Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 3.feb

Í dag var fyrirlestur um hljóð. Við fórum yfir hvernig þotur rjúfa kljóðmúrinn og hljóðstyrk, tónhæð, úthljóð, dopplerhrif, hermu og hljómblæ. Hvað gerist þegar Þotur rjúfa hljóðmúrinn?  Hávaðinn sem fylgir flugi yfir hljóðhraða stafar af höggbylgju samþjappaðs lofts. Þegar þessi höggbylgja skellur á hljóðhimnum okkar heyrum við miklar drunur. Hljóðhraðinn er útbreiðsluhraði hljóðbylgna í lofti, það er sá hraði sem hljóðbylgjur ferðast með um loftið. Hljóðhraði minnkar með lækkandi hita og lækkar því í aðalatriðum með hæð, en er um 1200 km/klst við sjávarmál og venjulegan hita og þrýsting. Þessi hraði er stundum kallaður hljóðmúrinn og má rekja þá orðanotkun til þess þegar menn álitu að hann myndaði efstu hraðamörk flugvéla, eins konar múr eða mörk sem þær kæmust ekki yfir. Flugvélin verður einmitt fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar hún kemst á þennan hraða en eftir að hún er komin fram úr honum er flugið aftur eðlilegt gagnvart henni og þeim sem í henni eru.

thota_120711

 

Fimmtudagurinn 6.feb

Vorum í könnun í Eðlisfræði Bylgju og hljóðs. Þegar könnunin var búinn fórum við í tölvuver í phet-forritin en ég fór að setja inn færslu í seinasta blogg.

Föstudagurinn 7.feb

Vorum að skoða fréttir um bylgjur og horfðum á nokkur myndbönd. Svo fórum við yfir prófið og það kom í ljós að ég fékk 7 á prófinu. við horfðum á tilraun og lærðum um afhverju eru  fjöllin blá.

En afhverju eru fjöllin blá ?

jú það er útaf því að ljós endurkastast og verður að regnboga. blái liturinn í honu er með mestu tíðnina af öllum hinum litunum, ef rauði liturinn væri með mestu tíðnina væru fjöllin og sjórinn og himininn rautt.

prisma

 

Fréttir:

Útfjólublá

Gervihönd

ljósmengun

Frá Mars til Jarðar

Leave a Reply