Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Mánudagurinn 5.maí

Í þessum tíma byrjuðum við að læra um fugla!  Gyða var að segja okkur allt um fugla og afh þeir verpa eggjum og svo frammvegins. En þeir gera það af því að þeir mundu ekki getað flogið útaf þunga ef þeir yrðu óléttir í einhverjar vikur.

Fimmtudagurinn 8.maí

Við skoðuðum fuglavefinn, skoðuðum myndir og hlustuðum á hljóð. Uppáhalds fuglinn minn er krummi, vegna þess að ég hermi mjög vel eftir honum! Krummi eða Hrafninn er stærstur allra spörfugla, hann er sterklega byggður  með fremur langa og breiða fingraða vængi og fleyglaga stél. Krummin er allt árið í kring á Íslandi, hann étur skordýr, hræ, orma, ber og úrgang.

Föstudagurinn 9.maí

Í dag vorum við ekki tæknilega séð í skólanum því það var rusladagur. Þá var allur skólinn skiptur upp í bekki og farið var víða um Flúðir að taka til. Bekkurinn okkar er svo stór að við vorum skipt í helming. Helmingurinn sem ég var í fór á tjaldsvæðið og þar í kring að taka rusl upp. Í lok dagsinns fengum við pylsur fyrir gott verk.

 

fréttir

103 fuglar

tyggjóklessur

Leave a Reply