sem fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og
  hvernig þær tengjast umhverfinu sínu.
 • Hvert vistkerfi er eining eða heild sem nær bæði til allra lífvera og umhverfis þeirra.
 • Allar lífverur þurfa orku til að komast af.
 • Uppruna allrar orku má rekja til sólarorkunnar og ljóstillifandi plantna.
 • Flest dýr fá orku úr fæðunnu sem þá láta ofan í sig.
 • Þær lífverur sem geta myndað sína eigin fæðu kallast frumbjarga.
 • Frumbjarga lífverur þurfa orku frá sólinnu, koltvíoxíð og vatn og geta þá stundað ljóstillifun.
 • Fæðukeðja lýsir því hvernig mismunandihópar lífvera afla sér fæðu og þar með orku.
 • Fæðuhlekkur segir til um stöðu lífvera í fæðukeðjunni.
 • Milli hlekkja í fæðukeðju tapast orka.
 • Fæðuvefur er þegar fæðukeðjur skarast.
 • Fæðuvegur er ferður úr öllum fæðukeðjum sem finna má í hverju vistkerfi og tengjast saman.
 • Í vistkerfi ríkir oftast jafnvægi milli þeirra lífvera sem þar lifa.
 • Ef röskun verður á einum hluta vistkerfisins getur það skapað vanda í öðrum hluta.
  Algengustu orsakir jafnvægisröskunar eru af völdum náttúrulega breytina og vegna umsvifa mannsins.
 • Vatn er ekki það sama og vatn!
 • Hveravellir voru friðlýst náttúruvætti árið 1960 vegna sérkenna og fræðilega gildis jarðhitasvæðisins.
 • Það er oftast ekki hægt að sjá örverur með verum augum.
 • Við landnám þakti fjórðungur Íslands birki, mikið er af birki ennþá, sérstaklega hjá Þingvallavatni.
 • Í Þingvallavatni eru fjórir stofnar bleikju; Dverbleikja, Kuðungsbleikja, Murta, Sílableikja.
 • Himbrimi finnst hjá Þingvallavatni er af brúsaætt.

Vika þrjú Hvítá Eðlisfræði:

 • Vatn er táknað H2O, vatn þekur um 70% af yfirborði jarðar.
 • Eðlismassi er háður hita og þrýstingi.
 • Orka jarðar má rekja til sólarninnar.
 • Orka eyðist ekki – breytir um form.
 • Vatnsafl byggir á hreyfiorku og/eða stöðuorku vatns.
 • Stöðuokru er breytt í hreyfiorku þegar vatnsafl er virkjað.
 • Þegar vatnsafl er virkjað er fallhæð og þungi vatnsins notaður til að snúa túrbínum og framleiða rafmagn. 
  Meir fallhæð og miera vatnsmargn gefa meiri afl.
 • Það er mikill varmi í möttlinum – Jörðin losar varmann með varmaleiðni og varmastreymi.
 • Hitastigull á Íslandi 50 – 100°C
 • Misgengissprungur og berggangur algengt uppstreymi jarðhita.
 • Jarðvarmasvæðum skipt í háhitasvæði og lághitasvæði.

 

Sumarið 2012 fór ég í river rafting á Hvítá og var það mjög skemmtilegt. Ég hoppaði af kletti og út í ána og synti ég einnig í ánni. Ég var samt í svona galla. Ég man heldur ekki alveg hvað kletturinn var hár en þar sem ég hoppaði var dýptin á vatninu um 14 metrar. Set eina mynd sem ég fann á google af klettunum þar sem er stokkið.

 

– Selma Guðrún, 9.bekk

Eðlisfræði 2013 vika 1

Í seinustu viku eða þar seinust, man ekki, byrjuðum við á nýjum hlekk sem heitir Eðlisfræði og er 6.hlekkurinn í 9.bekk.

Í þessum hlekk erum við búin að ræða mikið um orku, varma og hreyfingu og þannig dót. Gyða hélt fyrirlestur um þetta og fengum við glærur. Við fórum líka í próf í seinustu viku sem var hræðilegt, flestir fengu lélega einkunn enda erfitt að mínu mati haha..

Fróðleikur upp úr glærunum hennar Gyðu og hugtakakortinu mínu

Eðli orkunnar
– Orka er skilgreind sem hæfni il að framkvæma vinnu
– Orka er grundvallarstæð sem hver eðlisfærðilegt kerfi hefur að geyma
– Orka birtist í margvísilegum myndum

Mismunandi form orku
Hreyfiorka
– Er sú orka sem hlutir býr yfir sökum hreyfingar sinnar.
– Sú vinna sem þarf til að koma kyrrstæðum hlut af ákveðnum massa á tilekna hreyfingu.
– Hlutir sem eru á hreyfingu geta framkvæmt vinnu.
– Orkan sem felst í hreyfingunni kallast hreyfiroka.
– Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku sameindanna.
Stöðuorka
– Háð því hvar hlutur er staðsettur.
– Stöðuorka kerfis er orka sem stafar af kröftum sem verka á milli eininga þess og afstöðu þeirra.
– Kraftarnir gera verið rafkraftur, segulkrafur eða þyngdarkraftur.
– Þegar stöðuorka kerfis minnkar, breyttist hún í aðra teguns orku, t.d. hreyfiorku.
– „Geyma“ má stöðuorku svo sem þyngarstöðuorku, fjöðunarorku, efnaorku, kyrrstöðumassaorku
eða raforku og leysa úr læðingi.
Varmorka
– Hreyfiorka sem stafar af hreyfingu einda kallast varmorka.
– Sú mynd orkunnar sem flyst milli staða þar sem hitamunur gætir.
– Því meiri hreyfing – því meiri varmi.
– Eldur kviknar þegar súrefni kemst að eldfimu efni og hiti er nógu hár  Þá losnar efnaorka úr læðingi,
sameindir efnisins fara að hreyfast með miklum hraða og sleppa sem fas frá efninu sem er að brenna.
Efnaorka
Rafsegulorka
Kjarnorka

Mælingar á orku
– SI einingin fyrir bæði orku og vinnu er júl (J)
– 1 J er jafnt og 1 Nm
– Aðrar orkueiningar
– Hestöfl
– Kílóvött (k W h)
– Kaloríur (cal eða kal)

Hitaþensla
– Hiti hefur áhrif á stærð hluta.
– Því heitara
–> Meiri hreyfing sameinsa
–>Lengra á milli sameinda
–> Efnið þenst út
– Tvímálmur er notaður til að stjórna hita – hitastillir

Hitastig
– Hitamælir er tæki notað til að mæla hita.
– Algengustu hitamælir áður fyrr notuðu hitaþenslu kvikasilurssúlu,
en nú er algengast að nota hitanema úr hálfleiðurum.

Hiti
– Hiti er mælikvarði á meðalhreyfiorku.
– Hitamælir mælir hita annað hvort í:
Gráðum á Celcíus –> °C
– Vatn frýs við 0°C og sýður við 100°C
Einingum á Kelvin –> K
– Vatn frýs við 273 K (0°C + 273)
– Og sýður við 373 K (100°C + 273)
– 0 K er alkul = – 273°C

Varmi
– Varmi er mældur í júlum (J)
– Varmi er ekki meðalstærð eins og hiti.
– Varmi grundvallast af þeim efnismassa sem er til staðarþ
– Meiri varmorka í 50 g af heitu varni er í 1 g.
– Varmi kemur við sögu hvort sem efni hitnar eða kólnar.

Varmamælingar
– Hiti og varmi er ekki það sama!
– Varmi er mældur í einingum sem kallast kaloríur.
– Ein kaloría er sá varmi sem þarf til að hita eitt gramm af vatni um eina gráðu.
1 kal = 1 g vatni hitað úr 14,5°C í 15,5°C

Varmaflutningur
Tilfræðsla á varma kallast varmaflutningurþ
Varmi getur flutt á þrjá vegu milli hluta, með:
1. Varmaleiðingu
2. Varmaburði
3. Varmageislun

Varmaleiðing
– Varmi flyst gegnum efni, eða frá einu efni til annars, með beinni snertingu milli sameinda.
– Orkan berst frá einni sameind til annarar.
– Efnið getur verið fast efni, vökvi eða lofttegund.
– Sum efni leiða varma betur og hraðar en önnur.

Varmaburður
– Varmi vest með straumi straumefnis.
– Straumefnið hitnar og þá hreyfist sameindirnar hraðar og lengra verður milli þeirra.
– Þetta leiðir til þess að eðlismassi minnkar – straumefnið sem hitnar verður eðlisléttara og stígur upp.
Þá skapast straumar sem vera með sér varma.

Varmageislun
– Þegar orka flyst gegnum rúmið á varmageislun sér stað.
– Orkan er í mynd ósýnilegra rafsegullbylgna sem kallast innrauðar bylgjur.
– Dæmi sólarljós.

 

Þetta er komið nóg í bili en ég er líka að skrifa þetta allt niður fyrir sjálfan mig svo ég læri um þetta í leiðinni. Held áfram að skrifa uppúr glósunum og hugtakakortinu í næstu viku :)

– Selma Guðrún Gunnlaugs