Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 3.mars

Gyða var veik þannig að þessi tími var færður á Fimmtudag.

Fimmtudagurinn 6.mars

Við fengum nýjar glósur um Þjórsá og skrifuðum inná hugtakakortið okkar.

Áhersluatriði í dag voru:

  • innri  og ytri öfl
  • vatnasvið
  • ólíkar gerðir vatnsfalla (dagár, lindár og jökulár) – landmótun -fossar – jarðlög – fossberi
  • jöklar – ólíkar gerðir – landmótun – hvalbak – jökulurð – jökulrákir
  • miðlunarlón – stöðuvatn – samanburður
  • rof og set
  • eldgos – hraun – aska

Föstudagurinn 7.mars

Í dag fórum við í plaggat vinnu. Við byrjuðum tíman í að skoða blogg síðan í gær, kíkgtum á nokkrar fréttir. Svo skiptum við okkur sjálf  í hópa, ég var með Evu og Þórný. Við fengum að velja okkur eitthvað sem tengist Þjórsánni til að gera plaggat úr. Við völdum Gjánna.

Gjáin er gljúfur í Þjórsárdal með mörgum lindum og fossum. Í Gjánni rennur Rauðá sem sprettur upp í Rauðárbotnum milli Sandfells og Fossheiðar, miklu ofar á afréttunum. Líklegt er, að Þjórsá hafi myndað Gjána, þegar hún rann þarna um. Gjáin er stuttur gljúfurdalur, skammt frá uppgröfnum rústum fornbýlisins að Stöng í Þjórsárdal. Tærar uppsprettur hjala í Gjánni, úfnir klettar og gróskumikill gróður, svo sem mosar, grös, víðir, lyng, hvönn og birki, með glaðlegu fuglalífi á sumrin. Telst Gjáin með friðsælustu og fegurstu stöðum Þjórsárdals.

upplísingar fekk ég af :

Wikipedia, Nat og Þjórsárstofunni.

Gjáin

Myndina fékk ég frá mbl.

Leave a Reply