Mannréttindafræði…

Í mannréttindafræði tímum höfum við helst bara verið að spjalla saman um það sem tengist því.
Í einum tímanum þá vorum við að spila og var Kolbrún búin að skipuleggja eitt og var búin að segja Sesselju að búa til endalaust af reglum á staðnum þannig að við héldum að hún væri einhvað rugluð og kynni ekki ólsen nólsen og var með sínar skrítnu reglur. Og svo var hún búin að segja Andreu að reyna að svindla og gá svo hvort við tækjum eftir því.. en við héldum bara að Andrea væri einhvað að ruglast því það var einhvað svo líkt henni. Svo var það Anna sem átti að vera saka alla um að svindla og gá hvernig við brugðumst við..

Svo erum við búin að hlusta á fyrirlestur og allskonar :)

– Selma Guðrún Gunnlaugsdótir, 9.bekk

Hlekkur 2 vika 4 – Dýrafræði :)

Á mánudaginn 1.október svöruðum við spurningum uppúr glærunum, skoðuðum síður og blogg nemenda.

Á þriðjudaginn 2.október var stöðvavinna. Ég var með Önnu g Rúnar. Við unnum frekar margar stöðvar og var þetta bara skemmtilegur tími :) skoðuðum könguló í smásjá, gerðum verkefni í tölvunni, og skoðuðum sýni og margt fleira :)

Fróðleikur úr glósunum sem við gerðum í þessari viku:

Liðdýr:
– Sú fylking dýraríkis sem státar af flestum tegundum.
– Lifa nánast hvarvetna á jörpinni; í lofti, á landi, í fersku vatni og sjó.
– Liðdýr hafa ytri stoðgrind úr kítíni, liðskiptan líkama og útlimi með liðamótum.
– Ytri stoðgrindin erða skurnin stækkar ekki með lífverunni og verður lífveran því
  að kasta henni af sér öðru hverju. Í þeim hamskiptum er dýrið berskjaldað.
– Helstu hópar eru: krabbadýr, fjölfætlur, áttfætlur og skordýr.

Krabbadýr:
– Lifa í fersku vatni og sjó
– Undir skurninni er tálkn sem dýrin anda með
– Hafa tvö pör fálmara – skynfæri
– Geta látið sér vaxa glataðan líkamshluta s.s kló.
– Dæmi: Krabbflær, stökkkrabbar og vatnaflær.
– Það sem ég glósaði…
   …Sölvahnútur er krabbadýr
  …Mikið af pínulitlum krabbadýrum sem lifa í mikið í sjó – kallast dýrasvif
  …Dýrasvif= Undirstaða lífsins í sjónum, eins og plöntusvif er undirstaða lífins á land…

Áttfætlur:
– Helstu hópar: köngulær, langfætlur, sporðdrekar og mítlar.
– Líkami þeirra skiptast í frambol og afturbol.
– Á afturbol eru átta fætur.
– Köngulær hafa átta depilaugu á frambolnum.
– Eru öflug rándýr. Sumar tegundir köngulóa sitja bráð sinni og stökkva á hana, aðrar spinna
  límkenndan þráð úr spunavörtu á afturbol.
– Lama bráð sína með eitri.
– Mítlar eru smáar áttfætlur. T.d. rykmaurar, heymaurar og blóðmítlar.
KÖNGULÆR ERU EKKI SKORDÝR!!

Fjölfætlur:
– Samheiti yfir tvo hópa liðdýra, margfætlur og þúsundfætlur.
– „ormar með fætur“.
   – Margfætlur hafa eitt fótapar á hverjum lið, þúsundfætlur hafa tvö pör.
– Þúsundfætlur eru plöntuætur en margfætlur eru rándýr með eiturspúandi kló.

Heimildir eru glósurnar hennar Gyðu en í seinustu bloggum hef ég einnig verið að nota þær svo það eru
til fullt af heimildum fyrir þær…

Hér eru nokkrar síður sem við skoðuðum í þessari viku!
Kóralrif
Greyningarlykill um smádýr
Fróðleikur um höfin og lífríki þeirra
Yfir 1200 lífverur uppgötvaðar á áratug
Nýjar fréttir frá Amazon
Hvað er fílaveiki?
Læknablóðsugur
Hvernig fjölga ánamaðkar sér?
3000 köngulær…
Krabbadýr

Þriðjudaginn 23.október er könnun uppúr þessum hlekk, hér er hægt að sjá hvað við þurfum að vita fyrir þessa könnun…

Hér fyrir neðan er mynd af krabba….heimild

– Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir :)

Hlekkur 2 vika 3 – Dýrafræði :)

Á mánudaginn 24.september var fyrirlestrartími og svo skoðuðum við fullt af síðum á netinu. Skoðuðum stól útí geim eða myndband af því, hægt að sjá hér. Skoðuðum hálfan hest og hálfan zebrahest, sjá hér. Svo sýndi Gyða okkur margt fleria en einnig sýndi hún okkur að það var manneskja sem var mað tvo risa snigla með sér í flugvél en ætlaði manneskjan að smigla þeim inní landið sitt og éta þá svo, sjá nánar hér.

80% kóralrifanna horfið á hálfri öld

Á þriðjudaginn 25.september vorum við úti, byrjuðum á því að fara tvo og tvo að týna birkifræ. Við erum að safan þeim fyrir Hekluskóga, en þeir eru að auglýsa eftir svoleiðis. Ég var með Kristínu og söfnuðum við bara ágætlega mikið :) Síðan fórum við upp í skóg og fórum í leik sem var svoleiðis að allir drógu miða og á miðanum stóð einhvað dýr, t.d. dróu þrír miða sem stóðu á: göltur, grís, gylta. Svo átti maður að gera hljóðið af dýrinu sem maður dróg og svo þeir sem voru seinastir að finna hina fjöldskyldumeðlimina úr þessari dýrafjöldskyldu voru úr leik. Ég vann einu sinni ásamt minni dýrafjöldskyldu, sem voru Ylfa og Erla :)

Í seinustu bloggum hef ég verið að skrifa uppúr glósunum og ætla ég nú að halda áfram með það. En ég var búin að skirfa um svampdýr, holddýr, lindýr, skrápdýr í einu bloggi sem er hægt að nálgast ef þú ýtur á þessi dýr. Svo var ég einnig búin að blogga um dýr – feikileg fjölbreytni , innri og ytri frjóvgun, mismunandi líkamshluta, hryggleysingja og hryggdýr.

Fróðleikur upp úr glósunum:

Ormar:
– Mjúkir, grannir og aflangir
– Vöðvar mynda stoðkerfi og halda líkama stinnum.
– Einfalt blóðrásakerfi og taugakerfi.
– Margir anda með húðinni.
– Helstu hópar eru flatormar, liðormar og þráðormar.
– Mjög ólíkir hópar og lítið skyldir innbyrðis.

Flatormar:
– Flatvaxnir- skiptast upp í litlar einingar sem kallast liðir.
– Eitt op á meltingarvegi.
– Geta étið hluta af eigin líkama – ves svo aftur.
– Sumir lifa sníkjulífi í mönnum
   Dæmi: Sullaveikibandaormurinn.

Þráðormar:
– Aflangir, sívalir og mjókka til endana.
– Munnur á framenda.

Liðormar:
– Líkaminn skiptist í marga liði.
– Lifa í jarðvegi og fersku vatni og sumar í sjó.
– Burstaormar lifa í sjó og anda með tálknum eða húð.
– Iglur (blóðsugur) lifa í sjó og fersku vatni. Sogskálar á báðum
  endum nota til að skríða, en geta líka synt.
– Ánamaðkar
Tvíkynja – hver ormur getur verið bæði karl- og kvendýr.
Fjölga sér með því að skiptast á sæðum, stundum geta þeir
fjölgað sér sjálfir.

Þetta vorum við að læra í þessari viku en í næsta bloggi verðum við búin að læra meira um liðdýr, krabbadýr, áttfætlur og kannski skordýr…

Heimild af texta var úr glósunum eins og seinustu blogg….hér t.d.

Eins og ég var búin að skrifa um þá er ég að fara skrifa ritgerð um letidýr…þetta er mynd af letidýri hér fyrir neðan 😉

Pínu fróðleikur um letidýr sem ég veit:
– Þau er á stærð við kött, ég myndi samt halda að þau væru aðeins stærri þessi fullorðnu!
– Þau lifa að meðal tali í 10-20 ár.
– Þau eyða mest allri æfi sinni hangandi í trjánum.
– Nafnið er ekki afþví þau er löt heldur því þau ferðast svo hægt.
– Þau er plöntuætur, borða lauf, ávexti og svoleiðis.
– Þau er með 3 klær á aftari fótum en 2 á fremri fótum.
– Andlitið þeirra er stutt og flatt.
– Nefið þeirra minna mann oft á svínanef.
– Þau er með stór augu.
– Og margt fleira….

Heimild af þessum fróðleik: Heilinn minn.


Heimild myndar.

-Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir, 9.bekk :)

Dýrafræði..hlekkur 2 vika 2 :)

Á mánudaginn 17.september héldum við áfram með fyrirlesturinn…lindýr og skrápdýr.
Á þriðjudaginn 18.september gerðum við einhvað uppi og svo fórum við niðrí tölvustofu og unnum að ritgerða vinnu :)

Í seinust viku skrifaði ég einhvað um hryggleysingja, hryggdýr, ytri og innri frjóvgun og margt fleira en núna ætla ég að halda áfram að skrifa uppúr glósunum sem við fengum hjá Gyðu og erum búin að vera skoða í þessum hlekk 😉

Fróðleikur uppúr glósunum

Svampdýr
– Svampdýrin eru elstu fjölfruma dýrin sem nú búa á jörðinni.
– Hver einasta fruma í vinnur sjálfstætt.
– Frumur eru sérhæfar til tiltekinna starfa.
– Frumur með stuttum svipum færir vanti inn í mörg holrými.
– Frumur í holrýmum éta svif og lífrænar agnir.
– Frumur mynda stoðgrind sem ber dýrið uppi.
– Frumur sem mynda egg og staðfrumur. Eggið frjóvgast í vatninu
og verður svo að lirfusem sest á botninn og verður að nýju svampdýri.
– Geta líka fjölgað sér kynlaust.

Holdýr
– Öll dýr hafa eitt meltingarhol og á því aðeins eitt op. Um opið fer
bæði næring og úrgangur. Umhverfis opið eru oft griparmar og á
þeim eru sérstakar frumur sem kallast brennifrumur eða stingfrumur.
– Holdýr búa yfir sérhæfum vefjum t.d. taugaveg.
– Geta æxlast með kyn- og kynlausri æxlun – knappskot.
– Holdýr eru samhverf dýr.
– Dæmi: kóraldýr, marglyttur, armslöngur og sæfíflar.

Lindýr – mjúk dýr með harða skel
– Meginhluti líkamans er bolur með helstu líffærum og utan
um hann mjúk kápa sem kallast möttull.
– Ysta lag möttulsins myndar skelina og leggur til kalkið í hana.
– Mörg eru með vöðvaríkan fót sem er hreyfirfæri þeirra.
– Helstu hópar lindýra eru: sniglar, samlokur og smokkar.

Skrápdýr
– Eru yfirleitt fimmgeislóttir og með sérstakt sjóæðakerfi.
– Hafa flest um sig harðan hjúp eða skráp.
– Munnurinn er á neðra borði líkamans en úrgangur fer út um
op á efra borðinu.
– Á neðra borði armanna eru þúsundir sogfóta með sogskál sem
annast hreyfingu þeirra.
– Geta látið sér vaxa glataðan líkamshluta og oft meira en það
t.d. fjórir armar í stað eins glataða arms.
– Dæmi: ígulker, krossfiskar, sæsól, stórkrossi.

Í næsta bloggi ætla ég að skrifa um orma; flatorma, liðorma, þráðorma og svoleiðis.

Heimildir fengnar úr glósunum frá Gyðu, Dýrafræði hlekkur 2…
Hér má finna þær ef þú vilt skoða 😉

Krossfiskar

  -Krossfiskar eða sæstjörnur eru dýr sem tilheyra fylkingu skrápdýra en innan þeirrar   fylkingar eru meðal annars ígulker, sæstjörnur og sæbjúgu. Flestir krossfiskar eru afræningjar og veiða botnföst dýr eða ýmis hægfara dýr svo sem ostrur og skeljar.
-Það eru um 1.800 þekktar núlifandi tegundir krossfiska og þær finnast í öllum höfum heimsins.
-Krossfiskar hafa tvo maga. Annar maginn er fyrir meltingu en hinn getur verið utan á krossfiskinum og umlukið og melt bráðina. Þetta gerir krossfiski kleift að veiða bráð sem er mun stærri en munnur dýrsins gæti gleypt. Armar krossfisksins geta vaxið aftur og nýr krossfiskur getur orðið til úr einum armi.
-Krossfiskar hafa vanalega fimm arma en þeir geta verið fleiri eða færri.
-Krossfiskur getur fjölgað sér bæði með kynæxlun og kynlausri æxlun. Einstakir krossfiskar eru annað hvort karlkyns eða kvenkyns. Frjóvgun verður utan líkamans og bæði kardýr og kvendýr leysi kynfrumur sínar út í umhverfið. Frjóvguð fóstur verða svo hluti af dýrasvifi.
-Sumar tegundir krossfiska fjölga sér með skiptingu, oftast þannig að hluti af armi dettur af og þroskast í annan krossfisk. Armur krossfisks getur ekki þroskast í annan einstakling nema hluti af miðhring krossfisksins fylgi með.


Heimild af mynd og texta um krossfiska…
Ég minni á það að textinn af krossfiskunum er fengin af Wikipedia svo
hann er ekki alveg áraáðanlegur eða hvað sem maður segir…

-Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir :)

2.hlekkur 1.vika :))

Jæjaaa þá erum við byrjuð í nýum hlekk sem heitir Dýrafræði :))
Í þessum hlekk eigum við eftir að læra mjög mikið um dýr og mikið um svona smádýr líka eins og svampdýr, holdýr, lindýr, skrádýa, orma og svoleiðs. Við eigum einnig eftir að gera ritgerð, en í henni á maður að velja sér eitt dýr. Ég er búin að velja mér dýr og valdi ég letidýr. Ég valdi það því mig langar að vita meira um þau og held ég að það gæti alveg verið skemmtilegt og fróðlegt að skrifa um þau :)

Á mánudaginn 10.september byrjuðum við á hlekknum og fengum við afhenta bók sem heitir LÍFHEIMURINN – LITRÓF NÁTTÚRUNNAR. Fengum líka glósur um svampdýr og holdýr. Við fengum að vita hvað Liger er, en það eru dýr sem eru blanda af  tiger og lion/týgrisdýri og ljóni…hér er fróðleikur um það.

Á þriðjudaginn 11.september héldum við áfram með glósurnar og gerðum nokkur verkefni sem við áttum að svara spurningar úr glósunum. Fórum í tölvuver og byrjuðum á að gera X-mind beinagrind af ritgerðinni.

Fróðleikur:

Dýr – feikileg fjölbreytni

– Vísindamenn sem rannsaka dýr kallast dýrafræðingar.
– Nú hefur yfir 1.000.000 tegunda verið greindar, flokkaðar og gefið heiti.
– Mikill fjölditegunda ekki uppgötvaðar ennþá.
– Dýrum skipt í hópa eftir skyldleika.

Ytri og innri frjóvgun

Ytri frjóvgun:
– Fiskar og froskdýr
– Hrogn og svil koma saman í vatni.

Innri frjóvgun:
– Skriðdýr, fuglar, spendýr
– Egg frjóvgast inni í líkama kvendýrs.
– Egg skriðdýra og fugla fá um sig skurn sem verndar þau t.d. gegn þurrki.
– Spendýr fæða lifandi unga.

Mismunandi líkamshluti

– Hitastig í hafi stöðug en á landi miklar sveiflur í hitastigi.
– Hjá fyrstu landdýrunum fylgdi líkamshitinn þeim hita sem ríkti í umhverfinu.
– Misheit dýr (dýr með kalt blóð) sem geta ekki stjórnað hitastigi sínu heldur
sveiflast með umhverfinu.
– Jafnheit dýr (dýr með með heitt blóð) halda líkamshita sínum
jöfnum all árið um kring á tillits til umhverfishitans.

Hryggleysingar – hryggdýr

– Dýr eru ófrumbjarga, fjölfruma lífverur úr frumum sem hafa ekki í frumvegg um sig.
– Stærsta fruma í nokkru dýri er blóminn (rauðan) í strútseggi, á stærð við appelsínu.
– Dýraríkið skiptist í þvær megindeildir:
– Hryggleysingja
– Hryggdýr
– Hryggleysingi er dýr sem er án hryggjar.
– Hryggdýr eru þau dýr sem hafa í líkamanum burðarsúlu sem nefnist hryggur.
Dæmi um hryggdýr: hundur, svín, köttur, geit, rotta, gíraffi, fíll…og fl.
Dæmi um hryggleysingja: ormur, sniglar, könguló, skordýr, krabbadýr, smokkar…og fl.

Í næsta bloggi ætla ég að skrifa um svampdýr, holdýr, lindýr, skrádýr, orma og það sem tengist því.


Á þessari mynd er dæmi um hryggleyding.
Þetta er einhver spánarsnigill :)

Heimildir af texta er úr glósunum sem Gyða lét okkur fá fyrir þennan hlekk 😉
Heimild myndar af spánarsnigli

-Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir, 9.bekk

1.hlekkur 2.vika :)

Þessi hlekkur heitir víst líffræði eða vistkerfi eða vistfræði eða einhvað en ekki dýrafræði, það er næsti hlekkur.

Mánudaginn 3.sept og þriðjudagurinn 4.sept við pældum í lauftréum og barrtréum…töluðum um hver munurinn væri.
Svo var okkur skipt í tveggja mann hópa. Ég var með Arnþóri. Við fórum út og gerðum nokkrar stöðvar. Og svo skoðuðum vi líka stærsta, hæsta og elsta tré í heim, ég bloggaði um það í seinustu viku.
Stöðvarnar sem við gerðum:

 • Eiginrannsókn – gerðum smá tilraun um hvort það væri hægt að slíta gras með berum hönum og niðurstaðan var sú að það er auðveldlega hægt 😉
 • Líffræði sem frístundariðja – Við ýminduðum okkur að við værum að pressa blóm, ég myndi týna blómin og hann pressa þau og þurrka.
 • Hvað einkennir líf? – Við skrifuðum niður 15 lifandi hluti, 15 hluti sem hefur verið lifandi og svo 15 hluti sem hafa aldrei verið lifandi. Svo báum við okkar niðurstöður við aðrar niðurstöður.
 • Sumar eða haust? – skrifuðum um það hvað það væri sem sést í náttúrunni að það er ennþá smá sumar og svo það hvað einkennir það að haustið er að byrja. Töluðum líka saman um það.
 • Mæla tré – Það er til ákveðin leið til þess að mæla tré með blýanti…og einhvað 😉

Fróðleikur:

 • Tré með nálum vinn allan veturinn en þau sem eru með laufum „deyja“ yfir veturinn.-Selma Guðrún Gunnlaugsdóttir

1.hlekkur 1.vika :))

Jæja þá er skólinn byrjaður aftur og þá þurfum við auðvitað að blogga :)
Fyrsti hlekkurinn heitir Dýrafræði sagði mér einhver en ef ekki þá Líffræði eða einhvað þannig..

Á mánudaginn 27.ágúst fórum við yfir skipulagið, hvernig tímarnir áttu að nýtast, bloggið, verkefni og allt það.
Fengum einnig hugtakakort og svona..

Á þriðjudaginn 28.ágúst var Gyða kennari veik þannig að við horfðum á mynd um frá Planet Earth og var hún um sléttur Afríku og frumskóga eða regnskóga eða einhvað svoleiðis :) Það helsta sem ég man eftir úr henni var að það var sýnt hvernig dýrin lifa og hvernig þau þurfa að berjast gegn fæðu. Sum dýr þurfa að drepa önnur dýr til þess að lifa. Svo man ég ekki alveg hvaða dýr var verið að tala um en þau voru í stórri hjörð og löbbuðu að meðal tali 50 km. á dag eða já einhvað svoleiðis haha…

Í þessari viku vorum við einnig líka bara að ræða um það sem við höfum lært seinust ár og vorum við aðeins að renna yfir það….en hér koma nokkur atriði sem við eigum víst að kunna og höfum lært um 😉

 • Ljóstillifun og í hverju hún felst
 • Fæðukeðja
 • Fæðuvefur
 • Hvað t.d. H2O merkir (það er vatn)
 • frumbjarga og ófrumbjarga
 • Samhjálp – Sníkjulíf – og þarna hitt
 • líffræði og allt sem tengist því
 • frumur
 • Og svo margt fleira…….gæti talið upp í allan dag!

Fróðleikur
Stærsta tré í heimi, og um leið stærsta lífvera jarðarinnar árið 1985, var stærsta kaliforníska risafuran sem nefnd hefur verið Sherman hershöfðingi og vex í Sequoia-þjóðgarðinum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Árið 1980 var hershöfðinginn 83 m hár og ummál hans 24,3 m í 1,5 m fjarlægð frá jörðu.

Hæsta tré sem mælst hefur fyrr og síðar var myrtutré af tegundinni Eucalyptus regnans sem var 133 m að hæð en aðeins 5,5 m að þvermáli í 1,5 m hæð frá jörðu.

Hæsta tré sem stóð uppi árið 1985 var myrtutré á Tasmaníu, 99 m hátt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild texti af fróðleiki – Vísindavefurinn
Heimild – mynd

-Selma Guðrún, 9.bekk :)

Tilraunin okkar

Seinasta vikan af skólanum erum við búin að vera vinna í helkk sem heitir Vísindavka.

Ég, Sesselja, Ninnna, Ylfa gerðum tilraun með mentos og kóki, við tókum upp myndband og erum við búin að klippa myndbandið og er það komið inn á youtube 😉

hér er linkurnn: http://www.youtube.com/watch?v=z9qwK11hkBo

Sumar kveðja Selma!! 😀

lífræði 8.hlekkur 4.vika :)

Á mánudaginn 30.apríl var könnun og svo var hægt að blogga í lok tímanns. Fróðleikurinn sem ég setti inn í seinasta blogg var fyrir könnunina þá.

Á miðvikudaginn 2.maí fórum við yfir könnunina og svo var stuttur fyirlestur fugla og hlustuðum við á hljóð í fuglum.

Á fimmtudaginn 3.maí fórum við út í skóg og skiptum okkur í hópa, ég var með Helga og Guðleifu. Svo fengum við blað, blýant og fugla bók og áttum við að skrifa niður alla fugluna sem við sáum. Þegar því verkefni var lokið fórum við í leiki.

Hér er skemmtilegur fuglavefur! :) 

Fróðleikur um Auðnutittling – hægt er að finna hann í Kvennfélagsskóginum

Fjöldi eggja:   4 – 6
Liggur á:       10 – 12  daga
Ungatími:      10 – 14 dagar

 Varp- og ungatímabil

 

Varp- og ungatímabil

 

Lengd:        12 – 14 cm

Þyngd:        15 g

Vænghaf:   20  –  25 cm

Lítil, rákótt, grábrún finka með stutt stél.

Auðnutittlingur flýgur í léttum bylgjum. Hann er kvikur og fimur þegar hann leitar sér ætis í trjám og öðrum gróðri.

Er oftast í litlum hópum utan varptíma en þeir geta þó orðið allstórir.

Fæða: Fræ, aðallega af birki og skordýr.

 Kjörlendi er birkiskógar og kjarr, auk þess ræktað skóglendi og garðar.

Hann gerir sér hreiður í trjám og runnum. Það er lítil, vönduð karfa úr sinu og öðrum gróðri, fóðruð með hárum og fiðri

Verpur venjulega oftar en einu sinni á sumri

Dvalartími á Íslandi
Dvalartími á Ísland

heimild: http://www1.nams.is/fuglar/details.php?val=1&id=28

 

 

 

 

 

 

 Heimil myndar!

 

Kveðja Selma! 😀