Sigríður Helga Steingrímsdóttir
Sigga

Þessi vika var mjög stutt! Þanngin Gyða sagði okkur að við máttum að blogga um eldgosið í Holuhrauni.

Bárðarbunga

Bárðarbungar er stærsta eldfjallið hér á Íslandi. Bárðarbunga er staðsett undir vestanhluta Vatnajökulls. Bárðarbunga er stór og öflug eldstöð, hún er talin vera nálægt 200km. löng og allt að 25 km breidd. Önnur megineldstöð er í kerfinu, það er Hamarinn.  Vegna þess hve fjarri eldstöðin var byggðu bóli þá var fremur lítið var vitað um Bárðarbungu lengi vel en smámsaman varð mönnum ljóst að undir þessari miklu íshellu í norðvesturjaðri Vatnajökuls leyndist eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands.   Hæsti blettur Bárðarbungu er 2009 metra hár og hún er því næsthæsta fjall landsins. Undir Bárðarbungu er stórt kvikuhólf, Það var svo mikill þrýstingur í þessu hólfi að allir voru mjög hræddir um að sprengi gos myndi verða að en í staðinn myndaðist 40 km göng frá þessu hólfi undir Dyngjujökul að svo kölluðu Holuhrauni og þar byrjaði að gjósa. Það gaus í nokkra klukkutíma svo hætti það en nokkrum klukkutímum eftir það byrjaði aftur að gjósa. Undir bárðabungu er enn mikill þrystingur vegna að renslið sem fer í gönginn og svo í gosið er minna en rennslið sem kemur frá möttulinum í kvikuhólfið og enn er verið að bíða eftir gosi þar líka. Ef það gýs í Bárðarbungu mun mjög lýklegast koma flóð. Flóðið gæti farið í Grímsvötn og þaðan út i sjó, það gæti líka farið í Jökulsá á fjöllum norðan við Vatnajökul og það gæti farið í Köldukvísl og þaðan á vatnasvið Túná og Þjórsá og meðal annars gæti það farið í Skálfandafljót. Bárðarbungueldstöðin er sérstök að því leiti að þar verða alloft miklar rek- og goshrinur utan jökulsins til suðvesturs inn á hálendinu milli Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls eða til norðausturs í átt að Dyngjufjöllum.  Stærstu gosin virðast verða þegar kvikan hleypur til suðvesturs.   Á nútíma hafa þessar öflugu goshrinur orðið í kerfinu á um 250-600 ára fresti.  Stærsta hraun landsins og reyndar á jörðinni úr einu gosi á nútíma er ættað úr Bárðarbungukerfinu, það er Þjórsárhraunið mikla sem rann fyrir um 8500 árum.  Rann það ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár.  Er það talið vera um 21-30 rúmkílómetrar og flatarmálið um 950 ferkílómetrar. Hraunið sem er nú komið úr Holuhrauni er orðið jafn stórt og Manhattan eyja. Gosið í Holuhrauni er þegar orðið eitt stærsta hraungos Íslandssögunnar.

 

 

hér má sjá hvar Bárðarbunga er staðsett

hér má sjá hvar Bárðarbunga er staðsett

hér má sjá hvernig kvikuhólfið er og hvernig gönginn eru

hér má sjá hvernig kvikuhólfið er og hvernig gönginn eru

Hér eru nokkrar fréttir um gosið:

100 skjálftar á dag.

Mengun frá gosi.

Líkur eru á gasmengun.

450 manns.

Tæplega 20 skjálftar.

Í mánudagstímanum horfðum við á myndband um gosið

Heimildir eru af Eldgos.is og frá myndbandinu Risinn rumskar inná ruv.

Myndaheimildir eru báðar af ruv.is

Bárðarbunga gæti sigið hundruð metra.

Possible volcanic eruption at Bardarbunga.

Leave a Reply