Fyrsti hlekkurinn á árinu – Vísindavaka

Bloggið var einhvað í fokki í gær svo ég set það bara inn á í dag (um vísindavöku), vona að það sé í lagi!

Við byrjuðum árið með því að hafa vísindavöku sem er þá hlekkur 5.
Seinasta ár gerðum ég, Ninna, Ylfa og Sesselja myndband sem er hægt að nálgast hér.
Við vorum saman aftur þetta ár og gerðum tilraun sem var þannig að athuga mun á köku sem er bökuð í bökunarofni og örbylgjuofni. Hér er myndbandið af tilrauninni. Hægt er að sjá allt um niðurstöður og það í myndbandinu.

Smá fróðleikur upp úr glósum frá Gyðu :)

Hvað eru vísindi?
Nokkur hugtök
– Staðreynd
– Ráðgáta
– Tilgáta
– Tilraun
            Samanburðartilraun
            Breyta
– Kenning
– Lögmál

Eðlisvísindi (efnafræði, eðlisfræði og stjörnufræði).
Orka og efni.

Nokkur myndbönd sem krakkar í Flúðaskóla hafa verið að gera í vísindavökum

Reyksprengja
Eggja tilraun
Sykurkristallar
Ávaxtasprengitilraun
Eðlismassi vökva
Hjólatilraun
Dansandi matarlitir
Mentos og kók
Hraunlampi
Mentos og kók – önnur tilraun

Fróðleikur, síður og tilraunir:

Wikipedia fróleikur um rannsókn

Wikipedia fróleikur um tilraunir

Eldgos tilraun

Skemmtilegar tilraunir – blóðbankinn

 

– Selma Guðrún Gulladóttir :) Allir að horfa á myndbandið okkar
Set það hér aftur..

 

 

 

 

Hlekkur 4, vika 2

Á mánudaginn 3.desember var bara svon aumfjölllun og við skoðuðum einhverja vefi. Komumst að ýmsu um ýmislegt sem tengist efninu sem við erum að læra um í þessum hlekk.

Á þriðjudaginn 4.desember var stöðvavinna í tölvum og svo unnum við að power point verkefninu. Hér er stöðvavinnan (4.desember)
Í stöðvavinnunni gerði ég þetta:
…skoðaði vef sem ég gat séð sólarkerfið í kíkir, einhverjum línum og annað – Sólkerfið
…reyndi ég að gera krossgátu – hér er hún
…skoðaði ég ýmislegt á þessum vef sem heitir nasa og hægt er að skoða nánast allt um sólkerfið og fleira – Nasa
…las ég einhvað á BBC Space sem er vefur með mikið af fróðleik – BBS Space
… skoðaði ég mjög flott forrit sem sýnir bara alheiminn – http://htwins.net/scale2/

Og einhvað fleira :)

Fróðleikur um Galíleó Galílei sem Rúnar Guðjónsson gerði:

 • Galíleó Galílei var menntaður maður og fæddist í Písa á Ítalíu.
 • Galíleó Fór til Hollands til að fræðast um ákveðna nýja tækni þar.
 • Með þeirri þekkingu smíðaði hann sjónauka og með honum skoðaði hann himingeiminn.
 • Má segja að hann og margir aðrir hafi lagt grunnin af allri stjörnufræði í dag.
 • Galíleó gaf út mörg rit og gerði margar uppgvötanir, t.d. uppgvötaði hann stærstu tungl Júpíters og eru þau nú kölluð Galíleó tunglin.
 • Kirkjan í Róm var ekki ánægð með rit, uppgvötanir og stuðning Galíleós við sólmiðju kenningu Kópernikusar.
 • Að lokum var hann kallaður fyrir rannsóknar réttinn í Róm og var sakfelldur fyrir uppgvötanir sínar.
 • Stoppaði hann þó ekki rannsóknir sínar og er talinn vera einn af feðrum stjörnufræðinnar

Hér er bloggið hans, það er mjög flott og fróðlegt og mæli ég með því!!

Venus

 • Venus
  Ratsjármynd af reikistjörnunni Venusi

Venus er önnur reikistjarnan frá sólinni og sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins, örlítið minni en jörðin. Við fyrstu sýn virðist sem Venus sé tvíburasystir jarðar. Þær hafa næstum sama massa, þvermál, eðlismassa og þyngdarhröðun. Á báðum reikistjörnum eru fáir gígar sem bendir til þess að jarðfræðileg virkni eigi sér stað. Þó er eitt veigamikið atriði sem skilur á milli: Venus er óvistleg en jörðin er eini staðurinn þar sem vitað er um líf með vissu.

Heimildir af þessum texta og mynd

Stjörnufræðivefurinn er mjög flottur vefur og er hægt að læra amikið af honum. Það er helling af fróðleiki þarna og eiginlega bara allt sem maður þarf að vita um stjörnufræði. Við eigum örugglega eftir að nota þennan vef mikið í þessum hlekk og hef ég notað hann einhvað í power point verkefninu mínu um myrkvana. Hér er þessi vefur.

 

– Selma Guðrún

Mannréttindafræði

Í haust byrjuðum við í Mannréttindatímum og erum við búin að læra allskonar um mannréttindi þessa önn.

„Mannréttindafræðslan hófst með kynningu á því hvað við ætluðum að læra í vetur og hvað mannréttindi þýða.
Hér kemur upprifjun á því sem við höfum síðan unnið með í tímum;
1) Verkefnið “öll jöfn – öll ólík”. Nemendur lásu textabrot og áttu t.d. að finna út frá hvaða landsvæði í heiminum textinn kom (þ.e. höfundurinn).
2) Verkefnið “spilaðu með!”. Í þeim tíma spiluðum við ólsen ólsen en nemendur vissu ekki af því að kennarinn hafði samið við 3-4 nemendur um að vera “reglusmiður, ákærandi, svindlari og sá tapsári”.
3) Verkefnið “menntun fyrir alla”. Nemendum skipt í hópa og spilað samstæðuspil þar sem para á saman texta og mynd sem tengjast menntun og mannréttindum.
4) Unnin veggspjöld þar sem nemendur klipptu greinar úr dagblöðum þar sem fjallað var um mannréttindi eða mannréttindabrot. Greinarnar límdar á plaköt og þær tengdar viðeigandi greinum úr Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
5) Leikurinn “teiknaðu orðið”. Nemendur völdu sér ákveðna grein úr Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og teiknuðu upp á töflu. Nemendur áttu að finna út hvaða grein var verið að vinna með.
6) Verkefnið “Sjáðu hvað þú getur”. Stutt umræða um fatlanir og síðan prófuðu nemendur á eigin skinni hvernig er að vera blindur. Unnið í pörum þar sem nemandi leiðbeindi öðrum nemanda sem hafði bundið fyrir augu.“

– Kolbrún

Hér fyrir ofan sést það sem við erum búin að vera gera í vetur en það sem mér fannst skemmtilegast var númer 2.
Þá áttum við að spila en í þessari færslu sagði ég meira frá því… (klikkið á „færslu“, þá opnast hún)
Svo var líka fínt þegar við vorum að gera veggspjöldin (4) sem við klipptum greinar úr dagblöðum.

Kveðja Selma 😉

Hlekkur 4. vika 1 :)

Á mánudaginn 26.nóvember byrjaði nýr hlekkur sem heitir stjörnufræði.
– Fengum við námsáætlun og skoðuðum námsmat.
– Byrjuðum að punkta niður á hugtakakortið okkar.
– Ræddum um verkefni sem við ætlum að gera, það er einstaklingsverefni.
Það verður unnið í Power Point.
– Við fundum yfir 20 atriði sem tengist sólkerfinu en svo völdu allir eitt af því,
svo verður kynning.
– Svo gerðum við einhvað meira líka :)

Á þriðjudaginn 27.október ræddum við einhvað saman, fórum við í stöðvavinnu og unnum í verkefninu okkar í seinni tíma.
Ég vann með Kristínu og gerðum við tvær stöðvar.
– Fyrri stöðin var þannig að við lásum grein í Vísindablaðinu, hún var um tunglið
eða ferðir sem hafa verið farnar þangað. Svo ræddum við saman um það og punktuðum niður.
– Seinni stöðin sem við gerðum var að við fengum gervihnött sem sýndi stjörnumerkin.
Við fórum inní kompuna hennar Gyðu og Höllu og höfðum alveg myrkur svo við gátum
séð hnöttinn sem var ljós í, það var rosa flott :)

 

Í verkefninu sem við eigum að gera ætla ég að fjalla um myrkvana en þeir eru sólmyrkvi og tunglmyrkvi.
– Sólmyrkvi verður til þegar tunglið gengur beint a milli sólar og jarðar.
– Þegar til verður tunglmyrkvi þá gengur fullt tungl inn í skugga Jarðarinnar og myrkvast um stund.
Ég mun svo setja verkefnið hér inn á síðuna þegar ég er búin með það og er búin að kynna það.

 

– Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir 9.bekk

Hlekkur 3 vika 4 :)

Á mánudaginn 19.nóvember var ég ekki í skólanum en þá var farið yfir fréttir og talað um hreyfingu, kraft og svoleiðis.

Á þriðjudaginn 20.nóvember var lokadagur í 3.hlekk, kláruðum skýrslu og afhentum. Töluðum saman og fleira.

Smá fróðleikur úr glærunum hennar Gyðu sem við erum búin að vera læra í þessum hlekk:

 • Hreyfing er breyting á staðsetningu eða stöðu hlutar.
 • Vegalengd er fjarlægð milli staða.
 • Ferð er hraði hlutar þegar ekki er tekið tillit til stefnu hans.
  Ferð í ákveðna stefnu nefnist hraði.
 • Hraði segir til um ferð hlutar og stefnu hans.
  Hraði segir bæði til um ferð og stefnu hlutar.
  Hægt er að reikna út ferð hlutarins eða hraða í m/sek eða km/klst:  Hraði = vegalengd
  tími
  Þegar hraði tveggja hluta er í sömu stefnu leggst hraðinn saman,
  en ef hraði þeirra er í gagnstæða stefnu verður að beita frádrætti.
 • Hröðun
  Hraðabreyting hlutar á tímaeiningu kallast hröðun.
  Hægt að reikna hröðun:   Hröðun = lokahraði – upphafshraði
  tími
 • Hraðabreyting er mæld í km/klst eða m/sek og því er hröðun mæld á km/klst á klst eða km/klst í öðru veldi (m/sek í öðru veldi)
  Hröðun getur verið jákvæð eða neikvæð.
 • Jákvæð hröðun er þegar hraðaaukning verður.
 • Neikvæð hröðun er hraðaminnkun á sér stað.

– Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir í 9.bekk Flúðaskóla á Flúðum 😉

3.Hlekkur Vika 3 :)

Á mánudaginn 12.nóvember horfðum við á einhverja mynd/þátt um einhvað asnalegt.

Á þriðjudaginn 13.nóvember gerðum við aðra tilraun sem var þannig að við vorum með svona bolta og svo átti einn í hópnum að rúlla honum og einn átti að taka tíman hvað hann var lengi að rúlla og einn að mæla hve langt hann færi og fleira. Svo gerðum við skýrslu eða eigum að gera skýrslu. Við áttum að gera allskyns útreikinga sem við hópurinn erum ekki alveg að skilja en…

Ekki neitt sem ég get skrifað um sem tengist þessum hlekk!

3.hlekkur vika 2 :)

Á mánudaginn 5.september var fyrirlestur, skrifa á hugtakarkortið, skoðuðum fréttir og einhvað :)

Á þriðjudaginn 6.september unnum við í tilraun sem var þannig að einn hljóp upp stigan og labbaði og einn mældi hve lengi hún/hann var og svo reiknuðum við alls kyns útreikninga sem við áttum að gera.  Svo gerðum við skýslu. Ég vann með Ylfu og Sesselju. Okkur gekk ekkert það vel með þetta verkefni :/

Ég er búin með rigerðina mína sem er hægt að nálgast svo í verkefnabankanum en hún var um letidýr.
Hér er smá partur úr lokaorðunum sem inniheldur margt um letidýr…

„Það sem ég hef lært um letidýr eftir að hafa skrifað þessa ritgerð er mjög mikið. Til dæmis það að
þau búa í Mið- og  Suður-Ameríku og eru skipt í tvítæð og þrítæð letidýr. Þau eru laufætur og sofa allan liðlangan daginn. Letidýrin nærast á nótunni. Þau er með togkraft svo þau geta ekki gengið en eru mjög góð í að hanga á hvolfi í greinum, enda það sem þau gera nánast alla ævi. Letidýr er góð dýr og meiða aldrei önnur dýr nema þeim sé ógnað. Einnig hef ég lært fullt af örðum hlutum um letidýr og spendýr.“

-Selma Guðrún

í þessum hlekk erum við mikið að læra um einhverja útreikninga sem ég skil ekki nógu vel en það er allt sem tengist einhverjum massa, þyngd, afli og því öllu…

 

3.hlekkur vika1 Kraftur og Hreyfing :)

Nú erum við loksins byrjuð í nýjum hlekk sem heit Kraftur og hreyfing :)

Á mánudaginn 29.október fengum við prófið til baka og skoðaðum fréttir, blogg og glærur.
Á þriðjudaginn30.október  héldum við áfram með glærunar og skoðuðum líka fréttir og svoleiðis.

Ræddum mikið um fellibylinn Sandy, en hann hefur valdið miklum skemmdum og nokkrir dánir.
hér er nokkrar fréttir af honum..
http://visir.is/reiknad-med-ad-sandy-nai-landi-vid-new-jersey-siddegis/article/2012121029006
http://www.nasa.gov/mission_pages/hurricanes/main/index.html
http://www.weather.com/weather/hurricanecentral/tracker/2012/sandy
http://visir.is/sandy-hefur-kostad-14-manns-lifid,-eignartjon-er-gifurlegt/article/2012121039999

Hér er mynd af Sandy..Heimild

Nokkur atriði sem ég lærði í vikunni:
-Massi og þyngd er ekki það sama!
-Massi og þyngd er ekki það sama!
-Massi og þyngd er ekki það sama!
-Massi og þyngd er ekki það sama!
-Massi og þyngd er ekki það sama!
-Massi= kg
-Þyngd= kraftur
-Maður er örlitið léttari á miðbaugnum en á Íslandi
-Þyngd= Newton
-Það er hægt að reikna hvað maður er þungur á tunglinu
-Fellibylir geta eyðliagt alveg rosa mikið!!

Og svoooooo maaaaargt fleiraaaa :)

 

 

Hlekkur 2, vika 6-7..Dýrafræði :)

Bloggið mitt var bilað svo bloggin fyrir 5-7 viku koma dáldið seint inn…

Mánudaginn 15.október var fyrirlestur um fiska, froskdýr og skriðdýr. Við fengum ekki þessar glósur svo ég get ekki skrifað uppúr glósunum um það en hér eru linkar sem eru um..
Froska
Fullt af linkum sem vísa inná ýmis konar um froska
Hvað eru skriðdýr?
Skriðdýr
Skriðdýr, önnur síða
Fullt af linkum sem vía inná ýmis konar um skriðdýr
Fullt af linkum sem vísa inná ýmis konar um froskdhttp://nemar.fludaskoli.is/selma98/wp-admin/post-new.phpFyrýr
Froskdýr
Froskdýr – umhverfisstofnun

Skoðuðum svo líka nokkrar fréttir: NorðurljósaspáJúpíterOfurhugi

Á þriðjudaginn 16.október var stutt verkefnavinna og svo ritgerðarvinna í tölvustofunni.

Mánudaginn 22.október fínpússuðum við hugtakakortið og undirbúðum okkur fyrir prófið mikla. Skoðuðum fréttir og blogg hjá nemendum…

Þriðjudaginn 23.október var svo könnun úr þessum hlekk (dýrafræði)..við máttum taka hugtakakortið með okkur :)
Í prófinu voru margar spurningar uppúr þessu prófi, svo fórum við niður í tölvustofu og unnum í ritgerðinni okkar sem við eigum svo að skila 31.október…

Smá fróðleikur..sem ég vann upp úr sjálfsprófinu sem er linkur af hér fyrir ofan!
..Vísindamenn sem rannsaka dýr er nefndir Dýrafræðingar
..Skriðdýr, fuglar og spendýr tilheyra hryggdýrum
..Fyrstu landhryggdýrin voru fiskar
..Skriðdýr þróuðust frá froskdýrum
..Þegar egg og sáðfruma koma saman í vatni er dæmi um ytri frjóvgun
..Skriðdýr eru misheit dýr
..Lindýr hafa um sig harða skel og erumeð mjúkan líkama
..Ánamaðkar teljast til liðorma
..Liðdýr er fjölbreyttasti hópur lífvera á jörðinni
..Líkami skordýra skiptast í 3 hluta
..Egg –> Lirfa –> púpa –> fullvaxið skordýr = fullkomin myndbreyting
..Fiskar anda með líffæri sem heitir tálkn

Og svo framvegis..en ég ætla að fara skrifa í ritgeðrinni minnni 😉

Kveðja Selma!

Hlekkur 2, vika 5 :) Dýrafræði

Á mánudaginn 8.október kíktum við á fréttir og skoðuðum ýmislegt.

Á þriðjudaginn 9.október var stöðvavinna og ritgerðaundirbúningur. Ég var með Elísi í hóp og gerðum við tvo sjálfspróf og eina krossgátu. Í seinni tímanum fórum við svo í tölvuverið að vinna í ritgerðunum okkar.

Ég ætla núna að skrifa aðeins um skordýr, myndbreytingu og fleira kannski.
Heimildir: glósurnar hennar Gyðu.

Skordýr
– Margbreytileg að líkamsgerð:
– Líkami þeirra skiptist í þrjá meginhluta: Haus, frambol og afturbol.
Skordýr eru sexfætt.
– Depilaugu þeirra greinir einungis mun dags og nætur.
Stærri augu sem heita samsett augu eru gerð úr mörgum smærri augum
sem hvert um sig er með einni linsu, mjög næm á hreyfingu.
– Flest skordýr eru vængjuð. Opið blóðrásarkerfi (fer ekki allt eftir æðum)
heldur flæðir um holrými líkamanns.
– Súrefni berst um sérstakt kerfi loftæða sem hafa upphaf og endi sinn á síðum dýrsinns.
– Sum skordýr ganga í gegnum röð breytinga sem kallast mynbreytingar.
– Egg maðkaflugna kallast víur en lirfur þeirra hvítmaðkar.
Lirfur fiðrilda kallast tólffótungar.
– Við makaleit senda m-rg kvendýr frá sér ilmefnið ferómón – Kk skordýr geta fundið lykt af kvk
skordýri í allt að 30 km fjarlægð…
– Fara oftast einförum en sim skordúr lifa í sléttaskiptum og þróuðum samfélögum.
– Varnir skordýra eru margvísleg, t.d. eitur, dulargervi, ólykt o.fl.
Ég tek það fram eins og í síðasta bloggi að köngulær eru ekki skordýr! Skordýr eru með sex fætur en könguló er með átta fætur svo það getir hana að áttfætlu…

Myndbreyting
– Myndbreyting er annað hvort sögð:
– Ófullkomin myndbreyting: úr eggi kemur ungviði sem er áþekkt foreldrum sínum..eða
– Fullkomin myndbreyting: egg à lirfa à púpa à fullvaxin lífvera.

Það var líka fyrirlestur um fleiri glærur en við fengum ekki þær útprentaðar – svo ég viti.

Hér eru nokkrar síður sem við skoðuðum þessa vikuna:

Bleikt vatn: http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/bleika-vatnid-i-senegal
Flugur: http://www.diptera.info/photogallery.php
Tegundir í hættu: http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-19558442
Blogg nemanda: http://natturufraedi.fludaskoli.is/index.php?option=com_weblinks&view=category&id=61%3A7-bekkur&Itemid=89

Á þessari mynd er skordýr
– sex fætur
– Búkurinn er skipt í 3 hluta

Heimild myndar: http://www.infovisual.info/02/038_en.html

Síða um ættbálki skordýra: http://www.ni.is/dyralif/smadyr/tegundiroglifshaettir/skordyr/aettbalkar
Skordýr: http://www.ni.is/dyralif/smadyr/tegundiroglifshaettir/skordyr
Skordýr á Íslandi: http://www.nat.is/travelguide/skordyr_a_islandi.htm

-Selma Guðrún, 9.bekk J