Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 17.mars

Við héldum áfram að tala um lífríki í þjórsá og í kringum hana. Og að sjálfsögðu fengum við glærur, og fórum yfir þær.  Hér eru nokkur atriði um Þjórsárver.

 •  Þjórsá var fyrst lýst friðland árið 1981.
 • Svæðið er verndað samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi.
 • Grósumiklar og fjölskrúðugar flæðilendur.
 • Fjölskrúðugt gróðurfar, einkunn fyrir fuglalíf.
 • Mestu varpstöðvar heiðgæsarinnar í heimi.

Tegundaauðugasta hálendisvin landsinns

 • 180 tegundir háplanta,
 • 225 tegundir mosa,
 • 145 fléttutegundir,
 • 290 tegundir skordýra, köngulóa og langfætla.

Dýr

 • Hornsíli og krabbadýr
 • Mikið fuglavarp
 • Refir og hagamýs í littlu mæli.

Fimmtudagurinn 20.mars

Í þessum tíma fórum við einungis yfir blogg, og skoðuðu fréttir sem við settum inná bloggin okkar.

Föstudagurinn 21.mars

Í dag svar massíg stöðvavinna. Við unnum sjálfstæð en við máttum lika allveg vinna með öðrum. Hér koma stöðvarnar.

 1. Google earth – verkefni Þjórsá
 2. Hekla og gróður í hraunum.  Náttúrufræðingurinn
 3. Friðlýsing.  Af hverju voru Þjórsárver friðlýst?   – vefur Umhverfisstofnunar
 4. Verndun. Hvað er Ramsarsvæði og hvaða íslensku votlendissvæði eru samþykkt sem Ramsarsvæði?  Nýleg frétt um þrjú ný svæði.
 5. Smásjá. Vatnssýni – berum saman vatnssýni úr jökulá og lindá.  Smásjársýni með þörungum.  Bókin Veröldin í vatninu til greiningar.
 6. Hugtök.  Vatnafiskar, tegundir og stofnar.  Fjölbreytileiki lífvera í íslenskum vötnum vegna …..?  Skoðaðu bls. 200-201 bók Guðmundar Páls, Hálendið í náttúru Íslands.
 7. Fuglar – heiðargæsin – bækur og fuglavefurinn  finna fleiri fugla sem lifa á hálendinu (staðfuglar, farfuglar, jurtaætur, ránfuglar o.s.frv.)  Flokkaðu og notaðu latnesk heiti jafnframt þeim íslensku.
 8. Teikna.  Vistgerðir í Þjórsárverum, glósur um Þjórsárver og bækur. Teikna upp nokkrar fæðukeðjur og setja upp í fæðuvef.  Nota íslensk og latnesk heiti lífvera sem lifa í Þjórsárverum.   Hvað er lifandi og hvað lífvana.   Frumframleiðandi – neytandi – sundrandi.  Rústamýravist.
 9. Farflug.  Bók Guðmundar Páls Ólafssonar um Farfugla …. texti bls. 32 og skoða myndir og upplýsingar um fugla í bókinni.   Farflug  Skilgreindu hvað er farfugl.  Nefndu dæmi um fugl sem ferðast innan Evrópu og annan sem  sem ferðast milli heimsálfa.  Hvaðan kemur heiðargæsin?  Af hverju er hún að fljúga til Íslands yfir sumarið. 
 10. Rannsókn, eggjaskurn   skoðaðu eggjaskurn í víðsjá.  Lýstu því sem þú sérð.  Hvernig heldur þú að ungi í eggi fái súrefni? Lesið ljósritaða grein af vísindavefnum.  Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?“.Vísindavefurinn 12.1.2006. http://visindavefur.is/?id=5559.  Skoðið sérstaklega síðasta kaflann um PCB mengun .
 11. Fléttur – hvað er það? Hvaða fléttur finnast í Þjórsárverum?  Náttúrufræðistofnun Íslands, ljósrit í boði.  Skoðaðu stein í Dinolit, hvaða lífverur eru á þessum steini?  Eru þær frumbjarga?
 12. Fuglar í sárum.    blóðríkar fjaðrir  og bók Guðmundar Páls bls. 119-120 .  Skilgreinið og segið frá hvað kom mest á óvart þegar þið lásuð um fjaðrafellingar í Þjórsárverum?
 13. Kortalæsi.  Kíktu á jurtakortið í stofunni.  Hvaða upplýsingar eru gefnar upp við hverja jurt?  Hvað tákna myndirnar?  Finndu nokkrar jurti sem eru algengar í Þjórsárverum en ekki á láglendi.  Skrifaðu upp heitin á íslensku og latínu.
 Ég fór á:
Stöð 5 – Smásjár
Lindá-Ég skoðaðivarn úr lindá og markmiðið var að reyna að finna þörunga en ég fann eingann. Síðasta sækkunin sem ég notaði var 15 x 10.
Jökulá
Ég skoðaði vatn úr jökulá og ég fann leifar úr frumu og einhvern gróður í síninu. Seinasta stækkunin sem ég notaði á þessu síni var 16 x 4.
Stöð 3
Þjórsárver-Afhverju var Þjórsárver friðlýst?
Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og friðlýsingin var endurskoðuð árið 1987. Svæðið er verndað samkvæmt samykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi. Á tímablilinu 1.maí til 10.júní er umferð um varplönd heiðgæsar bönnuð. þjórsárver er víðáttumikil gróðurvin á miðhálendi Íslands, um 140 ferkílometrar að flatarmáli. Verin eru að mestu leyti vestan Þjórsá, sunnan Hofsjökuls og eru í um 600m hæð yfir sjávarmáli.
Stöð 11
Fléttur
Á Íslandi hafa fundist rúmlega 700 tegundir af fléttum, yfir 400 þeirra eru hrúðurfléttur og afgangurinn blað- og runnfléttur. Fléttur eru sambýlis svepps og grænþörungs og/eða blábakteríu.
Fréttir:

Leave a Reply