Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 9.des

Kláruðum að kynna bæklinganna en það voru Hörður og Heiðar sem voru að kynna. fórum svo að gera okkur tilbúinn fyrir próf á fimmtudaginn.  Svo fórum við í Efna-alías með orð eins og nifteindir, róteindir, jónur, sætistala, frumefni, Dmitri Mendeleev sem er maðurinn sem fann upp á lotukerfinu o.s.fl. í hópnum mínum í þessu alíasi voru Halldór Fr, Dísa og Kristinn.

Fimmtudagurinn 12.des

Byrjuðum tíman á prófi sem var snúið en mér tókst það á endanum en gekk ekki vel (hefði átt að læra betur fyrir prófið) eftir prófið fórum við að laga skýsluna sem við áttum að skila á mánudeginum.  því miður gat ég ekki gert neitt í henni því að ég sendi Gyðu skýsluna eftir að hafa sett myndir inná hana heima og þess vegna gat ég ekki gert neitt.

Föstudagurinn 13.des

Fengum prófin til baka. Í einkunn fékk ég 5,0 :/ en var sammt ekki með lægstu einkunnina. Eftir það fengum við  tíma til að bæta einkuninna, þá fórum við í hóp próf. Gyða skipti okkur í fjóra hópa og svo fengum við prófið og við byrjuðum að vinna.  Í hópnum mínum voru Dísa, Gummi og Hörður.  Í því prófi gekk mér betur því ég var með aðra til að hjálpa mér með það, ég er nefnilega ekki allveg bæuinn að ná þessu enþá. Einkuninn í því prófi fekk ég 6,2 og þá varð heildar einkunin mín  5,6 :). Í lok tímanns sýndi Gyða okkur frétt um að í kvöld 13.des verðu mikið að stjörnuföllum þannig að horfið til himinns ;).  Í fyrra var allveg einns og ég fylgdist með þá og ég og vinkona mín töldum 70 og eitthvað og Gyða sagði að það gæti orðið 100 og meira þannig einns og ég skrifaði áðan horfið til himinns 😀

heimildir fékk ég af náttúrufræði vef flúðaskóla