Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 20.jan

Við kláruðum vísindaökuna og allir sýndu sína tilraun. Ég var með tilraun sem ég og Sunneva kölluðum Grilluð kartöflublaðra og ef þið viljið skoða hvernig við gerðum það þá er það Hér.

Fimmtudagurinn 23.jan

Byrjuðum á nýjum hlekki, hlekki 5 og hann er um bylgjur og orku. Í tímanum vorum við í tölvuveri að horfa á myndband um bylgjur og svöruðum svo spurningum sem Gyða lét okkur fá. Og ef við myndum geta klárað það fengum við að blogga líka.

Föstudagurinn 24.jan

Gyða hjálpaði okkur að klára blaðið og svo fórum við yfir það. Við fengum nýjan hlekk í möppuna og glærur. Við horfðum á myndbönd um bylgjur og trailer um mynd sem heitir The Imposible í henni kemur flóðBYLGJA 😉 og eyðinleggur frí hjá fjölskyldu. Það er til tvennskonar bylgjur þær heita þverbylgjur og langbylgjur. Þverbylgja fer upp og niður en langbylgja framm og til baka, eins og er sínt á þessu myndbandi!

hér er dæmi um þverbylgju s.s. flóðbylgja og skjftáli.

Í vísindavökunni var ég með tilraun sem við köllum Grilluð Kartöflublaðra. Ég var í hóp með Sunnevu og við vorum með tvær tilraunir. Markmið tilraunarinna er að stinga grillpinna í gegnum  blöðru an þess að hún springi og geta stundið plast röri inní harðakartöflu.

Við byrjuðum á því að að taka til svona 5 blöðrur, grill pinna, kartöflur, vaselin, plast rör, uppþvottalögur og einnota hanska. Svo plésum við í blöðrurnar þannig grillpinnin passaði í gegnum hana og bundum svo fyrir opið. Svo næst dúfðum við pinna ofaní uppþvottalagið  og dýfðum honum vel ofaní svo hann var með mikilli sápu ofaná. Svo tókum við blöðru og stungum pinnanum inn í blöðruna rétt hjá opinu þar sem við blésum í hana og svo aftur í gegnum hana akkurat á hinum endanum, s.s. efst á blöðrunni. þá vorum við kominn með blöðru á pinna. Svo prófuðum við að setja vaselin á pinnan og prófa og það gekk betur að hafa vaselin því það fór minna loft úr blöðrunni. Þetta gerist því að blaðran er búinn til úr rafeindum sem eru að hlykkjast um í blöðrunni og sleipiefnið á pinnanum smeygir sér í gegn og því springur hún ekki.

Seinni tilraunin var að stinga plaströri í kartöflu. þá tókum við kartöflu og rör, svo skárum við rörið þannig það var ekki hægt að beyja það efst uppi, svo settum við þumalputtan á opið á rörinu og stungum svo í kartöfluna… og viti menn rörið sat fast í. Þetta gerist því að þegar við setjum puttan fyrir opið kemmst ekki loft úr og svo þegar maður stingur í er þystíngur loftsinns svo mikill að rörið beyglast ekki. :)

báðar tilraunir heppnuðust vel og við sunneva unnum verkefnin einns og átti að gera, við bjuggum til myndband en það eiðinlagðist svo við sýndum það live í tíma.

Takk fyrir mig 😀