Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Afréttur

Afréttur er hugtak sem er notað fyrir landsvæði utan byggðar þar sem fólki er gefið leifi að fara með búfé sitt á beit yfir sumartíman. Þessi svæði eru friðuð fyrir beit á veturna, vorin og seinniparts hausts. Þá koma smalamenn og fara um afréttin til að smala saman búfénu sem er þar og koma því til byggðar. Afréttir eru flestir á miðhálendinu en stundum er sagt að afréttur er milli dala/fjarða á norður og vesturlandi. Nú er næstum hætt að nota þetta orð í náttúruverndarlögum eða eithverju svoleiðis en heldur er sagt frá eignarlandi eða þjóðlenda.

 

Heimildir fékk ég frá Hvítubók náttúruverndarlaga og frá wiki.

Heimaprófið

Mánudaginn 22 til miðvikudagsinns 24 fengum við heimapróf um rafmagn. Í prófinu voru allskyns spurningar. Til dæmis voru spurningar um vindmyllur, segulsvið og rafeindir. Við fengum prófið til baka fimtudaginn 3.mars. Mér gekk bara nokkuð vel í því. Á prófinu fékk ég 88 af 100, ég hefði viljað betri einkunn en þetta er svosem fínt.

Ég fékk mikla hjálp hjá frænda mínum sem veit sitt hvað um rafmagn og svo hjálpuðu stelpurnar mér líka. Ég fann upplýsingar á netinu og í bókum sem ég tók með mér heim frá skólanum. Við fengum eiginlega þrjá daga til að gera þetta próf sem mér fannst bara nokkuð fínn tími. Auðvitað hefði ég viljað meiri tíma en svona er þetta stundum. Mánudags kvöldið náði ég ekki að gera neitt í prófinu því ég var allt of upptekin með annað en ég vann vel og mikið á þriðjudeginum og náði að klára prófið á þeim degi. Ég skilaði svo prófinu á miðvikudeginum eins og allir aðrir. Mér fannst þetta próf semi erfitt. Sérstaklega verkefnið sem hét rafvirkinn. Það voru svoldið trikkí spurningar og erfiðar. léttast fannst mér ritgerðaspurningarnar enda fékk ég fullt hús þar.

Mér finnst mjög gott að vinna svona heimapróf því þá lærir maður meira hlutina, með því að leita sér upplýsingar til að svara spurningunum í staðin fyrir að leggja fullt af dóti á mynnið svo tekuru próf í skólanum svo eftir prófið ertu búinn að gleima öllu. Mér finnst þetta ætti að vera meira af heimaprófum í öðrum fögum.

 

Mánudagurinn 15.feb

Könnun næsta mánudag um rafmagn.

Nearpod

Óson = O

Óson er efni í lofthjúpinum sem dregur úr útfjólubláum geislum frá sólinni.  Freon er efni sem drepur eða eyðir ósoninu. Í dag er allt Freon efni bannað vegna þess að einu sinni var verið að nota svo mikið af því að ósonlagið var orðið svakalega þunnt. Ef ósonlagið þynnist kemst meira af útfjólubláum efnum í gegnum loftjúpin. Í dag er ósonlagið komið á góðan veg en freon er enn bannað að nota.

Segulmagn

 • Uppgvötað um 500f.kr. í Magnesíu.
 • Notað í ýmsum tækjum.

Segulkraftur

 • Segull hefur um sig segulsvið.
 • Segulsvið er sterkast næst seglinum, minnkar þegar fjær dregur.

Þegar rafstraumur flyst eftir vír myndast segulsvið umhverfis vírinn.

Miðvikudagurinn 17.feb

Við byruðum tímann á að skoða fréttir. Horfðum svo á myndband um Ísland sem einhverjir túristar gerðu. Í myndbandinu komu upp nokkrir staðir, hér eru nokkrir af þeim.

 • Jökulsárlón
 • Sprengisandur
 • Dettifoss
 • Gullfoss
 • Þingvellir
 • Skógarlandsfoss
 • Seljalandsfoss

Við horfðum svo á annað myndband um rafmagn og segulsvið, gerðum svo verkefni uppúr því á blað sem Gyða lét okkur fá. Meðal spurninga var t.d. Hvaða öreindir eru í frumeind? Róteindir, Rafeindir og Nifteindir. og Ef hlutur er mínushlaðinn eru rafeindir í honum? Fleiri.

Í allveg lok tímanns fórum við í leik með svörum í umslagi. Þá fáum við umslag með spurningu, fáum svo miða og svörum spurningunni á miðan og setjum í umslagið. Þegar allir eru búnir að svara öllum spurningum nema einni á maður að taka öll svörin úr og velja besta svarið.

Fimtudagurinn 18.feb

Í þessum tíma vorum við ekki vegna þess að við 10.bekkur fórum í myndatöku. En Hópur B náði að fara í Náttúrufræði og hann hafði það verkefni að taka einhver hugtök og setja þau á myndrænt form. Hugtökin voru t.d. Segulsvið, Lögmál ohms, Fallorka, Stöðuorka og viðnám svo eitthvað sé nefnt.

Fréttir sem náðu athygli minni

NASA gefur út meinta geimtónlist.

Satt og logið um loftslagsmál.

Janúar sá hlýjasti í sögunni.

Afhjúpa ódýrasta snjallsíma heims.

Hola í óson­lag­inu þegar það ætti að vera þykk­ast.

Mánudagurinn 8.feb

Byrjuðum tímann að skoða blogg og fréttir vikunnar. Fórum svo í Kahoot um rafmagn.

Miðvikudagurinn 10.feb

Stöðvavinna

Stöðvarnar sem ég fór á eru 16,6 og 20. Hér eru stöðvarnar sem voru í boði.

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

Stöð 16 –  Tengdu fjóra

Í þessari stöð var ég að tengja fjögur hugtök saman sem höfðu öll eh sameiginlegt. Til dæmis var þetta svona hjá mér.

Mótstaða – Viðnám – R – ohm = Viðnám

Rafstraumur – I – amper – Rafeindaflæði = Straumur

Volt – Rafeindaorka – V – Rafspenna = Spenna

Raðtenging – Straumrás – Hliðtenging – tengimynd = Straumrás

Ég lærði mikið af þessari stöð og mér finnst að það ætti að vera meira svona. Maður lærir hugtökin betur og getur tengt þau saman.

Stöð 6 – Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1

Í þessari stöð var ég að lesa mig um skammhlaup í rafmagni, vör og straum. Gerði svo orð af orði verkefni úr orðinu Skammhlaup.

Spenna

rafKerfi

strAumur

rafMagnssnúra

fraMhjátenging

Heilinn

eLdur

rAfhlaða

spennUgjafi

Pera

Stöð 20 – Tilraun

Í þessari stöð var ég að reyna að búa til rafmagnshring. Við tengdum batterí við snúru, settum svi ljós og þá átti að kveikna á ljósinu. Okkur gekk svoldið illa í þessari stöð því þótt við fórum eftir leiðbeningum gerðist samt ekkert hjá okkur.  Hér er mynd af einu sem við gerðum.

12722560_969332909770627_806749328_o

 

 

 

Hér er myndband á ensku sem lýsir því hvað við erum búinn að vera gera.

 

Lekaliði

Seinustu viku erum við búin að vera að tala um orku, rafmagn og fleira. Hvert hús hefur rafmagnstöflu einhverstaðar í sér. Í henni geturu eiginlega stjórnað hvert rafmagnið fer í húsinu. Það er samt nátúrulega allstaðar í húsinu en þú getur slökkt á rafmagninu í einhverju sér herbergi. Í hverri töflu er tæki sem kallast Lekaliði. Lekaliði er mikilvægur hlutur í töflunni. Lekaliði er tæki sem slær út rafmagni þegar óeðlilegt ástand verður á rafkerfinu. Í gamla daga var til annað tæki sem gerði næstum það sama, bara þegar kom óeðlilegt ástand í rafmagninu þá þá bræddi það öryggið og þá sló út. Og þá þurfti að skipta um tækið, því miður man ég ekki hvað það heitir. En í dag er bara einfaldur rofi sem slær út rafmagnið ef eitthvað er ekki okey. Svarta örin á myndinni bendir á lekaliðann í rafmagnstöflunni heima hjá mér. Fyrir ofan það eru bargir litlir rofar sem er hægt að slökkva og kveikja í rafmagninu bara í einhverjum herbergjum.

 

Rafmagnstalfan heima hjá mér

Rafmagnstalfan heima hjá mér.

Heimildir:

http://www.sjova.is/articles.asp?articleId=34&cat=1482

 

Mánudagurinn 1.feb

Í þessum tíma fórum við yfir nýjar glærur um Rafmagn. Og við gerðum það í Nearpod

– Rafmagn er í öllum hlutum og hefur alltaf verið til. Rafmagn gegnir mikilvægu hlutverki í allri efnastarfsemi lífvera.

– Rafhleðsla og Kraftur eru aðdráttar og fráhrindandi kraftur.

– Stöðurafmagn myndast mikið í gosstrókum vegna eldgosa. Stöðurafmag en orka sem byggist á rafeindum sem hafa flust úr stað og það myndast þegar rafhleðslur safnast fyrir í hlutum.

-Rafspenna, er mæld í voltum – V- Er hvað mikil orka er í rafeindinni.

-Rafstraumur er mældur í amper -I- Hvað fer mikið í gegn.

-Viðnám er mælt í ohm -R- Er mótstæða.

Lögmál ohm ; rafstraumur=  spenna/viðnám   eða  I=V/R

Miðvikudagurinn 3.feb

Stöðvavinnutími.

Hér er hægt að sjá stöðvarnar sem voru í boði;

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Ég fór í stöðvar 3, 12, 7 og 10

Stöð 3 – BBC og rafmagn.

Á þessari stöð vorum við að finna út hvaða hlutir leiddu best rafmagn. Við fundum út að plast, strokleður og korktappi leiddu ekki vel rafmagn en króna og lykill leiddu vel.

Stöð 12 – Rafmagnsæfing.

Á þessari stöð vorum við að læra um hring rafmagns. Til að geta kveikt á ljósaperu þarf að vera batterí í hringnum til að koma orku inn í hringinn. Hringurinn má ekki rofna annars slökknar á peruni. Með því að hafa rofa í hringnum ertu að gera þér auðvelt með að slíta hringinn því ef rofin er á off þá er hringurinn ekki fullkomaður og ljósið hættir að lýsa.

Stöð 7 – Ohm law.

Á þessari stöð lærði ég meira um lögmál ohm’s. Rafstraumur (I) = Spenna (V) / Viðnám (R).  Því meiri Rafspenna og minna viðnám er rafstraumurinn mikill en ef það er lítil rafspenna og mikið viðnám er lítið sem einginn rafstraumur.

V=9,0v(mikið)       R= 10Ω(lítið)    I= 900,0mA(mest)

 

V= 0,1v(lítið)      R=1000Ω(mest)     I=0,1mA(lítið)

Stöð 10 – Raf, hvað er það?

Raf er harðnaður trjákvoði úr vissum tegundum trjáa, helst æur fornum barrtjrám. Algengt er að smádýr hafi lokast inni í kvoðunni. Ekki er hægt að finna Raf hér á landi. Raf telst ekki með sem bergtegund en heldur steind(mineral). Raf er myndlaust(amorf) líkt og gler. Grikkir fundu að raf sem núið var með silki dró að sér létta hluti og af grísku heitinu elektron eru alþjóðlegu orðin fyrir rafmagn dregin.

Fimtudagurinn 4.feb

Þessi tími féll niður vegna óveðurs.

Fréttir sem fönguðu augað mitt:

Bananar gegn krabbameini.

Bjargaði sjaldgæfri skjaldböku.

Lífseig flökkusaga afsönnuð.

Stefnir á Mars innan tíu ára.

 

Mánudagurinn 25.jan

Í þessum tíma vorum við að klára vísindavökuna. Þessi Mánudagur var skiladagurinn á tilraununum sem við vorum að gera í vísindavökunni.

Miðvikudagurinn 27.jan

Byrjuðum að skoða blogg um Avatar sem við gerðum. Og skoðuðum svo fréttir vikunnar.

Nearpod

Hvað dettur þér í hug þegar þú heirir hugtakið Orka ?

Hvar sérð þú orku í náttúrunni?

Þetta voru spurningar sem Gyða lét okkur svara áður en við færum yfir glósurnar.

Orka

Orka er í mörgum ólíkum formum t.d.

 • Hreyfiorka – Þegar við löbbum,hjólum,hlaupum notum við hreyfiorku.
 • Stöðuorka – Hlutur hefur meiri stöðuorku því hærra sem hann fer.
 • Varmaorka – Nuddaðu höndunum saman, Þér hitnar. Með því að núa höndunum saman breyttir þu hreyfiorku handanna í varmaorku.
 • Efnaorka – Er í öllu!
 • Rafsegulorka – Ljós er ein gerð rafsegulorku.
 • Kjarnaorka – Orka inn í kjarna frumeinda.

Orka getur aldrei eyðst eða myndast. Hún getur aðeins breytt úr einni mynd í aðra, þannig heildarorkan hverju sinni breytist þá aldrei. Þetta er kallað Lögmál orkunnar.

Fimmtudagurinn 28.jan

Við fengum þennan tíma til að Blogga fyrir Vísindavökuna, og notaði ég þennan tíma mjög vel.

 

Í seinustu viku var Vísindavakan mikla. Ég var með Dísu og Línu að gera tilraun og okkur hefði getað gangið betur en annars var þetta bara mjög skemmtilegt 😀

Vax undir sandi

Þessi tilraun er aukatilraunin okkar sem við fengum frá Gyðu. Það sem við héldum að myndi gerast er að þegar við myndum setja vatnið í að vaxið myndi fljóta upp en það geriðst ekki. Vísindaspurningin: Hvað gerist þegar vaxið hitnar?

Efni og áhöld:

 • Vax
 • Vatn
 • Sand
 • Krukku/Bikarglas
 • Skeið
 • Eld

Við byrjuðum á að skera niður sirka 10cm af vaxi og leggja það á botninn á bikarglasinu. Settum svo góða lúku af sandi yfir all vaxið svo ekkert vax myndi sjást. Svo settum við vatnið í, við þurftum að setja það varlega í svo að sandurinn myndi ekki fara út um allt og myndi fara af vaxinu. En þá gátum við bara notað skeiðina og sett sandinn aftur yfir vaxið. Þegar vatnið var komið í settum við bikarglasið yfir eld og biðum. Eftir sirka 5-7 min byrjaði að gerast eitthvað. Vaxið bráðnaði undir sandinum og flaut svo á yfirborðið, storknaði þar og bjó til littla eyju úr vaxi. Þetta er líking við þegar land verður til. Þegar gýs eldfjall undir sjónum kemur hraun og þegar það nær yfir yfirborðið storknar það og verður að eyju. Ef ég myndi gera þessa tilraun aftur myndi ég hafa meira af sandi ofan á vaxinu svo það héldist lengur á botninum og myndi bráðna meira.

Hér getur þú séð myndband af verkefninu okkar.

Rignir blóði

Þessi tilraun er upprunalega tilraunin okkar en hún virkaði ekki hjá okkur þannig við völdum aðra tilraun sem Gyða kom upp á. En Í þessa tilraun þurfum við:

 • Gaffal
 • Vatn
 • Glas/Krukku/Bikarglas
 • Soðna olíu

Við byrjuðum að sjóða olíu og bættum svo matarlit út í þegar olían var kominn af eldinum og hrærðum saman með gaffli. Við settum vatn í bikarglas og settum svo olíuna ó vatnið. Olían átti að dropa niður en hún flaut bara ofan á vatninu og matarlituinn fór og blandaðist vatninu.

Hér eru heimildirnar sem við notuðum í þessa tilraun og á þessu myndbandi sést hvernig þetta á að vera.

Aðrar tilraunir

Mér fannst tilraunin hjá Siggu L, Sunnevu og Birgit mjög flott og áhrifamikil en þær voru með hologram tilraun. Ég valdi þessa tilraun af því að mér finnst þetta mjög fallegt og við vorum að pæla í að taka þessa tilraun.  Hér getur þú séð þeirra tilraun.

Önnur tilraun sem mér fannst standa uppúr var tilraunin hjá Ástráði, Hannesi og Herði. Þeirra tilraun var mjög vel gerð og skemmtilegt að horfa á. Mig hefur líka alltaf langað til að prófa svona tilraun og mér fannst hún heppnast vel hjá þeim. Hér getur þú séð þeirra tilraun.

Fyrstu vikuna í skólanum horfðum við á bíómyndina Avatar eftir James Cameron. Avatar gerist á tungli sem heitir Pandóra og þar búa verur sem kallaðar eru Na’vi.  Byrjun myndarinna kynnumst við persónu sem heitir Jake Sully. Jake er fluttur á Pandóru í geimskipi með fullt af öðrum mönnum. Jake átti tvíburabróðir sem var vísindamaður en hann lést og þess vegna þurftu þeir Jake til að halda áfram með það sem þeir voru að gera, því Jake og bróðir hanns voru með allveg sömu genin. Þegar Jake mætti voru vísindamenn búnir að búa til Avatara sem átti að vera fyrir bróður hanns en Jake fékk hann í staðinn.  Mennirnir gátu farið í vél sem tók sálina þeirra og færði hana í avatarinn þeirra. Einn daginn þegar Jake og tveir aðrir vísindamenn voru að taka sýni langt úti í skógi fór Jake að skoða sig um og endaði að vera eltur af Thanator sem er lífvera sem er svoldið eins og kattardýr með einginn hár og svarta húð. Jake stakk thanatorinn af og viltist í leiðinni. Þegar kvöldaði bjó Jake sér til eld svo að hann þurfti ekki að vera í myrkrinu en það laðaði að Viperwolfa hjörð sem ætlaði að éta hann. Þá kom allt í einu Na’vi kona og bjargaði Jake frá viberwolfonum.  Eins og herramaður þakkaði Jake henni fyrir að bjarga lífi sínu en hún varð bara reið og leið á sama tíma. Hún saði að þeir hefðu ekki átt að deyja heldur var Jake bara að láta eins og barn. Það slökknaði á eldinum og allt varð svart, en ekki lengi því plönturnar byrjuðu að lýsa. Ég velti fyrir mér hvort efnin í plöntunuum séu sömu efnin og láta sumar strendu lýsa í myrkri. Það heitir held ég plakton og það eru einhverjar lífverur í sjónum og láta stundum sumar strendur lýsa upp. En allavega gellan hleypur burt en Jake eltir hana og spyr hana alskyns spurninga. Hún verður svo pirruð að hún ætlaði að stinga hann af en þá birtust, eins og avatararnir kölluðu það, fræ frá trénu Eywa, en meira af henni seinna. Hún ákvað að fara með hann að heimatrénu sem fólkið hennar bjó í, sem var svo stórt að það hefði allveg getað verið jafn stórt og næstum Everest. Líka voru Na’vi fólkið meira en tveir metrar á hæð svo ef til vill er aðdráttaraflið á þessari plánetu minna en hér á jörðinni. Na’vi fólkið tók Jake ekki vel en lokst ákvað foringinn að Neytiri, gellan sem bjargaði Jake, mundi kenna Jake allt um þau og um náttúruna í kringum þau. Hún byrjaði að sína honum Direhestanna. Þeir eru sex fóta hestar með nef á hálsinum. Öll dýrin höfðu eitt sameiginlegt, öll höfðu þau „hár“ eða eh sem þau gátu tengst með. Eins og með direhestanna, Na’vi hafði líka svona en hafði bara langa fléttu og inní fléttunni voru þessi „hár“, með því að tengja hárin á hestunum og fólkinu saman gat fólkið stjórnað hestunum án þess að segja nokkuð upphátt eða notað eh til að beygja þau til, þau bara sögðu þeim að beygja þá beygðu hestarnir. Þegar Jake var tilbúinn fór hann hátt upp í himnalaja fjöllin, eða The floating mountains, að fjalli sem heitir Banshee fjall því þar ætlaði hann ásamt öðrum að velja sér Banshee. Banshee eru ekki eins og hestar sem lúta öllum. Banshee velur sér eiganda og verður með honum þangað til annar deyr. Þú veist að Banshee hefur valið þig því hann byrjar að reyna að drepa þig. Banshee eru eins og drekar og eru margsinns á litinn. Eywa er mikill partur í sögunni. Eywa er eins og móðir allra náttúru sem lifir á pandóru, hún heldur allri náttúrunni í jafnvægi, stjórnar og skapar. Eywa geymir líka allar sálir sem hafa lifað og svo dáið. Neytiri sagði að öll orka er lánuð og þú verður að skila henni einn daginn, sem sagt þegar þú deyrð. Mér finnst þessi mynd svakaleg því hún fær mann til að hugsa… Var eh tímann lífið svona á jörðinni? Og var svo bara eitthver græðgi sem eyddi þessu öllu? Í dag er náttúran á jörðinni aaalls ekki í jafnvægi. Mennirnir eru svo gráðurgir að maður bara veit ekki hvað maður á að gera lengur. Eins og Jake sagði í enda myndarinna; hann var að fá hjálp frá Eywu því það var að koma stríð móti manneskunum og þá hafði einn vinur hanns dáið, hann sagði: Ef Grace er hjá þér, skoðaðu minningar hennar, það er ekkert grænt þar sem við komum frá, þau hafa drepi móður sína og ætla að gera það sama hér. Mér fannst þessi settning svakalega sterk því hún er svo sönn. Það er ekkert grænt hér lengur og ekki hef ég fundið fyrir móður náttúru, hún er löngu dauð…

Hér eru myndir af nokkrum dýrum sem voru í myndinni.

Direhorse

Direhorse

Ikran Banshee

Ikran Banshee

Thanator

Thanator

Heimildir

Fékk allar heimildir af www.pandorapedia.com

Ég fékk líka myndaheimildirnar af Direhorse og Banshee en fékk myndina af Thanatorinum af pinterest.

Þurrís

Þurrís er ekki eins og klaki sem er frosið vatn. Þurrís er koltvísýringur (CO2) í föstu formi.  Þegar klaki bráðnar breytist hann í vökvakennt form og ef það er hitað hann en meira breytist hann í gufu. Þegar þurrís er bráðin breytist hann strax í gufuform og sleppi vökvaforminu.  Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun. Þurrís breytist í gas við -78,5°C. Þurrís er búinn til í sérstökum vélum en er þó hægt að finna hann í náttúrunni, en ekki á jörðinni.  Hann finnst á öðrum plánetum þar sem annað hitastig og annar þrýstingur er. Pólhettur Mars eru til dæmis aðallega úr þurrís.

Tilraunin

Það voru nokkrar stöðvar til að fara á til að gera ýmis verkefni um þurrís. Okkur var skipt í 3ja til 2ja manna hópa. Með mér voru Dísa og Lína.

5. Þurrís og blöðrur.

Áhöld:

 • Tvö tilraunarglös.
 • Tvær blöðrur.
 • Sjóðandi vatn.
 • Kalt vatn.
 • Bikarglas.
 • Þurrís.

Í þessa tilraun notuðum við tvö tilraunarglösr, tvær blöðrur, sjóðandi vatn og kalt vatn, Þurrís og bikarglas.

Við hópurinn byrjuðum á að setja sjóðandi vatn í annað tilraunarglasið og kalt vatn í hitt. Við byrjuðum á að setja þurrís í glasið með heita vatninu og settum svo blöðru yfir glasið svo þegar ísin varð að gufu fór öll gufan inní blöðruna. Sama gerðum við með tilraunaglasið með kaldavatninu og settum blöðru yfir. Blaðran sem var yfir heita vatninu var fljótari að blása upp heldur en kalda vatnið því að þurrís leysist hraðar upp í heitu vatni.

Blaðran hjá kalda vatninu

Blaðran hjá kalda vatninu.

Blaðran hjá heita vatninu

Blaðran hjá heita vatninu.

2. Þurrís og Sápukúlur.

Áhöld:

 • Sápukúlur.
 • Þurrís.
 • Bakki.

Við tókum Þurrís sem Gyða gaf okkur og settum hann í bakka svo það færi ekki út um allt. Svo tókum við sápukúlur og blésum upp eina sem var nokkuð stór. Við létum sápukúluna fara rólega niður og reyndum að láta hana snerta þurrísinn en hún sprakk áður en hún var kominn niður því að hún var of stór. Þá blésum við upp aðra minni kúlu, létum hana síga niður og hún snerti þurrísin. Þegar hún snerti hann þá fraus sá partur af sápukúlunni. Svo sprakk kúlan en þar sem kúlan snerti ísin var eftir.

Ef þú lítur varlega þá geturu séð að neðst á sápukúlunni er frosin

Ef þú lítur varlega þá geturu séð að neðst á sápukúlunni er frosin.

3. Þurrís og Sápa.

Áhöld:

 • Tveir dallar.
 • Sápa.
 • Tuska.
 • Þurrís.
 • Heitt vatn.

Við hópurinn settum Þurrís ofan í einn dallin og sápu í hinn. Heltum svo heitu vatni ofan í skálina með ísnum og bleyttum tuskuna með sápu úr hinum dallinum. Þegar vatnið var komið í kom gufa uppúr dallinum og við reyndum að setja sápu yfir lokið á dallinum svo það myndi koma sápukúla af reyk en það gekk ekki vel. Fyrst var of mikil sápa ofan í hjá þurrísnum. Svo gátum við bara ekki komið sápunni yfir lokið, Það gekk nokkrum sinnum næstum því en það var einginn árángur.

Þarna erum við að reyna að setja sápu yfir lokið

Þarna erum við að reyna að setja sápu yfir lokið.

Aukatilraun

Áhöld:

 • Blaðra.
 • Þurrís.

Gyða leyfði okkur að leika okkur smá með þurrísin, en maður þurfti að fara varlega. Ég tók blöðru með engu lofti í, setti einn mola af þurrís ofan í blöðruna og batt hnút á endan. Eftir smá tíma var komið loft í blöðruna og hún var alltaf að stækka og stækka. Þegar þurrís bráðnar og verður að gufu þarf hann meira pláss því að gufuform tekur miklu meira pláss heldur en eitthvað í föstu formi. Þess vegna blés blaðran út.

 

 

Heimildir:

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146

http://nemar.fludaskoli.is/svava99/2014/12/16/thurristilraun-hlekkur-3-vika-4/

http://nemar.fludaskoli.is/hrafnhildur97/category/uncategorized/page/2/